Morgunblaðið - 12.11.2011, Qupperneq 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011
✝ Guðbjörg Sig-rún Valgeirs-
dóttir fæddist að
Mýrum í Dýrafirði
28. mars 1926. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísa-
firði 27. október
2011.
Foreldrar henn-
ar voru Ingibjörg
Margrét Guð-
mundsdóttir, hún
ólst upp að Mýrum í Dýrafirði,
f. 15. september 1901, d. 8.
mars 1993 og Valgeir Jónsson
frá Höfðaströnd í Grunnavík-
urhreppi, f. 3. apríl 1899, d. 5.
júlí 1981. Þau hófu búskap að
Gemlufalli í Dýrafirði. Guð-
björg var elst 9 systkina. Hin
eru: Jón Kristinn, f. 25. október
1927, d. 7. maí 1999, Ingibjörg
björg og Guðmundur eignuðust
10 börn og eru átta þeirra á lífi.
Þau eru: Kristján, f. 9. október
1947, maki Guðfinna Skúladótt-
ir, Valgeir, f. 8. nóvember 1948,
maki Hildur Bæringsdóttir,
Ólafur, f. 24. febrúar 1951,
maki Steinunn Margrét Arnórs-
dóttir, Einar Kristbjörn, f. 2.
janúar 1953, Sigurður Rúnar, f.
2. mars 1955, Ólöf Minný, f. 16.
febrúar 1957, Ingibjörg Sigríð-
ur, f. 22. október 1962, maki
Guðmundur Salómon Ásgeirs-
son og Birgir Már, f. 4. janúar
1966, maki Nina Elisabet Sand-
berg. Barnabörnin og barna-
barnabörnin eru 48 talsins.
Guðbjörg og Guðmundur
hófu búskap á Ísafirði. Guð-
björg starfaði meðal annars á
klæðskeraverkstæði en lengst
af starfaði Guðbjörg við rækju-
vinnslu hjá Niðursuðuverk-
smiðjunni á Ísafirði og gegndi
trúnaðarmannastarfi þar til
fjölda ára. Útför Guðbjargar fer
fram frá Ísafjarðarkirkju í dag,
12. nóvember 2011 og hefst at-
höfnin kl. 14.
Elín, f. 21. febrúar
1929, Anna Jónína,
f. 4. apríl 1931,
Arnór, f. 9. ágúst,
1932, Guðrún Sig-
ríður, f. 11. ágúst
1934, Elísabet, f. 6.
júlí 1936, Friðrik
Halldór, f. 11. febr-
úar 1940, d. 4. júlí
2006 og Guð-
mundur, f. 6. ágúst
1942.
Guðbjörg giftist Guðmundi
Ólafssyni, f. 26. mars 1922, d.
27. júní 1998, þann 25. desem-
ber 1949. Foreldrar hans voru
Sigríður Jóney Óladóttir, f. 4.
júlí 1893, d. 2. mars 1971, frá
Drangsnesi í Steingrímsfirði og
Ólafur Ólafsson, f. 18. ágúst
1888, d. 3. mars 1957, frá Berja-
dalsá á Snæfjallaströnd. Guð-
Elsku tengdamamma. Nú er
langri sjúkrahúsvist þinni lokið og
þú komin á þann stað þar sem við
öll hittumst að loknu ævistarfi. Ég
veit að það hefur verið tekið vel á
móti þér og nú getur þú spjallað
við alla þá sem eftir þér biðu.
Þær minningar sem ég fæ upp í
hugann þegar ég hugsa til þín eru
ljúfar og hlýjar eins og þú varst
sjálf. Ég kynntist þér fyrir rúm-
um 40 árum þegar ég kom á Hús-
mæðraskólann á Ísafirði og
kynntist Óla. Þú tókst alltaf svo
vel á móti þeim sem til þín komu
og alltaf varst þú til staðar fyrir
alla, og oft var þröng á þingi þar
sem margt var í heimili og mikill
gestagangur.
Þar sem við hjónin bjuggum í
öðrum landshluta vorum við ekki
daglegir gestir á heimilinu en
þegar við komum vestur stóðst þú
oftar en ekki í eldhúsinu með
steik í ofninum eða bakaðir
pönnukökur og settir á brauð-
tertu því enginn mátti vera svang-
ur.
