Morgunblaðið - 12.11.2011, Síða 30
FRÉTTASKÝRING
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
T
alsvert hefur dregið úr
veltu spilakassa hér á
landi eftir kreppu. Talið
er að aukin aðsókn Ís-
lendinga í happdrætt-
issíður á netinu eigi þar hlut að
máli. Þeir sem starfrækja spila-
kassa hér á landi vilja fá að starf-
rækja slík happdrætti, en það er
bannað samkvæmt núgildandi lög-
um. Rannsóknir sýna að spilafíklum
fjölgar mest í hópi ungs fólks, sem
spilar happdrætti á netinu.
„Tekjur okkar hafa minnkað
um 250 milljónir á undanförnum
þremur árum,“ segir Magnús Snæ-
björnsson, framkvæmdastjóri Ís-
landsspila, rekstrarfélags í eigu
Rauða kross Íslands, Landsbjargar
og SÁÁ. Íslandsspil afla fjár fyrir
starfsemi félaganna með rekstri
spilakassa. Tekjurnar af spilaköss-
unum skiptast þannig að Rauði
krossinn fær 60% þeirra, Lands-
björg 30% og SÁÁ fær 10%. Magn-
ús segir þennan samdrátt í tekjum
skila sér beint í minnkandi fjár-
ráðum þessara samtaka.
„Við höfum fregnir af mikilli
spilun á netinu og tapið er að ein-
hverju leyti tilkomið vegna þess.“
Magnús segir að Íslandsspil myndu
gjarnan vilja bjóða upp á spil á net-
inu, en hafi ekki til þess heimildir.
Meira en milljarður á ári
„Auðvitað höfum við fundið fyr-
ir samdrætti frá hruni, en það er
erfitt að henda reiður á því hversu
mikið af því er vegna netspilunar,
segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, for-
stjóri Happdrættis Háskóla Íslands,
HHÍ. „Ég hef heyrt tölur um að
netspilun Íslendinga á erlendum
síðum sé um 1 milljarður á hverju
ári, en ég held að það sé miklu
meira. Aðgangurinn er svo auðveld-
ur.“
Bryndís segir að hjá netfyrir-
tækjunum sé oft lítið hugað að svo-
kallaðri ábyrgri spilun, sem íslensk
happdrætti leggi áherslu á. Hún tel-
ur að ríkið eigi að marka sér ábyrga
stefnu í þessum málaflokki. „Við
viljum að stjórnvöld grípi til úrræða
til að stöðva spilun Íslendinga er-
lendis. Við viljum að íslensk happ-
drætti, sem starfa samkvæmt
ábyrgri spilun, fái leyfi til að bjóða
þjónustu sína á netinu og bjóða upp
á sambærilega leiki og eru í spila-
vélunum. Það eru allir að færa sig í
átt að fólkinu og það þýðir ekkert
fyrir okkur að sitja hjá. En þetta er
allt galopið núna og peningarnir
flæða út úr landinu í stað þess að
þeir færu í nýta hluti innanlands.“
Lagabreyting í bígerð
„Mesta nýliðunin í hópi spila-
fíkla eru ungmenni, sem spila á
ólöglegum happdrættissíðum,“ segir
Eyvindur G. Gunnarsson, stjórn-
arformaður HHÍ og formaður fasta-
nefndar á sviði happdrættismála og
vísar þar í rannsóknir, bæði inn-
lendar og erlendar. „Fá ungmenni
fara í spilakassa, miðað við það sem
áður var. Þróunin er á netinu, þar
eru spilasíður sem eru löglegar þar
sem þær eru stofnaðar. En þær eru
ólöglegar í öðrum löndum, þar á
meðal hér.“
Fastanefndin er að skoða
möguleika á lagabreytingu, sem
miðar að því að stemma stigu við
þessu. Eyvindur segir tvær leiðir
vera færar; annars vegar að hindra
aðgang að síðunum, hins vegar að
banna greiðslumiðlun íslenskra
kortafyrirtækja við þær. Hann segir
að erfitt sé að koma í veg fyrir að Ís-
lendingar spili á erlendum happ-
drættissíðum. „Svona löggjöf gæti
kannski tekið mesta kúfinn af
þessu.“
Ungir spilafíklar
verða til á netinu
Morgunblaðið/Kristinn
Happdrætti Talið er að Íslendingar eyði meira en einum milljarði árlega
á happdrættissíðum á netinu. Íslensk happdrætti vilja bjóða slíka þjónustu.
