Morgunblaðið - 18.11.2011, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 18.11.2011, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011 Geturðu lýst þér í fimm orðum? Jákvæður, bjartsýnn, glaðvær, ákveðinn og skapheitur. Ef þú ættir eina ósk, hver væri hún? (spyr síðasti aðalsmaður, Jörundur Ragnarsson leikari) Að börn og barnabörn vaxi hraust úr grasi inn í betri heim. Hver er uppáhaldssöngvarinn þinn? Maria Callas. En hvaða söngvari, úr flokki heims- kunnra, finnst þér leiðinlegastur? Joan Sutherland. Blundar í þér gjörningalistamaður? Ég hélt ekki en …!!! Síðasta arían í Brúðkaupi Fígarós er eins og …? … að setja rétt magn af salti í vatn- ið áður en þú sýður pastað og hún verður fullkomin. Hvernig veit maður hvort maður er góður söngvari? Þegar þú undirritar fyrsta alþjóða- samninginn í gegnum stóra, virta umboðsskrifstofu og það er titilhlut- verkið sem um er samið. Hver er tilgangur lífsins? Að elska og vera elskaður. Ef þú værir söngkona, hvaða söng- kona værir þú? Ég væri sko Tina Turner. Spaghetti carbonara eða spaghetti alla Bolognese? Per me la carbonara per favore! Getur þú lýst dansstíl þínum á djamminu? Ég wrestla við frúna, hún er svo stjórnsöm og lætur illa að stjórn. Hvað geta Íslendingar lært af Ítölum? Meiri lífsgleði. En Ítalir af Íslendingum? Sparnað eða … Hvað færðu ekki staðist? Mína ástkæru eiginkonu. Áttu þér leyndan hæfileika og ef svo er þá hvern? Já, mjög leyndan – má ekki segja. Ef þér hefði staðið til boða að syngja við brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Katrínar, hvaða lög hefðir þú sungið? „Sestu hérna hjá mér ástin mín“ og „Hafið bláa haf- ið“ … hehehehe. Hvað fær þig til að skella upp úr? Falskur söngur fær mig oftast til að skella upp úr. Hvers viltu spyrja næsta aðalsmann? Ef þú mættir breyta ein- hverju einu, hverju myndir þú breyta? „Per me la carbonara per favore!“ Aðalsmaður vikunnar er stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson en hann syng- ur á morgun í 12 klukkustunda löngum gjörningi Ragnars Kjartanssonar, Bliss, á gjörningatvíæringnum Performa í New York Sælkeri Kristján Jóhanns- son kann að meta gott pasta og í góðan pastarétt þarf fyrsta flokks hráefni. Immortals Þúsundir ára eru liðin frá því grísku guðirnir sigruðu Títani sem þá réðu heiminum en ný ógn steðjar að. Hý- períon konungur lýsir yfir stríði á hendur mannkyni og hafa menn hans lagt Grikkland í rúst í leit að boga sem getur leyst Títani úr læð- ingi. Bogi þessi mun eyða mannkyni og tortíma guðunum. Eina von guð- anna er bóndinn Þeseifur. Leikstjóri er Tarsem Singh og í aðal- hlutverkum Henry Cavill, Freida Pinto, Mickey Rourke og John Hurt. Rotten Tomatoes: 37% The Twilight Saga: Breaking Dawn - Part 1 Hér segir af blóðsugunni Edward Cullen og mennskri unnustu hans, Bellu Swan. Þau ganga í hjónaband en við það eru ekki allir sáttir, m.a. varúlfurinn Jakob sem er ástfanginn af Bellu. Bella og Edward halda í brúðkaupsferð og Bella verður ólétt. Því er illa tekið af foringjum vampíruhóps sem telur að hætta fel- ist í því fyrir Bellu að fæða barnið. Úlfurinn Sam telur að barnið eigi eftir að gera út af við úlfana og vill Bellu og Cullen feig. Leikstjóri er Bill Condon