Morgunblaðið - 12.11.2011, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.11.2011, Qupperneq 1
Morgunblaðið/ÞÖK Akranes Niðurskurður blasir við. Heilbrigðisstofnun Vesturlands stendur frammi fyrir 250 milljóna króna niðurskurði og verði fjárveit- ingar til hennar skertar í samræmi við fjárlagafrumvarp næsta árs þarf hún að segja upp tugum starfs- manna. Guðjón S. Brjánsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, segir að niðurskurðurinn breyti ásýnd þjónustunnar en hafa beri í huga að enn hafi hvorki verið teknar ákvarðanir um breytingar á þjón- ustu né starfsmannahaldi. Til um- ræðu sé meðal annars að sameina öldrunardeild annarri deild á spítal- anum á Akranesi. Verði það gert verði öllum, sem eru á öldrunardeild- inni, tryggð vistun. Að sögn Guðjóns hefðu stjórnend- ur stofnunarinnar þurft að grípa til aðgerða um síðustu áramót en það hefði ekki verið gert vegna yfirlýs- inga stjórnvalda. egol@mbl.is »4 Vantar 250 milljónir  Stefnir í að tugir starfsmanna missi vinnuna hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands  Of seint í rassinn gripið L A U G A R D A G U R 1 2. N Ó V E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  266. tölublað  99. árgangur  GRÉTAR RAFN GEFUR AFTUR KOST Á SÉR Í LANDSLIÐIÐ HÆTTIR EFTIR HÁLFA ÖLD Í ÚTVARPINU HALLA HIMINTUNGL GESTAÞERAPISTI Í TAÍLANDI SUNNUDAGSMOGGINN KÆRLEIKURINN 10ÓVISSA Í BOLTON ÍÞRÓTTIR Prentsmiðjur eru í óðaönn að ljúka við prentun jólabókanna í ár en lang- stærstur hluti þeirrar prentunar fer fram í Odda. Þar eru prentvélarnar keyrðar áfram allan sólarhringinn svo að bækurnar komist í verslanir í tæka tíð. Talið er að yfir 70% jólabókanna séu prentuð hér á landi. »6 Yfir 70% bóka prentuð hér Morgunblaðið/Ómar Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Rannsóknir benda til þess að spila- fíklum fjölgi mest í hópi ungs fólks á Íslandi. Spila ungmennin á ólöglegum happdrættissíð- um á netinu. „Fá ungmenni fara í spilakassa miðað við það sem áður var. Þróunin er á netinu, þar eru spilasíður sem eru löglegar þar sem þær eru stofnaðar en þær eru ólöglegar í öðrum löndum, þar á meðal hér,“ segir Eyvindur G. Gunn- arsson, stjórnarformaður Happ- drættis Háskóla Íslands (HHÍ), og formaður fastanefndar á sviði happ- drættismála. Yfir milljarður á ári á netinu Erfitt er að stemma stigu við því að Íslendingar spili á erlendum happdrættissíðum en fastanefndin er að skoða möguleika á lagabreyt- ingu sem gæti annars vegar falið í sér að hindra aðgang að síðunum eða hins vegar að banna greiðslumiðlun íslenskra kortafyrirtækja við þær. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ, telur að netspilun Íslendinga á erlendum síðum nemi mun meira en einum millj- arði króna á hverju ári. „Ég held að að það sé miklu meira. Aðgangur- inn er svo auðveldur,“ segir hún. Talsvert hefur dregið úr veltu spilakassa á Ís- landi eftir að kreppan skall á. Þannig hafa tekjur Íslandsspila, rekstarar- félags í eigu Rauða kross Íslands, Landsbjargar og SÁÁ dregist sam- an um 250 milljónir á undanförnum þremur árum að sögn Magnúsar Snæbjörnssonar, framkvæmda- stjóra félagsins. „Við höfum fregnir af mikilli spilun á netinu og tapið er að einhverju leyti tilkomið vegna þess,“ segir Magnús. MUngir spilafíklar »30 Ungmenni ánetjast spil- um á netinu  Lagafrumvarp til skoðunar til að stemma stigu við spilafíkn ungmenna  Á tólfta tímanum