Morgunblaðið - 12.11.2011, Page 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011
✝ Elsa GuðbjörgJónsdóttir
fæddist á Svalbarði
á Borgarfirði
eystra 7. september
1928. Hún lést á
Heilbrigðisstofn-
uninni á Egils-
stöðum 4. nóv-
ember 2011.
Foreldrar Elsu
voru hjónin Jón
Björnsson, f. 1899,
d. 1970, og Sigrún Ásgríms-
dóttir, f.1898, d. 1985. Þau
bjuggu lengst af á Svalbarði,
Borgarfirði eystra. Jón var
bóndi, sjómaður og kaupfélags-
stjóri hjá Kaupfélagi Borg-
arfjarðar. Sigrún var húsmóðir
á þeirra gestrisna og oft mann-
marga heimili. Systkini Elsu eru:
Ásta Katrín, f. 1923, d. 2008,
maki Kristján H. Þorsteinsson f.
1920, d. 2007; Hilmar Björn, f.
1925, d. 1995, maki Árný S. Þor-
steinsdóttir, f. 1928; Ásgrímur
Ingi, f. 1932, d. 1973, maki Ásta
Magnúsdóttir, f. 1941.
Eiginmaður Elsu var Arn-
grímur Magnússon, fæddur í
Másseli í Jökulsárhlíð 22. mars
1925. Þau giftu sig 23. júlí 1948
og hófu búskap. 1953 fluttu þau í
nýbyggt hús sitt, Sæberg á
Freyr, Hjörtur Rafn og Arnór
Bragi. 6) Ásgrímur Ingi, f. 1973,
sambýliskona Heiðdís Halla
Bjarnadóttir, f. 1981. Sonur hans
og Lindar Einarsdóttur er Jón
Bragi, f. 1996, fóstursonur Inga,
sonur Lindar, er Birkir Viðar
Haraldsson. Langömmu- og
langafabörn Elsu og Arngríms
eru 28 talsins.
Elsa ólst upp við öll hefð-
bundin störf á sínu æskuheimili,
þótt útistörfin ættu ætíð betur
við hana, en sagt er að innan við
fermingu hafi hún slegið með
orfi og ljá á við fullorðinn karl-
mann. Elsa stundaði nám í
barnaskólanum á Borgarfirði og
Eiðaskóla en lauk síðan Gagn-
fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla
Akureyrar. Síðar varð hún ein af
fyrstu konunum til að ljúka
meiraprófi á Íslandi. Á starfsævi
sinni fékkst Elsa m.a. við skrif-
stofustörf og launaútreikninga
hjá Kaupfélagi Borgarfjarðar og
KHBB, fiskvinnslu- og landbún-
aðarstörf ásamt húsmóð-
urstörfum sem voru ærin á barn-
mörgu heimili. Á síldarárunum
byggði hún upp síldar-
söltunarfyrirtækið Kögur ásamt
systkinum sínum og starfaði þar
við söltun og fleira. Síðustu ár
starfsævi sinnar vann hún í
steiniðjunni Álfasteini við ým-
iskonar steinvinnslu og við-
gerðir á tækjum.
Útför Elsu verður gerð frá
Bakkagerðiskirkju í dag, 12.
nóvember 2011, og hefst athöfn-
in kl. 13.
Borgarfirði eystra.
Eiginmann sinn
missti Elsa 14. mars
2007 og bjó hún ein
í Sæbergi þar til
síðasta sumar að
heilsa hennar leyfði
það ekki lengur.
Börn Elsu og Arn-
gríms eru: 1) Ás-
geir, f. 1949, maki
Jóhanna Borgfjörð,
f. 1948, börn þeirra
eru Arngrímur Viðar, Áskell
Heiðar, Guðmundur Magni og
Aldís Fjóla. 2) Helgi Magnús, f.
1951, d. 2008, maki Bryndís
Snjólfsdóttir, f. 1956, börn
þeirra eru Birgitta Ósk, Hafþór
Snjólfur, Guðmundur Ingi, f.
