Hús & Búnaður - 01.05.1968, Blaðsíða 22

Hús & Búnaður - 01.05.1968, Blaðsíða 22
Veljið hátölurunum rétta stöðu í íbúðinni Eftir lestur greinarinnar um Hi-Fi-stereo hér í blaðinu gerum við okkur grein fyrir, að við verðum að hafa fyr- ir hendi plötuspilara eða segulband, magnara og há- talara, allt valið af mikilli kostgæfni; en þá er eitt vanda- mál óleyst. Hver á staða hátalaranna að vera til að falla bæði inn í heimilisheildina og hafa beztu mögulega hljómburðar-stöðu fyrir þann sem hlustar? Grunnregla er, að jafn langt verður að vera milli hátalaranna og frá veggnum sem hátalararnir eru við til þess, sem hlustar. Sjá mynd 3 og 4. Mynd 4 sýnir þó sparnaðarlausn, þar sem sjónvarps- tækið er látið vera fyrir annan hátalarann. Myndir 1 og 2 sýna hve mjög nothæft stereosvæði minnkar við að hafa of stutt á milli hátalara. Vegalengd- in milli hátalara ætti aldrei að vera minni en 2 metrar og ekki meiri en 4 metrar, án sérráðstafana. Mynd 5 sýnir möguleika á lausn í mjög stórri stofu. Hafið alltaf í huga, að stereoáhrifanna gætir mest þegar hornið á milli hátalaranna séð frá hlustandanum er 40—60°. Mikilvægt atriði er einnig, að keilur allra hátalaranna hreyfist í sömu átt, miðað við samskonar inngangs- merki. Þetta er auðvelt að prófa með litlu vasaljósa- batteríi. Tengið batteríið við hátalaraleiðslurnar, og þreifið með hendinni til að finna hreyfingarátt keilunnar. Greinilega finnst hvort keilan færist út eða inn. (Ef önnur keilan færist út og hin inn, víxlast bara leiðslan fyrir annan hátalarann o. s. frv.). Á þennan hátt er hægt að samfasa alla hátalarana. Að lokum: Um hæð hátal- aranna frá gólfi er það að segja, að sé hátalarinn á gólfinu, er það heldur lágt; en ekki er þó betra að hann sé of hátt uppi. Það er hér eins og víða annarsstaðar, að meðalvegurinn er beztur. Heimilisráð Ef konan hefur bílpróf skalt þú setja svona hjólbarða á vegginn í bíl- skúrnum svo hún geti ekið að þeim. Einnig er gott að hengja merki niður úr loftinu til að stöðva bílinn vi5. Láttu hana ekki vita að þú notir þetta líka sjálfur. Snyrtiborð. sem gott er að búa til, en getur þó verið til mikilla þæginda við að leggja frá sér og gcyma það sem tíð- ast er notað. HEMLUNAR VEGALENGDIR vid MI5JÖFN SKILYRD! úr 32 km hratfa .

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.