Morgunblaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 ✝ Kristjana Þór-hallsdóttir fæddist 14. janúar 1925 í Hofsgerði á Höfðaströnd. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Þing- eyinga 24. nóv- ember sl. Foreldrar henn- ar voru Helga Frið- bjarnardóttir, f. í Brekkukoti ytra í Blönduhlíð í Skagafirði 7.12. 1892, d. 20.4. 1986, og Þórhallur Björn Ástvaldsson, f. á Á í Una- dal 6. 11. 1893, d. 30.9. 1962. Helga og Þórhallur bjuggu lengst af á Litlu Brekku á Höfð- aströnd. Kristjana var 8. í röð 12 barna þeirra en þau misstu fyrsta barn sitt sem fætt var 1916. Látin eru: Elísabet, f. 1917, d. 2003, Ósk, f. 1918, d. 2004, Friðbjörn, f. 1919, d. 2003, Guðbjörg f. 1920, d. 2011, Ásdís, f. 1922, d. 2001, Anna Guðrún f. 1923, d. 2004. Þorvaldur f. 1926, d. 2011. Eftirlifandi eru: Halldór Bjarni, f. 1927, búsettur í Reykjavík, Guðveig, f. 1929, bú- sett á Sólvöllum í Skagafirði, og Birna, f. 1938, búsett í Keflavík. ættisins á Húsavík. Fyrri kona Þorkels er Regína Sigurð- ardóttir og börn þeirra; Leifur, sjávarútvegsfræðingur og heil- brigðisfulltrúi á Austurlandi. Kolbrún lögfræðingur í sambúð með Birni Hreiðari Björnssyni hugbúnaðarsérfræðingi. Þau eiga 3 börn, Regínu Margréti og tvíburana Ellen og Önnu. Börn Huldu eru Ágúst útgerðarstjóri, Martha tannlæknir og Harpa sérkennari 3) Arnar frétta- mann, f. 22. maí 1958, kvæntan Kristjönu Helgadóttur lífeinda- fræðingi. Saman eiga þau dótt- urina Kristjönu sem er í tónlist- arnámi í Danmörku. Arnar átti áður Egill, viðskiptafræðing og markaðsstjóra í Danmörku, og Kristjana Jóhönnu kennara og Unnar Friðrik endurskoðanda. Eftir barnaskólanám var Kristjana í Húsmæðraskólanum á Löngumýri veturinn 1946- 1947. Hún var húsmóðir á með- an eiginmaður hennar var mörg ár á vetrarvertíðum á Suð- urnesjum. Hún vann síðan á Saumastofunni Prýði en lengst af í rækjuvinnslu Fiskiðju- samlags Húsavíkur. Hún bjó í húsinu sínu á Reykjaheiðarvegi 6 á Húsavík þar til í febrúar á þessu ári, fram yfir 86. afmæl- isdag sinn. Útför Kristjönu verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag, laug- ardaginn 3. desember 2011, kl. 14. Kristjana giftist Birni Friðgeiri Þor- kelssyni, sjómanni og fisksala, frá Sveinagörðum í Grímsey 28. sept- ember 1948 á Ak- ureyri. Björn var fæddur 9. maí 1914 en lést 9. febrúar 1981. Börn þeirra eru; 1) Þórhallur sölumaður fæddur 2. júlí 1948. Kona hans er Sigríð- ur Björg Sturludóttir, dóttir hennar er Árný Eva. Þórhallur var áður kvæntur Sesselju Steinarsdóttur og á með henni þrjú börn; Ágúst lögmann, sam- býliskona hans er Jenný Ýr Benediktsdóttir flugmaður og barn þeirra er Kolbrún Elma. Björn, kerfisfræðing og við- skiptafræðing. Hann á tvö börn með Sigurlaugu Evu Stef- ánsdóttur, Stefán Darra og Láru Kristínu. Hönnu Maríu lögfræðing í sambúð með Grét- ari Hannessyni lögmanni. 2) Þorkell heilbrigðisfulltri fædd- ur 10. apríl 1950. Kvæntur Huldu Guðrúnu Agnarsdóttur, starfsmanni Sýslumannsemb- Elsku mamma, það er komið að kveðjustund. Minningar lið- inna ára líða fram í hugskoti mínu um elskulega konu með hlýtt hjarta. Nett og falleg, vel til höfð, tiplandi um götu kvik í hreyfingu og hægri handleggur- inn gangandi fram og aftur, taktfast og tígulega. Það var drottning götunnar sem þarna fór. Þú ræktaðir garðinn þinn í öllum skilningi af ást og um- hyggju. Þú talaðir aldrei illa um nokkurn mann. Þú varst stolt af þinni fjölskyldu og hélst utan um hana af mikilli væntum- þykju. Ég minnist fjölmargra sam- verustunda í litla húsinu á Torg- inu þar