Morgunblaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Todmobile er með merkustu hljóm- sveitum Íslands en gott nef fyrir grípandi, poppvænum melódíum ásamt styrkum fótum í hinni klass- ísku hefð gat af sér nokk einstaka tónlist sem hefur lifað með þjóð- inni síðan sveitin steig fyrst fram fyrir réttum tuttugu og þremur ár- um. Sjöunda breiðskífa hennar er nú komin út, kallast hún 7, og verður hún kynnt í kvöld í Eldborg með pomp og prakt. Dramatík 7 er önnur plata sveitarinnar eft- ir að hún var reist við en platan Ópus 6 kom út 2006. Síðasta plata þar á undan var Perlur og svín (1996). Eiður Arnarsson bassaleikari segir að ólíkt Ópus 6 sé nú um nokkuð breytta liðsskipan að ræða. „Og munar þar mestu um að Ey- þór er ekki með. Nú sjá þau Andr- ea og Eyþór Ingi um sönginn, eða „Ingri“ eins og við köllum hann stundum þar sem hann er yngri en Todmobile (kímir). Þeir nafnarnir eru gríðarlega ólíkir söngvarar, sá yngri er til muna dramatískari. Ey- þór eldri sá gjarnan um þessi rytm- ískari og léttari lög en nú er það Andrea sem fer í mýktina og Ey- þór yngri er meira í dramatíkinni. Þetta hefur eiginlega snúist við.“ Lögin eru öll utan eitt eftir Þor- vald Bjarna Þorvaldsson, Andrea Gylfadóttir á þetta eins og hún semur auk þess alla texta. „Svo kemur þetta betur saman í hljóðverinu,“ segir Eiður. „Við tök- um ekki upp sem hljómsveit, það er ekki sest niður og djammað. Þetta er allt tekið upp sér og þetta er mikið „pródúserað“, þetta er einfaldlega þannig band. Þetta hef- ur gert það að verkum að það get- ur verið þrautin þyngri að endur- skapa lög á tónleikum þó það hafi alveg gengið svona gegnumsneitt.“ Eiður tekur undir það að Tod- mobile sé mikið hljóðversband en um leið er það mikið tónleikaband og sannast það á því að uppselt er fyrir löngu á tónleikana í kvöld. Þar verður hvergi til sparað – og þetta veit fólk. „Allt sem er stórt hæfir okkur vel,“ segir Eiður og hlær við. „Og Eldborgin passar vel undir þetta. Áður fyrr vorum við gjarnan í Ís- lensku óperunni þegar öllu var til tjaldað.“ Þessi einstaka blanda sem Todmobile hefur verið að hræra í á ferlinum hefur reynst henni farsæl og Eiður segist ekki vera hissa á því, þannig séð. „Þessi blanda af klassískri tón- listarmenntun og poppi hefur gengið ótrúlega vel upp. Og þetta eru ekki einföld lög. Það er t.d. at- hyglisvert að fylgjast með færum kassagítarleikurum reyna sig við „Stúlkuna“ í partíum. Þær til- raunir brotlenda iðulega snemma. Ég er kannski mest hissa á því að Todmobile sé vinsæl á dansleikjum. Þetta er ekki beint dansvæn tónlist (hlær). En svo fylgist maður með stemningunni vaxa og vaxa í saln- um. Alveg merkilegt.“ „Allt sem er stórt hæfir okkur vel“  Todmobile gefa út plötuna 7  Útgáfutón- leikar í Eldborg í kvöld Todmobile í dag „Við tökum ekki upp sem hljómsveit, það er ekki sest niður og djammað …“ Kvikmyndavefur- inn Screen Daily birti í fyrradag viðtal við kvik- myndagerð- armanninn Börk Sigþórsson en verðlaunastutt- mynd hans Skaði/Come To Harm er meðal þeirra sem sýndar verða á Encounters-kvikmyndahá- tíðinni í Bristol á Englandi sem hófst í fyrradag og stendur til sunnudags. Í greininni segir að hundruð stutt- mynda verði sýnd á hátíðinni og að mynd Barkar sé vert að veita sér- staka athygli þar sem hún sé afar vel gerður tryllir. Í myndinni segir af ís- lenskum athafnamanni sem á við vandamál að stríða í einkalífi og starfi og heldur að óboðinn gestur sé á heimili hans. Efnahagshrunið á Ís- landi varð Berki m.a. að innblæstri við gerð Skaða. Kastljósinu beint að mynd Barkar Börkur Sigþórsson Tónlistarmaður- inn Bergþór Smári, eða Beggi Smári, og hljóm- sveitin Mood halda tónleika á Café Rosenberg í kvöld. Tónleik- arnir hefjast kl. 22. Í Mood eru auk Begga þeir Friðrik Geirdal Júlíusson trommuleikari, Ingi S. Skúlason bassaleikari og Tómas Jónsson hljómborðsleikari. Á tón- leikunum verður nýtt lag kynnt til sögunnar, „Apple Of My Eye“. Café Rosenberg er að Klapparstíg 27 í Reykjavík. Beggi Smári og Mood á Rosenberg Bergþór Smári SVIKRÁÐ MAGNAÐUR ÞRILLER 100/100 PHILADELPHIA INQUIRER 91/100 ENTERTAINMENT WEEKLY „MÖGNUÐ OG VEL GERÐ MYND“ -H.V.A. - FBL HHHHHEIMSFRUMSÝND VERTU MEÐ ÞEIM FYRSTU Í HEIMINUM TIL AÐ SJÁ HIÐ MAGNAÐA ÆVINTÝRI UM BELLU, EDWARD OG JACOB BELLA ER Í LÍFSHÆTTU OG EDWARD OG JACOB ÞURFA AÐ SAMEINA KRAFTA SÍNA EF ÞEIR ÆTLA BJARGA LÍFI HENNAR MYNDIR SEM HAFA VERIÐ AÐ SLÁ ÖLL AÐSÓKNARMET Í USA NÚMERUÐ S EINN FYRIR ALLA - ALLIR FYRIR EINN MIÐASALA Á S á allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1.000 kr. SPARBÍÓ -ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH SÝND Í EGILSHÖLL OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI ÍSLENSK TAL KVIKMYNDIR.IS HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA - BÖRKUR GUNNARSSON, MORGUNBLAÐIÐ HHHH SSÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND Á EGILSHÖLL OG SELFOSSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.