Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 32
Evrópa stendur á öndinni eftir að for- sætisráðherra Grikk- lands ákvað að vísa áformum þingsins um niðurskurð til þjóð- arinnar í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Vegna þess að margan fjárfestinn grunar, að ef fólkið fái að ráða, þá sé því ekki treystandi til að taka eins skynsamlegar ákvarð- anir og Evrópusamstarfið byggist á, heldur sýni með atkvæðagreiðslu sinni, að til séu þrengri og sál- fræðilegri sjónarmið en upplýst sam- vinna hagspekinganna í ESB leggur til grundvallar. Íslenska reynslan af þjóðar- atkvæðagreiðslum í kjölfar hrunsins 2008, sem og skoðanakannanir í Grikklandi, benda til að almenningur muni kjósa með hjarta sínu og segja: Nei, við borgum ekki! Ef grískur almenningur kýs þann- ig, jafnvel þótt aðeins verði um ráð- gefandi þjóðaratkvæðagreiðslu að ræða, þá getur það orðið til að tefja svo fyrir áformum stjórnvalda um niðurskurð í þágu ESB, að Grikkland detti í kjölfarið út úr myntsamstarfi ESB með evruna. Og þá má vera að önnur skuldsett ríki ESB fari sömu leið. Á endanum geta þá bara vestur- evrópsku aðildarríkin reynst eftir. Þá vaknar spurningin: Var raunsætt að ætlast til þess í mannlegum heimi, að meginhluti ríkja í heilli álfu léti spyrða sig fyrir sama vagninn þegar harðnar á dalnum? Er það ekki of stór samræmingarpakki fyrir mann- lega náttúru? Og þá sérstaklega fyrir hina einstak- lingssinnuðu Evrópu- menningu? Grunnhugmynd Evr- ópusambandsins var að spyrða saman markaði Frakklands og Þýska- lands, til að forðast end- urnýjuð stríðsátök milli þeirra. En nú eru efna- hagseiningar Evrópu orðnar stærri en þau ríki, og því ekki líklegt að þessi tvö stofnríki færu aftur í stríð í fyr- irsjáanlegri framtíð, heldur er verið að nota þeirra málstað til að þjappa Evrópu saman sem atvinnusvæði til að keppa við viðskiptarisa svo sem Bandaríkin, Kína og Indland. Líklegt verður að telja að almenningur í Evr- ópu taki ekki allt of nærri sér þótt nokkur ófriður verði í nágrenni ESB, svo sem varð í Júgóslavíu, Tjetsjeníu og Írlandi, svo fremi sem óhugsandi virðist að kjarnalönd ESB slíti friði sín í milli. Ef allt færi í bál og brand, yrði það líklega vegna stærri banda- laga, svo sem ef kjarnorkuveldin Rússland, Kína og Indland færu að snúa bökum saman gegn kjarn- orkuveldunum Bandaríkjunum, Bret- landi og Frakklandi. En slíkt virðist nú ólíklegt. Ef Grikkir kjósa með hjarta sínu, þá getur svo farið í besta lagi að þeir nái að berja í brestina líkt og Íslend- ingar í Icesave-málinu. Í versta lagi getur farið svo að þeir verði svo illa úti, að þeir sjái eftir að hafa neitað að kyssa ESB-vöndinn og kjósi að sækja um að komast þar aftur inn sem fyrst. En þá mun líka verða ljóst, að mann- eskjan vill mikið á sig leggja til að fá að vinna úr sínum eigin vandamálum sjálf, án íhlutunar. Jafnvel svo mikið, að hugmyndin um heilagt efnahags- samstarf Evrópu virðist þá orðin sem grilla bláeygra hagfræðinga. Kannski verður Grikkland fyrsta ríkið sem segir sig úr ESB. Það mun sanna að ríki geta haft döngun í sér til að gera slíkt í raun. En í öllu falli virð- ist komin upp sú óþægilega spurning hvort almenningi eigi í raun að líðast að sjá sig um hönd um ESB-aðildina. Sjálfur hef ég ekki trú á að Grikkir séu nógu samstæðir til að vinna úr þessu máli með skipulögðum hætti. Sagan virðist benda til að