Hús & Búnaður - 01.05.1968, Blaðsíða 10

Hús & Búnaður - 01.05.1968, Blaðsíða 10
í HÍ IM\ OKKAR Við getum komið inn í giæsilegar stofur, við getum skoðað blöð og tímarit, við getum séð fallegar myndir, en í reynd segir það okkur ekkert til um, hvernig við eigum sjálf að haga innbúi okkar. Það kennir okkur harla lítið. Að vísu geta slíkar athuganir gefið okkur ákveðnar hugmyndir, en þegar við komum heim og ætlum að fara að setja upp öll fínheitin verður oft minna úr verki. Hvað veldur? Segja má, að undirstöðuna vanti. Við kunnum ekki að vinna úr hinum ákveðnu efnum og fella þau saman. Þetta sem við sáum gat farið vel á þeim ákveðna stað, sem það var á, en til þess að geta komið því eins fyrir hjá okkur yrðum við að hafa sams konar íbúð, sams konar húsgögn, sams konar myndir og teppi, sams konar liti og lýsingu o. s. frv. Við þyrft- um helzt að vera sams konar fólk og það sem við sáum! Slík sýnishorn geta gefið okkur gagnlegar hugmyndir og frætt okkur um efni, sem hægt er að vinna úr, en til þess að geta unnið úr því verðum við fyrst og fremst að vita hvernig það skal gert, og í öðru lagi að nýta það efni sem fyrir er og við eigum sjálf heima. Lífið er sífelldum breytingum háð. Störf okkar, á- hugamál, aldur og fjölskyldustærð, allt breytist þetta og hefur í för með sér breyttar þarfir á heimilinu. Við- fangsefni okkar er að móta íbúðina eftir þeim þörf- um. En jafnvel hinn eftirlátasti eiginmaður yrði löngu farinn að sjá rautt, áður en allar óskir þar um yrðu uppfylltar, ef í hvert sinn sem breytinga væri óskað þyrfti að endurnýja allt sem I innbúinu væri. Það sem mestu máli skiptir er að gera sér glögga grein fyrir því hvaða þarfir þarf að uppfylla og hvernig hægt er að fara að þvi á sem auðveldastan hátt. En við skulum einnig gera okkur Ijóst, að samræmi og fegurð eru þættir þess takmarks að aðlaga okkur því umhverfi, sem við eigum að búa í. Margir, kannski flestir, eru að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að hafa vegginn gulan eða grænan, hvort Til vinstri og að neðan: Ilúspöpnin og innréttingu ber fyrst og fremst að velja eftir áhugamálum fólksins, sem þar býr. Sóldýrkandi vill ekki þurfa að hnipra sig saman í dimmu skoti eða þröngum stól jafnskjótt og hann kemur inn í íbúðina, svo dæmi sé nefnt. Til hægri: Samræmi milli hússins og íbúa þess. Kannski ckki fyrst og fremst í ytri búnaði eins og myndin sýnir, hcldur eftir viðfangsefnum og áhugamálum heimilisfólksins.

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.