1981, d. 1982, Elsa Arney og Ey-
rún Hrefna. 3) Jón Ingi, f. 1955,
maki Arna Soffía Dahl Christi-
ansen, f. 1957. Börn Jóns og
Ingibjargar Sigurðardóttur eru
Sigurður Arnar, Óli Rúnar og
Sigurlaug. Dóttir Örnu er Guð-
rún Björg Óskarsdóttir 4) Sig-
rún Halldóra, f. 1957, maki Ólaf-
ur Arnar Hallgrímsson, f. 1961,
börn Hallgrímur Ingi, Kristjón
og Heiðbjört, f. og d. 1994, og
Elsa Katrín. 5) Jóhanna Guðný,
f. 1958, maki Jóhann Rúnar
Magnússon, f. 1956, synir Ottó
Elsa amma mín var einstök
kona. Amma mín vissi allt og gat
svarað öllu því sem forvitin börn
spurðu hana um. Hún var
hjartahlý og fylgdist með öllum
þeim mikla skara af fólki sem var
í kringum hana. Amma mín tók
alltaf brosandi á móti öllum og
byrjaði oftast á því að rekja ættir
þeirra sem komu inn í Sæberg.
Þegar ég var lítil var ég svo rík að
eiga svo mikið af ömmum og öf-
um í kringum mig og var Elsa
amma alltaf tilbúin að taka á móti
mér og leika við mig. Ég man svo
vel eftir því þegar ég vildi fara í
Rauðhettuleik og mamma sendi
mig niður tún með saft og kökur í
körfu til ömmu og afa og amma
tók mér fagnandi og tók fullan
þátt í litla leiknum mínum.
Keppnin á milli barnabarnanna
að klára sumarkökuna sem var á
eldhúsborðinu var gríðarleg, en
alltaf átti amma meira af henni.
Og alltaf bragðaðist hún jafnvel.
Amma mín var hörkutól og vissi
alltaf hvað átti að segja. Hún ráð-
lagði öllum þeim sem vildu fá ráð-
leggingar og hafði áhyggjur af
öllu í kringum sig. Eftir því sem
ég varð eldri voru sögustundir
hjá ömmu eitt það dýrmætasta
sem ég upplifði og ekki spillti fyr-
ir þegar afi sat við hliðina á henni
og „leiðrétti“ ýmis smáatriði hjá
henni. Þegar ég vann heima við
að skanna inn gamlar myndir var
það skemmtilegasta sem ég gerði
að fara með heilu myndaalbúmin
heim til ömmu og spjalla við hana
um gömlu tímana heilu dagana.
Ég er gríðarlega þakklát fyrir
að hafa átt Elsu ömmu að og
þrátt fyrir að hún sé komin á
góða staðinn sem hún hefur þráð
svo lengi og fengið friðinn sem
hún vildi, skilur hún eftir sig
skarð sem verður ekki fyllt upp í.
Það verður erfitt að koma inn í
Sæberg og sjá hana ekki, heyra
ekki öll útvörp og sjónvarpið á
fullu og fá ekki faðmlagið og
kossinn sem maður fékk alltaf
hjá henni. Nú er amma komin til
afa, Ástu og allra hinna sem biðu
hennar og er komin með fallega
brosið sitt aftur. Hérna megin
munu minningarnar og sögurnar
lifa hjá okkur og ég er nokkuð
viss um að hún sitji enn við end-
ann á borðinu í Sæbergi og fylg-
ist með okkur öllum.
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans
fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver
und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
(Hugrún)
Ég kveð þig með miklum sökn-
uði, elsku amma mín.
Þitt barnabarn,
Aldís Fjóla.
„Nei, sæl elskan“ voru oftar en
ekki fyrstu orðin sem þú sagðir
við mig þegar ég opnaði dyrnar
inn í eldhúsið í Sæbergi. Eftir
þeim fylgdu þétt faðmlag og hlý-
legur hlátur þinn. Síðan tók ég
eitt skref úr eldhúsinu og horfði
inn í stofu þar sem afi sat og
kipptist við þegar hann leit til
mín „Nei, ert þú þarna, elskan“.
Maður var alltaf meira en vel-
kominn í Sæberg, heimili allra af-
komenda ykkar afa, þar sem
menn horfðu undrandi hver á
annan ef bankað var á útidyra-
hurðina en ekki gengið inn, þó
sérstaklega ef um aðaldyrnar var
að ræða. Þú tókst ávallt vel á
móti öllum þeim sem ráku inn
nefið og fólki leið oft eins og það
hefði þekkt þig í mörg Herrans
ár þrátt fyrir að vera í fyrsta
skipti að borða kryddbrauð og
sumarköku við eldhúsborðið hjá
þér.
