Hús & Búnaður - 01.05.1968, Blaðsíða 2

Hús & Búnaður - 01.05.1968, Blaðsíða 2
Ætlunin er, a5 þetta leiksvæði verði betur úr garði gert en hér hefur áður þekkzt. Gert er ráð fyrir að koma fyrir: 1. Leikborg, svæði byggt litlum húsum, götum, gang- stéttum, görðum. Leiktæki verði bílar, hjól, vagnar, innileiktæki. E.t.v. verði sum húsin byggð með laus- um kubbum, þannig að börnin geti unnið að bygg- ingunni. 2. Opið leiksvæði — með öllum tiltækum leiktækjum. 3. Lokað leiksvæði — gæzlusvæði, þar sem foreldrar geta skilið börn sín eftir meðan farið er í stutta ferð úr bænum. 4. Opið ræktað svæði — grasbalar með grunnum tjörnum, knattleikjasvæðum. Svæðið ætlað fullorðnu fólki með börnum sínum á góðviðrisdögum. 5. Veitingahús. Leikborgin verði öllum opin 3 daga vikunnar yfir sumartímann, en líklega fá börn á heimilum Sumargjaf- ar forgang að leiksvæðinu vissa daga í viku. Ekki hefur enn unnizt tími til að gera byggingarupp- drætti að leikborginni, en sú vinna mun hefjast von bráðar. Hafin er almenn fjársöfnun til þessara fram- kvæmda, en að sjálfsögðu er ekki hægt nú að segja til um hvenær framkvæmdir hefjist. Það fer eftir því hverj- ar undirtektir almennings verða og hvaða fyrirgreiðslu hægt er að vænta frá því opinþera. Hér verða margir að vinna að sameiginlegu málefni. En það væri einnig athugandi fyrir önnur byggðalög úti á landi, hvort ekki væru möguleikar að hefja undirbúning svipaðrar starf- semi þar. Þótt starfsemin yrði smærri í sniðum þar og Efst: Barnaheimilið Steinahlíð við Suðurlandsbraut og hluti af umhverfi þess þar sem hið fyrirhugaða leiksvæði á að verða. Börnin eru þesrar farin að helga sér þennan reit. Til vinstri: Tvær myndir frá sænskum lciksvæðum. Þið sjáið, hvernip svæðinu er skipt í rciti til margvíslepra afnota. Að ncðan: Samsctnincrarleikfön?, sem börnin srcta bygrgt úr oe rcist sér hús og hallir eftir þörfum leiksins. Starfrænt og þroskandi viðfangsefni.

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.