Morgunblaðið - 12.11.2011, Síða 45

Morgunblaðið - 12.11.2011, Síða 45
DAGBÓK 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011 Sudoku Frumstig 6 4 3 4 5 9 3 1 5 2 4 6 1 7 3 6 2 1 9 7 1 4 3 2 4 9 4 3 2 4 8 2 8 5 7 5 1 7 1 3 4 7 9 8 5 2 5 3 1 3 9 8 4 1 6 4 9 3 2 3 8 1 7 5 6 2 6 1 5 3 7 4 6 1 5 8 9 4 7 2 3 6 1 3 2 7 6 1 5 9 4 8 6 1 4 3 9 8 2 5 7 9 3 1 7 2 6 5 8 4 7 5 2 1 8 4 6 9 3 4 6 8 9 5 3 1 7 2 1 9 3 5 4 7 8 2 6 2 4 6 8 3 9 7 1 5 8 7 5 2 6 1 4 3 9 9 7 8 3 4 6 1 2 5 6 4 2 7 1 5 9 3 8 5 1 3 9 2 8 4 6 7 4 5 1 2 3 9 8 7 6 3 9 7 6 8 4 2 5 1 8 2 6 1 5 7 3 4 9 7 8 5 4 9 3 6 1 2 1 6 4 8 7 2 5 9 3 2 3 9 5 6 1 7 8 4 2 5 4 6 1 9 7 3 8 9 3 6 8 2 7 1 4 5 1 7 8 5 3 4 2 6 9 7 8 9 1 6 2 3 5 4 6 4 2 3 7 5 9 8 1 3 1 5 4 9 8 6 2 7 5 6 1 9 8 3 4 7 2 8 9 7 2 4 6 5 1 3 4 2 3 7 5 1 8 9 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 12. nóvember, 316. dagur ársins 2011 Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrni- runni. (Lúkas 6, 44.) Víkverji hefur verið að velta fyr-ir sér stjörnugjöf og bókadóm- um í haust. Víkverji hefur tekið eft- ir því að sumir gagnrýnendur gefa yfirleitt ekki meira en þrjár stjörn- ur á mögulegum fimm stjörnu skala. Á meðan aðrir gagnrýn- endur gefa aldrei undir þremur stjörnum og fullt hús kemur frá þeim á hægri og vinstri. Þannig geta örlög höfunda hvað stjörnu- gjöf varðar verið ráðin við útdeil- ingu bóka áður en rýnirinn er bú- inn að opna hana. Því skalinn hjá einum rýninum er frá 1-3 stjörnum nema í undantekningatilvikum á meðan hann er 3-5 stjörnur hjá öðrum á sama blaðinu. Víkverji hefur reyndar ekki skoðun á því hvort sé betra, en óneitanlega rugl- andi að það sé mikið ósamræmi á sama blaðinu. x x x Á sumum blöðum erlendis skrifagagnrýnendur aðeins gagn- rýnina en svo er það einhver milli- stjórnandi sem metur hversu margar stjörnur bókin fær út frá dómnum sem hefur verið skilað inn. Við þetta kerfi er hvergi stuðst á íslensku blöðunum sem öll eru með gagnrýnendur sem eru mis- sparsamir á stjörnurnar sínar. x x x Víkverja verður oft hugsað tilþess þegar stjörnulausir dóm- ar birtust í blöðunum. Það var ekki fyrr en á tíunda áratug síðustu ald- ar sem bókadómur birtist í fyrsta skipti í íslensku blaði með stjörnu- gjöf. Hér áður voru dómarnir lang- ir og ítarlegir þótt engri stjörnu væri spreðað á bókina. En allstaðar hafa dómar styst verulega og öll blöð á Íslandi gefa bókum stjörnur. Það er reyndar raunin víðast hvar í heiminum. New York Times er eitt fárra blaða sem ekki birtir stjörnur með dómum sínum.Víkverja er vel við New York Times og finnst hann læra mikið um bækurnar sem þeir fjalla um. Víkverji verður samt að gefa stjörnur og gefur sjálfum sér þrjár stjörnur fyrir þennan pistil. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 berja, 4 hörfar, 7 fylgifiskar, 8 ósvipað, 9 nóa, 11 vesælt, 13 drepa, 14 rysk- ingar, 15 mjúk, 17 klúryrði, 20 hryggur, 22 lestrar- merki, 23 tínir, 24 hrörna, 25 vafra. Lóðrétt | 1 jarðeign, 2 hitt- um, 3 hina, 4 taflmann, 5 klifrast, 6 valska, 10 hættu- lega, 12 verkfæri, 13 tjara, 15 bifar, 16 trjátegund, 18 skemma, 19 drepa, 20 að- eins, 21 útungun. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fagurgali, 8 léleg, 9 daður, 10 und, 11 sárar, 13 aurum, 15 sagga, 18 baggi, 21 púa, 22 draga, 23 nautn, 24 ósannindi. Lóðrétt: 2 aflar, 3 uggur, 4 gedda, 5 liður, 6 úlfs, 7 Fram, 12 arg, 14 una, 15 södd, 16 glans, 17 apann, 18 banni, 19 grund, 20 iðna. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sjáandinn frá Brasilíu. Norður ♠KD763 ♥732 ♦ÁG6 ♣K6 Vestur Austur ♠G9 ♠854 ♥D6 ♥10984 ♦KD98 ♦72 ♣D8543 ♣ÁG92 Suður ♠Á102 ♥ÁKG5 ♦10543 ♣107 Suður spilar 4♠. Agustin Madala er fæddur og uppal- inn í Brasilíu, en breyttist fyrir nokkr- um árum í Ítala og fór að spila í landslið- inu við Norberto Bocchi. Þeir félagar stóðu sig vel á HM í Hollandi, voru t.d. í öðru sæti í svokölluðum „butler“- samanburði. Madala virðist vera sérlega „næmur á borðið“. Í undanúrslitaleiknum við Hol- lendinga opnaði hann á fisgrandi í suður og varð síðan sagnhafi í 4♠ eftir yf- irfærslu. De Wijs kom út með ♦K. Þótt útspilið sé þægilegt er legan vond og aðrir sagnhafar fóru niður með því að svína ♥G. Ekki þó Madala. Hann drap á ♦Á, tók trompin og spilaði tígli að gos- anum, sem de Wijs dúkkaði réttilega. Síðan lagði Madala einfaldlega niður ♥Á-K og felldi drottninguna! „Bravo“ skrifuðu ítalskir skýrendur á Bridgebase, en … af hverju? 12. nóvember 1958 Skipherra breska herskipsins Russell hótaði að sökkva varð- skipinu Þór ef það tæki breska togarann Hackness sem var með ólöglegan umbúnað veið- arfæra 2,5 sjómílur út af Látrabjargi. „Breski flotinn grímulausir sjóræningjar,“ sagði á forsíðu Þjóðviljans. 12. nóvember 1967 Síðustu tíu íbúarnir fluttu úr Flatey á Skjálfanda. Nokkrum árum áður bjuggu þar um hundrað manns. 12. nóvember 1974 Þórbergur Þórðarson rithöf- undur lést, 86 ára. Jakob Benediktsson sagði að hann hefði verið „einn mesti stíl- snillingur sem við höfum nokkru sinni átt“. Meðal þekktustu bóka hans eru Bréf til Láru, Íslenskur aðall, Ofvit- inn og ævisaga Árna Þórarins- sonar. 12. nóvember 2007 Paul Nikolov tók sæti á Al- þingi, fyrstur Íslendinga af er- lendum uppruna. Paul sagðist aldrei hafa verið stoltari af því að vera íslenskur ríkisborgari. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … „Í þetta sinn verða það bara við tvö og nánasta fjölskylda sem hittast og borða saman í kvöld hjá einum syni mínum, synirnir eru þrír og barna- börnin eru alls átta,“ segir Árni Guðjónsson, vél- virki en hann er sjötugur í dag. „Það er engum boðið en maður reiknar með að einhverjir líti inn í dag. Annars hef ég oftast haldið vel upp á afmæl- in, alveg frá því að ég varð þrítugur, boðið fólki í stóra veislu. En kannski held ég upp vel á níræð- isafmælið með veislu eftir 20 ár, maður verður að vera bjartsýnn!“ Eiginkonan, Lilja Bergey Guðjónsdóttir, er fædd á Skagaströnd en Árni segist vera ekta Gaflari, fæddur í heima- húsi í Hafnarfirði og hefur ávallt búið þar í bæ. Hann lærði í Vél- smiðju Hafnarfjarðar og var þar meira eða minna í 15 ár en fór svo í álverið í Straumsvík 1972 og vann þar í 36 ár. Á yngri árum var Árni þekktur handboltamaður, lék yfir 300 leiki með meistaraflokki FH en hætti 37 ára. „Þegar ég var að byrja voru leikirnir miklu færri, við þurftum að kaupa okkur allt sjálfir og ekk- ert talað um laun, meira að segja þjálfarinn var framan af ólaun- aður.“ kjon@mbl.is Árni Guðjónsson er 70 ára í dag „Verður að vera bjartsýnn“ Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Flóðogfjara 12. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.50 0,6 6.59 4,0 13.14 0,7 19.16 3,7 9.46 16.38 Ísafjörður 2.51 0,3 8.53 2,1 15.20 0,4 21.10 1,8 10.09 16.26 Siglufjörður 4.55 0,3 11.12 1,3 17.29 0,2 23.51 1,1 9.52 16.08 Djúpivogur 4.16 2,1 10.32 0,5 16.26 1,8 22.31 0,4 9.20 16.04 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Ef þú þarft að einbeita þér að einu takmarki skaltu gera það að þínu. Þú ert hálf- utangátta í ástamálum ættingjanna. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þér líður afskaplega vel um þessar mundir og mátt ekki láta neinn hafa neikvæð áhrif þar á. Þú átt það til að gera úlfalda úr mýflugu, gefðu þér tíma til að kanna málin. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Hlutirnir virðast stundum yfirþyrm- andi en ef þú heldur þínu striki ættirðu að uppskera ríkulega á næstu tveimur árum. Reyndu að slaka á í kvöld. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Taktu þér smástund í að ákveða hvernig þú getur bætt vinnuaðstæður þínar. Þú vilt hafa vaðið fyrir neðan þig í samn- ingum, það mættu fleiri hugsa þannig. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Styttu þér stundir með lestri góðrar bókar ef þú getur í dag. Láttu tilfinningarnar ekki hlaupa með þig í gönur því þér er nauð- synlegt að sjá lífið og tilveruna í réttu ljósi. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Varaðu þig á því að láta ekki neikvæð- ar hugsanir ná stjórn á þér. Það er einhver hundur í þér gagnvart starfinu. Ertu að um- gangast þá sem henta þér? (23. sept. - 22. okt.)  Vog Ekkert er eins heilsusamlegt og að hugsa jákvætt. Heimi þínum tilheyra ímynd- aðir vinir og aðrar dularfullar verur, þannig hefur það alltaf verið. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Ekki vera hissa þótt ótilgreindur vinur virðist árásargjarn í dag. Sumt reddast og annað á bara að fara eins og það fer. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er einhver óróleiki á ferðinni í kringum þig. Taktu því lítið skref í áttina að því sem þú vilt í lífinu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Breytingar liggja í loftinu og aldrei þessu vant er makinn þeim mótfallinn. Hlust- aði á þína innri rödd í kvöld. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú hefur sífellt meiri áhrif og ábyrgðin eykst. Skrifaðu lista yfir kostina sem þú vilt að maki þinn hafi. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú hefur verið lúsiðin/n að undan- förnu svo nú er komið að því að þú njótir ávaxtanna lyftir þér aðeins upp. Fjör, ánægja og skemmtanir eru í spilunum. Stjörnuspá Birgir Lárus- son, kaupmaður í Reykjavík, er sextugur í dag, 12. nóvember. Hann mun verja afmælisdeginum í faðmi fjölskyld- unnar á sviða- messu Njálsgötuættarinnar. 60 ára 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. c4 Rf6 6. Rc3 Dc7 7. a3 b6 8. Be3 Bb7 9. f3 Be7 10. Hc1 0-0 11. Be2 d6 12. 0-0 Rbd7 13. b4 Hac8 14. Dd2 Db8 15. Kh1 Hfe8 16. Bg1 h5 17. Hfd1 h4 18. h3 Rh5 19. Bf2 Rdf6 20. Kg1 Rg3 21. Bd3 Hcd8 22. Rde2 d5 23. cxd5 exd5 24. Rxg3 hxg3 25. Bxb6 dxe4 26. fxe4 Hd6 27. De3 Bxe4 28. Ba7 Hxd3 29. Hxd3 Da8 30. Rxe4 Rxe4 31. Hd7 Bg5 32. Db3 Rd6 33. Hf1 Bf6 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir nokkru í Ro- gaska Slatina í Slóveníu. Stórmeist- arinn Sergei Azarov (2.648) frá Hvíta- Rússlandi hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Oscar Lemmers (2.382) frá Hollandi. 34. Hxf6! gxf6 35. Dxg3+ og svartur gafst upp. Evrópumóti landsliða lýkur í dag í Halkidiki á Grikklandi, sjá nánar á skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.