Þannig varst þú, elsku amma,
hafðir áhuga á öllu fólki sem þú
hittir og hlustaðir áhugasöm á
það sem það hafði að segja. Þú
hafðir þó líka þann góða eigin-
leika að geta lokað eyrunum, eins
og þú orðaðir það, en þann eig-
inleika sagðir þú mikilvægan
þegar húsið væri fullt af börnum í
ærslafullum leik. Um þig á ég
margar góðar minningar, allt frá
því þú komst og passaðir mig í
Lagarfellinu og last fyrir mig
bókina Litlu greyin. Hún var
uppáhaldsbókin mín í mörg ár á
eftir, aðallega vegna þess hve vel
þú fluttir hana fyrir mig. Þú
fannst alltaf ástæðu til að tala fal-
lega til mín, jafnvel þegar ég,
vegna óþolinmæði minnar og
fljótfærni, saumaði kjól án sniðs í
saumavélinni þinni sem leit frek-
ar út eins og ruslapoki með hlýr-
um. Þá hlóstu hlýlega og sagðir
að þetta væri áhugaverð hug-
mynd hjá mér en nefndir ekki
skoðun þína á útkomunni. Á
þessu tímabili prófaði ég mig
áfram á hinum ýmsu sviðum og
eitt af þeim var sannarlega hárið
á mér sem skartaði eitt sumarið
skærbleikum lit. Athugasemdir
frænda minna voru ekki á fallegri
veginn en þú tókst upp hanskann
fyrir mig og sagðir að þér þætti
þetta fallegur litur. Þú gast alltaf
látið mig brosa, stundirnar með
þér eru þær lærdómsríkustu sem
ég hef átt. Sýn þín á lífið og
mannfólkið kenndi mér svo
margt og líklega öllum þeim sem
voru þér nánir. Flestum finnst
þeir sennilega hafa átt einstakt
samband við þig, elsku amma, og
ég efa ekki að það sé satt því ekk-
ert málefni var of ómerkilegt fyr-
ir þig. Þó hafðir þú ákveðnar
skoðanir og t.d. reyndi ég sem
minnst að ræða grænmeti við þig
þar sem skoðanir okkar á því áttu
ekki vel saman.
Bestu kökurnar og bestu sam-
tölin áttu það sameiginlegt að
verða til í eldhúsinu í Sæbergi.
Einhverra hluta vegna brögðuð-
ust sömu kökurnar öðruvísi ann-
ars staðar. Ég var svo fegin því
að fá að eiga með þér síðustu
sögustundina okkar í ágúst sl.
þar sem ég sat með þér langa
stund og hlustaði á sögur af börn-
unum þínum á meðan ég fylgdist
með þér glotta milli setninga.
Þrátt fyrir að pabbi vilji meina að
sumt af því sem þú sagðir þetta
kvöld sé eilítið öðruvísi í hans
minningu þá skiptir það ekki
máli. Þetta var það allra besta,
sögustund með ömmu.
Hvíl þú í friði, elsku amma, öll
heimsins fallegu orð nægja ekki
til að lýsa minningum mínum um
þig.
Sigurlaug Jónsdóttir.
Mér er ekkert ofar í huga en
stolt og þakklæti til Elsu ömmu
nú þegar hún hefur kvatt. Við
engan hef ég rætt jafn mikið og
hana um lífið, tilveruna og dauð-
ann og það út frá öllum mögu-
legum hliðum og leitar hugurinn
nú til þessara samtala okkar.
Hún bað mig oft um það að þegar
að þessu kæmi þá ættum við að
standa saman og gleðjast um-
fram allt og það reyni ég vissu-
lega að gera. Gleðst yfir lífi henn-
ar og því sem hún hefur gefið mér
og öðrum.
Þvílík og önnur eins kona sem
hún amma mín var. Hún var fyrir
mér í æsku svona ofurkona með
meirapróf sem gat allt, vissi allt
og allar minningar í kringum
hana eru bjartar og baðaðar sól-
skini. Hún var ekki þessi ömmu-
týpa með uppsett hár, naglalakk
og í fínum kjól. Nei, það var ekki
alveg hennar tebolli. Þú gast allt
eins hitt á hana útataða í smurn-
ingu eða málningarslettum, liggj-
andi undir bílnum eða brasandi
eitthvað uppi á þaki með sígarett-
una í munnvikinu. Sérstaklega
man ég nú eftir henni á verk-
stæðinu í Álfasteini hjá pabba og
þá gat hún nú oft verið ansi
skrautleg. Í tengslum við Álfa-
stein eru líka mínar bestu minn-
ingar um ömmu. Við tvö saman
að tína steina á sandinum, inn við
Þverá eða í Njarðvíkinni. Þá var
nú gott að vera til.
