Morgunblaðið - 12.11.2011, Síða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011
✝ Karl SigurðurNjálsson var
fæddur í Reykjavík
17. mars 1936.
Hann lést á líkn-
ardeild Landakots
20. október 2011.
Foreldrar hans
voru Njáll Bene-
diktsson f. 16.7.
1912, d. 19.11. 2000
og kona hans Mál-
fríður Baldvins-
dóttir f. 8.9. 1915, d. 4.1. 2004.
Systkini Karls eru Baldvin
Hreiðar d. 12.9. 2000 og Þóra
Sigríður.
Eftirlifandi eiginkona Karls
er Guðrún Ágústa Sigurð-
ardóttir f. 18.1. 1938. Hennar
foreldrar voru Sigurður Hall-
mannsson f. 2.7. 1910, d. 30.5.
2004 og kona hans Jónea Helga
Ísleifsdóttir f. 9.6. 1911, d. 7.5.
1988. Guðrún og Karl gengu í
hjónaband 18.9. 1960 og hafa
alla tíð búið í Garðinum. Börn
þeirra eru: 1) Anna Sigrún f. 7.5.
1956, börn hennar Atli Þór f.
2.6. 1977, í sambúð með Svövu
Hólmbergsdóttur, eiga synina
Sindra Þór og Brynjar Berg.
snemma að vinna , fyrst hjá föð-
ur sínum við fiskverkun en gerð-
ist svo vörubílstjóri og síðar
leigubílstjóri. Um 1960 stofnaði
hann fiskverkun, fyrst í leigu-
húsi hjá Guðmundi á Rafnkels-
stöðum þeim kunna útgerð-
armanni. Tveim árum seinna er
hann búinn að byggja fyrsta
áfanga að sínu eigin verk-
unarhúsi. Öll verkunarhúsin
byggði hann í áföngum eftir efn-
um og aðstæðum. Fiskverkun og
útgerð var hans ævistarf og
vann fjölskyldan öll við fyr-
irtækið meira og minna. Karl
kom að útgerð nokkurra báta
sem hann hafði í viðskiptum,
lengst þó Freyju GK með Hall-
dóri Þórðarsyni, sem lést fyrir
nokkrum árum. Sjálfur átti hann
Röstina GK og Svaninn KE í
nokkur ár. Karl var snyrtimenni
og hélt bátum og húsum vel við
og vildi að tæki og tól væru í
góðu lagi. Hann hélt góðu sam-
bandi við sína viðskiptamenn og
sumir starfsmenn hans voru hjá
honum í áratugi. Hann seldi út-
gerð og bát árið 2006. Á tímabili
var hann í stjórnum nokkurra fé-
laga, m.a. í Sölusamb. ísl. fisk-
framleiðenda, Sparisjóðnum í
Keflavík og Aðalstöðinni hf. og
Lífeyrissjóði Suðurnesja.
Útför Karls var gerð í kyrrþey
frá Útskálakirkju 28. október
2011.
Guðrún Ágústa f.
16.9. 1978 í sambúð
með Vigfúsi Vigfús-
syni, eiga dóttur,
Ríkey Guðrúnu.
Bylgja Líf f. 15.6.
1984 gift Valdimar
Jónssyni þau eiga
Elísu Ruth, og dótt-
ir úr fyrra sam-
bandi Önnu Sylvíu
Ingibjörnsdóttur. 2)
Njáll f. 7.6. 1957
kvæntur Lilju Víglundsdóttur
og þeirra börn eru Elín gift Ei-
rík Valberg og eiga þau Lárus
og Lilju. Karl og Tómas. 3) Arn-
ar f. 3.2. 1959 kvæntur Berg-
þóru Ólafsdóttur, þeirra börn
eru Ólafur f. 13.4. 1978 kvæntur
Margréti Sæmundsdóttur og
eiga dæturnar Bergþóru og
Kristbjörgu Kötlu. Ella Sjöfn á
soninn Arnar Smára. Ágúst
Karl. 4) Þóra Bryndís f. 8.3.