snilli þeirra hafi einmitt falist í því að vera fullir af þversögnum. Um það hef ég einmitt skrifað mörg ljóð og smásögur. Líklegt verður að telja, að senn muni hinn ESB-sinnaði forsætisráð- herra okkar virðast eins hugsjóna- djarfur og hin rómaða skáldkona Saffó frá Lesbos gerðist fyrir meira en tveimur og hálfu árþúsundi síðan; en þá orti hún meðal annars, í heim- ildaljóði mínu um hana: „Með orðum lofti kenndum byrja ég, sem þó er unun mjög að heyra í, og vini góða gleð ég svo með því: kom lýra helga; skjöldur, hörpuskel. Í dag ég harla fagurt syngja vil, ó dætur Seifs; því komið nú til mín, svo hend- ur mínar snerta megi ský, listagyðj- um fagurhærðum til.“ Eftir Tryggva V. Líndal »Ef Grikkir kjósa með hjarta sínu, þá getur svo farið í besta lagi að þeir nái að berja í brest- ina líkt og Íslendingar í Icesave-málinu. Tryggvi V. Líndal Höfundur er þjóðfélagsfræðingur og skáld. Grísk þjóðaratkvæða- greiðsla um ESB? 32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011 Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. JÓLABLAÐIÐ PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 21. nóvember NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 –– Meira fyrir lesendur Morgunblaðið gefur út stórglæsi- legt jólablað laugardaginn 26. nóv. 2011 SÉRBLAÐ Getur það staðist að íslenska þjóðin sé af- komendur víkinga, manna sem voru hug- prúðir og hugrakkir? Getur það verið að for- feður okkar hafi verið mennirnir sem þorðu að sigla langt á undan sinni samtíð, að þeir hafi verið fólkið sem fyrstir íbúa hins þekkta heims fundu Vínland, landið sem núna er Bandaríkin? Við getum varla verið afkomendur þess- ara manna, því að við virðumst vera hópur hugleysingja, fólk sem hvorki þorir né getur staðið upp og komið í veg fyrir að stjórnvöld og einhver hópur bankamanna ræni okkur. Rík- isstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem til dæmis rænir lífeyrissparnaði flestra Íslendinga og það heyrist varla neitt í neinum, sættum við okk- ur virkilega við að eftir að hafa borg- að í lífeyrissjóð í 47 ár komi ríkið og ræni af okkur öllu nema skitnum 27.000 krónum? Getur virkilega verið að afkomendur víkinganna hafi breyst í slíka vesalinga á eitt þúsund og fimm hundruð árum? Mig grunar að forfeður okkar, hefðu ekki, eftir að hafa fengið þau skilaboð frá landshöfðingjum (sem auðvitað undanskildu sjálfa sig með lögum um að stjórnmálamenn fengju sinn sparnað óskertan og vel það), sætt sig við að sparnaður þeirra yrði gerður upptækur og notaður í þágu stjórnvalda. Heldur einhver að þeir hefðu bara tekið því þegjandi og hljóðalaust? Bankarnir segjast vera búnir að teygja sig eins langt og þeir geta til hjálpar heimilum landsins, en samt sem áður eru þeir að græða ótrúlega mikla peninga á okkur. Landsbankinn sem af gæsku sinni „endurgreiddi“ einhverja smáaura til skuldara, nokk- ur prósent af þeim okurvöxtum sem bankamenn höfðu rukkað fólkið um á undanförnum árum. Landsbankinn græðir engu að síður eftir að hafa greitt skatta á hverjum klukkutíma allan ársins hring 1.157.407 krónur. Eina millijón eitt hundrað fimmtíu og sjö þúsund fjögur hundruð og sjö krónur á hverjum klukkutíma alla daga í hreinan hagnað. Og það er svip- að hjá hinum stóru bönkunum. Hvar eru menn eins og Árni Páll Árnason sem sögðu fyrir nokkrum árum að það yrði að setja hömlur á gegndarlausa græðgi bankamanna? Hvern