Hús & Búnaður - 01.05.1968, Blaðsíða 15

Hús & Búnaður - 01.05.1968, Blaðsíða 15
legri, en þá þarf ekki að hugsa um hin mörgu sæti, og form þeirra getur verið með eldra sniði, litasamsetning- in mildari og rólegri. Gestafjöldi ræðst oft óbeint af áhugamálum fjölskyldunnar. Hverjir gestirnir eru fer líka nokkuð eftir því, hvort fjölskyldan gegnir alþýðlegu hlutverki eða er háð opinberu starfi og hvort um ein- stakling eða fjölskyldu er að ræða. Á síðari tímum hef- ur yfirleitt slaknað á hinni miklu einstrengingslegu formfestu og umgengnisvenjum. Vissulega teljum við, að frjálsleg framganga laði betur fram hæfileika ein- staklinganna og fái þá til að njóta sín. Einkanlega á þetta við þar sem börn eru á heimili. Viðhafnarstofan hefur að mestu runnið sitt skeið. Slíkum íbúðum henta látlaus húsgögn. En til þess að fá fram festu og alvöru er hægt að búa ibúðina antikhúsgögnum og hlutum. Einnig hæfa slíkri íbúð betur dökkir litir, tréverk eða sérstök veggfóður. Þessar íbúðir geta orðið kostnaðar- samar. Ódýrari en svipuðum árangri mætti ná með einfaldari en ,,þungum“ húsgögnum og sérstökum lit- um. Eitt þýðingarmesta atriðið við skipulagninguna er hvaða störf eru unnin heima, hvort fengizt er við sér- stök áhugamál eða annað slíkt. Hvert verk þarfnast ákveðins rýmis og ákveðinna tækja. Nauðsynlegt er að haga svo innréttingu, að afmarkaðir séu ákveðnir staðir fyrir ákveðin viðfangsefni. Margir eru haldnir þeirri reginfirru að álíta, að skipu- lagning skipti ekki máli, allt verði að fá, hvort sem velt sé vöngum yfir því lengur eða skemur. Því skal ekki neitað að skipulagning kostar að vísu tíma, en árang- urinn verður líka þeim mun betri. Ef við athugum mál- ið nákvæmlega munum við komast að raun um, að margt sem við hugðumst festa kaup á er hreinn óþarfi, jafnvel til óþæginda á heimilinu. Það er ekki nauð- synleg fjárfesting að kaupa allt í einu, og hvers vegna skyldum við ekki reyna að reka heimilið, sem oft á tíðum tekur til sín hvern einasta eyri, eins fjárhags- lega vel og hægt er. Skapar það kannski ekki aukna möguleika, betra líf? Kostnaðaráætlun er hægt að gera og síðan að vinna eftir. Að vísu hefur verðlag hér, því miður, verið mjög óstöðugt. Engu að síður má með þessu fá þetra yfir- lit yfir næstu verkefni. Við munum líka komast að raun um, að sumt sem við ætluðum að kaupa gátum við gert sjálf með góðum árangri; annað mætti kannski bíða. Við leitum okkur betri upplýsinga um efni og verð, og þannig mætti lengi telja. Það hefur vakið furðu, að einn gæti byggt hús fyrir tiltekna upphæð meðan ann- ar byggði sams konar hús fyrir allt að helmingi hærri upphæð. Sá misskilningur er mjög útbreiddur að sá sem byggði dýrara húsið gæfi upp rangar tölur og styngi mismuninum í eigin vasa. Slíkt þarf engan veg- inn að vera. Ég tel, að miklu oftar ráði hagsýni þess sem um verkið sá, efnisval hans og skipulagshæfileik- ar. Ef menn þurfa ekki, eða vilja ekki gæta hagsýni í þessum efnum er lítið verk að halda húsbyggingar- Viktaríutimabilið hafði sinn ákveðna stíl. Eins þurfum við að velja heim- ilinu þann stíl, sem því hcntar. Ef þið fáið ungan elskhugra í tíðar heim- sóknir og viljið Icika fyrir hann á hörpu, í fölu skini kvöldsins, srætuð þið e.t.v. notað þetta svið sem fyrirmynd. En sé hinsvegar um síðhærðan ,,hippía“ að ræða, henta rósótt áklæði ob hávær plötuspilari betur kostnaði háum. Mörgum virðist hann þó all nokkur, þótt ýtrustu varkárni sé gætt. Bezt er að þurfa að kaupa sem minnst áður en hin ákveðna áætlun er gerð. Flestir munu þó eiga einhver húsgögn, annað hvort sem þeir hafa keypt eða fengið gefins. Fólk ætti ekki að vera feimið við að skipta á húsgögnum, ef það getur komið því við, frá hverjum sem það hefur fengið þau. Undir öllum kringumstæðum verða húsgögnin að falla inn í þarfir heimilisins. Hins- vegar er oftast hægt að notast við flest húsgögn, að minnsta kosti til að byrja með. Ef við athugum vel, mun vera hægt að fella þau að áætlun okkar. En það er ekki víst að þau gegni þar sama hlutverki og áður. Ungt fólk ætti alls ekki að fylla íbúðina hjá sér af hús- gögnum, jafnvel þótt það hafi sína eigin íbúð og þurfi ekki að flytja. Eftir því sem minna er í íbúðinni er auð- veldara að breyta henni og fylla inn í síðar. Mörg hús- gögn er hægt að láta gegna fleiru en einu hlutverki. Þegar við höfum lokið við áætlunina í heild, skulum við athuga hvað við getum verið laus við í bráðina og láta það þíða að afla þess, ef við getum það ekki með hægu móti. Afborgunarkjör eru neyðarúrræði og hafa þann tilgang mestan að hækka verðið.

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.