1961 gift Hlöðver Sigurðssyni
og þeirra börn eru Ellert og
Katla. 5) Sigrún f. 24.10. 1968
gift Jóni Inga Bjarnfinnssyni og
eru þeirra börn Erna Guðrún og
Haukur Ingi. Dóttir Jóns er
Klara Dögg. Karl byrjaði
Nú er hann sofnaður svefn-
inum langa, elsku afi minn. Ég
hef aldrei skrifað minningar-
grein og ætlaði nú ekkert að
gera slíkt, en þegar maður eins
og Kalli Njáls fellur frá finn ég
sterka löngun til að skrifa
nokkrar línur. Ég hef oft lesið í
minningargreinum um einstak-
linga sem dáið hafa úr krabba-
meini; að manneskjan hafi tapað
baráttunni. Mér finnst afi minn
ekki hafa tapað! Þótt hann hafi
nú dáið eftir margra ára veik-
indi er hann samt sigurvegar-
inn! Alla vega í mínu hjarta.
Styrkurinn og þrekið sem
þessi maður bjó yfir var eigin-
lega ómannlegt því að í raun ef
afi hefði verið bara „venjulegur“
maður ætti hann að hafa dáið
fyrir löngu … en nei, afi var sko
ekkert að fara strax , en eins og
segir í laginu góða: „Eitt sinn
verða allir menn að deyja“ þá
eru duglegir harðjaxlar ekki
undan skildir.
Þrátt fyrir þrúgandi sorgina
og mikinn söknuð, fylgir einnig
léttir yfir því að þessi hræðilegi
sársauki sem hrjáði hann á bæði
líkama og sál sé ekki lengur til
staðar. Elsku ömmu minni,
börnum hennar og barnabörn-
um sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur og bið þess að
Guð styrki ykkur og umvefji
með ást sinni og kærleika.
Amma mín, ég ætla ekki að
segja að þú hafir staðið þig eins
og hetja því þú hefur staðið þig
svo miklu mikið betur en hún
(hetjan).
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
(V. Briem.)
Farinn ert á friðarströnd
frjáls af lífsins þrautum.
Styrkir Drottins helga hönd
hal á ljóssins brautum.
Englar allir lýsi leið
lúnum ferðalangi.
Hefst nú eilíft æviskeið
ofar sólargangi.
Vonarkraftur vermir trú
og viðjar sárar brýtur.
Ótrúleg er elska sú
sem eilífðinni lýtur.
Í Gjafarans milda gæskuhjúpi
gróa öll mín sár.
Með sólargeisla úr sorgardjúpi
sendi þér kveðjutár.
(Jóna Rúna Kvaran.)
Bylgja Líf.
Jæja elsku afi „lavi“ minn,
loksins er sársaukinn þinn far-
inn og þó að mér finnist það
sársaukafull tilfinning að vita að
ég eigi ekki eftir að sjá þig aftur,
veit ég að það er bara eigingirn-
in í mér. Þessi barátta hjá þér er
engu lík enda búin að vera í
meðferðum nánast síðan þú
greindist fyrst haustið 2003. Á
þeim tíma bjó ég heima hjá þér
og ömmu eftir að ég kom heim
eftir margra mánaða spítalalegu
eftir mótorhjólaslysið mitt og
dvölin hjá ykkur var mér alveg
lífsnauðsynleg og yndislegar
minningar sem ég hef þaðan. Þá
nánast fylgdi ég ykkur allt sem
þið fóruð hvort sem það var upp
í sumarbústað, í heimsókn til
vina ykkar sem bjuggu hingað
og þangað eða bara á ísrúnt um
Reykjanesið. Sumarið 2004 kom
fjölskyldan sem ég bjó hjá sem
au-pair ’99-’00 og fengu þau að
búa í íbúðinni ykkar í Reykjavík
og auðvitað fór ég með þau í
nokkrar nætur upp í sumarbú-
stað og það fannst þeim vera
paradís á jörðu.
