Morgunblaðið - 12.11.2011, Síða 16

Morgunblaðið - 12.11.2011, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011 SVIÐSLJÓS Andri Karl andri@mbl.is „Rafbókavæðingin er að hefjast á Íslandi sem og í löndunum í kring- um okkur,“ segir Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands. „Hún er mjög spennandi og komin til að vera.“ Á félagsfundi sambandsins næstkomandi mánudag verða greidd atkvæði um samning við Fé- lag íslenskra bókaútgefanda um raf- bókaútgáfu. Samning sem marka tímamót. Raunar er ákvæði í rammasamn- ingi um útgáfu sem snýr að raf- bókaútgáfu. Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson, formaður samninganefndar Rithöfundasambandsins, segir það hins vegar hafa verið fremur óljóst, þar sem nokkur ár eru síðan sá samningur var gerður. „Útgefand- inn hefur samkvæmt því leyfi til að gefa út á rafbók, en svo vissu menn ekkert um hvað var verið að semja þar sem engin rafbók hafði komið út. Þannig að það var orðið tíma- bært að skoða það betur.“ Önnur lönd til viðmiðunar Viðræður hófust í byrjun árs um það í hvaða farveg þessi mál skyldu fara, enda komið að því að íslenskar rafbækur komi út. „Við erum í miklu norrænu og evrópsku sam- starfi og það eru allar þjóðir mjög svipað settar. Bylgjan hefur fyrst og fremst verið í hinum enskumælandi heimi en nú eru að bætast við fleiri og fleiri þjóðir sem gefa út rafbæk- ur,“ bendir Ragnheiður á. Vegna þess enn er margt á huldu hvað þróunina varðar í rafbókavæð- ingunni íslensku var ákveðið að gera tilraunasamning. Er það í takti við það sem gert hefur verið í ná- grannalöndunum, en samningavið- ræður í þeim voru hafðar til við- miðis. Sérstaklega var litið til Noregs sem eru komnir hvað lengst um að ná saman í um þessi mál. Strax í vor var ákveðið að reyna ná saman um tilraunasamning. Það tókst og er hann til rúmlega tveggja ára. „Það sem við gerðum var taka mið af rammasamningnum sem gildir mest um prentútgáfur. Það má eiginlega segja að þetta sé við- bótarsamningur við hann, eða af- leiddur samningur,“ segir Aðal- steinn og að vonast er til að á samningstímanum komist á reynsla á rafbókaútgáfu hér á landi og samningsaðilar viti hvernig landið liggur. Einfaldur samningur Aðalsteinn segir að um tímamóta- samning sé að ræða að því leiti að með honum er opnað fyrir útgáfu rafbóka á íslensku. Samning- urinn er hins vegar einnig rökrétt framhald af endurnýjun þýðingasamn- inga á síðasta ári en sett var inn í hann ákvæði um rafbækur. Spurður um hvort mikill munur sé á samn- ingum segir Aðalsteinn að um sé að ræða mjög einfaldan samning. „Í rauninni er greitt fyrir seld eintök eins og gert er í hefð- bundna samningnum.“ Hann segir að þetta geti orðið góð búbót fyrir höfunda en enn sé þó mikil óvissa. „Þetta er nýtt útgáfuform og ég held að það sé kostur aðf á það inn. Þetta fór þó ábyggilega hægt af stað en verður kannski hliðstætt við hljóðbókaútgáfu.“ Stuttur og uppsegjanlegur Dæmi um það hversu varlega er farið er samningstíminn en einnig er í honum að finna uppsagnarákvæði sem nýta má með þriggja mánaða fyrirvara. Það þykir afar óvenjulegt. „Þetta er einfaldlega gert vegna þess að menn vita ekki hvað þeir eru að fara út í,“ ssegir Ragnheiður og segir þetta sambærilega leið og aðr- ir hafa farið. „Það eru allir að fikra sig áfram með hvernig semja á um útgáfu á þessu.