Hús & Búnaður - 01.05.1968, Page 5

Hús & Búnaður - 01.05.1968, Page 5
Þá eru og heimilisástæður eigi óvíða þannig, að dag- vist barna á góðu uppeldisheimili getur reynzt mikil- væg og dýrmæt aðstoð, enda einkar hagkvæm þjóð- hagslega séð. Liggur það svo I augum uppi, að eigi þarf að fara um fleiri orðum. Allt öðru máli gegnir um hin föstu vistheimili. í raun og veru hefur það aldrei verið stefnumál Sumargjafar að koma upp slíkum heimilum og reka þau, heldur hefur öll viðieitni félagsins beinzt að hinu, að hjálpa foreldr- unum við uppeldi barna sinna, en eigi að leysa þá und- an þeirri skyldu. Hitt er svo annað mál, að sakir knýj- andi þjóðfélagslegrar nauðsynjar varð að taka upp í Reykjavík rekstur slíkra heimila, og vildi Sumargjöf eigi vikjast undan þeim vanda, þegar til félagsins var leitað af yfirvöldum bæjarins. En stefnubreytingu táknar það enga. Forráðamenn Sumargjafar eru þeirrar skoðunar, engu síður nú en áður, að uppeldinu sé þá bezt borgið, ef meginþungi þess hvílir á góðum heimilum, sem eru sér meðvitandi um þá áþyrgð, sem uppeldisskyldan leggur þeim á herðar. Með heimilunum og fyrir heimil- in vill félagið vinna. En það gleymir þó ekki hinu, að sum börn myndu ekkert uppeldisheimili eignast, ef þau nytu eigi griðastaðar undir þaki félagsins." Hér er enginn kostur þess að gefa nákvæmt yfirlit yfir hvernig hinu umrædda leiksvæði verður fyrir kom- ið. En meðfylgjandi myndir, sem eru frá sænskum leik- svæðum, ættu að geta gefið nokkra hugmynd um að hverju er stefnt. Leiktæki geta í sumum tilfellum haft tvíþætt gildi. I»au geta verið kær- komin leiktæki, en þau geta líka aukið fegurðarskyn barnanna. Þetta, sem við sjáum hér, er eins og skúlptúr í garðinum. Ritstjóri: ÓLAFUR BJÖRNSSON í síðasta þætti fjölluðum við um Richard Réti, í þessum þætti mun- um við skoða skák eftir Aljechin. Alexander Aljechin fæddist í Moskvu árið 1892. Hann lærði að tefla skák sjö ára gamall og árið 1909 vann hann hinn rússneska meistaratitil. Sinn fyrsta alþjóðlega sigur vann hann í Stokkhólmi 1912, en það er í Pétursborg árið 1914 sem hann verkur á sér heimsat- hygli er hann verður nr. 3 á eftir Lasker og Capablanka. Aljechin var mjög iðinn við að taka þátt í mótum og tefldi í allt um 1000 mótsskákir þ.e. meira en Lasker og Capablanka. Fram til ársins 1927 er hann tefldi einvígið um heims- meistaratitilinn við Capablanka hafði hann tekið þátt í 19 mótum, þar af vann hann 11, varð nr. 2 í 6, nr. 3 í einu og einu sinni mátti hann láta sér nægja að verða nr. 3—4, sannarlega frábær árangur. Árið 1927 fór fram í New York skákmót er skera skyldi úr um það hver hljóta skyldi réttinn til að tefla við Capablanka um heims- meistaratignina, þann rétt hlaut Aljechin og í árslok það sama ár fór einvígið fram. Varla nokkur, nema þá helzt Aljechin sjálfur mun hafa búizt við að honum tækist að sigra. Reglur einvígisins voru þær að þeim er fyrst tækist að vinna sex skákir hlotnaðist sigurinn. Við Alcxander Aljechin. leika. a) 16. Hecl, a5! 17. a3, a4 18. Dc3, Rc6 19. Rd3, He6. b) 16. Rd3, Rxd3 17. Dxd3, Dxd3 18. cxd3, Bb4 19. Hccl, c6 ásamt a5 og svart- ur stendur betur. Nú kemur falleg flétta). 16. ----- Rxc2! 17. Hxc2 Dxf4! 18. g3 Df5 19. Hce2 b6 20. Db5 h5 21. h4 Hc4 (Hótar mátsókn með 22. — Hxh4!!). skulum nú líta á fyrstu skákina í 22. Bd2 Hxd4 þessu mikla einvígi. 23. Bc3 Hd3 24. Bc5 Hd8 Ilvítt: Capablanka. 25. Bxd6 IIxd6 Svart: Aljcchin. 26. He5 Df3 FRÖNSK VÖRN 27. Hxh5 — 1. e4 c6 (Hvítum hefur tekizt að ná tölu- 2. d4 d5 verðu mótspili t.d. má svartur ekki 3. Rc3 Bb4 leika 27. — He6 ? vegna 28. De8 4. e4xd5 exd5 og mátar). 5. Bd3 Rc6 27. I)xh5 6. Itc2 Rge7 28. He8f Kh7 7. 0—0 Bfö 29. Dxd3f Dg6 8. Bxf5 Rxf5 30. Ddl Hc6! 9. I)d3 I)d7 (Hvítur þolir ekki kaupin og verð- 10. Rdl — ur að yfirgefa hina mikilvægu (Hvítur er að hugsa um riddara- línu). kaup en þessi áætlun er alltof hæg- 31. IIa8 He5 fara og gefur svörtum möguleika 32. Hxa7 c5 að hrifsa til sín frumkvæðið, skarp- 33. Hd7 Dc6 ara hefði verið 10. Bf4, 0—0—0). 34. Dd3f g6 10. 0—0 35. Hd8 d4 11. Re3 Rxe3 36. a4 Hclf 12. Bxe3 Hfe8 (Fljótvirkari leið var 36. — De7! 13. Rf4 37. Hb8, Dc7 38. Ha8, Dc6 og hvítur (Meira í samræmi við það sem á tapar hróknum vegna máthótunar- undan var komið var Bf4 ásamt c3). innar). 13. Bd6. 37. Kg2 Dc6f (Ef nú 14. Rxd5, Bxh2t 15. Kxh2, 38. f3 Hc3 Dxd5 16. c4, Dh5t 17. Kgl, Had8 39. Ddl Dc6 18. d5, Hd6 með ýmsum hótunum 40. g4 He2f á svörtu kóngsstöðuna). 41. Kh3 De3 14. Hfel? 42. Dhl Df4 (Fyrsti alvarlegi afleikurinn, betra (Hótunin Hf2 verður ekki varin). 14. c3). 43. h5 II f 2 14. Rb4 og hvítur gafst upp. 15. Db3 I)f5 16. Hacl? ----- (Hvítur er þegar kominn í vand- ræði, Aljechin gaf upp tvo mögu- Þessu mikla einvígi lauk þannig að Aljechin vann 6 skákir, Capa- blanka 3 en 25 urðu jafntefli.

x

Hús & Búnaður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.