Morgunblaðið - 18.11.2011, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 18.11.2011, Qupperneq 18
FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is U ndanfarið hafa þrjú ný flugfélag boðað að þau ætli að hefja reglu- bundið flug til Íslands á næsta ári, Easyjet, WOW og Primera Air. Þá verður umfang flugáætlunar Icelandair fjórtán prósentum meira en í ár og gerir fyrirtækið ráð fyrir um tveim- ur milljónum farþega á árinu 2012. Því má búast við því að umtalsverð fjölgun ferðamanna verði á landinu á næsta ári. Hafa forsvarsmenn Ice- landair áhyggjur af því að Keflavík- urflugvöllur standi ekki undir frek- ari vexti í framtíðinni. „Völlurinn er í raun næstum sprunginn á næsta ári. Við höfum miklar áhyggjur af því að hann ráði ekki við meiri vöxt í framtíðinni nema eitthvað sé að gert,“ segir Birkir Hólm Guðnason, fram- kvæmdastjóri Icelandair. Hann segist þó búast við að völlurinn ráði við umferðina næsta sumar en til framtíðar séu vaxtar- möguleikar áhyggjuefni. Aðeins fullur fjóra tíma á dag Friðþór Eydal, upplýsinga- fulltrúi Isavia, sem annast rekstur Keflavíkurflugvallar, segir völlinn ráða við aukna umferð á næsta ári. „Flugstöðin er ekki of lítil nema í fjóra tíma á sólarhring. Ein lausnin er að nýta hana á öðrum tímum sól- arhringsins en snemma á morgnana og í eftirmiðdaginn þegar allir vilja vera á sama tíma. Ef menn vilja koma utan þess tíma hafa þeir allt húsið út af fyrir sig,“ segir Friðþór. Engin áform séu um stækkun flugvallarins enda eru allar stækk- anir kostnaðarsamar og þarfnast mikil undirbúnings að sögn Frið- þórs. Sigla á móti straumnum Mikið var fjallað um vöxt í starfsemi Icelandair á árlegum markaðsfundi fyrirtækisins í gær en flugáætlunin á næsta ári verður sú stærsta í sögu þess. Almenna þróun- in á flugmarkaði hefur verið sú að flugfélög hafa dregið saman seglin til að búa sig undir frekari kreppu, en þar liggur meðal annars ástæðan fyrir vexti Icelandair. „Það er yfirleitt þannig að við siglum á móti straumnum. Kreppa hjálpar okkur yfirleitt því að þá skera stóru flugfélögin niður fram- boð. Þá eru meiri tækifæri fyrir mið- stærð eins og okkur,“ segir Birkir. Þá sé mun meiri vöxtur á öðrum mörkuðum í heiminum eins og í Asíu og stóru flugfélögin hafi sett vélar þangað. Því hafi framboðsaukning verið minni á Norður-Atlantshafi og það gefi Icelandair fleiri tækifæri til að sækja fram. Kreppan sem hafi verið viðvar- andi undanfarin þrjú ár virðist ekki hafa haft áhrif á farþegaflæði flug- félagsins segir Birkir. Farþegar sæki í lægra verð og fyrirtækið sé samkeppnishæft á því sviði auk þess að hafa góða tíðni flugferða. Vöxtur styrkir tíðnina Markmið Icelandair er að auka ferðamannastrauminn til Íslands ut- an háannatíma. Verður það meðal annars gert með nýrri flugleið til Denver og með því að auka vetrar- framboð hlutfallslega meira en yfir sumarið. Segir Birkir að fleiri leið- ir til Norður-Ameríku eins og Toronto, Seattle og Wash- ington, auk Denver, sem bætt var við 2008, geri Ice- landair kleift að auka tíðni ferða til Evrópu. Með meiri tíðni þangað fáist fleiri ferðamenn til Íslands. Keflavíkurflugvöllur næstum sprunginn Morgunblaðið/Sigurgeir S. Vöxtur Stjórnendur Icelandair kynntu væntingar sínar fyrir næsta ár á ár- legum markaðsfundi í gær en flugáætlun félagsins vex um 14% á milli ára. endum einhverja annarlega útrás. Hafi þeir orðið að mönnum á þennan sama hátt er fyllsta ástæða til að hafa með þeim samúð. Vinnustaðamenning er þau gildi og viðmið sem eru viðurkennd á viðkomandi vinnustað. Skip og bátar hafa, eðli málsins samkvæmt, nokkra sérstöðu sem vinnustaðir. Þar er fólk saman í lokuðu samfélagi fjarri mannabyggð- um, oft dögum eða vikum saman, og því ekkert undarlegt að vinnustaðamenning og hegðun verði þar