sem við ræddum málefni líðandi stunda. Þótt ekki væri skólaganga þín löng varstu samt ótrúlega vel lesin í sögu og bók- menntum og á þann hátt má segja að þú hafir verið vel menntuð kona. Bundið mál var þér ákaflega kært og gaman að hlusta á þig fara með heilu ljóðabálkana ut- anbókar. Vísur lærðir þú eftir að hafa heyrt þær einu sinni. Sjálf áttir þú auðvelt með að setja saman vísur þótt ekki vildir þú flíka þeim. Þú skrifaðir vísurnar þínar og kvæðin hjá þér og lengi vel fékk enginn að sjá þær. Þú sagðir að vísurnar væru bara fyrir þig og þú myndir brenna þær áður en þú kveddir þessa veröld. Ég veit líka að margar voru í glatkistuna komnar þegar þú loksins varðst við bón minni um að fá að skoða þær og festa á blað. Ljúfar eru líka minningarnar þar sem þú gengur um garðinn þinn gróðursælan og fallegan. Þetta sköpunarverk þitt ræktaðir þú af þeirri væntum- þykju sem einkenndi virðingu þína og ást á öllu því sem lifir. Fallegu rósirnar þínar, fegurst- ar allra rósa. Þær urðu þér svo oft yrkisefni. Lífið sem kviknaði í garðinum á vorin og harmurinn yfir örlög- um þess þegar haustar að, en samt kemur vor að liðnum vetri og lífið kviknar á ný. Ég kveð þig, mamma mín, með ást og virðingu og kærum þökkum fyrir samfylgdina. Þú átt síðasta orðið. Ég veit þú fyrirgefur mér að ég birti vís- ur þínar sem urðu til í fallega garðinum þínum. Vindar gnauða í villtum leik, vefja hrím að strái. Rósin fallin, föl og bleik, feig í mjallardái. Sumarangan öll er farin, en hvað kalt er haustsins fas, floginn burtu fuglaskarinn fokin lauf og sölnað gras Norðan herðir napran róminn, nú er kuldatíð. Þar sem helköld hagablómin heyja dauðastríð Þú veist að vorsins kraftur mun vekja garðinn þinn. Rósirnar anga aftur, ilmurinn berst til þín. Þorkell. Lágvaxin kona tekur á móti mér, faðmlagið er hlýtt og hvíta hárið hennar strýkst við vanga mína. Ég er kominn heim í gamla húsið á Torginu. Þarna var mín draumaveröld og at- hvarf eftir prakkarastrik ung- lingsáranna. Konan sem nú er orðin gömul var kjölfestan, ljúf og yndisleg og alltaf í góðu skapi. Vandamálin bjuggu ann- ars staðar. „Nú bý ég til sterkt kaffi,“ segir hún og síðan verður hún að fá fréttir af barnabörn- unum og hún lagði til þeirra gott orð. Hálfum mánuði fyrir and- látið sátum við bræður í gamla húsinu og spiluðum vist. Þú sagðist daginn eftir aldrei hafa spilað jafn illa. Stundin við eld- húsborðið var sú síðasta sem við áttum saman. Þú hélst heimili fram yfir 86 ára afmælisdaginn þinn. Auðvit- að var maður stundum áhyggju- fullur því þú hélst áfram að príla upp á stóla til að ná í eitthvað upp í skáp eða þurrka af úr efstu hillunum. Ef dróst stundum að svara þegar ég hringdi og þú loksins komst í símann var svar- ið oftast „Ég var úti í garði að gá að rósunum“. Ég kveð þig, elsku móðir, með öllum þeim fallegu hugsunum sem finna má í góðu bókunum sem þú last um dagana. Ég reyni að temja mér heimspeki þína, að sjá fegurðina í lífinu og freista þess að hallmæla ekki fólki sem þó kannski ætti það skilið. Það var þín lífspeki að virða fólk og skoðanir þess. Oggi og Hulda reyndust þér góðir fé- lagar á lokaspretti lífsins og fá ómældar þakkir frá mér. Það góða fólk sem annaðist þig á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fær einnig mínar bestu kveðjur. Þú talaðir fallega um starfsfólk- ið. Það var auðvitað líka þinn stíll. Arnar. Römm er sú taug er rekka dregur. Karlarnir fyrir neðan bakkann, þeirra heimspeki er haldbetri en þessara ráðamanna fyrir sunnan. Ég var í slíkum