Seinna þetta sama sumar fór-
um við þrjú, ég, þú og amma,
hringinn í kringum Ísland og
það var gist bara hér og þar í
bændagistingu. Í þeirri ferð
voru allir firðirnir á Austfjörð-
um þræddir og í einum þeirra
hittum við hann Villa „okkar“
sem bauð okkur gistingu.
Fyrsta nóttin var á eyðibýli í
Loðmundarfirði og að henni lok-
inni fengum við heimboð í húsið
hans á Vopnafirði sem var að-
eins notalegra enda minnir mig
að við höfum öll þrjú sofið á gólf-
inu í Loðmundarfirði.
Ferðalagið var æðislegt frá
upphafi til enda og hefði ég ekki
viljað eiga þessar minningar
með neinum nema ykkur.
Fyrsta janúar varð fallega kúlan
mín sem þú varst búinn að hafa
áhyggjur af að heilbrigðri og
yndislegri stúlku, sem fékk
nafnið Ríkey Guðrún. Áhyggj-
urnar þínar urðu fljótt að engu
þegar þú sást að þetta barn var
algjör Guðsgjöf og mikill gleði-
gjafi fyrir okkur öll og að hún
nafna mín hún amma mundi enn
á ný kenna afkomendum ykkar
að klifra tröppurnar upp á Mel-
braut. Þegar við mæðgurnar
fórum til ömmu síðast var hún
Lóa litla með og það var alveg
sama hvar hún leitaði í húsinu,
engan afa fann hún.
Það var svo sniðugt að hjá þér
átti hún alltaf fang til að sitja í
og ef þú lást fyrir uppi í sófa þá
kom hún hlaupandi til þín og
heimtaði að hún yrði tekin upp
af gólfinu og sett upp á magann
á þér og þar sváfuð þið svo sæl-
leg og ég og amma sátum bros-
andi inni í eldhúsi því þið sváfuð
svo vært.
Elsku besti afi minn, þín er og
verður svo sannarlega saknað
en ég veit að þú og Siggi Hall afi
eruð örugglega ánægðir að hitt-
ast aftur.
Ástarkveðja,
Guðrún Ágústa jr.
Elsku bróðir.
Mikið varstu góður og falleg-
ur bróðir. Með þeim fallegustu
mönnum á þínum aldri eins og
þú sagðir alltaf sjálfur. Takk
fyrir allar þær stundir sem við
höfum átt saman og fyrir að
hafa stutt mig í gegnum súrt og
sætt. Mig langar að kveðja þig,
minn yndislegi bróðir, með vísu
sem móðir okkar samdi.
Koddinn er farinn að kalla á mig,
kroppurinn orðinn lúinn.
Fjörug augun fela sig,
falla að hvarmi búin.
Þín systir,
Þóra S. Njálsdóttir.
Nú hefur vinur okkar Karl
Njálsson fengið hvíld eftir lang-
vinna sjúkdómsbaráttu. Baráttu
sem hann tókst á við með æðru-
leysi og viljastyrk.
Leiðir okkar hafa legið saman
um langt árabil, en þó sérstak-
lega er þau Guðrún byggðu hús
sitt á Melbrautinni og við okkar
fyrir rúmum 30 árum. Kalli var
frá unga aldri dugnaðarforkur.
Hann hafði ekki náð 17 ára aldri
þegar hann hafði keypt sér
vörubíl sem var hans fyrsti sjálf-
stæði atvinnurekstur. Hann hóf
síðar akstur leigubifreiðar og
átti marga fallega vagna í gegn-
um tíðina og var Aðalstöðin
starfsstöð hans. En hugur Kalla
stefndi lengra og um 1960 hóf
hann fiskverkun í húsnæði sem
hann leigði. Hann byggði fljót-
lega fyrsta hluta þess húss þess
sem varð framtíðarvinnustaður
þeirra hjóna. Kalli sá um verk-
unina og Gunna um bókhald og
gjaldkerastarfið. En allar
ákvarðanir varðandi fjárfesting-
ar voru teknar sameiginlega.
