Hús & Búnaður - 01.05.1968, Síða 14

Hús & Búnaður - 01.05.1968, Síða 14
um, sem íbúarnir eiga. Börn hafa tíðan umgang út og inn, og þeir sem gefnir eru fyrir útivist og íþróttir hafa aðrar umgengnisþarfir en hinir, sem sitja inni við lest- ur eða skriftir. Hægt er að láta heimilið bera svip hinna mismunandi áhugamála. Blóm og skreytingar geta minnt á garðinn. Uppstoppuð dýr eða steinasafn minn- ir á dýralíf og náttúruskoðun, og þannig mætti lengi telja. Veljið húsgögnin einnig með þetta í huga. Lögun þeirra getur fallið misjafnlega vel við hæfi ykkar hvað þetta snertir. Þar sem mikill umgangur er og e. t. v. gengið um í vinnufötum og illa hirtum skóm, þurfa hús- gögn og gólf að vera þannig úr garði gerð, að ekki sjái mikið á þeim og auðvelt sé að hreinsa þau. Mikilvægt er að velja sér réttan stíl. Nauðsynlegt er að kunna nokkur skil á stíltegundum húsgagna. Stíll- inn veitir heimilinu ákveðinn svip og blæ. Festir per- sónuleika þess. Málverk og skraut geta hjálpað til við að mynda hinn ákveðna stíl. Niðurröðun húsgagna í íbúðina fer að miklu ieyti eftir því, hvernig umferð um húsið er hagað. öllu þarf að koma sem bezt fyrir, svo komizt verði hjá árekstrum og þreytandi hlaupum. Heilsufræðilega séð getur einn- ig verið mismunandi þörf á fyrirkomulagi. Það er t.d. erfitt að standa lengi á hörðu steingólfi; lýsing hefur ákaflega mikilvægu hlutverki að sinna við alla vinnu, og þannig mætti lengi telja. Ekki væri rétt að koma mjög eldfimum efnum fyrir nálægt arineldinum eða ann- ars staðar þar sem íkveikjuhætta gæti stafað af. Það hefur reynzt erfitt að kenna íslendingum að gera áætlanir í sambandi við búreikninga og heimilishald. Hjá því verður þó ekki komizt, og leggja verður áherzlu á, að það sé gert. Slíkt er svo þýðingarmikið atriði, að enginn ætti að láta sér til hugar koma að velja sér húsgögn eða annað, án þess að hafa áætlun um það áður í einhverju formi. Án þess er ekki einungis verið að kaupa með lokuð augu, heldur oft á tíðum beinlínis að henda peningum, stundum miklum peningum. Hér er ekki átt við að tíunda þurfi hvert smáatriði, heldur fyrst og fremst aðalatriðin og endurskoða þau öðru hvoru. Oftar en fólk grunar þyrfti að hreinsa til í íbúð- um. Ýmislegt vill hlaðast upp á löngum tíma og verða til fyrirhafnar og óþæginda fremur en gagns. Vandi þess að skapa eigið heimili vex. Baðstofurnar gömlu gátu verið með mjög líku sniði á flestum bæjum. Heimilislífið var áþekkt á öllum bæjum. Byggingarefni og stíll var mjög einskorðað. Nú er þetta allt breytt. En svo mjög sem þetta hefur breytzt ráða þó enn hin fornu lögmál um list og fegurð. Við þurfum aðeins að kunna nokkur skil á samræmi og þörfum, efni og eiginleikum, til þess að geta sniðið okkur heimili eftir hæfi. En minn- izt þess, að þá fer betur ef sem flestir taka sameigin- legan þátt í að móta það, líka litli bróðir og systir. Fyrsta verkefnið er að gera sér grein fyrir hvernig lífi fólksins er háttað og hverjum breytingum það muni taka a.m.k. í náinni framtíð. Bezt er að gera sér lista yfir áhugamál og störf. Gætið þess að blanda hér ekki sam- an hleypidómum um ríkjandi hefð eða gljálakk og spón. Slíkt ræður ekki úrslitum um aðlaðandi heimili. En því víðtækari sem þessi athugun verður, þeim mun betri niðurstöðu má vænta í lokin. Er fjölskyldan t.d. félags- lega sinnuð svo vænta megi margra gesta í heimsókn, eða er hún hlédræg og fáskiptin? Flestir fá kunningja í heimsókn, en vilja þó eiga friðsælt athvarf í ró og næði öðru hvoru, einkanlega eftir að þeir fara að eld- ast. Það þarf stærra rými til þess að geta haldið sam- kvæmi og tekið á móti mörgum gestum. Húsgögnin þurfa að vera smá en mörg, t.d. margir stólar með litl- um borðum, litirnir líflegir og léttir. Þá þurfa húsgögnin að vera meira í tízku og þola töluvert hnjask. Til einka- nota mega húsgögnin aftur á móti vera stærri og þægi- Margir stólar og lítil borö hcnta þar sem von er á gestum. Gott er að geta raðað þeim saman og breytt um eftir því sem ástæður eru til hverju sinni. Það er t.d. ekki sama hvort setið er og horft á sjónvarpið eða launhelgar umræður fara fram á fundum saumaklúbbanna.

x

Hús & Búnaður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.