Og ég veit að synir okkar minn-
ast með hlýju heimsóknanna til
afa og ömmu á Ísó, þar sem dekr-
að var við þá í einu og öllu. Ég
man fyrir mörgum árum þegar
við hjónin vorum að fara að gifta
okkur og þið tengdapabbi komuð
norður á nýja bílnum. Við tvær
fórum saman í búð því þú ætlaðir
að kaupa þér kjól fyrir brúðkaup-
ið. Það gekk á ýmsu við að máta
og ég man að við fengum svo mik-
ið hláturskast að þú ætlaðir aldrei
að komast úr kjólnum aftur og
þetta rifjuðum við upp nokkrum
sinnum og hlógum alltaf jafn mik-
ið.
Elsku tengdamamma, síðustu
ár dvaldir þú á Sjúkrahúsinu á
Ísafirði og ég veit að þar var hugs-
að eins vel um þig og hægt var og
þú hefðir sjálf viljað geta þakkað
fyrir þá góðu umönnum sem þú
fékkst.
Hlýjar minningar ylja okkur
öllum í sorginni, en við vitum að
nú líður þér vel.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(Vald. Briem)
Hafðu þökk fyrir allt.
Þín
Steinunn Margrét.
Sagt er að ömmur séu englar í
dulargervi og það var hún amma
mín svo sannarlega. Fyrir litla
óþekka og háværa hnátu var
heimili ömmu minnar og afa besti
staður í heimi og sótti ég mikið
þangað. Allar samverustundir
okkar voru dásamlegar og tíminn
sem hún gaf mér er ómetanlegur,
alltaf hafði hún tíma til að svara
öllum mínum óteljandi spurning-
um um lífið og hvernig hlutirnir
virkuðu.
Margar góðar stundir áttum
við amma, hvort sem það var þeg-
ar ég kúrði mig hjá henni og við
horfðum saman á Dallas, í kart-
öflugarðinum ýmist að setja nið-
ur eða taka upp, í ömmuholu að
hlusta á útvarpsleikritið á
fimmtudögum eða í eldhúsinu að
baka og elda. Já, minningarnar
eru margar og ég ylja mér við
þær.
En amma mín hefur fengið
hvíldina og efast ég ekki um að
nú haldi hún þétt um afa minn
sem hefur tekið henni opnum
örmum.
Amma mín, ég kveð þig með
þessu ljóði sem mér finnst segja
allt sem býr í hjarta mér.
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér
skrítið stundum hvernig lífið er,
eftir sitja margar minningar
þakklæti og trú.
Þegar eitthvað virðist þjaka mig
þarf ég bara að sitja og hugsa um þig,
þá er eins og losni úr læðingi
lausnir öllu við.
Þó ég fái ekki að snerta þig
veit ég samt að þú ert hér,
og ég veit að þú munt elska mig
og geyma mig og gæta hjá þér.
Og þó ég fengi ekki að þekkja þig
þú virðist alltaf geta huggað mig,
það er eins og þú sért hér hjá mér
og leiðir mig um veg.
Og þegar tími minn á jörðu hér
liðinn er þá er ég burtu fer,
þá ég veit að þú munt lýsa veg
og taka á móti mér.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Elsku amma mín, Guð geymi
þig og varðveiti. Minning þín og
ómurinn af dillandi hlátri þínum
mun lifa í brjóstum okkar um alla
tíð.
Ég elska þig, elsku amma.
Hinsta kveðja, þín
Ásthildur.
Ég vildi að við hefum haft
meiri tíma, þú og ég.
Við áttum svo mikið eftir að segja.
Ó, hvað veröldin getur verið
óútreiknanleg.
Ég þarf nú að taka stóra skrefið,
treysta á minn innri styrk,
takast á við lífið
svo framtíðin verði ei myrk.
Ég veit að þú munt yfir mér vaka
verða mér alltaf nær.
Þú varst og ert alltaf mér best,
elsku amma mín kær.
Megir þú hvíla í friði, elsku
yndislega amma mín.
Ég elska þig og sakna þín.
Þinn
Alex.
Elsku amma, nú þegar við
kveðjum þig í hinsta sinn sækja á
hugann margar góðar minningar.