Hún tók alltaf á móti manni
með bros á vör og var upphaf
flestra heimsókna á þennan veg:
„Nei, ert þetta þú elskan? Ættum
við ekki að kíkja inn í eldhús og fá
okkur smá hressingu?“ Þetta
hefur hún sagt við mig oftar en
ég get talið, með sinni einstöku,
hlýju og glettnu röddu.
Amma var glæsileg kona og
með ótrúlega góða nærveru og ég
man aldrei eftir því að hafa séð
hana öðruvísi en brosandi, jafn-
vel á erfiðum og dimmum dögum,
þá var jákvæðnin, brosið og
æðruleysið allsráðandi hjá henni.
Eftir að pabbi lést þá hef ég
nær alveg verið heima á Borg-
arfirði og hefur það verið mér
ómetanlegur tími og þá sérstak-
lega vegna þess hvað ég hef átt
mikinn og góðan tíma með ömmu
í Sæbergi. Hún hefur verið mér
ómetanlegur stuðningur og
styrkur undanfarin ár sem hafa
verið erfið. Þarna var hún klett-
urinn minn, eins og hjá öðrum í
fjölskyldunni þegar erfiðleikar
hafa dunið yfir. Á þessum tíma
urðum við amma umfram allt
virkilega góðir vinir sem höfðu
gaman af því að spjalla saman um
allt og ekkert, og má segja að við
höfum kynnst á nýjan hátt. Það
vantaði sko ekki umræðuefnin
hjá okkur en oft sat ég bara og
hlustaði enda hafði hún einstakt
lag á að segja sögur og kunni sko
mikið af þeim. Þar fyrir utan
ræddum við mest ættfræði,
gömlu tímana á Borgarfirði, eða
bara málefni líðandi stundar. Það
var nú lítið mál því amma fylgdist
vel með fréttum og hafði skoðanir
á mörgu.
Elsku amma. Auðvitað er
þetta gangur lífsins og ég gleðst
vissulega yfir því að nú sért þú
komin á betri stað. En það verður
tómlegt heima án þín og mikið
ofsalega á ég nú eftir að sakna
þín. Þá ekki bara sem ömmu
heldur sem eins af mínum allra
allra bestu vinum. En eins og þú
sagðir svo oft þá er þetta ekkert
neinn endir, bara bið og svo
spjöllum við saman aftur. Þangað
til, bless, góða ferð og takk fyrir
mig.
Hafþór Snjólfur Helgason.
Elsku amma. Mér er efst í
huga þakklæti þegar ég hugsa til
þín. Þakklæti fyrir að hafa fengið
að vera barnabarn þitt, að fá að
koma inn í líf þitt og afa. Að mér
skyldist hlotnast sú gæfa er eitt-
hvað sem ég mun vera þakklát
fyrir að eilífu. Þó svo að það hafi
kostað ferð út í skurð (sem Ás-
grímur Ingi sá um) þegar ég kall-
aði þig fyrst ömmu, er eitthvað
sem ég gleymi aldrei. Að vera
fyrsta stelpan í stórum stráka-
hópi gat stundum verið erfitt og
ég fékk oft að finna fyrir því, en
alltaf koma amma mér til bjarg-
ar.
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar sem ég átti með þér, hvort sem
það var við eldhúsborðið í Sæ-
bergi eða við rúmið þitt á sjúkra-
húsinu, við samræður um allt
mögulegt. Skemmtilegast var
samt að tala um gamla tíma því
þar varstu uppfull af fróðleik.
Elsku amma, ég á eftir að sakna
þín ógurlega mikið en ég veit að
það hefur verið vel tekið á móti
þér og kannski var kominn tími
fyrir pabba og afa að fá þig til sín
því ég veit að þeir hafa saknað
þín líka.
Þegar næðir í mínu hjarta og í huga
mér engin ró
og ég þrái að sjá hið bjarta sem að
áður í mér bjó
þá er lausnin ávallt nálæg, ef um hana í
auðmýkt bið
og með bæninni kemur ljósið og í ljós-
inu finn ég frið.