hugrenningum einn sólríkan sumardag þegar ég gekk upp Reykjaheiðarveginn. Ég hafði þá fyrir allmörgum árum flutt suður á bóginn. Þegar ég nálgaðist æsku- heimilið mitt, sá ég gamla lág- vaxna konu, standa úti á lóðinni og horfa á blómin sín. Hún tók ekki eftir komumanni og það var nánast eins og hún biði eftir því að blómin spryngju út. Mamma var fróðleiksfús og ættrækin. Hún fylgdist vel með sínum nánustu. Henni leið vel í litla húsinu sínu við þennan fallega skrúð- garð Húsvíkinga. Hún bjó þar, þar til í mars á þessu ári, en fluttist þá eftir erf- iða aðgerð á Akureyri á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga. Hún minntist oft á þessa góðu nágranna sína á Torginu, sem litu svo oft eftir henni. Þegar við sunnanfuglarnir, ég og Arnar, hittum hana fyrir 3 vikum, lék hún við hvern sinn fingur. Hún hafði fengið fallegt her- bergi, horfði gjarnan yfir höfn- ina, Flóann og vörðinn í vestri, Kinnarfjöllin. Mig langar að færa Ogga og Huldu bestu þakkir frá fjöl- skyldu minni fyrir nærgætni og umönnun við hana síðast liðin ár. Sömuleiðis vil ég þakka lækn- um, hjúkrunarfræðingum og öll- um þessum frábæru starfsstúlk- um sem önnuðust hana í veikindum hennar. Þórhallur. Tengdamamma var Skagfirð- ingur í húð og hár. Hún ólst upp í stórum systkinahópi í Skaga- firði og hlaut mikla hlýju í upp- vextinum. Þeirri hlýju deildi hún til okkar sem vorum í kringum hana. Í uppvextinum var ekki mikið af „veraldlegum“ auðæf- um á heimilinu en því meira af öðrum gæðum sem nýttust henni í lífinu. Þegar hún talaði um systkini sín og æsku er greinilegt að þar var á ferðinni skemmtilegt fólk sem henni þótti afar vænt um. Kidda var skarpgreind og mjög ljóðelsk. Hennar menn voru Matthías Jochumsson og Davíð Stefánsson. Stundum fór hún með heilu ljóðabálkana fyrir okkur sem hún kunni utanað. Hún átti auðvelt með að yrkja ljóð og setja saman vísur en gerði lítið úr því. Eitt sinn bar á góma að það væri rétt að skipta út þjóðsöngnum. Tengda- mömmu líkaði það ekki og spurði hvernig í ósköpunum mönnum dytti í hug að ætla að kasta fyrir róða þvílíku meist- araverki sem þjóðsöngurinn væri. Kidda og Bjössi giftu sig 1948 og fluttust sama ár til Húsavík- ur. Þau byggðu hús á Reykja- heiðarvegi 6 og þar bjó hún á sínu snyrtilega og fallega heimili þar til í febrúar á þessu ári þeg- ar hún flutti á Heilbrigðisstofn- un Þingeyinga. Þar hlaut hún úrvals aðhlynningu og þökkum við öllu starfsfólki á stofnuninni fyrir frábær samskipti og fag- lega hjúkrun. Bjössi lést úr krabbameini 1981 og varð tengdamamma því ekkja aðeins 55 ára að aldri. Hún bjó ein eftir það á Torginu, hugsaði vel um garðinn sinn og naut þess að sjá rósirnar springa út á vorin. Kidda var mjög orðheldin og við munum ekki eftir því að hafa heyrt hana segja styggðaryrði um nokkurn mann. Hún fann alltaf eitthvað jákvætt í fari allra sem í kringum hana voru. Heim- urinn væri betri ef fleiri hugs- uðu eins og hún. Þessi vísa sem hún orti eitt haustið gæti átt við um lífshlaup hennar sjálfrar: Litfagra blómið löngu er sofnað, leikur sér máni um hrímgaða grund. Sumarsins fegurð fölnar og dafnar, fengin að láni örskamma stund. Við kveðjum elskulega tengdamömmu með söknuði og trega og biðjum góðan Guð að blessa minningu hennar. Tengdadæturnar, Sigríður, Hulda og Krist- jana. Elsku amma, ég hef skrifað þér nokkur bréf í gegnum tíðina og nú er komið að því síðasta sem ég pára til þín. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sest niður fyrir framan tölvuna til að skrifa þér, við beittum gömlu góðu að- ferðinni og bréfin okkar voru póstlögð og frímerkt. Þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem ég ræð ekki við tárin sem læðast stanslaust fram í augnkrókana og sum meira að segja laumast alla leið niður á kinn. Ég hef oft saknað þín en aldrei eins og nú og tilhugsunin um að hitta þig ekki aftur er sár. Ég veit að þetta er eigingirni í mér og ég á að vera þakklát fyrir óteljandi minningar um þig sem ég get glætt lífi með því einu að loka augunum og hugsa til þín. Þú varst svo margt. Falleg, gáfuð, húmorsísk með eindæm- um, skemmtileg, trúuð, traust, rósaunnandi, skrautskrifari, skvísa, kæfugerðarmeistari, prjónakona og svo miklu meira til. Fyrst og fremst varstu dásamleg og góð amma. Það var notalegt að eiga ömmu á Torg- inu þegar ég var í skóla heima á Húsavík og við gerðum með okkur samning um að ég fengi að koma til þín í mat þegar ég var í löngum pásum í hádeginu. Þjónustan á Reykjaheiðarvegin- um var eins og á fimm stjörnu hóteli, maturinn beið mín heitur og ilmandi og þú varst alltaf jafn glöð að sjá mig. Ég man þegar ég bað þig um að kanna hvort mokkajakki, sem ég hafði séð þig í á mynd, væri til uppi á háalofti. Það tók mig svolítinn tíma að sannfæra þig um að ég hefði áhuga á að klæð- ast flíkinni. Þú fannst djásnið á loftinu og ég fékk hann með mér heim. Þó ekki fyrr en nokkrum dögum síðar því þú þurftir jú að ná úr honum lyktinni af loftinu, gast ekki hugsað þér að barna- barnið væri úti á meðal fólks í jakka sem angaði af einhverju öðru en hreinlæti. Ég sló auðvit- að í gegn í jakkanum og vinkon- urnar fengu sumar afnot af hon- um ef stórdansleikur var í vændum og ég sjálf af óskiljan- legum ástæðum hafði ekki not fyrir gripinn. Þú varst mikill bókaunnandi og íslenskan var þér afar hug- leikin. Það brást ekki að þegar ég kom við hjá þér yfir vetrar- tímann, utan hádegisheimsókna, þá varstu að blaða í bók eða ráða krossgátu. Þú sagðir mér að ef þú hefðir haft ráð á því sem ung stúlka þá hefðir þú viljað læra íslensku. Ég er viss um að þú hefðir skarað fram úr þar ef þú hefir haft tækifæri til. Á sumrin varstu svo úti í garði að klappa rósunum þínum sem allar áttu sitt nafn og sína sögu og þar var rabarbarinn líka betri en annars staðar. Þú varst mikill húmoristi og við gátum hlegið okkur mátt- lausar yfir sögum sem þú sagðir mér af strákunum þínum, árum ykkar fjölskyldunnar á Hring- brautinni og síðar á Torginu full af lífi og skemmtilegheitum. Ég á þér svo margt að þakka, elsku amma, og það er svo margt sem þú kenndir mér sem ég ætla að kenna stelpunum mínum. Ég hugsa til þín á hverju kvöldi þegar ég læðist inn til þeirra, signi þær og bið guð um að gæta þeirra. Þú kenndir mér að signa mig og kenndir mér fyrstu bænina mína. Þú kenndir mér líka að trúa alltaf á það góða og jákvæða. Ég sakna þín núna og alltaf, kysstu afa frá mér. Þín Kolbrún. Elsku yndislega amma mín. Mikið er undarlegt að hugsa til þess að stundirnar með þér á Reykjaheiðarveginum verða ekki fleiri. Mér þótti alltaf jafn gaman að koma til Húsavíkur og heimsækja þig þó svo að mér hafi ekki gefist mikill tími til að keyra norður í seinni tíð. Þess í stað hringdir þú reglulega heim og við spjölluðum um daginn og veginn. Það gerðist líka ansi oft að ég kom heim úr skólanum eða af æfingu og pabbi sagði mér að þú hefðir hringt. Hann sagði mér frá samtalinu ykkar og bætti svo við: „Amma spurði að sjálfsögðu eftir þér.