Morgunblaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 14
A l l a r n á n a r i u p p l ý s i n g a r á b a e n d a f e r d i r . i s www.baendaferdir.is s: 570 2790 Frá tignarlegum höllum stærsta lýðræðisríkis heims til hæstu tinda Himalayafjalla sameinar þessi ævintýraferð undur Indlands og töfrandi náttúru Nepal. Báðar þjóðir eiga sér langa og merka sögu með dulda og framandi menningararfleifð, sérstaka siði og trúarvenjur. Fjölskrúðugar frásagnir hindúatrúarinnar og búddismans heilla ekki síður en konungshallir og glæsibyggingar hinna fyrrum voldugu mógúla. Ferð okkar hefst í Delí þar sem við skoðum m.a. forsetahöllina og upplifum ævintýralegan markað í Gömlu Delí. Í Jaipur heimsækjum við Amber Fort kastalann og Hawa Mahal, eða „höll vindanna“, förum á fílsbak og njótum andstæðna gamla og nýja tímans. Komum til Agra og skoðum Taj Mahal, eitt þekktasta grafhýsi í heimi og heimsækjum Fatehpur Sikri, forna, yfirgefna sandsteinaborg. Síðast en ekki síst förum við til elstu borgar heims,Varanasi, sem er pílagrímaborg og helgasti staður Hindúa, eða hin svokallaða „borgin eilífa“. Höldum til Nepal, lands stórbrotinnar náttúru og sérstakrar menningar sem ákveðin dulúð hvílir yfir.Við fáum notið óviðjafnalegs landslags, þar sem skiptast á fagrir frjósamir dalir, skógi vaxnar hæðir og tignarlegir tindar hæstu fjalla heims.Við kynnumst hinni sérstöku menningu sem er samofin einlægu trúarlífi og upplifum m.a. hof hinnar „lifandi gyðju“ í Katmandú. Kalifornía er í líklega í hugum margra þekkt fyrir Hollywood og kvikmyndir. Við fljúgum til Seattle þar sem við gistum í eina nótt og fljúgum þaðan til San Francisco en þar bíður okkar sannkölluð draumaferð. Skoðum allt það helsta í hinni fallegu San Francisco en þar má helst nefna Golden gate brúnna, Fischerman‘s warf ásamt Chinatown. Haldið þaðan meðfram ströndinni til Los Angeles, farið á staði eins og Hollywood, Rodeo Drive í Beverly Hills og Alvera Street. Áfram er haldið til San Diego og Phoenix. Við skoðum eitt stærsta sandöldusvæði í Norður-Ameríku ásamt því að stoppa í Sedona, þar sem glæsilegir, risastórir rauðir klettar einkenna umhverfið. Síðan er komið að hápunkti ferðarinnar sem er hið stórfenglega Grand Canyon, sem margir telja eitt af náttúrulegu undrum veraldar. Þá borgar sig að fara snemma á fætur og sjá sólarupprásina í þessu stórbrotna landslagi. Því næst er ekið til Las Vegas, sem er ein þekktasta spilaborg í Ameríku, gist þar í tvær nætur og gefst þá færi á að kíkja aðeins í spilavítin og jafnvel freista gæfunnar. Kynningarfundur verður haldinn 7. desember kl. 20:00 í húsakynnum Bændaferða Síðumúla 2. Kynningarfundur verður haldinn 8. desember kl. 20:00 í húsakynnum Bændaferða Síðumúla 2. Dulúð Indlands & Nepal23. mars - 6. apríl Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir Draumaheimur Kaliforníu4. - 16. apríl Fararstjóri: Guðrún Bergmann Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Ef stjórnvöld ætla að bæta framleið- endum kjúklinga- og svínakjöts tekjutap vegna niðurfellingar á toll- vernd þarf að styrkja þessar tvær greinar um tvo milljarða króna. Greinarnar njóta engra styrkja í dag. Ekkert liggur fyrir hvort póli- tískur vilji er til að fara út á þessa braut, en samningamenn Íslands í viðræðum við Evrópusambandið geta hins vegar ekki hafið umræður um landbúnaðarmál nema það liggi fyrir að hverju við ætlum að stefna í þessum efnum. Ef Ísland gerist aðili að Evrópu- sambandinu þurfa íslensk stjórnvöld að afnema tolla af innfluttum land- búnaðarvörum. Hagfræðingarnir Erna Bjarnadóttir og Daði Már Kristófersson voru fengnir til að meta hvað þessi tollvernd væri mikil í krónum og aurum og hvað þyrfti að hækka styrki til landbúnaðar mikið til að bændur væru jafnsettir. Nið- urstaða þeirra er að aðild að ESB breytti engu um verð á lambakjöti hér á landi, styrkir til mjólkurfram- leiðenda þyrftu að aukast um 15%, um 8% vegna framleiðslu nautakjöts, um 41% vegna svínabænda og 53% vegna kjúklingaframleiðenda. Þessar tölur sýna að munur á verðlagi milli Íslands og meginlands Evrópu er mestur á svínum og kjúk- lingum. Í skýrslu Ernu og Daða kemur fram