Hús & Búnaður - 01.05.1968, Blaðsíða 8

Hús & Búnaður - 01.05.1968, Blaðsíða 8
HÚS OG BÚNAÐUR vill að tímaritið geti orðið keimilunum að sem mestu liði á víðtcekum vettvangi. Til þess að svo megi verða og beztur árangur náist þarf að sameina þá aðila, sem þar vilja vinna að og fœrastir eru í hverri grein. Eitt þeirra félaga er Garðyrkjufélag íslands. Fátt veilir meiri áncegju og fyllingu í lífi og starfi en að fást við rcektun, hvort sem fengizt er við rcektun nytjajurta eða fegr- Það er regin misskilningur, lesandi góður, ef þér haldið að Garðyrkjufélag ís- lands sé stéttarfélag þeirra sem hafa garð- yrkju að atvinnu eða að það sé í ein- hverjum tengslum við Sölufélag garð- yrkjumanna! Ég nefni þetta í upphafi þar sem við í stjórn félagsins, verðum svo oft vör við þennan misskilning. Hið rétta er að Garðyrkjufélag íslands er félag á- hugafólks um garðyrkju. Stéttarfélög, sem stofnuð hafa verið í sambandi við garðyrkju eru t.d.: Félag garðyrkju- manna, Garðyrkjuverktakafélag íslands og nokkur garðyrkjubændafélög. Garðyrkjufélagið, eins og það er venju- lega kallað, var stofnað á árinu 1885 að áeggjan þáverandi landlæknis, Gerg Schi- erbeck, sem hreif með sér nokkra nafn- kunna menn, t.d. Pétur biskup Pétursson, Magnús Stephensen, assessor, Árna Thor- steinson, landfógeta, Halldór Friðriks- son, yfirkennara, Steingrím Thorsteinsson, skólakennara, Björn Jónsson, ritstjóra, Hallgrím Sveinsson, dómkirkjuprest o. fl. Ekki tel ég það tilviljun eina, að það skuli hafa valizt í félagið í upphafi menn, sem dvalizt höfðu meðal annarra þjóða, þar sem þeir hafa að sjálfsögðu kynnzt notkun grænmetis í ríkari mæli en tíðk- aðist hér heima og meiri snyrtimennsku í kring um hýbýli manna, en hér þekktist. Enda var mark og mið félagsins í upphafi að stuðla að aukinni ræktun grænmetis. Allmikið líf virðist hafa verið í fé- laginu fram undir aldamótin. Félags- un með skrautblómum. Svo hefur talazt til að í ritinu verði eftirleiðis þáttur í samvinnu við þetta félag. Við vonumst til að hann geti orðið tengiliður við hið fjölmarga áhugafólk á þessu sviði og hvetjum sem flesta til að gerast virkir félagar. Formaður félagsins, Kristinn Helgason, gerir í þessum fyrsta þcetti nokkra grein fyrir starfi þess. mönnum hafði fjölgað verulega og þá var ársgjaldið kr. 1,00! Á þ essum árum var mikið af fræi flutt inn til landsins fyrir félagsmenn og aðra. Um aldamótin var Búnaðarfélag ís- lands stofnað (1899) og dró það veru- lega úr starfi félagsins, því margir töldu það spanna yfir verksvið Garðyrkjufé- lagsins. Það var svo árið 1918 að Einar Helga- son, ráðunautur, blés lífi í félagið að nýju, og hefur það starfað óslitið síðan, þótt ekki sé því að leyna, að starfsemin hafi verið mismunandi mikil frá ári til árs. Á s.l. þremur árum hefur verið mikil starfsemi í félaginu, og hefur það leitt til stóraukinnar félagatölu, og eru nú í félaginu á 5. hundrað manns. Starfsemi félagsins þessi s.l. 3 ár hefur aðallega ver- ið fólgin í ýmiskonar fræðslustarfsemi fyrir félagana og aðra. Má þar til nefna, að á vorin hafa verið haldnir fræðslu- fundir með myndasýningum, á sumrin hafa svo verið farnar skoðunarferðir í fallega skrúðgarða í Reykjavík og ná- grenni. Á haustin hefur verið haldinn einn fundur, þar sem sýndar hafa verið kvikmyndir og litskuggamyndir úr verð- launagörðum og öðrum fallegum görðum frá sumrinu. Auk þess gefur félagið út „Garðyrkju- ritið", sem er ársrit, og flytur hverskonar fróðleik um garðrækt og það sem henni tilheyrir. Fylgirit Garðyrkjuritsins, er „Garðurinn", sem kemur út óreglulega (6—8 sinnum á ári) og er einskonar fréttabréf og flytur leiðbeiningar til fé- lagsmanna, sem við eiga á þeim tíma, sem „Garðurinn" kemur út. Á s.l. ári gaf félagið út fullkomnustu handbók um skrúðgarðarækt, sem hér hef- ur verið gefin út. Greinir hún frá flestu því, sem að garðinum snýr, allt frá und- irbúningi lóðarinnar þar til farið er að njóta garðsins. Þessi bók heitir „Skrúð- garðabókin" og er 320 bls. með 240 myndum og uppdráttum. í bókinni eru nöfn á rúmlega 1000 plöntum og af- brigðum þeirra. Verkefni félagsins eru ótæmandi, en af skiljanlegum ástæðum er það takmarkað, hvað hægt er að gera, þar sem stjórn Hvað er Garðyrkjufélag Islands

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.