og með aðalhlutverk fara Robert Pattinson, Kristen Stewart og Taylor Lautner. Rotten Tomatoes: 13% Elías og fjársjóðsleitin Teiknimynd sem segir af bátnum Elíasi. Vetrarvertíðin er að hefjast og fiskurinn horfinn. Virðist sem iðnaðartogarar hafi veitt allan fisk- inn en þeir eru í eigu vondu Pól- drottningarinnar. Takist Elíasi og vinum hans að finna fjársjóð geta þeir bjargað sjávarþorpinu sínu. Bakka-Baldur Sýningar hefjast á heimildarmynd Þorfinns Ómarssonar á morgun í Borgarbíói á Akureyri en hún hefur verið sýnd í Bíó Paradís frá 11. nóv- ember. Í henni segir af Baldri Þór- arinssyni frá Bakka í Svarfaðadal sem heldur til eyju í miðju Kyrrahafi að hitta gamlan vin sinn. Partir Frönsk kvikmynd frá árinu 2010. Suzanne er orðin leið á lífinu. Eig- inmaður hennar samþykkir að byggja henni hús í bakgarðinum þar sem hún getur haft vinnuaðstöðu. Suzanne verður hrifin af manninum sem fenginn var til að byggja húsið og hefst milli þeirra ástríðufullt og ofsafengið samband. Leikstjóri er Catherine Corsini og í aðal- hlutverkum Kristin Scott Thomas og Sergi López. Rotten Tomatoes: 69% HKL (Anti-American Wins Nobel Prize) Ný heimildarmynd eftir Halldór Þorgeirsson um Halldór Laxness. Um myndina segir á vef Bíó Para- dísar: „Myndin er um ævi og verk Halldórs Laxness, sem lifði alla tutt- ugustu öldina með öllum sínum stefnum og straumum, og hvernig íslensk stjórnvöld gerðu aðför að honum á laun og tókst að gera hann að bannvöru í enskumælandi lönd- um með aðstoð Bandaríkjamanna.“ Bíófrumsýningar Allt frá vampír- um til Laxness Ódauðlegir Henry Cavill í hlutverki Þeseifs í kvikmyndinni Immortals. LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar IMMORTALS Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:15 (Power) ELÍAS Sýnd kl. 4 (700kr.) TOWER HEIST Sýnd kl. 8 - 10:15 ÆVINTÝRI TINNA 3D Sýnd kl. 5 (950kr.) BORGRÍKI Sýnd kl. 6 - 8 - 10 ÞÓR Sýnd kl. 4 (700kr.) HHHH ÞÞ. FRÉTTATÍMINN HHHH KHK. MBL HHH AK. DV -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu AukakrónumTilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKT R MEÐ RAUÐU- H.S.S., MBL HHHHH B.G. -MBL HHHH POWE RSÝN ING KL. 10 :15 SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR “SJÓNRÆN VEISLA MEÐ SKEMMTILEGU OFBELDI OG GRJÓTHÖRÐUM TÖFFARASKAP.” 5% IMMORTALS 3D KL. 6 - 8 - 10 12 ELÍAS OG FJARSJÓÐSLEITIN KL. 6 L TOWER HEIST KL. 8 - 10 12 T.V., KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ & HEYRT IMMORTALS 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 IMMORTALS 3D LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 ELÍAS OG FJÁRSJÓÐSLEITIN KL. 3.40 L TOWER HEIST KL. 8 - 10.20 12 IN TIME KL. 8 - 10.30 12 ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 3.20 - 5.40 - 8 7 HEADHUNTERS KL. 5.45 - 10.20 16 ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 - 5.50 L ÞÓR 2D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 L IMMORTALS 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 IN TIME KL. 10.15 12 HUMAN CENTIPEDE KL. 10.20 18 MONEYBALL KL. 8 L ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 5.40 - 8 7 MIDNIGHT IN PARIS KL. 5.45 L ELDFJALL KL. 5.45 - 8 L

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.