andskot- ann er þetta fólk að gera? Var því ekki haldið fram af þessu fólki að það ætti að hemja ófreskjuna, til dæmis var mikið talað um svokölluð „tilkynn- ingar- og greiðslugjöld“ að þau væru ólögleg og að bankamenn yrðu þving- aðir til að leggja þau af ef þeir gerðu það ekki sjálfviljugir. Og hvað hefur gerst nokkrum árum síðar? Akkúrat ekki neitt. Hvað kom eiginlega fyrir verka- lýðsfélögin, af hverju berjast þau ekki gegn ráni stjórnvalda á lífeyri landsmanna og hvernig bankamenn okra endalaust á fólkinu? Lögðu verkalýðsfélögin upp laupana þegar Guðmundur Jaki lést? Eru forystumenn ASÍ og allra verkalýðsfélaga á Íslandi algjörir vesa- lingar? Er virkilega ekki einu sinni einn ein- hvers staðar sem getur blásið von í hjörtu landsmanna, leitt þá áfram í baráttunni fyrir réttlátara þjóðfélagi? Einhvern veginn held ég að þegar lífeyrissjóð- irnir voru stofnaðir á síðustu öld hafi menn ekki verið að hugsa um að stofna sjóði sem ættu þúsundir milljarða og yrðu með tímanum leikföng stjórn- enda sjóðanna og stjórnvalda. Kannski er líka rétt að minna starfs- fólk og stjórnendur lífeyrissjóða á að fólkið sem greiðir og hefur greitt í sjóðina það er fólkið sem á sjóðina og þið eruð í vinnu hjá. Ég hugsa að ég muni ráðleggja börnunum mínum að ganga ekki í verkalýðsfélag og alls ekki að borga í lífeyrissjóð því þessir sjóðir virðast vera leikföng stjórn- enda þeirra og stjórnvalda. Núna hafa bankamenn og stjórn- völd sent okkur þau skilaboð að venjulegir Íslendingar skipti ekki neinu máli, skilaboðin eru að við þjóð- in eigum að hlýða eins og hundar þegar okkur er sagt að herða sult- arólina, hirða þau bein sem hent er til okkar, þakka fyrir okkur þegar líf- eyri okkar er stolið og hann notaður til að hægt sé að greiða stjórn- málamönnum lífeyri sen hæfir fólki úr æðri stéttum. Við eigum að bera virðingu fyrir bankamönnum, sem eru svo gráðugir í að stela pening- unum okkar að um koll keyrir, þeir reyna að telja okkur trú um að þetta sé allt saman eðlilegt, bankinn verður að rukka tilkynningar- og þjón- ustugjöld og að það sé ósköp eðlilegt að vaxtamunur á innvöxtum og út- vöxtum sé 11-15%. Og hvað ætlum við að gera? Erum við mýs eða erum við menn? Er kannski kominn tími til að stjórnvöld sýni íslensku þjóðinni virðingu og komi fram við okkur með auðmýkt en ekki hroka, og þá á ég við alla alþingismenn Íslands og vona að þeir muni að þeir eru á Alþingi í okk- ar umboði, eru í vinnu hjá okkur. Það er í okkar höndum að kjósa annað fólk á Alþingi í næstu kosningum, ekki gleyma því. Mikið yrði það skemmtileg tilbreyting fyrir okkur öll ef þingmenn landsins hættu nú að haga sér eins og illa upp alin börn sem rífast og garga hvert á annað, tækju sig verulega á og færu að haga sér betur, bera virðingu hvert fyrir öðru og kannski reyna að vinna ef einhverri alvöru að því að koma þjóð- félaginu, atvinnulífinu og mannlífinu í gang. Góðar stundir. Eftir Trausta Rúnar Traustason »Hugleiðingar um stöðu landsins, getu- leysi stjórnvalda og áhugaleysi banka- manna. Trausti Rúnar Traustason Höfundur er öryrki og fjögurra barna faðir í Reykjavík. Erum við vesalingarnir? Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein“, valinn úr felliglugganum. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lyk- ilorð og er þá notandasvæðið virkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.