Morgunblaðið - 12.11.2011, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 12.11.2011, Qupperneq 46
46 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HALLÓ? NEI HERRA MINN, ÉG ER EKKI MEÐ ÓVENJU STÓRAN HAUS ERT ÞETTA ÞÚ BRÓSI? BRÓÐUR HANS LEIÐIST STUNDUM HVAÐ STENDUR Á SKILTINU? HJÓLREIÐAR BANNAÐAR GÓÐA NÓTT SNOOPY GÓÐA NÓTT SNOOPY ÞÆR ERU DUGLEGAR VIÐ ÞAÐ AÐ BJÓÐA MÉR GÓÐA NÓTT Á HVERJU KVÖLDI EN ÞÆR KYSSA MIG ALDREI Á NEFIÐ HEYRÐU MAGGA, ÞÚ ERT PERSNENSKUR KÖTTUR, HVAÐ FINNST ÞÉR UM ÁSTANDIÐ Í MIÐ AUSTURLÖNDUM? ÉG ER BÚINN AÐ FINNA LEIÐ TIL ÞESS AÐ LOSNA VIÐ ÞESSA ÍKORNA Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL! SJÁÐU ÞESSA BYSSA! KEYPTIRÐU BYSSU!? ÞETTA ER BARA LOFTBYSSA SVONA HÆTTIÐ ÞESSU, ÞETTA ER TILGANGSLAUST! ALLS EKKI LÁTTUOKKUR VERA ÞÚ RÆÐUR EKKI VIÐ MIG LITLI BRÓÐIR ERTU VIÐ ÞAÐ AÐ GEFAST UPP? Ég tel nú Ein spurning. Nennir enginn lengur að segja ungu fólki til? Í lífinu almennt, það er að segja. Dæmigert yngra fólk virðist ým- ist fá litlar leiðbein- ingar frá sér reynd- ara eða gera ekkert með þær. Af hverju streymir ungt fólk til dæmis á húðflúr- stofur og lætur þar krota á sig til lífs- tíðar? Getur verið að enginn hafi útskýrt fyrir því hvaða áhrif sjáanleg hlúðflúr geta haft á þá mynd sem það gefur af sér? Eða þá klæðaburðurinn. Innri sem ytri snyrtimennska er hverjum manni prýði og þá ekki aðeins átt við að föt séu hrein og sálin einfeldningsleg. Góð jakkaföt og vel snyrt yfirskegg eru náttúrulega tilvalinn búningur hvers manns sem ber virðingu fyrir sér og umhverfi sínu. Algert skilyrði auðvitað að karlmenn beri hálstau hvenær sem þeir eru ekki að moka skurð. Sérstaklega áríðandi þegar farið er á mannamót, jafnt í heima- húsi sem annars staðar. Undarlegt er að sjá menn komna í sjónvarp eða í ræðustól, bindislausa og á galla- buxum, og halda að nokkur taki mark á þeim. Mætti ég upp- lýsa þessa tegund herramanna um það, að þó kunningjar þeirra sjái auðvitað ekkert athugavert við slíkar mannfélags- skreytingar, þá sannar það ekki að smekkvísi sé útdauð á Íslandi. Inniskór á almanna- færi og sandalar nokk- ursstaðar eru heldur ekki sönnun, þótt þeir séu reyndar vísbend- ing. Reyndar er margt fleira en klæðnaður og húðflúr ungra Íslendinga sem bend- ir til að þeir eigri leiðbeiningalaust um heiminn. Allt í einu virðast flest- ir telja engu skipta að tala rétt mál. Fjölmiðlamenn eru þar afleitir og verstir hjá Ríkisútvarpinu. Málvillur þar í næstum hverri frétt. Æringj- arnir á fríblöðunum þykja mér litlu betri. Læt þetta nægja að sinni því klukkan er margt. Innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið, segir séra Hallgrímur. Bjartsýnn borgari. Ást er… … að halda á vit ævintýranna í húsbílnum ykkar. HÚBBÍ Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Stundum er eins og menn fái ekkiflúið meinleg örlög, sem þeim eru búin og þeir hafa jafnvel sjálfir grun um. Eru mörg dæmi þess í Ís- lendinga sögum. En þetta gerist líka á okkar dögum. Umberto I., konungi Ítalíu, var sýnt banatilræði í nágrenni Rómar 22. apríl 1897. Hann mælti þá af karlmannlegu æðruleysi: „È un incidente del mestiere.“ Þetta fylgir starfsgreininni. En þremur árum síðar, 29. júlí 1900, vó banda- rísk-ítalski stjórnleysinginn Gaet- ano Bresci konung. Þetta fylgdi vissulega starfsgreininni. Víkur þá sögunni til Íslands. Eitt kunnasta kvæði Sigurðar Sigurðs- sonar frá Arnarholti heitir „Í dag“. Það var ort árið 1912 og er um gamalkunnugt stef, fallvaltan auð- inn. Eitt erindið hefst á þessum orð- um: Í dag er ég ríkur — í dag vil ég gefa demanta, perlur og skínandi gull. Upphaf annars erindis hljóðar svo: Í dag er ég snauður og á ekki eyri, ölmusumaður á beiningaferð. Þetta kvæði lýsir einkennilega óliðinni ævi skáldsins sjálfs. Hann var næsta áratug efnaður lyfsali í Vestmannaeyjum, en síðar fátækur drykkjumaður í Reykjavík. Ekki verður heldur annað sagt en Lev Trotskíj hafi reynst sorg- lega sannspár, þegar hann sagði 1936 beisklega um Josíf Stalín: „Hann reyndi ekki að ráðast á hug- myndir andstæðinga sinna, heldur hauskúpur.“ Stalín sendi flugu- mann að nafni Ramon Mercador á heimili Trotskíjs í Mexíkó, þar sem hann hafði leitað hælis, og hjó Mercador í höfuð honum með exi, svo að hann hlaut bana af. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Sorglega sannspáir Karlinn á Laugaveginum var ísólskinsskapi í gær. Hann var að koma ofan af Skólavörðuholtinu og hafði hitt kerlinguna, sem hann sagði að hefði í mörgu að snúast, þótt haustverkunum væri lokið: Mér er hún mikil hrelling en matarleg er kerling. Ég borðaði heilan helling af hennar grjónavelling. Við tölum um skammdegið frá miðjum nóvember og fram í lok jan- úar, sem olli því, að ég rifjaði upp Skammdegis vísur Þorsteins Erl- ingssonar: Alltaf fækka aumra skjól, alltaf lengjast nætur; kvöl er hvað þú, kæra sól, kemur seint á fætur. Þessi tíð er þung og löng þeim, sem inni kúra og í myrkri sultarsöng söngla milli dúra. Yfir skóg og akurrein ólmur vetur ríður; órótt hjarta á hverri grein hjálpar þinnar bíður. Og þannig lýkur Þorsteinn Skammdegis vísum sínum með stöku sem flestir kunna: Einhver rödd að innan þá út í geiminn sagði: „Hverjum skemmtir harmur sá?“ Himinninn svarti þagði. Í slagviðrinu núna í vikunni kom þetta erindi Guðmundar skóla- skálds úr Haustskýjum upp í hug- ann: Hrynja haustskúrir af himinvanga, svartur er svipur á fjöllum. Sofa laufvana ins ljósa hafs skógar í djúpum dali. Í lokin er staka eftir Grím Thom- sen: Ljáið byrði lífs mér alla, létt skal bera meir en það, megi ég þreyttur höfði halla hálsi björtum meyjar að. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Skammdegis vísur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.