Morgunblaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011 Reuters Kona fer með bæn við dómkirkju í borginni Cotonou í Benín í gær. Benedikt XVI páfi kemur í þriggja daga heimsókn til landsins í dag í annarri ferð sinni til Afr- íku. Kaþólska kirkjan hefur verið í mikilli sókn í álf- unni á síðustu árum en hún hefur þó átt undir högg að sækja að undanförnu vegna hneykslismála sem hafa m.a. orðið til þess að tveimur biskupum í Benín hefur verið vikið frá. Benedikts páfa beðið í Benín Skoska leikskáldið David Greig er nú í Ósló til að afla upplýsinga um fjöldamorðin í borginni og Útey 22. júlí með það fyrir augum að skrifa leikrit um ódæðisverkin. „Ég gat einfaldlega ekki hætt að hugsa um það sem gerðist. Ég reyndi að skilja það og vildi rann- saka það. Og þegar leikritahöfundur fær slíka hugmynd verður hann að fylgja henni eftir,“ sagði Greig í við- tali við norska ríkisútvarpið. Vinnuheiti leikritsins er „Maður- inn“ og stefnt er að því að það verði sett á svið í Bretlandi og Noregi eftir um það bil ár. Greig undirbýr leik- ritið í samstarfi við leikhúsið Drama- tikkens Hus í Ósló. Margir þeirra, sem lifðu af árásir fjöldamorðingjans eða misstu ætt- ingja, telja að of snemmt sé að skrifa leikrit um ódæðisverkin. David Greig er á öðru máli. „Það er mikil- vægt að tala um þennan sorgar- atburð núna, áður en sagan verður að goðsögn,“ sagði hann. Norski presturinn Hanne El- strøm Kjær, sem hefur aðstoðað syrgjendur vegna fjöldamorðanna, ræddi við Greig og hvatti hann til að sýna aðgát. „Þetta er mjög við- kvæmt efni. Þessu fylgir mikil sálar- kvöl og sorg. En leikrit getur hjálp- að fólki að vinna sig út úr erfiðri sálarkreppu og í því ljósi tel ég að þetta sé góð hugmynd,“ segir hún. Þekktasta leikrit Davids Greigs er „The Architect“ og samnefnd kvik- mynd, sem byggðist á leikritinu, var gerð í Bandaríkjunum árið 2006 með leikkonuna Isabellu Rosselini í einu aðalhlutverkanna. Skrifar leikrit um fjöldamorðin  Leikskáld undirbýr leikverk um hryðjuverkin í Noregi Allir tiltækir lögreglumenn í Þórs- höfn í Færeyjum tóku í gær þátt í fyrstu morðrannsókninni í eyjunum í 23 ár eftir að 32 ára karlmaður var handtekinn vegna gruns um að hann hefði orðið 42 ára gömlum karlmanni að bana. Leitað hefur verið að Dánjal Petur Hansen síðustu 11 daga en án árang- urs. Maður, sem grunaður er um að hafa orðið Hansen að bana, var handtekinn í fyrradag og dæmdur í tveggja vikna gæsluvarðhald. Síðasta morðið framið 1988 Að sögn færeyska útvarpsins er talið að Hansen, eða Pidda eins og hann er jafnan nefndur, hafi verið ráðinn bani á tímabilinu frá 5. til 7. nóvember á heimili sínu í Saltangará á Austurey, næststærstu ey Fær- eyja. Að sögn útvarpsins fannst blóð- ugur koddi heima hjá manninum sem grunaður er um verknaðinn. Málið hefur vakið mikinn óhug meðal Færeyinga. „Fólki er mjög brugðið – morð eru ekki daglegt brauð í Færeyjum,“ hefur fréttavef- ur danska blaðsins Berlingske eftir lögregluforingjanum Bergleif Brim- vik sem stjórnar rannsókninni. Ekki hefur komið upp morðmál í Færeyjum frá árinu 1988 þegar ung- ur maður á Suðurey skaut unnustu sína til bana í afbrýðisæði. Færeyska lögreglan nýtur aðstoð- ar dönsku lögreglunnar við rann- sóknina. Allir tiltækir lögreglumenn Þórshafnar tóku þátt í rannsókninni í gær, leituðu að frekari vísbending- um og yfirheyrðu fólk sem kann að geta veitt upplýsingar um málið. Fyrsta morðið í Færeyjum í 23 ár  Hefur vakið óhug meðal íbúanna Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is Ástund EPONA Nýr hnakkur úr smiðju Ástundar Gæða fatnaður, skór og stígvél frá París. ® Frá 1976 • Reiðtygi • Hnakkar • Reiðfatnaður • Dans-, ballet- og fimleikavörur • Hanskar • Skeifur • Öryggishjálmar • Pískar • Effol vörur • Ábreiður ÁSTUND 35 ÁRA Í tilefni af 35 ára afmæli Ástundar bjóðum við viðskiptavinum okkar 25%-35% afslátt dagana 18-20 nóv n.k Kynnum m.a nýjan Ástundarhnakk, og nýjan öryggishjálm frá Helgi Björns lítur við og tekur nokkur lög föstudag og laugardag. Háaleitisbraut 68 · 103 Reykjavík Sími: 568 4240 · Fax: 568 4396 astund@astund.is · www.astund.is ® da nc e hestar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.