“ Auk þessa felst í samningnum að aðilar hans fundi í það minnsta á sex mánaða fresti til að bera saman bækur sína, skoða framkvæmdina og halda áfram vinnu við að finna út bestu lausn- irnar við íslenska rafbókaútgáfu. Miklir hagsmunir eru á bak við samninginn, og eðlilega vilja útgef- endur sem hafa prentréttinn einnig hafa rétt til útgáfu sömu rita á raf- rænu formi. „Þeir vilja ekki að höf- undar fari að gefa út sjálfir, en á öllu eru kostir og gallar. Útgefandinn er sá sem markaðssetur og býr bókina til flutnings. Við höfum ekki í augna- blikinu séð að við séum komin á það stig að sleppa þeim. Þess vegna vilj- um við gera samning við þá. Útgef- endur vilja líka ná til sín þesum rétti strax, að þeir fái ekki aðeins að gefa út prentuðu bókina og einhverjir aðrir gefi út rafbókina á sama tíma. Þarna eru því hagsmunir á báða bóga,“ segir Ragnheiður. Líkt og áður segir fer félagsfund- ur Rithöfundasambandsins fram næstkomandi mánudagskvöld. Þar fer fram kynning á samningnum og að hann að lokum borinn undir at- kvæði félagsmanna. Ræðst þá hvort rafbókaútgáfa hér á landi hefjist fyrir alvöru. Tímamót í rafbókaútgáfu  Atkvæði greidd á félagsfundi Rithöfundasambands Íslands næstkomandi mánu- dag um nýjan samning við Félag íslenskra bókaútgefenda um útgáfu rafbóka Reuters Lestur Víst munu þeir sem eiga raftæki sem nýtast við lestur rafbóka taka gleði sína þegar íslenskar bækur verða jafnt gefnar út á pappír og rafrænu. Við samningsgerðina um útgáfu íslenskra rafbóka var litið á prentsamninginn sem aðalsamn- ing og mið tekið af honum. En enginn veit hvernig þróunin í bókaútgáfu verður. „Einn daginn getur þetta snúist við og þá verður fyrst samið um rafbókina og þá kæmi kannski út prent- útgáfa,“ segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son. Þegar Ragn- heiður Tryggvadóttir var spurð hvort samning- urinn markaði hægan dauða pappírsútgáfu stóð ekki á svari: „Ég hef ekki nokkra ein- ustu trú á því. Þetta er viðbót og mun klárlega ná til hóps les- enda sem við erum ekki að ná til í dag. Þetta mun að auki gjör- breyta aðgengi að eldri bókum.“ Pappírsútgáfa bóka í hættu? ÖR ÞRÓUN Í ÚTGÁFU „Íslensk bókaút- gáfa er eitt af undrum ver- aldar,“ sagði Viktor Arnar Ingólfsson rithöf- undur á afmæl- isráðstefnu Landskerfis bókasafna í gær. Hann sagði út- lendinga ekki skilja hvernig þetta stæði undir sér en skýrði það sjálfur með þeim góða sið að gefa bækur í jólagjöf. Viktor rakti feril bóka frá því að vera efni í jólagjöf til góðra kaupa á bókamark- aði. Hann sagði rafbækur, sem hann vildi kalla skjábækur, keppa við bækur á bókamarkaði. Viktor skýrði það sem svo að raf- bækur ættu bæði við hljóðbækur og skjábækur. Á hljóðbækurnar hlust- aði maður en skjábækurnar læsi maður á lestrarbretti, þ.e. lestölvu. Bækur í útlöndum gefa lítið Hvað varðar fyrirsögnina um tíu bækur fyrir eitt fargjald greindi Viktor frá því að ein bóka hans fáist í Þýskalandi. Af hverri bók sem hann selur þar fái hann 58 evrusent, út- gefandinn fái 25% af því og 50% fari í skatt. „Ég þarf því að selja tíu bæk- ur í Þýskalandi til að eiga fyrir strætó í Reykjavík, einu almennu gjaldi.