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ný efna-hags-áætlun
efnahags- og við-
skiptaráðherra
ber þess merki
við hvaða að-
stæður hún er skrifuð og
verður fyrir vikið afar sér-
kennilegt plagg. Í undirkafla
sem heitir Skattaumhverfi
atvinnulífsins segir að þrátt
fyrir góða samkeppnisstöðu
útflutningsgreina hafi fjár-
festing ekki aukist sem
skyldi, „m.a. vegna mikillar
skuldsetningar fyrirtækja,
gjaldeyrishafta og takmark-
aðs aðgengis að erlendu
lánsfé. Mikilvægt er að þess-
um hindrunum verði rutt úr
vegi eins hratt og frekast er
unnt til þess að nýta það
samkeppnisforskot sem nú
er til staðar. Bætt skattaum-
hverfi fyrirtækja er mik-
ilvægur þáttur í því sam-
bandi.“
Þessi orð koma frá rík-
isstjórn sem setið hefur hátt
á þriðja ár án þess að laga
það sem hún segir sjálf að
hindri fjárfestingu, sem er til
marks um það getuleysi sem
einkennir störf ríkisstjórn-
arinnar.
Við þetta bætist, sem er
enn alvarlegra, að þessi orð
eru til marks um skilnings-
leysi ríkisstjórnarinnar á
vandanum, því að þarna er
ekki minnst á það sem flestu
öðru fremur hefur dregið úr
fjárfestingu, en það er af-
staða ríkisstjórnarinnar til
fjárfestinga í iðnaði og af-
staðan til sjávarútvegsins.
Ef marka má nýju efna-
hagsáætlunina gerir rík-
isstjórnin sér að vísu grein
fyrir að erfiðleikar við að
hefja uppbyggingu stórra
iðnfyrirtækja dregur úr hag-
vexti. Ríkisstjórnin lætur
hins vegar eins og hún geri
sér enga grein fyrir því að
ástæðan er hennar eigin af-
staða, orð og gjörðir.
Hið sama á við um fisk-
veiðar. í nýju efnahagsstefn-
unni segir að mikilvægt sé
„að skapa sem fyrst meiri
festu um starfsumhverfi
sjávarútvegs og að sátt náist
um framtíðarfyrirkomulag
fiskveiðistjórnunar og auð-
lindanýtingu í þessari mik-
ilvægustu útflutnings-
atvinnugrein okkar
Íslendinga.“ Í þessu lætur
ríkisstjórnin sem sagt líka
eins og hún sé áhorfandi að
erfiðleikum sjáv-
arútvegsins en
ekki orsök erf-
iðleikanna.
Óvissan í
starfsumhverfi
sjávarútvegsins
er ekki vegna óviðráðanlegra
ytri aðstæðna. Hún er alfarið
heimatilbúinn vandi stjórn-
arheimilisins og eingöngu á
ábyrgð núverandi rík-
isstjórnar. Ef ekki væri fyrir
árásir núverandi rík-
isstjórnar á sjávarútveginn
væri fjárfesting í atvinnulíf-
inu mun meiri en tölur sýna.
Og um leið og efnahags-
stefnan nýja segir að fjár-
málaráðuneytið vinni að því
að endurskoða skattaum-
hverfi fyrirtækja er greint
frá ýmsum nýjum sköttum,
þar með talið ríflega tvöföld-
un veiðigjalds á sjávarútveg-
inn.
Að stuðla að auknum fjár-
festingum er fyrsta atriðið
sem nefnt er í skýrslu efna-
hags- og viðskiptaráðherra
um efnahagsáætlunina nýju
og trúverðugleiki þeirrar
stefnumörkunar er rakinn
hér að framan. Að tryggja
„sjálfbærni opinberra fjár-
mála“ til framtíðar er annað
atriðið sem nefnt er og er það
ámóta trúverðugt og hið
fyrsta.
Ríkisstjórnin hefur sýnt
hvernig hún vill tryggja
þessa sjálfbærni opinberu
fjármálanna, en það á að
gera með því að hækka alla
skatta og bæta við nýjum,
auk þess að skera velferð-
arkerfið inn að beini.
Gallinn við þessa ríkisfjár-
málastefnu er sá að hún
drepur niður allt frumkvæði
almennings og fyrirtækja. Í
stað þess að örva atvinnulífið
og efla hagkerfið og ná þann-
ig í nauðsynlegar tekjur í rík-
issjóð er farin þveröfug leið.
Kreppuhugsunin er alls-
ráðandi og hún skín í gegnum
nýju efnahagsstefnuna og af-
hjúpar um leið að hún er í
raun ekkert ný. Hún er sama
gamla efnahagsstefnan og
ríkisstjórnin er búin að reka
frá því hún tók við og hefur
ekkert annað gildi en að
staðfesta þá fyrirætlun rík-
isstjórnarinnar að kreppu-
hugsunin verði ríkjandi út
kjörtímabilið. Efnahagsáætl-
unin „nýja“ er því fyrirheit
um að næstu 532 dagar verði
erfiðir íslenskum þjóð-
arbúskap.