Þegar við bræður vorum litlir
vorum við alltaf fullir tilhlökkun-
ar þegar til stóð að bruna vestur
á Ísó í heimsókn til afa og ömmu.
Ekki var það þó ferðalagið sjálft
sem kallaði fram þær góðu til-
finningar því við kviðum ferðinni
yfir holótta og kræklótta vest-
firska vegi og vegleysu. Nei,
þvert á móti þá var það vissan um
hlýjar móttökur og ástríkt faðm-
lag þegar þangað var komið svo
ekki sé nú minnst á óhóflegt dek-
ur ömmu við okkur strákana þeg-
ar kom að mat og drykk. Hvar
annars staðar voru bornar aðrar
eins veitingar í matvanda krakka
og unglinga þegar þeir fúlsuðu
við soðnum fiski? Nei, kvöldmat-
urinn á Hlíðarvegi gat verið stafli
af pönnukökum, rjómaterta eða
hvað annað sem hugur ungra
sælkera girntist, allt var látið eft-
ir okkur strákunum.
Alltaf settir þú alla aðra en
sjálfa þig í fyrsta sæti. Stjanaðir
við gesti og ómögulegt var að fá
þig til að setjast að matarborðinu
því þú varst alltaf á öðru hundr-
aðinu við að tryggja að allir aðrir
hefðu fengið nægju sína og helst
svolítið meira til. Við hlæjum oft
að minningunni um þig í eldhús-
inu, á fullu við að þjóna, baka og
elda á meðan við sátum og átum
með afa sem sagði svakalegar
sögur en þú hristir hausinn ótt og
títt og kallaðir annað slagið:
Bölvuð lygin í karlinum. Við hlóg-
um, þú brostir, þetta voru sann-
kallaðar gæðastundir.
Okkar samverustundir voru
þó alltof fáar í gegnum árin og þá
sértaklega þau síðustu, sem á sér
sínar skýringar í landfræðilegri
fjarlægð. Aldrei var þessi fjar-
lægð þó meira en bara landfæði-
leg, því alltaf tókst þú fullan þátt í
okkar lífi, sigrum og sorgum og
þrátt fyrir allan þennan fjölda
barna, barnabarna og barna-
barnabarna þá gleymdir þú aldr-
ei afmælisdegi eða öðrum merk-
iðsviðburði. Þakka þér, elsku
amma, fyrir allt sem þú gafst
okkur og okkar fjölskyldum.
Lokið er vöku langri
liðinn er þessi dagur.
Morgunsins röðulroði
rennur upp nýr og fagur.
Miskunnarandinn mikli
metur þitt veganesti.
Breiðir út ferskan faðminn
fagnandi nýjum gesti.
(Hákon Aðalsteinsson)
Elsku amma, við kveðjum þig
með miklum söknuði og þakklæti
fyrir þær stundir sem við áttum
saman. Þín minning er ávallt
geymd í hjarta okkar.
Þín barnabörn,
Guðmundur, Baldur
og Arnór Ólafssynir.
Það er komið að kveðjustund.
Það er erfitt að kveðja einhvern
sem hefur verið hluti af lífi manns
alla ævi. En við trúum því að nú
sé hún amma komin á góðan stað
þar sem henni líður vel með afa.
Á Hlíðarveginum hjá ömmu og
afa áttum við bræður ófáar
stundir. Afi kenndi okkur margt
og sagði okkur ótal sögur. Ekki
þótti okkur bræðrum leiðinlegt
þegar hann sagði okkur frá uppá-
tækjum sínum frá því að hann
var strákur og báðum um að fá að
heyra þær aftur og aftur. Amma
hafði gaman af að fylgjast með
aðdáunarsvip okkar bræðra, þeg-
ar við drukkum í okkur frásagn-
irnar, en varaði okkur jafnframt
við því, sposk á svip, að hafa sumt
eftir af því sem afi hafði tekið sér
fyrir hendur.
Amma sá alltaf til þess að eng-
inn færi svangur frá hennar
borðum. Á Hlíðarveginum hjá
ömmu voru alltaf heimabakaðar
kræsingar með kaffinu. Alltaf.