í gærkvöldi höfðu um 160 umsagnir borist um þingsályktun iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um rammáætl- un, sem ætlað er að marka stefnu um hvaða virkjunarkostir komi til greina og hvaða svæði beri að friða. Frestur til að skila inn umsögnum rann út á miðnætti. Vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár komu nokkrar umsagnir frá einstaklingum í Þýskalandi, sem eru nokkuð samhljóða. Einnig voru komnar umsagnir frá landeigendum í Haukadal um virkjunaráform á Geysissvæðinu, svo dæmi sé tekið. Annars voru ein- staklingar fjölmennir í hópi um- sagnaraðila, sem og sveitarfélög og samtök margskonar. Um 160 umsagnir um rammaáætlun Morgunblaðið/RAX  „Það kom mér á óvart þegar ég heyrði hnúfu- baka syngja í Skjálfandaflóa, en söngurinn tengist makaleit og mökun,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir doktorsnemi, en hljóðupptökur hennar hafa sýnt fram á söng hnúfubaka í Skjálfanda um miðjan vetur. „Frá því í desember og alla vega út febrúar syngja hnúfubakar í Skjálfanda og fjölbreytileiki söngs- ins eykst eftir því sem líður á tíma- bilið á sama tíma og hormónastigið er í hámarki og makaleitin á fullu,“ segir Edda Elísabet. Hún bætir við að brýnt sé að afla sýna til að fá vitneskju um hvort þarna hafi mök- un farið fram. »12 Makaleit og jafnvel mökun í Skjálfanda 250 milljóna króna tekjutap á spilakössum Leit að sænskum ferðamanni átti að hefjast á Sól- heimajökli klukkan 06.30 í morgun, að sögn Jóns Her- mannssonar í svæðisstjórn björgunarsveitanna á Hellu í gærkvöldi. Leitarmenn nutu hvíldar í nótt og von var á óþreyttum liðsauka austur að Sólheimajökli í dag. „Veðrið var vont og leitarsvæðið gríðarlega erfitt. Það var erfiðara að athafna sig á þyrlum en menn gerðu ráð fyrir. Samt gekk leitin ofsalega vel í dag en heldur hægar en menn höfðu vonast til,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann sagði að þreytu hefði verið tekið að gæta hjá leitarfólki sem var búið að vera tvo sólarhringa í atinu. Veður versnaði á leitarsvæðinu eftir því sem leið á gærdaginn. Undir kvöld var komið slagveður, rok og rigning. Vonast var til að veðrið myndi skána með morgninum. »2 Leit verður haldið áfram í dag Göngumenn og þyrlur leita. Margir fylgdust spenntir með þeg- ar sekúndutalan á tölvuúrum tikk- aði upp í 11:11:11 í gær, hinn 11.11.11, enda ekki á hverj- um degi sem slíkt fag- urfræðilegt fyrirbrigði á sér stað. Vitað er um minnst eina tvíbura á Indlandi sem fæddust um þetta leyti í gær, stúlka kl. 11:11 og bróðir hennar mínútu áður. Margir notuðu dagsetn- inguna til þess að marka áfanga í lífi sínu. Þannig fóru til að mynda ellefu gift- ingar fram í Ráðhúsi Reykjavík- ur. Þá var opnuð ný tölvuverslun í Ármúla og líkamsræktarstöð í Holtagörðum klukkan 11:11 í gær. Þegar Morgunblaðið fór í prent- un hafði verið tekið á móti tíu börn- um á Landspítalanum í Reykjavík og því ekki útilokað að börn fædd hinn 11.11.11 yrðu ellefu talsins. Starfsmenn á fæð- ingardeildum spítalans sögðust ekki hafa orðið varir við sérstakan spenn- ing hjá verðandi mæðrum að eiga þennan dag. „Þetta eru svo miklar skynsem- iskonur,“ sagði starfs- maður á fæðingardeild. Á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri höfðu hins vegar engin börn fæðst í gær- kvöldi. »28 Giftingar og opnanir verslana hinn 11.11.11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.