með nokkuð öðrum hætti en á mörg- um öðrum vinnustöðum. En við slíkar aðstæður reynir einmitt á að vera meðvitaður um það og koma upp skráð- um eða óskráðum reglum um starfshætti og framkomu. Varla er það þó eingöngu á ábyrgð viðkomandi starfsmanna, á bátum og skipum hlýtur að vera einhver starfsmannastefna, séu þeir reknir af einhverjum aðila eða fyrirtæki. Þó að fólk sinni störfum á hafi úti er það engu að síður hluti af sam- félaginu og lýtur þar með sömu reglum og skilyrðum og annað fólk. Drengurinn sýndi ótrúlegan styrk með því að halda málinu til streitu, lattur til þess af foreldrum sínum. Það er í sjálfu sér lítið frábrugðið því sem því miður kemur stund- um í ljós þegar um er að ræða áreitni og ofbeldi gegn börnum; að þau fái lítinn stuðning frá foreldrum sínum, sem jafnvel reyna að þagga málið niður. En við verðum samt alltaf jafnmiður okkar þegar berast fréttir af slíku. annalilja@mbl.is Þ að var afskaplega létt yfir mann- skapnum um borð í bátnum. Á milli þess sem þeir potuðu hver í annan neðan mittis með ýmsum tiltækum tólum og beruðu líkamshluta sem að öllu jöfnu eru huldir sjónum almennings lýstu þeir fjálglega tilhlökkun sinni yfir bláu myndinni sem ætlunin var að horfa á þegar skyggja tæki. Þar fyrir utan skemmtu þeir sér við að niðurlægja dreng, sem einhverra hluta vegna var staddur um borð í bátnum í tíu daga í þessum vafasama félagsskap. Niðurlægingin var kölluð manndómsvígsla og fór fram á ís- lenskum báti fyrir skömmu. Drengurinn, sem var ekki kominn á ferming- araldur þegar hann fór í þessa sjóferð, hafði til að bera mikinn kjark og kærði mannskapinn, sem nú hefur hlotið sinn dóm. Krafðir skýringa á framferðinu sögðust mennirnir hafa verið að busa drenginn og herða hann, þannig að hann yrði að manni. Hegðunina sögðu þeir einkenna þann létta og góða húmor sem ríkti um borð. Erfitt er að átta sig á því hvað fær fólk til að líta á það sem einhvers konar manndómsvígslu barns að sitja undir kynferðislegum svívirðingum, bæði líkamlegum og and- legum. Ólíklegt er að slík niðurlæging þyki þroskandi í neinu menningarsamfélagi. Og hvers vegna þarf 13 ára drengur endilega að verða að manni? Er hann ekki helst til ungur til þess? Erfitt er að sjá þetta athæfi þjóna nokkrum tilgangi öðrum en þeim að veita viðkomandi ger- Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Léttur og góður húmor 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Alþingis-kosning-arnar 1987 voru slæmar fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Fylgið hrundi og flokkurinn klofnaði. Fljótlega tóku menn að leita að orsökum þess og vaktist þá meðal annars upp hópur naflaskoðara sem taldi að skýringanna væri helst að leita í því sem vel hefði reynst hjá flokknum og því þyrfti þá að varpa fyrir róða eins fljótt og kostur væri. Ein kenningin var að flokksskrifstofan í Reykjavík væri alveg ómögu- leg. Ekki aðeins starfið sem þar væri unnið heldur einnig húsið og viðmótið. Valhöll væri svo fráhrindandi. „Selj- um Valhöll“ var ein hávær- asta skyndilausnin sem sett var fram og sögð forsenda þess að flokkurinn ynni sér traust að nýju. En Sjálfstæðisflokkurinn fór ekki á taugum. Og þrátt fyrir afhroð í alþingiskosn- ingunum árið 1987 og þrátt fyrir að flokknum hefði skyndilega verið fleygt út úr eigin ríkisstjórn haustið 1988, þá varð allt annað upp á ten- ingnum í næstu borgarstjórn- arkosningum árið 1990 þegar hann fékk tíu borgarfulltrúa og rúmlega 60% fylgi. Valhöll var ekki seld, enda hafði sú ágæta bygging ekkert með afhroðið 1987 að gera, og við tók samfelld sigurganga Sjálfstæðisflokksins út öldina og fram á næstu. Sjálfstæðisflokkurinn beið annað afhroð árið 2009. Í borgarstjórnarkosningunum árið eftir fékk hann verstu út- komu sína þar í sögunni, fimm