Hann byggði síðar við fiskverk-
un sína, gerði það myndarlega
og fullnægði þannig öllum kröf-
um er að verkuninni lutu.
Saltfiskverkun var aðalat-
vinnugreinin. Hann vann lengi
að málefnum SÍF, sat þar í
stjórn og nefndum. Til útgerðar
var einnig stofnað og átti fyr-
irtækið bæði báta með öðrum,
sem og sinn eigin bát. Allur
rekstur var til fyrirmyndar.
Vinnudagur reyndar oft langur
en alltaf var staðið í skilum við
alla aðila. Hann sagðist oft hafa
teflt djarft en það hefði ævin-
lega skilað sér. Karl sinnti einn-
ig félagslegum málum. Hann
var um árabil á listum í sveit-
arstjórnarkosningum meðal
sjálfstæðismanna og varamaður
í hreppsnefnd. Vildi ekki vera
ofarlega á framboðslistum.
Hann sat einnig í mörgum
nefndum um tíðina fyrir Garð-
inn s.s. stjórn Sorpeyðingar-
stöðvar Suðurnesja og hrepps-
nefnd kaus hann til setu í stjórn
Sparisjóðsins í Keflavík. Þar sat
hann á annan áratug. Gegndi
þar stjórnarformennsku um
tíma. Karl kom víðar við, m.a.
sat hann í stjórn Knattspyrnu-
félagsins Víðis í mörg ár. Stefna
sjálfstæðismanna hugnaðist
honum vel og sat hann marga
landsfundi flokksins.
Eitt af því sem er mörgum
mikilvægt er að eiga góða ná-
granna. Því láni höfum við svo
getað fagnað varðandi Kalla og
Gunnu. Góð vinátta þróaðist og
samverustundir margar
ógleymanlegar. Það má byrja á
laxveiðiferðum t.d. í Brennu,
þar sem við veiddum oft í boði
þeirra. Síðast í júlí sl. þar sem
veikindin voru farin að taka sinn
toll hjá Kalla, en harkan og yf-
irferðin enn til staðar.
Oft var vel veitt. Ferðalögin
innanlands sem erlendis voru
eftirminnileg enda voru þau
hjón góðir ferðafélagar.
Kalla var gott að eiga að vini.
Afar traustur, umhyggjusamur
og gaf mikið af sér.
Við munum svo sannarlega
sakna: „Ég rölti nú bara yfir til
að fá fréttir,“ eins og hann sagði
svo oft.
En nú skilja leiðir um sinn.
Við og fjölskylda okkar þökkum
fyrir mikinn vinskap og tryggð.
Við sendum Guðrúnu og skyld-
mennum samúðarkveðjur.
Þeirra missir er mikill.
Blessuð sé minning Karls
Njálssonar.
Edda og Finnbogi.
Það eru fáar þúfur, stígar eða
grundir í Garðinum sem Karl
Njálsson hefur ekki markað
spor sín í. Garðurinn er sviðið
sem hann lék eitt af aðalhlut-
verkunum á alla ævi. Hann var
Garðmaður eins og þeir gerast
bestir. Vaxinn úr grasi þar sem
dugnaður var dyggð og orð látin
standa. Lífsbjörgin dregin úr
Garðsjónum og afkoman undir
áræði hvers og eins komin. Lífið
var ekki dregið fram af hagtöl-
um mánaðarins eða súluritum
sem teygðu sig til himins.