“ Það þótti mér afar vænt um. Elsku amma, mig langar að þakka þér fyrir allar dýrmætu stundirnar sem við áttum saman og kveðja þig með vísu sem þú ortir til mín barnungrar. Gæfuna hljóttu, glóhærða mey, gjöfina dýrustu, bestu. Vel hennar gættu, glataðu ei, geymd́ana í hjarta þér, festu. Þín nafna, Kristjana Arnarsdóttir. Amma er nú fallin frá. Þegar pabbi hringdi í mig um morg- uninn vissi ég hvert erindið var áður en ég svaraði símanum. Ömmu tími var liðinn hér hjá okkur en í stað þess að fella tár rifjaðist upp fullt af skemmtileg- um minningum um þessa mögn- uðu konu. Hún var alltaf svo sjálfstæð og fór sínar leiðir að hlutunum, full af orku og lífs- gleði. Að heimsækja ömmu var hluti af lífinu þegar ég átti heima á Húsavík, hvort sem litið var til hennar til að spila, borða góðan mat eða fylla á túttubyss- una með berjum af trjánum í fal- lega garðinum hennar á haustin. Ég minnist ömmu sem kröft- ugrar og duglegrar konu, hún var alltaf til fyrirmyndar í vinnu, heimilisstörfum og að halda fal- legu húsi við með glæsilegum garði og flottustu blómunum í bænum. Ég fluttist síðan suður og fjarlægðin varð aðeins meiri á milli okkar. Ég kíkti samt allt- af einu sinni á ári til ömmu á Húsavík fyrst einn og síðar með börnunum mínum. Amma var alltaf höfðingi heim að sækja og ósjaldan barst ilmurinn af lambalæri á móti mér á tröpp- unum þegar ég mætti til hennar. Fátt gladdi ömmu meira en að horfa á eftir mörgum diskum af lambalæri ofan í barnabörnin og náði ég fljótt forystu í þeirri keppni. Amma tók aldrei bílpróf og hafði satt best að segja ekki mikið vit á bílum, en nágranni hennar átti SAAB bíl fornfræg- an. Alveg sama var á hvaða tryllitæki ég mætti á til ömmu í þessum heimsóknum mínum, hún setti alltaf upp spekingsleg- an svip þegar hún horfði á bílinn og spurði hvort þetta væri SA- AB. Fáir stóðust ömmu snúning í að leysa krossgátur, þrautir eða að semja falleg ljóð, hún var einnig stríðin og skemmtileg. Á góðum stað stendur að til- gangurinn með lífinu sé að skilja við sig aðeins betur en maður tók við og held ég að niðurstaðan hafi svo sannarlega verið sú í ömmu tilfelli. Björn Þórhallsson. Þegar ég kom til ömmu á sjúkrahúsið á Húsavík í ágúst grunaði mig að þetta yrði líklega í síðasta sinn sem við myndum hittast. Þegar við kvöddumst var eins og við vissum báðar að svo yrði. Þessi duglega kona var allt í einu orðin svo lasburða. Það var skrýtið að heimsækja hana á sjúkrahús en ekki í fal- lega húsið hennar á Torginu þar sem hún hafði búið alla mína ævi. Þennan fallega sumardag áttum við, eins og alltaf, frábær- ar stundir saman. Það eru minn- ingar sem ég varðveiti í hjarta mínu alla tíð. Ég hugsa alltaf til ömmu þeg- ar ég sé fallegar rósir og fallega garða því meiri blómakonu var vart hægt að finna. Hún átti yndislegan garð og í minning- unni var amma alltaf að rækta rósir og þeysast upp og niður á háaloft með sláttuvélina. Amma las mikið, leysti kross- gátur á mettíma og var mikið fyrir ljóð. Hún kunni fjölmörg ljóð utan bókar og fór stundum með þau fyrir mig. Þegar ég var lítil kenndi hún mér margt, til dæmis að spila og leggja kapla. Í gegnum tíðina höfum við átt ófá- ar skemmtilegar spilastundir. Það verður erfitt að koma í fallega húsið hennar sem hefur að geyma svo margar góðar Kristjana Þórhallsdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, AUÐUR EYVINDS, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 5. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknardeildina í Kópavogi. Sigurgeir Ingi Þorkelsson, Elísabet Sól Þorkelsdóttir, Ísak Dagur Þorkelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.