borgarfulltrúa af fimm- tán. Nú var brugðist við með skipan ýmissa nefnda sem virðast hafa fengið það hlut- verk að finna sem allra flesta galla á starfi og uppbyggingu Sjálfstæðisflokksins. Sjálf- stæðisflokkurinn virðist skyndilega í hættu um að svipta sjálfan sig sjálfstraust- inu. Landsfundir Sjálfstæðis- flokksins hafa alltaf verið öfundarefni annarra flokka. Samfylkingin reyndi þannig að apa margt í skipulagi hans eftir. Hátt á annað þúsund manna hefur komið saman til landsfundar, ráðið ráðum sín- um á margra daga fundi, markað stefnu og kosið for- ystumenn. Því að sitja lands- fund hefur fylgt sú réttmæta tilfinning að vera raunveru- legur hluti af liði, fylkingu samherja sem hafa barist fyr- ir og náð í gegn mörgum af allra mikilvæg- ustu framfara- málum landsins í tæpa öld. Nú á að breyta þessu. Nú vilja sumir taka upp það kerfi, að menn geti einfaldlega meldað sig inn á landsfund. Þegar nýja kerfið verður komið í gagnið, þá mun hver einasti maður geta skráð sig í tölv- unni heima hjá sér og skálm- að svo á landsfund. Lands- fundur hættir auðvitað um leið að vera sú einstaka sam- koma sem vinstriflokkarnir hafa öfundað Sjálfstæðis- flokkinn af í áttatíu ár. Ótal aðrar skyndilausna- tillögur á að bera undir lands- fund nú, í raun svipaðs eðlis þegar horft er í gegnum orð- skrúðið sem fylgir þeim. Það er til dæmis lagt til að þúsund einstaklingar, sem komnir séu á flokksskrá, sem allir geti komist á fyrirvaralaust, geti knúið fram atkvæða- greiðslu um einstök málefni. Menn vilja efla lýðræði. Hver vill það ekki? En staðreyndin er sú, að með tillögu sem þessari blasir við að hér er andstæðingum flokksins fært gríðarlegt vopn í hendur. Hvers vegna ætti ekki hvaða þrýstihópur sem er, að ógleymdum hefðbundnum stjórnmálaandstæðingum, að skrá sig á flokksskrá Sjálf- stæðisflokksins hvenær sem eitthvert deilumál rís hæst, svo sem ef flokkurinn á aðild að ríkisstjórn og þarf að vinna að óvinsælum málum, og knýja fram skyndikosn- ingu? Meginreglan er sú, að flestir þeir sem virkastir eru í flokknum komast á lands- fund. En það er þó ekki alger- lega þröskuldalaust. Þrösk- uldarnir hafa verið lágir, en nægt til að landsfundur hefur verið samkoma ólíkra sjálf- stæðismanna, úr öllum stétt- um, alls staðar að af landinu – en þó ekki samkoma annarra. Menn hafa aldrei getað tekið landsfund í gíslingu eða gert hann að sérstöku vopni and- stæðinga flokksins. Lands- fundur, eins og flest annað í grundvallarskipulagi Sjálf- stæðisflokksins, hefur reynst ákaflega vel. Það er engin ástæða til að varpa því fyrir róða fyrir skynditillögur, sem safnað er saman á uppnáms- tímum þar sem reynt er að bylta sem allra mestu, í þeirri von að með öllum gassagang- inum muni menn skyndilega „vinna traust“. Það er líklegt til árangurs taki menn upp á því að apa eftir apanum. Það má ekki vinna óbætanlegan skaða í óðagoti og flumbrugangi} Rétt að staldra við STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Auk Icelandair og Iceland Ex- press hafa 16 flugfélög sótt um afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli í sumar- áætlun 2012 samkvæmt upp- lýsingum frá Isavia. Þrjú ný fé- lög sækja um í ár en það eru WOW Air, Easy Jet og Primera Air. Hin flugfélögin 13 eru öll er- lend en þau eru Air Berlin, Air Greenland, Austrian Airlines, Delta, Lufthansa, Edelweiss Air, German Wings, Niki Luftfahrt, Norwegian Air Shuttle, SAS, Travel Service, Transav- ia.com og Vueling. Í janúar þurfa félögin að stað- festa endanlegan fjölda ferða. Ekki er óalgengt að félög hætti við að koma hingað og er þessi listi því ekki end- anlegur. Þá selja þau ekki öll almenn sæti í ferðum sínum. Ekki endan- legur listi 18 UMSÓKNIR BORIST Birkir Hólm Guðnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.