Heimsins besta súkkulaðikaka
hvarf eins og dögg fyrir sólu þeg-
ar barnabörnin litu inn og pönnu-
kökurnar, sem amma kallaði
reyndar oftar en ekki vandræða-
brauð, runnu ljúflega niður.
Amma og afi fylgdust vel með því
sem við tókum okkur fyrir hend-
ur og voru óspör á hvatningu og
hrós. Það var gott að koma til
ömmu og afa.
Þegar afi dó bjó amma áfram á
Hlíðarveginum á meðan heilsa
hennar leyfði. Hún kenndi okkur
að spila og ófáar stundirnar sát-
um við í eldhúsinu og spiluðum
rakka við ömmu. Amma var kona
sem gaf og hugsaði um aðra. Af
henni lærðum við ótal margt sem
við berum vonandi gæfu til að
nýta okkur á lífsleiðinni. Eitt af
því var náungakærleikur og að
vera nærgætinn við þá sem
minna mega sín. Það hafði amma
að leiðarljósi.
Elsku amma.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Nú hefur hún kvatt okkur og
eftir sitjum við þakklátir og stolt-
ir yfir því að hafa átt svo góða
ömmu og ótal margar góðar
minningar sem við komum til
með að ylja okkur við um ókomin
ár.
Ásgeir, Arnar og Aron.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Með söknuði, en jafnframt
miklu þakklæti, kveð ég nú elsku-
lega systur mína, Guðbjörgu Val-
geirsdóttur, sem var elst okkar
níu systkinanna.
Ég minnist áranna okkar og
uppvaxtar heima að Gemlufalli í
Dýrafirði. Þá var Gugga mín fyr-
irmynd, fallega systirin með síða
dökka hárið sem liðaðist svo fal-
lega niður á bakið. Gugga var 10
árum eldri en ég og hef ég því
verið rétt 6 ára þegar hún fyrst
fór að heiman til vinnu á Ísafirði.
Hún kom þó heim næstu sumur
til að sinna bústörfum, eins og
venja var í þá daga. Svo kom að
því að hún fann ástina sína, hann
Guðmund og hófu þau búskap á
Ísafirði. Þrátt fyrir að hafa ekki
mikið handa á milli á fyrstu bú-
skaparárum sínum, þá sendi
Gugga okkur systkinunum pakka
fyrir hver jól, sem við biðum í of-
væni eftir að fá að opna. Þannig
var Gugga, gleymdi ekki sínum.
Gugga systir var góð, hæglát
og elskuleg kona sem ekki lét
mikið á sér bera í hringiðu lífsins.
Við, sem þekktum hana best,
vissum þó hvaða dýrmætu perlu
hún hafði að geyma. Hún bar hag
fjölskyldunnar ávallt fyrir brjósti
og setti sjálfa sig aldrei í fyrsta
sæti. Þrátt fyrir þröng húsa-
kynni, þá var alltaf nóg pláss hjá
Guggu systur og Mumma og þar
leið öllum vel og fann maður sig
velkominn. Það sannaði sig best
þegar hún bauð mér tæplega tví-
tugri verðandi móður að búa hjá
sér nokkrar vikur, eða þar til ég
fann mig tilbúna að fara, eftir að
ég hafði eignast Ingu dóttur
mína. Gugga og Mummi tóku
ekki annað í mál, en að herbergi
yrði rýmt fyrir mig þennan tíma,
þrátt fyrir miklar mótbárur frá
mér. Á þessum tíma bjuggu
Gugga og Mummi með fimm syni
sína í lítilli íbúð á Hlíðarveginum,
það má því nærri geta að oft var
þröng á þingi. Eftir að ég fór frá
þeim, stóð ekki á því að Gugga
byði fram aðstoð sína ef á þurfti
að halda. Þeim verð ég ævinlega
þakklát.
Það er sárt að kveðja kæra
systur, en huggun að vita, að nú
sé hún laus úr viðjum veikind-
anna. Ég þakka fyrir stundina
sem ég átti með henni á Sjúkra-
húsinu á Ísafirði í fyrra, þakka
fyrir að hafa geta strokið henni
um hárið, kysst hana á vangann
og haldið utan um hana, líkt og
hún hélt utan um mig forðum
daga. Ég er þess fullviss að hún
þekkti mig, þó hún gæti ekki tjáð
sig, þessi stund verður mér dýr-
mæt.
