Morgunblaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011 Á sunnudag heldur Kór Lang- holtskirkju tónleika á messu- degi heilagrar Sesselju. Meðal verka sem flutt verða er Lux aurumque (Ljós og gull) eftir Eric Whitacre sem var frum- flutt á vefnum af 185 söngvur- um í tólf löndum og hafa nær- fellt þrjár milljónir manna skoðað verkið á YouTube. Einnig flytur kórinn verk eftir Arvo Pärt, Knut Nystedt, Morten Lauridsen, Ola Gjeilo og Þorkel Sigur- björnsson. Kór Langholtskirkju hefur starfað í fjögur ár eftir nýju skipulagi þar sem kórinn var minnkaður en gerðar meiri kröfur til söngvar- anna. Stjórnandi kórsins er Jón Stefánsson. Tónlist Tónleikar Kórs Langholtskirkju Eric Whitacre Endemi: tímarit um íslenska samtímalist kemur út í annað sinn á morgun. Samhliða út- gáfu blaðsins verður sýningin Endemis (ó)sýn opnuð í efri sölum Gerðarsafns í Kópavogi, milli kl. 15 og 17. Sýningin stendur til 8. janúar nk. Á sýningunni eiga verk Anna Líndal, Ásta Ólafsdóttir, Guð- rún Hrönn Ragnarsdóttir, Eva Ísleifsdóttir, Margrét H. Blön- dal, Katrín Sigurðardóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Elín Hansdóttir, Þorvaldur Jónsson, Sara Björns- dóttir, Gjörningaklúbburinn, Greg Barrett, Birgir Snæbjörn Birgisson og Jóhanna Kristbjörg Sig- urðardóttir. Listtímarit Nýtt Endemisein- tak og -sýning Forsíða Endemis. Árlegir styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar, Jólaljós, verða haldnir í Guð- ríðarkirkju á sunnudag kl. 16. Allur aðgangseyrir rennur til barna Hönnu Lilju Valsdóttur, sem lést af barnsförum 14. ágúst sl. Fram koma Ragnar Bjarnason, Védís Hervör, Jónsi úr Í svörtum fötum, KK og Ellen Kristjánsdóttir, Sess- elja Kristjánsdóttir, Maríus Sverrisson, Björg Birgisdóttir, Karlakór Kjalnes- inga, Kirkjukór Lágafellssóknar, Elítukvartettinn og Kynslóðabandið, Matthías Stefánsson fiðlu- leikari, Hans Jensson saxófónleikari og Arnhildur Valgarðsdóttir orgel- og píanóleikari. Tónlist Styrktartónleikar í Guðríðarkirkju Guðríðarkirkja í Grafarholti. Sænsk og íslensk kórtónlist hljómar í Langholtskirkju á morgun kl. 16.00, en þá heldur Óperukórinn í Reykjavík tónleika með sinfóníu- hljómsveit og tveimur ungum ein- söngvurum, Karinu Björg Tor- björnsdóttur og Aroni Axel Cortes. Stjórnandi á tónleikunum verður Garðar Cortes. Á efnisskrá tónleikanna er meðal annars frumflutningur hér á landi á Mässa eftir sænska tónskáldið Ro- bert Sund, sem verður viðstaddur tónleikana. Einnig verða flutt Kirkjan ómar öll eftir Sigvalda Kaldalóns í nýrri útsetningu Hróð- mars Inga Sigurbjörnssonar, tónlist Páls Ísólfssonar úr Gullna hliðinu í tilefni af því að hún hljómaði fyrst fyrir réttum 70 árum, Fyrirlátið mér, faðirinn sæti eftir Jón Ás- geirsson sem hann útsetti fyrir Óp- erukórinn og Haustvísur til Máríu eftir Atla Heimi Sveinsson í hljóm- sveitarútsetningu Gísla Magnason- ar. Einsöng syngja Guðrún Lóa Jónsdóttir og Elfa Dröfn Stefáns- dóttir. Þau Karin Björg og Aron Axel eru nú við framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Salzburg í Austurríki og koma þaðan til að taka þátt í tónleikunum. Morgunblaðið/Kristinn Frumflutningur Karin Björg Tor- björnsdóttir og Aron Axel