Kalli Njáls vissi það alla tíð að
lífsvonin felst í verðmætasköp-
un, sem hefur verið í höndum
sjósóknara og verkafólks við
sjávarsíðuna, þar sem lífið var
og er salfiskur. Hann var vart
kominn af fermingaraldri þegar
hann var búinn að leggja línurn-
ar fyrir framtíðina. Kominn í út-
gerð og hark löngu fyrir tvítugt,
útskrifaður úr Háskóla lífsins
með láði.
Kalli Njáls var af þeirri kyn-
slóð sem lagði grunninn að vel-
ferð nútímans með áræði og
hörku til vinnu alla tíð og hefði
átt að njóta launanna lengur.
Hann gekk þó stoltur frá verk-
um sínum, mætti örlögunum af
reisn. Hann var skuldlaus við
Guð og menn, var alla tíð með
sitt á hreinu. Dugnaður Karls og
lífsförunautar hans Guðrúnar
Sigurðardóttur bar ávöxt í lífi
og starfi. Þau voru samtaka í öll-
um málum, studdu hvort annað
og voru jafningjar í rekstrinum.
Gunna í bókhaldinu, Kalli í at-
inu. Fjölskyldan og fyrirtækið
urðu eitt þar sem natni, gæfa og
góðmennska spratt úr jarðvegi
sem gaf af sér fimm vænleg
börn og hagsæld í rekstri.
Karl gekk vasklega til verka
og varð fljótt þekktur af drif-
krafti og góðum rekstri fyrir-
tækis þeirra hjóna. Hann tók
þátt í öllum verkum og dró
hvergi af sér. Karl var eftirsótt-
ur til ábyrgðarstarfa og spor
hans liggja víða í atvinnulífinu.
Kynni okkar hófust þegar
hann kom á bæjarskrifstofuna
til að leggja bæjarstjóranum
sínum línurnar. Hann bar ein-
kenni veikinda sinna þegar þessi
fíngerði maður stakk aðeins við
og gekk hokinn inn ganginn, tók
ofan pottlokið og kastaði kveðju
á stelpurnar. Greip rauðan vasa-
klútinn og snýtti sér kröftug-
lega. Hristi klútinn, settist og
tróð aftur fullfermi af neftóbaki
í rjótt nefið. Ég fann það strax
að þarna var kominn maður að
mínu skapi.
Kalli Njáls var góður leið-
beinandi, varkár og traustur
maður. Hann var sjóaður í starfi
og leik. Fór yfir málin af yfir-
vegun, varaði bæjarstjórann við
pyttum lífsins og sagði frá því
góða sem Garðurinn hafði upp á
að bjóða. Sagði mér hvar brot-
sjóina bæri varast í rysjóttu
mannlífinu. Varaði mig við
kvíguskap og undanlátssemi, en
hvatti til sparnaðar og ráðdeild-
arsemi. Ég þakkaði fyrir ráðin
hollu, þétt handtakið og vinát-
tuglampann í augunum.
Kalli Njáls var af gamla skól-
anum, fór hljóðlega um og vildi
ekkert prjál, en skildi þeim mun
meira eftir sig. Ég finn enn tób-
aksþefinn í loftinu sem varð eft-
ir þegar hann fór og tóbakið
hristist úr rauða tóbaksklútnum
þegar hann gekk hægum skref-
um út í síðasta sinn og setti upp
pottlokið. Karl Njálsson skildi
eftir sig farsæl spor í Garðinum
sínum.
Samúðarkveðjur sendum við
til Guðrúnar, barna, barnabarna
og fjölskyldunnar.
Sigríður Magnúsdóttir.
Ásmundur Friðriksson.
Karl Sigurður
Njálsson
✝ Haukur Andr-ésson fæddist á
Stöðvarfirði 4.
febrúar 1921.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Fossvog 21. októ-
ber 2011.
Foreldrar hans
voru þau Andrés
Carlsson, kaup-
maður á Stöðv-
arfirði, og Vil-
fríður Þórunn Bjarnadóttir.
Bræður Hauks eru Pétur Karl,
f. 30. janúar 1918 og Andrés, f.
