Hús & Búnaður - 01.05.1968, Blaðsíða 6

Hús & Búnaður - 01.05.1968, Blaðsíða 6
Hl — Fl — Stereo Það er varla nokkurt radíó-tæki á markaðnum í dag, án þess að á því standi orðin Hi-Fi „Stereo". — Hi-Fi stendur fyrir orðin high fidel- ity, en þau mætti ef til vill þýða sem „hágæða tónflutningur". Með Stereo er átt við eiginleika tækja til að flytja tvær óháðar tón- rásir samtímis. Á þann hátt er mögulegt að gera hljómlist meira lifandi í endurflutn- ingi en áður var; og ef tæki, sem öll eru óvefengjanlega ,,Hi-Fi-ster- eo" eru í notkun, er hægt að fram- kalla áhrif sem líkjast því mjög að setið sé í hljómleikasal og hlýtt beint á tónverk flutt af hljómsveit. Því miður misnota margir fram- leiðendur orðin Hi-Fi (stereo). Það er alls ekki nóg, að þau standi á tækjunum. Tækin verða einnig að svara ákveðnum minnstu kröfum til að geta með sanni borið þessi einkunnarorð. Það er heldur ekki nóg, að hluti tækjanna sem notuð eru svari kröfunum. Árangurinn verður aldrei betri en lélegasti liðurtækj- anna segirtil um. Gæðakröfur fyrir Hi-Fi stereo tæki eru til, en það yrði of tæknilegt að fara nákvæmlega út í að útskýra þær allar. Nokkrar grundvallarkröfur fyrir Hi-Fi-stereo tæki vil ég þó nefna, og fara þær hér á eftir: STEREOTÆKI Tökum sem dæmi: Höfum við til umráða fyrsta flokks tæki, þar á með- al plötuspilara, magnara fyrir hann og nýjar hrein- ar plötur, og tengjum síðan þessi tæki við meðalgóðan hátalara, verða tóngæðin aldrei nema meðalgóð, og þá hefðum við eins getað sparað okkur fína plötuspil- arann og fína magnarann. Aðeins tæki í sama gæðaflokki eiga saman, miðað við að maður vilji fá sem mest fyrir peningana sem not- aðir eru til tækjakaupanna. Sem sagt: veljið saman tæki sem hæfa hvert öðru. Það er sama hver liðanna er lélegri en hinir, hann hefur sín neikvæðu áhrif á lokatóngæðin. Magnari Plötuspilari Hátalari Tónsvið 20 rið/sek — 20000 rið/sek 30Ao rið/sek — 18000 rið/sek Bjögun minni en 1% ninni en 1% minni en 1% Útgangs orka 10 Wött eða meira 10 Wött eða meira Rumble frá mótor -r- 60 dB Hraðabr. á diski 0,13%

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.