Morgunblaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 322. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Britney Spears með flatan maga 2. Banaslys á Siglufirði 3. Harpa botnlaus hít 4. Með veikt barn til Danmerkur »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Bubbi Morthens er að vinna að hljómplötu sem ber vinnuheitið Þorp- ið. Bubbi segir plötuna verða eins konar skírskotun til tónlistar lokaára sjöunda áratugarins. Á plötunni verði m.a. að finna langar sögur. Morgunblaðið/Ernir „Þorpið“ vinnuheiti næstu plötu Bubba  Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari fer með hlutverk Sar- astrós í Töfra- flautunni í Ís- lensku óperunni, 20. nóvember, í stað Jóhanns Smára Sævars- sonar. Þá fer Hlöðver Sigurðsson með hlutverk annars reglubróður í stað Kolbeins Ketilssonar. Um 12.000 miðar hafa selst á Töfraflautuna. Bjarni Thor syngur í Töfraflautunni  Shogun, sigurvegari Músíktilrauna 2007, er með endurkomutónleika á Gauknum í kvöld. Hljómsveitin tók upp stuttskífu í sumar, „klárlega það þyngsta sem þessi hljómsveit hefur gert,“ sam- kvæmt fréttatilkynn- ingu. Einnig leika hljómsveitirnar Endless Dark og Trust The Lies. Shogun snýr aftur á Gauknum í kvöld Á laugardag Fremur hæg austlæg átt og rigning eða slydda fram eftir degi um landið austanvert. Annars úrkomulítið. Á sunnudag Suðlæg átt 8-15 m/s með rigningu og síðar skúrum eða slydduéljum, en léttir til á NA-verðu landinu. Hiti 3 til 9 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dálítil súld eða rigning af og til, en úrkomu- lítið vestanlands. Austan 8-13 og rigning suðaustantil annað kvöld. VEÐUR Hagur Skagamannsins Birg- is Leifs Hafþórssonar vænk- aðist talsvert í gærkvöldi en hann er í hörkubaráttu um að komast inn á PGA- mótaröðina bandarísku í golfi. Birgir bætti sig um þrjú högg þegar hann lék á 67 höggum í gærkvöldi, það er fjögur högg undir pari vallarins en leikið er á Flór- ída. Birgir er í 34.-36. sæti á 2. stigi úrtökumótanna en 20 efstu komast áfram. »1 Birgir bætti sig um þrjú högg Fyrir aldarfjórðungi voru ríflega þrjá- tíu meistaraflokkslið í handbolta karla hér á landi. Nú eru þau aðeins fjórtán og aðeins þrjú þeirra koma af landsbyggðinni. Mörg af stærstu íþróttafélögum landsins virðast ekki treysta sér til að halda úti liði í hand- bolta. »4 Helmingsfækkun liða í handboltanum Fram tyllti sér á topp N1-deildar karla í handknattleik með eins marks sigri á FH þar sem lokamínúturnar voru æsispennandi. Þá vann Akureyri ann- ar sigur sinn í röð í deildinni þegar Afturelding kom í heimsókn norður yfir heiðar. Þá vann Valur öruggan sigur á Gróttu sem enn leitar að fyrsta sigrinum. Valur er hins vegar að finna rétta taktinn. » 2-3 Fram á toppinn og Valur og Akureyri unnu einnig ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fyrsta fótboltaæfing Knattspyrnu- félagsins Fram á nýjum gervigras- velli í Úlfarsárdal var á þriðjudag. Drengir úr 6. flokki urðu fyrstir til að spila á vellinum en hann er lagður gervigrasi af nýjustu gerð. Þetta er fyrsti áfanginn á framtíðarsvæði Fram sem sér fyrir endann á. Félagshús Fram við völlinn á að verða tilbúið til notkunar um miðjan desember, að sögn Kristins R. Jóns- sonar, framkvæmdastjóra Fram. Um er að ræða færanlegar húsein- ingar sem settar eru upp til bráða- birgða á íþróttasvæðinu í Úlfars- árdal. Í húsinu verða búningsklefar, skrifstofa, verslun með vörur tengd- ar Fram, eldhús og félagsaðstaða. Vinna er einnig hafin við tvö æfinga- svæði, grasvelli, og eiga þeir að verða tilbúnir um mitt næsta sumar. Teikningar að nýju fjölnota íþróttahúsi Fram í Úlfarsárdal voru tilbúnar árið 2008 og stóð til að bjóða byggingu hússins út í október það ár. „Það stoppaði eins og svo margt á þeim tíma þegar allt hrundi,“ sagði Kristinn. Hann sagði Reykjavíkur- borg ráða framhaldinu með bygg- ingu hússins. Hugmyndir hafa kom- ið um meiri starfsemi í húsinu en upphaflega var ráðgert. Nú er að störfum nefnd þar sem eiga sæti fulltrúar íbúa, hverfisráðs og fleiri og mun hún skila tillögum um fram- tíðarnotkun hússins í byrjun nýs árs. Dágóður hópur af Frömurum Kristinn sagði að í Úlfarsárdal og Grafarholti væri kominn dágóður hópur af Frömurum. Þar byggju nú um sex þúsund manns og ljóst að þar myndi fólki fjölga enn frekar. „Þetta er hverfi sem mun byggjast upp á næstunni. Þetta er eina byggðin í Reykjavík sem er tilbúin til upp- byggingar,“ sagði Kristinn. Fram hefur verið með íþrótta- æfingar í Grafarholti í mörg ár, bæði í íþróttahúsi Ingunnarskóla og yfir sumarið á grasvelli í Leirdal. Þá hafa verið æfingar í Egilshöll yfir veturinn og börn og unglingar úr hverfunum einnig sótt æfingar í Framheimilinu í Safamýri. Engin tímaáætlun er um hvenær starfsemi Fram verður flutt úr Safa- mýri. Kristinn sagði það ráðast af því hvenær framkvæmdum lyki í Úlfarsárdal. Hann sagði það vera talsvert snúið að reka félagið á tveimur stöðum. Nú væru allir flokkar í fótbolta og handbolta tví- skiptir og svo þyrfti að sameina úr báðum flokkum í eitt lið fyrir keppn- ir. Strætisvagnar ganga eftir Reyn- isvatnsvegi meðfram íþróttasvæð- inu. Kristinn sagði að Strætó bs. hefði verið beðinn að færa stoppistöð nær göngustíg sem liggur að íþróttasvæðinu en hún er nú. Framtíðin hafin í Úlfarsárdal  Nýr gervigras- völlur og félags- hús Fram 6. flokkur Fram Þessir vösku knattspyrnusveinar úr Grafarholti og Úlfarsárdal tóku nýjan grasvöll Fram í Úlfars- árdal í notkun með æfingu á þriðjudaginn var. Ánægjan leynir sér ekki á andlitum þessara hressu stráka. Gervigrasið Er glæsilegt. Félagshús verður tilbúið um miðjan desember. Ljósmynd/Jóhann G. Kristinsson Morgunblaðið/Sigurgeir S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.