Ó, svo dapur er dagur vaknar,
dægurþrasið svo fjarri er.
Mundu þegar þú sárast saknar og sólin
skín hvergi nálægt þér
að í bæn er falinn máttur er þig
magnar þúsundfalt
því með bæninni kemur ljósið og í
ljósinu lagast allt.
Ég vil mæta þessum degi, fagna öllu
sem fyrir ber
og ég bið þess að ég megi njóta alls
sem hann gefur mér.
Ef ég bið á hverjum degi, hef ég von
sem aldrei deyr
því með bæninni kemur ljósið og í
myrkri ég geng ei meir.
(Páll Óskar/Brynhildur Björnsdóttir.)
Takk fyrir að vera amma mín.
Þín
Birgitta Ósk Helga.
Elsku Elsa amma mín í Sæ-
bergi hefur kvatt þennan heim
eftir erfið misseri á sjúkrabeði.
„Bless, vinur minn,“ var það síð-
asta sem hún sagði við mig þegar
við Vala heimsóttum hana í síð-
asta skiptið á sjúkrahúsið með
dæturnar í síðasta mánuði.
Heimsóknir okkar til hennar á
undanförnum árum voru sem
betur fer margar og þeirra minn-
umst við öll með hlýju og þökk-
um. Allar skemmtilegu og fróð-
legu sögurnar sem hún sagði
okkur við eldhúsborðið í Sæ-
bergi, allt mundi hún alveg síðan
hún var nokkurra ára og það var
ekki lítið sem á daga hennar hafði
drifið.
En amma mín í Sæbergi var
líka mamma besta vinar míns.
Þannig er nefnilega örverpið
hennar hann Ingi, föðurbróðir
minn og eini bekkjarbróðir í
gegnum allan grunnskólann.
Þannig var ég heimagangur í Sæ-
bergi frá blautu barnsbeini, þar
var ýmislegt brallað og alltaf var
notalegt að koma í Sæberg. Á
sumrin fékk ég svo að fljóta með
þegar amma og afi fóru í sum-
arfrí með örverpið og ótal nætur
gistum við í gamla Tjaldborgar-
tjaldinu vítt og breitt um landið á
milli þess sem ekið var um landið
í Lödunni.
En amma í Sæbergi var engin
venjuleg amma. Kornung stund-
aði hún að stelast út fyrir allar
aldir á sumrin til að sitja á drátt-
arvélunum sem þá unnu við að
brjóta land og búa til tún. Hún
sagði okkur frá því að pabbi
hennar hefði stundum haft hana
með sér í útiverkum fram yfir
miðnætti í þeirri von að krakkinn
svæfi aðeins lengur daginn eftir!
Svona var Elsa amma, alltaf
þurfti hún að hafa eitthvað fyrir
stafni og þar var fátt sem hún
ekki gat. Þannig ólst ég upp við
það að talað var um „verkfæra-
kassann hennar ömmu“ og það
var amma sem gekk í það sem þá
voru talin hefðbundin karlastörf
eins og að múra í þakskyggnið og
skipta um glugga. Við vélar var
hún lagin og eftirminnilegt er
þegar við Ingi vorum varla orðnir
tvítugir, þá tók amma upp á því
einn góðan veðurdag, komin vel á
sjötugsaldur, að skipta um vél í
Subarubíl sem Ingi átti. Og þeg-
ar amma hóf störf í steinsmiðj-
unni Álfasteini þá fór amma auð-
vitað ekki í afgreiðslustörf eða í
einhverja fínvinnu, nei hún fór
auðvitað beint í að saga og slípa
grjót, auk þess að gera við vél-
arnar sem hún notaði.
Amma sagðist líka hafa sagt
afa það þegar þau hófu sinn bú-
skap að hann skyldi nú ekki gera
sér vonir um að hún yrði mikil
húsmóðir, þar væri nú tæpast
hennar sterka hlið. En þrátt fyrir
þessi varnaðarorð þá glansaði
amma auðvitað í húsmóðurhlut-
verkinu eins og í öðru, hún bak-
aði, eldaði, þreif og saumaði og
hélt heimilinu gangandi á meðan
hún kom upp börnunum sex.