Elskulegri systur þakka ég
samfylgdina í gegnum öll árin og
fyrir að reynast mér og mínum
alltaf svo vel.
Börnum hennar, barnabörnum
og fjölskyldum þeirra votta ég
mína dýpstu samúð og bið góðan
guð að styðja þau í sorginni.
Elísabet systir.
Mig langar að minnast frænku
minnar Guðbjargar Valgeirsdótt-
ur eða Guggu frænku eins og ég
kallaði hana alltaf.
Gugga frænka var móðursyst-
ir mín, elsta systir mömmu og bjó
á Ísafirði með sínum elskulega
manni, Guðmundi Ólafssyni sem
látinn er fyrir um 13 árum.
Gugga var yndisleg frænka,
hjartahlý, trygg og góð.
Á Hlíðarveginum, þar sem
hjartarýmið var mun stærra en
húsakynnin, ólu þau upp börnin
sín átta, auk barnabarns sem
flutti til þeirra síðar. Það má því
nærri geta að oft hefur verið líf
og fjör í litlu íbúðinni þeirra á
Hlíðarveginum. Það var öllum
ljóst að í lífi hennar skiptu börnin
hennar og fjölskyldur þeirra
meginmáli. Hún vakti yfir velferð
þeirra og var alltaf til staðar fyrir
þau.
Þarna var líka mitt fyrsta
heimili, þó aðeins í örfáar vikur.
Ekki var við annað komandi en
að móðir mín væri hjá þeim þar
til hún yrði léttari og tæki þann
tíma sem hún þyrfti, áður en hún
héldi með hvítvoðunginn í sveit-
ina til afa og ömmu. Ekkert þótti
þeim sjálfsagðara og fannst mér
þau alltaf eiga pínulítið í mér og
ég í þeim.
Guðmundur, maður Guggu,
lést árið 1998, það var mikið áfall
fyrir Guggu og fjölskylduna alla.
Fyrir nokkrum árum fékk hún
svo heilablóðfall, missti þá málið
og lamaðist að hluta til í andliti.
Þetta hafði þær afleiðingar að
hún gat ekki tjáð sig. Hún dvaldi
heima fyrst um sinn, en síðan á
Sjúkrahúsi Ísafjarðar þar sem
hún lést. Þar var vel um hana
hugsað og allt gert til að henni
liði sem best. Starfsfólk þar á
bestu þakkir skildar fyrir alúð-
lega umönnun.
Nú blundar fold í blíðri ró,
á brott er dagsins stríð,
og líður yfir land og sjó
hin ljúfa næturtíð.
Allt er svo kyrrt, svo undurrótt,
um alheims víðan hring.
Ver og í brjósti, hjarta, hljótt,
og himni kvöldljóð syng.
(Jón Helgason.)
Ég kveð elsku frænkuna mína,
sem tók mér opnum örmum frá
fyrstu tíð, og þakka af alhug allt
sem hún gerði fyrir mig.
Ingibjörg Sólrún
Magnúsdóttir.
Guðbjörg Sigrún
Valgeirsdóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT LILJA ÁRNADÓTTIR,
Þórsgötu 20,
áður Þórhól Neskaupstað,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
fimmtudaginn 3. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum sýnda samúð og hlýhug.
Sérstakar þakkir til starfsfólks A2 á Grund fyrir góða og hlýja
umönnun.
Salgerður Ólafsdóttir,
Lára Ólafsdóttir,
Hafsteinn Ólafsson, Eygló Garðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SVANHILDUR SNÆBJARNARDÓTTIR,
áður til heimilis á
Hellu,
Hellissandi,
lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn
10. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn
19. nóvember kl. 14.00.
Gunnar Már Kristófersson, Auður Jónsdóttir,
Steinunn J. Kristófersdóttir, Lúðvík Lúðvíksson,
Sigurjón Kristófersson, Sigurlaug Hauksdóttir,
Snæbjörn Kristófersson, Kristín S. Karlsdóttir,
Svanur K. Kristófersson, Anna Bára Gunnarsdóttir,
Þröstur Kristófersson, Sigurbjörg E. Þráinsdóttir,
Kristinn Valur Kristófersson, Guðríður A. Ingólfsdóttir,
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.