að til að svínabændur væru jafnsettir með afnámi toll- verndar þyrftu þeir að fá styrki sem nemur 730 milljónum og kjúklinga- framleiðendur þyrftu að fá styrki sem næmi 1.170 milljónum. Fáir framleiðendur Framleiðendur í svína- og kjúk- lingarækt eru mjög fáir. Svínabænd- ur eru 17 og kjúklingaframleiðendur eru enn færri. Tvö fyrirtæki eru ráð- andi á markaði í kjúklingarækt, þ.e. Reykjagarður sem Sláturfélag Suð- urlands á og Matfugl sem einnig er í eigu stórfyrirtækis í matvælafram- leiðslu. Í svínarækt er eitt fyrirtæki, Stjörnugrís, með a.m.k. 50% mark- aðshlutdeild. Ef farið væri út í að styrkja kjúk- linga- og svínarækt myndu styrkir dreifast á mun færri hendur en í mjólkurframleiðslu þar sem fram- leiðendur eru um 700 og í sauðfjár- rækt þar sem framleiðendur eru tæplega 2.800. Verði farið út í að styrkja svínarækt um 730 milljónir fær stærsti framleiðandinn yfir 350 milljónir á ári og stærstu framleið- endur í kjúklingarækt fá svipaða upphæð. Í ESB eru styrkir til landbúnaðar annars vegar greiddir af heimaland- inu og hins vegar af ESB. Í Finn- landi greiðir ríkissjóður Finnlands um 60% styrkjanna en ESB 40%. Formlegar viðræður við ESB um landbúnaðarmál eru ekki hafnar og íslensk stjórnvöld hafa ekki kynnt hvaða kröfur þau ætla að gera í við- ræðunum. Erna Bjarnadóttir segir augljóst að íslensk stjórnvöld verði áður en viðræður hefjast, að setja sér markmið og svara því hversu mikið þau vilji að einstakar greinar land- búnaðarins verði styrktar. Bænda- samtök Íslands hafi fyrr á árinu sett fram kröfur um varnarlínur í viðræð- um við ESB, en stjórnvöld hafi ekki svarað þessum kröfum. Á að styrkja kjúk- linga- og svínarækt?  Ef bæta á svína- og kjúklingaframleiðendum tapaða toll- vernd við aðild að ESB þarf að styrkja þá um tvo milljarða Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Svín Svínabændur á landinu eru ekki nema 17 en sauðfjárbændur eru um 2.800 og kúabændur eru 700. Þörf fyrir styrki » Áætluð stuðningsþörf helstu greina landbúnaðarins eftir inn- göngu í ESB er eftirfarandi: mjólk 7.410 milljónir, lambakjöt 3.420 milljónir, nautakjöt 130 milljónir, svínakjöt 730 milljónir, kjúklingar 1.170 milljónir, egg 390 milljónir, blóm 170 millj- ónir, tómatar, gúrkur og papr- ikur 390 milljónir og annað 380 milljónir. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Ljóst er af minnisblaði sem lagt var fram í utanríkismálanefnd Alþingis í ágúst 2010, um IPA-aðstoð Evrópu- sambandsins við Ísland vegna um- sóknarinnar um inngöngu í sam- bandið, að verkefnið hefur tafist verulega miðað við þær áætlanir sem þá var miðað við. Þannig má nefna að gert var ráð fyrir því í minnisblaðinu að útgreiðsla IPA-styrkja gæti haf- ist um mitt ár 2011 en nú er gert ráð fyrir að það gerist einhvern tímann á næsta ári. Að sama skapi var gert ráð fyrir því í minnisblaðinu að upplýsinga- skrifstofa sem Evrópusambandið hyggst opna eftir næstu áramót yrði opnuð um áramótin í fyrra, en skrif- stofan er hluti af IPA-aðstoðinni og er gert ráð fyrir að allt að 224 millj- ónum króna verði varið til hennar samkvæmt útboðsgögnum. Þingsályktunartillaga um fullgild- ingu rammasamnings á milli ís- lenskra stjórnvalda og fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins um IPA-aðstoðina hefur nú verið lögð fram á Alþingi af utanríkisráð- herra en samningurinn, sem undir- ritaður var 8. júlí í sumar, er for- senda þess að hún geti hafist. Ríkið leggi fram fjármagnið Þess má geta að gert er ráð fyrir IPA-styrkjum frá Evrópusamband- inu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar vegna næsta árs að upphæð 596 milljónir króna og er gert ráð fyrir því samkvæmt frumvarpinu að ríkissjóður greiði þær fjárhæðir út að miklu leyti og fái þær síðan end- urgreiddar þegar IPA-styrkirnir berast frá sambandinu. Fjárlagafrumvarpið er nú í þriðju umræðu á Alþingi en þingsályktun- artillagan hefur enn ekki verið tekin til umræðu. Fyrri áætlanir ekki staðist  Rammasamningur við ESB forsenda IPA-styrkja til Ís- lands  Þegar gert ráð fyrir þeim í fjárlagafrumvarpinu Evrópumál Höfuðstöðvar fram- kvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.