Nú er amma lögð upp í þá för
sem hún var farin að bíða eftir, til
móts við þá sem fóru á undan
henni. Eftir stendur minningin
um hjartahlýja, brosmilda og ein-
staka konu sem kenndi okkur
sem hana þekktum svo margt og
gerði okkur sannarlega að betra
fólki. Um leið og við söknum
hennar og hugsum til baka, þá
gleðjumst við líka yfir því að hafa
fengið að eiga hana að og með
okkur munu alltaf lifa ljúfar
minningar um ömmu og afa í Sæ-
bergi.
Áskell Heiðar Ásgeirsson.
Elsku amma.
Ég var ekki hár í loftinu (ekki
að ég hafi nokkurntímann þótt
hár í loftinu) þegar ég stormaði
inn í Sæberg og heilsaði iðulega
með orðunum: „Amma! Lokk og
bau“ (mjólk og brauð). Alla tíð
hefur fátt verið betra en að koma
í heimsókn í Sæberg og fá smá-
hressingu. Þú varst sannkölluð
amma dreki eins og í Elíasbók-
unum því allt vissirðu og gastu,
hvort sem það var að sauma,
baka, leggja parket, raflagnir eða
skipta um bílvél. Gott dæmi um
þetta er þegar þú tókst upp á því
að mála málverk handa barna-
börnunum á gamals aldri, það var
eins og þú hefðir gert fátt annað
en það um ævina. Þér sé fyrir að
þakka hanga nú Dyrfjöllin uppi á
stofuvegg hjá mér og minna mig
stöðugt á heimaslóðirnar og þig.
Það var stundum erfitt að vera
búsettur svona langt frá þér, sér-
staklega þegar öll hin barnabörn-
in þín hittust í Sæbergi á jólun-
um. Ég öfundaði þau af því að
geta kíkt til þín hvenær sem þeim
datt í hug og hafa aðgang að sum-
arkökum allan ársins hring. En
fyrir vikið var líka sérstaklega
gaman að renna í hlaðið og fá
smá-ömmuknús þegar fjölskyld-
an kom austur á sumrin, sér í lagi
eftir 10 tíma bílferð.
Eftir því sem ég komst til vits
og ára fór ég að meta betur og
betur að spjalla við þig um heima
og geima. Það var sama hvert
umræðuefnið var, þú varst til í að
ræða það og hlusta með opnum
hug þrátt fyrir að það hafi
kannski ekki alltaf fallið innan
áhugasviðs þíns. Frásagnir þínar
voru líka virkilega áhugaverðar
og hlakka ég mikið til þess að
glugga í æviminningar þínar sem
ég veit að þú hafðir dundað þér
við að rita niður. Viðhorf þitt til
manna og málefna hef ég reynt
eftir fremsta megni að tileinka
mér þó mér takist ekki alltaf
jafnvel upp og þér. Ég held að
það sé engin amma í heiminum
sem var í jafnmiklu uppáhaldi hjá
öllum sínum afkomendum og þú,
enda er ég virkilega þakklátur
fyrir það að hafa átt þig fyrir
ömmu því það hefur mótað mig
meira en ég held að þig hafi grun-
að.
Mér þykir miður hversu langt
var liðið frá því að við hittumst
síðast en minningarnar um þig
eru sem betur fer það margar og
góðar að ég get huggað mig við
þær um ókomna tíð. Ég hef líka
erft að minnsta kosti einn eigin-
leika frá þér sem er að heyra ekki
í neinu eða neinum í kringum mig
þegar ég horfi á sjónvarp, það
virðist líka ætla að erfast eitthvað
áfram niður ættartréð. Ég vona
samt að einhverjir af þínum betri
kostum lifi líka áfram í mér og að
ég geti verið mínum afkomend-
um jafn góð fyrirmynd og þú
varst okkur.
Ég man þegar við kvöddum
afa og þú sagðir mér að ég ætti
ekki að gráta hann því nú loksins
væri hann laus við veikindin og
liði vel og því væri þetta gleðidag-
ur mun frekar en einhver sorg-
ardagur. Ég veit að þú ert líka
glöð núna og líður betur á nýjum
stað, laus við verki og verkjalyf
og sameinuð þeim ástvinum sem
þú hafðir sjálf kvatt. Þú verður
hinsvegar að fyrirgefa mér það
að gráta þig, ég ræð ekki við það
því ég vorkenni sjálfum mér svo
Elsa Guðbjörg
Jónsdóttir