1. nóvember 1928, d. 16. ágúst
1983.
Haukur kvæntist Elínu
Haukur var á sjó frá ferming-
araldri til ársins 1956. Hann var
mest á flutningaskipum og tog-
urum. Hann sigldi öll stríðsárin
og var m.a. á seglskipinu Arctic
sem var síðasta seglskipið í eigu
Íslendinga. Þar lenti hann í
þeirri lífreynslu að verða hand-
tekinn af Bretum og sat í fang-
elsi á Kirkjusandi og úti í Eng-
landi ásamt allri áhöfninni. Eftir
að sjómennsku lauk starfaði
Haukur ásamt bróður sínum
Pétri á trésmíðaverkstæði sem
upphaflega var hluti af Bygg-
ingarfélaginu Brú. Síðustu árin
eða frá árinu 1974 starfaði
Haukur sem vélgæslumaður hjá
Áburðarverksmiðjunni í Gufu-
nesi.
Útför Hauks Andréssonar fór
fram í kyrrþey 31. október 2011.
Kristinsdóttur, f. 14.
nóvember 1930,
þann 23. júní 1952.
Eignuðust þau tvær
dætur, Sigurbjörgu
Hrönn, f. 22. júlí
1954 og Höllu, f. 23.
júní 1961. Sig-
urbjörg Hrönn er
gift Guðna Guðna-
syni og eiga þau tvo
syni, Hauk og Arnar,
og sex barnabörn.
Halla var gift Guðbergi Ísleifs-
syni og eiga þau Ágúst Snorra,
Pétur Andra, Tómas Hauk og
Þyrí Ástu. Áður átti Halla dótt-
urina Þórunni Ellu Pálsdóttur.
Halla á tvö barnabörn.
Elsku besti afi minn, engin
orð fá því lýst hversu mikið ég
sakna þín eða hversu lánsöm ég
er að hafa verið hluti af lífi þínu
í þau nærri þrjátíu ár sem við
áttum saman.
Stundirnar eru margar, ljúf-
ar og hlýjar. Allt frá fyrstu tíð
voru einhverskonar órjúfanleg
tengsl á milli okkar sem við átt-
um út af fyrir okkur. Umvafin
var ég af hlýju, kærleika, virð-
ingu og vináttu þinni. Á mínum
fyrstu árum var ég mikið í skjóli
ykkar ömmu og alveg fram á
fullorðinssár, því strengurinn
hefur alltaf verið svo sterkur á
milli okkar þriggja. Ekki varstu
bara elskulegur afi minn því þú
komst mér líka í föðurstað sem
ég verð ævinlega þakklát fyrir,
hjá þér átti ég alltaf mitt skjól.
Þín hlýja hönd, létta lund og
dugnaður verða mér alltaf í
minni og ertu mér og öðrum ein
mesta fyrirmynd þegar kemur
að þessum efnum. Þú varst allt-
af boðinn og búinn að rétta fram
þína góðu hjálparhönd, hvort
sem var að negla nagla, mála
hús eð ryksuga. Það var sama
hvaða verkefni lá fyrir, alltaf
varstu til staðar.
Það verður erfitt fyrir hvern
sem er að komast með tærnar
þar sem þú hafðir hælana. Já,
fyrirmynd ertu og mikill heið-
ursmaður varstu, tignarlegur í
fasi og framkomu. Þú hefur
kennt mér svo margt og gefið
mér svo mikið af þér, stundirnar
eru ómetanlegar. Ég ylja mér
við allar góðu minningarnar
sem ég átti með þér og ömmu
og, afi minn, ég gæti ömmu vel
og vandlega. Ég hlakka til að
hitta þig aftur þegar minn tími
kemur en þangað til verðum við
saman í minningunum og
draumunum. Ég elska þig alla
tíð. Hvíl í friði.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Þín afastelpa að eilífu,
Þórunn Ella.
Haukur Andrésson