„Ný“ efnahags-
áætlun ríkisstjórn-
arinnar er fyrirheit
um óbreytt ástand}
Kreppuhugsun
út kjörtímabilið
E
inu sinni var …
Þessi þrjú litlu orð eru sem
sveipuð töfraljóma og fengu mig
til að fyllast eftirvæntingarfullri
spennu yfir því sem var í vænd-
um þegar ég opnaði bók með ævintýrum þegar
ég var sjö ára gömul og nýkomin heim af bóka-
safninu með mömmu og systkinum mínum.
Ævintýri Grimmsbræðra og H.C. Andersen
voru í sérstöku uppáhaldi þá. Ég man samt að
mér fannst magnað hvað bóndasynirnir eða eft-
ir atvikum prinsarnir voru alltaf í miklu aðal-
hlutverki og stóðu í ströngu við að bjarga prins-
essunni og hálfum heiminum, eins og
stelpurnar gætu ekkert. Ævintýrin voru flest
byggð upp á svipaðan hátt og í dæmisögunni
sem kenndi manni að það borgaði sig að breyta
rétt.
Þegar ég fór svo að lesa grískar goðsögur og norræna
goðafræði fannst mér ég skynja að þar væru komnar kon-
ur sem kynnu að ná sínu fram, þó þær væru stundum
óvandar að meðulum. Hvað sem öllu kynjamisrétti líður
þá var samt aðalatriðið að hlakka til að lesa. Finna nýjar
bækur og ný ævintýri. Sumar bækur eru þannig að það er
ekki annað hægt en að fyllast hlýju og vellíðan við að lesa
þær og jafnvel aðdáun í garð snillingsins sem skrifaði.
Í þeim flokki eru til dæmis falleg frásögn Sobbeggi þar
sem hann lýsir Lillu Heggu og máli hennar í Sálminum um
blómið og önnur bók með heiti í ætt við blóm er Leynd-
ardómur býflugnanna eftir Sue Monk Kidd, þar sem ung
stúlka, Rosaleen, strýkur frá föður sínum og
endar hjá fjórum svörtum konum sem bera
nöfn í ætt við sumarið. Þórbergur margítrekar
í bók sinni að hann sé ekki að skrifa skáldsögu
en frásögnin af dvöl Rosaleen vísar óspart í vel
þekkt gyðjuminni. Annars er ósanngjarnt að
taka einn íslenskan rithöfund út úr, þar sem
margir eru snillingar með pennann.
Fyrir þá sem hafa ekki gleymt barninu í
sjálfum sér er Hobbitinn dásamleg fantasía og
hetjusaga sem J.R.R. Tolkien skrifaði fyrir
börn og væntanlega fullorðna líka. Þar hafa
hobbitar, dvergar og drýslar orðið sonum mín-
um ærið umtalsefni og þeir hlakka mikið til
þess að myndin komi í kvikmyndahús á næsta
ári.
Ég hlakka til með strákunum mínum og í
raun stefni ég á að finna sem mest til að hlakka
til. Þetta er nefnilega spurning um hvaða viðhorf maður
vill hafa til lífsins. Það er svo mikilvægt að kunna að
hlakka til, leyfa sér að hlakka til og týna ekki barninu í
sjálfum sér. Helst verður maður að geta grafið upp þessa
tilfinningu sem margir þekkja og fylgdi því að hlakka til
jólanna. Þó ekki væri nema fyrir jólin sjálf.
Sá sem vaknar upp við að hafa ekki neitt til að hlakka til
þarf að hugsa sinn gang því það er svo margt sem hægt er
að gleðjast yfir í lífinu ef hugsað er út í það.
Það þarf heldur ekki að kosta neitt að leyfa sér að
hlakka til en þegar það er gert verður lífið allt einhvern
veginn bjartara og skemmtilegra.
Sigrún Rósa
Björnsdóttir
Pistill
Allt er þetta spurning um viðhorf
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Hvers vegna
má fólk ekki
spila á er-
lendum
happdrættis-
síðum ef því
sýnist svo?
„Ef þessi
starfsemi er
óheft, þá
geta skapast
mikil fé-
lagsleg vandamál,“ segir Eyvind-
ur. „Happdrættislöggjöf í flest-
um vestrænum ríkjum
einkennist af millileið, að tak-
marka og setja lög. Víða rennur
hagnaðurinn til góðra málefna,
en mörg einkafyrirtæki hagnast
gríðarlega á starfseminni og
bjóða oft upp á mjög ávanabind-
andi leiki, lítið er fylgst með aldri
og engin takmörk eru varðandi
fjárhæðir. Svo hafa alþjóðlegar
stofnanir bent á að sumar þess-
ara síðna hafa sterk tengsl við
skipulagða glæpastarfsemi.“
Ávanabind-
andi leikir
HAPPDRÆTTI Á NETINU
Eyvindur G.
Gunnarsson