“ Dæmið tók hann því til sönn- unar að íslenskur bókamarkaður haldi lífinu í íslenskri bókaútgáfu. Viktor sagði mörg tækifæri felast í rafbókaútgáfu og nefndi sér- staklega að gefa megi út uppseldar eldri bækur án mikils tilkostnaðar. Þá geti skjábókavæðing orðið upp- risa smásögunnar. Hægt verði að selja sögurnar í stykkjatali fyrir sanngjarnt verð. Þá sagðist Viktor telja að útgef- endur yrðu áfram mikilvægir höf- undum. Áram yrði sjálfsútgáfa líkt og alltaf hefur verið en það dýrmæt- asta sem útgefendur bjóða höf- undum sé vörumerkið. Tíu bækur fyrir eitt fjargjald Viktor Arnar Ingólfsson Lestrarbretti og skjá- bók í stað rafbóka Andri Karl andri@mbl.is Rafbókarvæðingin hefur verið í gerjun undanfarin 20 ár. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 2007 sem verulegur kippur kom; í tengslum við útgáfu Amazon á Kindlinum svonefnda (e. Kindle), lestölvu fyrirtækisins. Með því þvingaði Amazon bókaútgefendur til að hraða útgáfu bóka á rafrænu formi. Þetta sagði Egill Örn Jó- hannsson, framkvæmdastjóri For- lagsins og varaformaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda, á afmælisráðstefnu Landkerfis bóka- safna í gær. „Við ætluðum að stýra þessu sjálf en völdin voru tekin úr höndunum á okkur,“ sagði Egill og talaði fyrir hönd bókaútgefenda sem ætluðu sér að fara hægt í sakirnar þegar að raf- bókum kom. Hann benti jafnframt á að rafbókin sé ekki ný á Íslandi. Hér hafa orðabækur verið rafrænar í áraraðir. Rafbókaútgáfa hefur því verið til þó svo hún hafi ekki verið í þeim fasa sem lesendur óska eftir. Margt athyglisvert kom fram í er- indi Egils, því miður ekki allt hag- fellt aðdáendum rafbókarinnar. Hann blés á þau töfraorð að sala muni aukast mikið með útgáfu raf- bóka. Hann sagði bóksölu vera að dragast saman og vísaði í sömu andrá í skýrslu um læsi drengja, sem komu vægt sagt illa út. Þá nefndi hann að nú tæki við tvöfalt kerfi, sem yrði snúið framan af og jafnvel næstu tíu ár. Áfram verði gerðar kröfur um prentuð eintök bóka en einnig að þær séu á rafrænu formi. Þetta leiði til þess að upplag prentaðra bóka minnkar og kostn- aður við hvert eintak eykst. Ekki þarf snilling til að sjá hvað kemur út úr þeirri jöfnu. Ekki nóg með að Egill spáði hækkun á verði prentaðra bóka heldur greindi hann einnig frá því að krafa lesenda, um að rafræna bókin verði ódýrari, sé óraunhæf. Hlutfall prentkostnaðar í verði bókar sé ekki hátt og leiði niðurfelling hans ekki til mun lægra verðs. Hann sagðist þó ekki geta getið sér til um hvað ís- lenskar rafbækur ættu að kosta. Óraunhæft að hún verði mun ódýrari  Prentkostnaður lítill hluti verðs bóka „Við ætluðum að stýra þessu sjálf en völdin voru tekin úr höndum okkar.“ Egill Örn Jóhannsson arionbanki.is – 444 7000 Frjálsi lífeyrissjóðurinn hlaut alþjóðleg verðlaun sem besti lífeyrissjóður á Íslandi árin 2009 og 2010. Frjálsi lífeyrissjóðurinn Lífeyrissparnaður býður bæði upp á skyldu- og viðbótarlífeyrissparnað Kynntu þér kosti Frjálsa lífeyrissjóðsins á www.frjalsilif.is.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.