Cortes. Sænsk og íslensk kórtónlist  Óperukórinn held- ur tónleika á morgun Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Þriðju tónleikar Kammermúsík- klúbbsins á yfirstandandi starfsári fara fram í Bústaðakirkju nk. sunnudagskvöld kl. 20.00. Á efnis- skrá eru strengjakvartett nr. 5 í g- moll eftir B. Martinu, strengjakvar- tett nr. 2 eða Ástarbréf (Intime Briefe) eftir L. Janacek og strengja- kvartett nr. 3 í es-moll eftir P. Tsjaj- kovskíj. „Það er alltaf svo yndislega gam- an að fá tækifæri til að spila Tsjaj- kovskíj. Hann hefur sitt eigið tungu- mál sem er fallega rómantískt og angurvært. Í raun má segja að mað- ur setji sig í ákveðinn gír í þeim til- gangi að framkalla hinn rétta Tsjaj- kovskíj-hljóm sem einkennist af mikilli hlýju,“ segir Sigrún Eðvalds- dóttir fiðluleikari sem kemur fram á tónleikunum ásamt Zbigniew Dubik fiðluleikara, Þórunni Ósk Marinós- dóttur víóluleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara. Öll starfa þau saman í Sinfóníu- hljómsveit Íslands, en nýta reglu- lega tækifærið til þess að spila kammerverk saman. „Við þekkj- umst mjög vel og höfum oft spilað saman í gegnum árin. Það ríkir því mikið traust í hópnum,“ segir Sig- rún og tekur fram að það sé afar mikilvægt þegar kemur að því að leika kvartetta. „Kvartettformið er nefnilega eitt það erfiðasta og við- kvæmasta. Það skýrist ef til vill af því að strengirnir eru svo opnir og miskunnarlausir sem hljóðfæri. Það myndast þannig mjög mikið af yfir- tónum og því þarf hljómurinn að vera svo hárnákvæmur ef vel á að takast til,“ segir Sigrún og bætir við: „Þetta krefst því mikillar vinnu, en maður uppsker líka ríkulega þeg- ar allt gengur upp.“ Morgunblaðið/Kristinn Kammertónlist Sigrún, Zbigniew Dubik, Þórunn og Bryndís Halla. „Alltaf yndis- legt að leika Tsjajkovskíj“ Öflugt starf » Fyrstu tónleikar Kammer- músíkklúbbsins voru haldnir 7. febrúar 1957. » Með stofnun Kammer- músíkklúbbsins hófst mark- viss flutningur kammer- tónlistar hér á landi, þ.e. tónverka sem samin eru fyrir þrjú eða fleiri jafngild hljóð- færi. » Í vetur býður klúbburinn upp á fimm tónleika.  Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins Hér segir af blóðsug- unni Edward Cullen og mennskri unnustu hans, Bellu Swan. 31 » Biðin hefur verið löng, bókinlangþráð. Átta ár eru liðinsíðan Vigdís Grímsdóttirsendi frá sér skáldsögu og nú færir hún okkur enn og aftur töfra. Í Trúir þú á töfra? segir frá tólf ára stúlku sem ber nafn Nínu Bjark- ar Árnadóttur, uppáhaldsskáldkonu móður sinnar. Hún býr í þorpi sem er á Íslandi en enginn veit hvar, enda er það umlukið múr og yfir því hvílir glerhvelfing. Sagan ber keim stað- leysubókmennta. Það er óljós stað- setning, náin framtíð og furðulegt samfélag sem er stjórnað af ægivaldi. Allir í þorpinu hafa ákveðin hlutverk sem þeir verða að leika af sinni bestu sannfæringu. Svo virðist sem íbú- arnir hafi verið lokkaðir í þorpið á fölskum forsendum. Þeir eiga allir sína fortíð en er sköpuð ný framtíð í þorpinu; valinn nýr maki, nýtt hlut- verk og þurfa að gæta þess að varð- mennirnir sjái þá aldrei öðruvísi en í innlifun í sínu hlutverki annars geta þeir lent í kjallaranum, þaðan sem enginn