Morgunblaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ER AÐ SVITNA EINS OG SVÍN ÞETTA ER MIKLU BETRA ÉG ÖFUNDA ÞIG GERIÐ ÞIÐ YKKUR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ DROTTNINGIN FÆR HAUSVERK AF ÖLLUM ÞESSUM HÁVAÐA! FIÐRILDI FÁ NÆRINGU ÚR BLÓMUM DREKAFLUGUR BORÐA FIÐRILDI, FROSKAR BORÐA DREKAFLUGUR, SNÁKAR BORÐA FROSKA OG HAUKAR BORÐA SNÁKA ÞAÐ ER FÍNT AÐ STOPPA ÞARNA... VERA EKKERT AÐ BLANDA HUNDUNUM Í ÞETTA HVAR ER RUNÓLFUR? HANN FÓR Í BÍÓ MEÐ FLUG- FREYJUNNI, KÆRUSTUNNI SINNI ÚPS, ÉG HELTI NIÐUR GOSINU MÍNU! EF VIÐ LENDUM Á VATNI ÞÁ ERU BJÖRG- UNARVESTI UNDIR SÆTUNUM YKKAR! ÉG HELTI NÚ EKKI NIÐUR SVO MIKLU!! ÉG HELD AÐ VIÐ GÆTUM MARKAÐSSETT FYRIRTÆKIÐ OKKAR BETUR HVERNIG ÞÁ? KÆRASTAN MÍN ER LÆRÐUR MARKAÐSFRÆÐINGUR OG HÚN HEFUR BOÐIST TIL ÞESS AÐ HJÁLPA OKKUR ÓKEYPIS HEFUR HÚN MIKLA REYNSLU AF ÞVÍ AÐ MARKAÐSSETJA FYRIRTÆKI? HÚN ER AÐ VINNA Í ÞVÍ MORGUN Í MIAMI... ÉG TRÚI ÞESSU EKKI VIÐ HVERN VARSTU AÐ TALA Í SÍMANN? VIÐ FENGUM SVO GÓÐA KYNNINGU, SLAGSMÁLIN Í LEIKHÚSINU VORU Á ÖLLUM FRÉTTASTÖÐVUNUM ÞAÐ Á AÐ SETJA SÝNINGUNA UPP Í NEW YORK OG Í ÞETTA SKIPTIÐ VERÐUR ÞAÐ Á BROADWAY! VÁ! Herra Jón Gnarr Sjaldan hefur mér verið jafn misboðið og við ummæli þín þegar þú bendir karlmönnum á Ís- landi á að láta gera sig ófrjóa. Vilt þú ekki, herra Jón Gnarr, byrja á að benda þínum niðjum á þetta og sjá hvaða viðbrögð þú færð? Ég er svo lánsöm að eiga fjögur heilbrigð börn og fimm barna- börn. Þrjú elstu börnin mín eru vinn- andi fólk á barneignaraldri og borga sína skatta til samfélagsins og það ekkert litla, yngsti í þess- um hópi er 27 ára og á hann strák sem er 21 mánaðar gamall, hann er með eyrnabólgu og þurfti á læknishjálp að halda. Pabbi hans fór með hann til læknis og þurfti að leysa út lyfjaskammt fyrir ríf- lega 20 þúsund, en þrátt fyrir það þá var það ekki það eina sem olli honum sorg heldur þessi um- mæli þín, herra Jón Gnarr. Ef þú ert ekki búinn að átta þig á því enn að við sem búum og lifum í þessu landi erum ekki til í svona djók þá held ég að þú ætt- ir að gera þér grein fyrir því hér og nú og hypja þig úr Ráðhús- inu. Því að vandamál eru til að leysa þau en ekki til að kasta á undan sér eins og þinn er siður. Í frétt- um í kvöld (miðvikudag sl.) fáum við svo fréttir af 13% hækkun á kosti barna í grunnskólunum ofan á allt annað Svei þér, borgarstjóri, og öllu þínu fólki. Sigurbjörg Hjörleifsdóttir. Ást er… … þegar hann eyðir sparifénu í þig. Frönsk ilmvöt n Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, bingó kl. 13.30. Skráning og miðasala er hafin á aðventuhátíð Notendaráðs í Félagsm. Aflagranda 40. Veglegar veitingar og skemmtiatriði. Uppl. og skráning í Fé- lagsm. Aflagranda. Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9. Stóladans kl. 10.30. Boðinn | Vatnsleikfimi kl. 9.15, lok. hóp- ur, félagsv. kl. 13.30, hugvekja kl. 14. Bólstaðarhlíð 43 | Kertanámskeið kl. 9, handavinnustofa. Leikhópurinn Snúður og Snælda skemmtir og verður með ýmsar uppákomur kl. 13.30, aðgangur 1.000 kr., skrán. í síma 535-2760. Dalbraut 18-20 | Stóladans kl. 10.30, söngstund kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8. Lestur úr dagblöðum kl. 10, uppi á ann- arri hæð. Listamaður mánaðarins. Félag eldri borgara, Reykjavík | Leik- félagið Snúður og Snælda, æfing kl. 9. Námskeið/Egilssaga kl. 13. Félagsfundur með Guðbjarti Hannessyni kl. 15.30. Dansleikur sun. kl. 20, Klassík leikur. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.15, málm- og silfursmíði kl. 9.30/13, jóga kl. 10.50 og félagsvist kl. 20. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl. 10, stólaleikfimi kl. 10.30. Bingó kl. 13.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 9/11, leðursaumur og félagsvist kl. 13, bíll frá Hleinum kl. 12.30, frá Garðatorgi 7 kl. 12.45. Félagsstarf eldri borgara, Kópavogi | Opið hús í Gullsmára 13 19. nóv. kl. 14. Yrsa Sigurðardóttir og Harpa Dís Há- konardóttir lesa úr bókum sínum. Tísku- sýning. Kaffiveitingar í boði félagsins. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Skrán. stendur yfir í jólahlað- borðið í hádeginu 25. nóv. á Hótel Nat- ura, áður Hótel Loftleiðir. Lagt af stað kl. 11.30 með rútu frá Eirhömrum. Sími 5868014 e. hádegi og 6920814. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Kaffispjall í krók kl. 10.30. Jóga kl. 11. Spilað í krók kl. 13.30. Syngjum saman kl. 14. Leikhúsferð kl. 19. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, bingó kl. 13.30, sölusýning á glermunum Huldu kl. 13. Hraunsel | Tréskurður kl. 10, leikfimi Bjarkarhúsi kl. 11.30, brids kl. 13, dans- leikur kl. 20.30, Kristján Hermannsson og félagar, húsið opnað kl. 20. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9 og 10. Vinnustofa kl. 9 án leiðbeinanda. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Thai chi kl. 9. Myndlist kl. 13. Sönghópurinn Vorboðinn frá Mosfellsbæ í Salnum kl. 14. Hæðargarðsbíó kl. 16. Íþróttafélagið Glóð | Opið hús í Kópa- vogsskóla með línudansi kl. 14.40. Zumba, byrjendur kl. 16. Norðurbrún 1 | Myndlist/útskurður kl. 9. Vesturgata 7 | Setustofa kl. 9, enska kl. 10.15, tölvukennsla byrj. kl. 12.30, tölvu- kennsla framh. kl. 14.10, sungið v/flygil kl. 13.30. Dansað í aðalsal kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, leirmótun og handav. kl. 9, morg- unstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10.15, bingó kl. 13.30. Þá er komið að þriðju og síðustuvísunni eftir Hákon Aðal- steinsson sem Guðni Ágústsson rifjar upp, en fyrri hluti bréfsins birtist í Vísnahorni í gær: „Sú þriðja er þegar Hákon toll- vörður var að bíða eftir Norrænu sem sigldi inn fjörðinn. Jónas Hall- grímsson stóð í norðannepju og fleiri Seyðfirðingar undir þáver- andi móttökuhúsi. Þá segir Jónas: „Ætli við lítum þessa sjón nokkru sinni framar að þessir þrír fánar blakti hlið við hlið, sá íslenski, fær- eyski og framsóknarfáninn?“ En þá var stutt í kosningar. „Ef ekki er nú tilefni til að yrkja þá hven- ær.“ Þá tuggði Hákon pípuna, kom að vörmu spori, flutti vísuna og glotti við tönn. Framsókn vann kosningarnar á Seyðisfirði eins og jafnan. Vísan spillti ekki: Ég er vinur Jónasar ég þarf mörgu að sinna undir fána framsóknar. finnst mér gott að vinna.“ Jóhann S. Hannesson orti limru er Svarthöfði skrifaði fasta pistla í Vísi og tók stundum stórt upp í sig: Þegar Gróur á Leiti eru grafnar og glatkistan mörðunum safnar er það svolítil fró fyrir siðlausan róg að Svarthöfði lifir og dafnar. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Hákoni og Svarthöfða - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.