kemur aftur. Nína Björk er afskaplega heillandi aðalpersóna. Lífleg og skemmtileg, þekkir ekkert annað en lífið innan múrsins og fylgist með því vökulum augum. Hún er eina barnið í þorpinu og kemst upp með meira en aðrir íbú- ar þess og segir okkur lesendum frá því sem hún sér í fyrstu persónu. Ógnin er alltaf undirliggjandi í þorp- inu þó allt virðist slétt og fellt á yf- irborðinu, lesandinn getur þreifað á þessum óhug sem liggur í loftinu. Samt er svo mikil fegurð, fegurðin sem Nína Björk sér í ljóðum nöfnu sinnar, í fólkinu í þorpinu, jafnvel varðmönnunum, og lífinu. Inn í frá- sögn Nínu Bjarkar fléttast dagbók- arbrot sem foreldrar hennar og fleiri hafa skrifað, en stúlkan kemst í dag- bækur þeirra í lokaðri hvelfingu í bókasafninu. Þannig nær hún að skilja þessar persónur betur sem henni voru skaffaðir sem foreldrar. Ljóðabrot Nínu Bjarkar Árnadótt- ur koma víða fyrir, knýja söguna áfram, útskýra og fegra. Það er mjög flott og mikill virðingarvottur hjá Vigdísi að nota ljóð Nínu Bjarkar á þennan hátt í bókinni. Vísað er í fleiri ljóðskáld og Vigdís fléttar það allt snilldarlega saman. Þorpið í sögunni er okkar heimur, okkar hugur. Vald kúgarans er sterkt og í þessu tilviki er það hugur okkar. Við leikum öll ákveðin hlutverk, þor- um ekki að stíga út fyrir þau, breyta út af því sem okkur er talin trú um að sé normið. Það er reynt að steypa okkur öll í mót, skipa okkur í hlut- verk. Samt innst inni þráum við að brjótast út úr viðjum vanans, brjótast út úr hlutverkinu sem okkur var út- hlutað og fá frelsi til að gera og vera eins og við viljum. Nína Björk er á mörkum þess að vera barn og fullorðin í lok bókar. Hún er komin á unglingsárin og farin að efast um heiminn sinn og óttast að festast í hlutverki. Ljóðin veita henni kraft til að brjóta af sér múrinn, hún sest á bak fáki sínum og ríður í átt til frelsisins á meðan þorpið brennur að baki hennar og lífið fyllist litum. Við þurfum að trúa á töfra og hafa kjark. Textinn er afskaplega fallegur eins og Vigdísi er einni lagið. Sumar setn- ingarnar eru svo meistaralega ritaðar að ekki er annað hægt en að lesa þær aftur og aftur, velta sér aðeins upp úr sælunni sem þær veita manni. Trúir þú á töfra? er öðruvísi saga, frumleg, falleg og persónurnar forvitnilegar og heillandi en það vantar framvindu. Það þyrfti að vera meiri framvinda í sögunni til að keyra lesandann áfram, sterkari söguuppbygging. Vigdís hefði mátt henda fleiri brauðmolum til lesandans. Bókin byrjar af krafti og endar af krafti en um miðbikið er nokkur lognmolla og lesandinn verð- ur latur, það vantar smá gjólu til að drífa hann áfram. En þrátt fyrir að vera heldur hæg á köflum er þetta töfrandi bók. Vigdís færir okkur mikið til að hugsa um og þessi saga situr í huga manns og hjarta löngu eftir að lestrinum er lok- ið. Í huga manns og hjarta Skáldsaga Trúir þú á töfra? bbbbn Eftir Vigdísi Grímsdóttur. JPV-útgáfa 2011. 256 bls. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Kristinn Töfrandi Í Trúir þú á töfra? færir Vigdís „okkur mikið til að hugsa um og þessi saga situr í huga manns og hjarta löngu eftir að lestrinum er lokið“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.