Morgunblaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 ✝ Anna SoffíaSigurðardóttir fæddist í Hvít- árholti, Hruna- mannahreppi, 31. ágúst 1944. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands á Selfossi 24. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Sigurmundsson, f. 29.7. 1915, d. 5.3. 1999, og Elín Kristjáns- dóttir, f. 7.9. 1917, d. 2.2. 2002. Anna Soffía ólst upp í Hvít- árholti, næstelst átta systkina. Hún stundaði nám í Barnaskól- anum á Flúðum, eftir það við Héraðsskólann á Laugarvatni og tók gagnfræðapróf þaðan. Einnig var hún við nám við Hús- mæðraskólann á Löngumýri og lauk þaðan prófi. Anna giftist 7. nóvember 1970 Helga Stefáni Jónssyni, f. 28.12. 1937 í Auðsholti, Hrunamanna- hreppi, d. 10.1. 1988. Þau bjuggu á Sóleyjarbakka, Hrun. 1970-1974. Þá fluttu þau að Ísabakka sem er nýbýli frá Hvít- árholti. Sonur þeirra er Jón Matt- hías, f. 26.1. 1971. Kona hans er Elín Anna Hjálm- arsdóttir, f. 1.6. 1975. Börn þeirra eru Margrét Steinunn, f. 1.8. 2005, og Hjálmar Helgi, f. 9.9. 2006. Anna Soffía bjó á Ísa- bakka ásamt syni sínum frá 1988 til ársins 2000 að hún flutti að Flúðum og bjó þar til dauða- dags. Útför Önnu Soffíu fer fram frá Skálholti í dag, 3. desember 2011, kl 13. Jarðsett verður í Hrepphólum. Hún Anna Fía stóra systir mín er dáin. Það er svo skrítið að geta ekki lengur leitað til hennar eins og alltaf frá því ég man eftir mér. Hún var sú sem hugsaði mest um mig þegar ég var lítil, þegar ég meiddi mig eða þurfti að klaga eitthvert „óréttlæti“ þá sagði ég: „Ég vil fá mömmu eða Önnu Fíu.“ Hún fléttaði á mér hárið á morgn- ana og var það okkur báðum góð stund. Kannski er þetta ástæða þess að ég kann best við að hafa hárið sítt. Þessi góða stund með Önnu Fíu. Hún sinnti hlutverki elstu systur af miklum heilindum og fórnfýsi og var móður okkar ómetanleg hjálp. Þegar hún kynntist Helga sínum og flutti með honum að Sóleyjarbakka vildi ég fara með henni því ég fann að einhverju var að ljúka sem ekki kæmi aftur. Helming- urinn af móður minni var farinn. Ég saknaði hennar sárt en þann- ig er ævi mannsins, eitt tímabil tekur við af öðru. Anna Fía fæddist í sveit, var uppalin í sveit, bjó í sveit og vildi þar vera og hvergi annars staðar ef þess var nokkur kostur. Hún var meira fyrir útivinnuna en heimilisstörfin og þá sérstaklega allt sem tengdist hestum. Þess naut hún mjög árin sem hún átti með Helga, sínum kæra góð- bónda og eiginmanni. Þau bjuggu fyrst á Sóleyjarbakka í Hruna- mannahreppi og þar fæddist einkasonurinn Jón Matthías. Síð- an fluttu þau um tíma heim að Hvítárholti í sömu sveit og þaðan byggðu þau upp nýbýlið Ísa- bakka. Var þar rekið fyrirmynd- arfjárbú af samhentri fjölskyldu. Svo reið áfallið yfir. Helgi varð bráðkvaddur á sínu fimmtugasta aldursári. Missirinn var óbætan- legur en hvað var til ráða hjá mæðginunum annað en halda áfram að búa? Það voru erfið ár fyrir þau og einnig íslenska fjár- bændur. Því fór svo að þau urðu að bregða búi, selja jörðina Ísa- bakka og hinn langræktaða fjár- stofn. Nú flutti Anna Fía mín að Flúðum og ég fékk hana í götuna mína. Það var góð tilfinning að hafa hana svo nærri enda komust börnin mín fljótt að því hvað gott var að eiga hana að og leituðu oft til hennar sem væri hún þeirra eigin amma, enda er hún þeim mjög kær. Reyndar var hennar mesta hamingja að vera amma og fylgjast með sólargeislunum Margréti Steinunni og Hjálmari Helga. Vissi ég að oft hugsaði hún til afans sem ekki lifði að sjá þau. Hún sagði mér draum fyrir um ári. Helgi var kominn með hann Skugga sinn og hún reyndi að koma á hann klyftösku en gekk illa. Þá tók Helgi hana og lagaði til. Allt settist á sinn stað og fór vel. Þegar hún veiktist vissi ég þegar hvernig allt færi. Nú sé ég þau saman á gæðingunum sínum ásamt góðhundinum Gutta í landslagi sem líkist afréttinum sem þau þekktu svo vel. Á undan þeim rennur fríður fjárhópur með mórauðan bjöllusauðinn í forystu. Þau eru hamingjusöm og í fjallasalnum ómar jarm kind- anna. Elsku Anna Fía mín. Ég sakna þín en ég veit að þú ert komin í betri tilveru og ég samgleðst þér svo innilega. Í hjarta mínu áttu ætíð stað. Það er kærleikur. Við eigum heima í hjarta hvor ann- arrar. Blessuð sé minning þín, elsku systir. Hildur Sigurðardóttir. Þú kvaddir systir um kalda nótt en komst til mín í drauminn minn þökk sé þér, nú er mér rótt ég sá þig fara í ljósið inn orðin ung í annað sinn Ástvinir úr englaborg ætla að fylgja þér Anna mín laus við sótt, og heimsins sorg ég sé í ljósri leiftursýn að sumarlandið bíður þín. Halla Sigurðardóttir. Sá drekkur hvern gleðinnar dropa í grunn, sem dansar á fákspori yfir grund. Í mannsbarminn streymir sem aðfalls- unn af afli hestsins og göfugu lund. Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. – Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur. (Einar Ben.) Við fráfall Önnu Soffíu Sigurð- ardóttur koma ótal minningar upp í hugann. Ég hef verið kunn- ur henni frá því hún var ungling- ur. Kynnin jukst mikið þegar hún giftist Helga S. Jónssyni sem var náfændi minn og uppeldisbróðir um árabil. Þau hófu búskap sinn á Sóleyjarbakka sem er grasgefin jörð sem liggur að Stóru-Laxá. En jörðin var ekki í þeirra eigu. Því var falast eftir landi úr kosta- jörðinni Hvítárholti þar sem for- eldrar Önnu bjuggu. Nýbýli sínu, sem er allstór jörð, gáfu þau nafnið Ísabakki eftir býli með sama nafni sem stóð á nánast sama stað en fór í eyði einni öld áður. Þar er afar fagurt útsýni, einkum til hinna tilkomumiklu vesturfjalla sem Bláskógabyggð liggur að. Af miklum dugnaði og verklagni byggðu þau íbúðarhús og útihús fyrir sauðfé og hesta á skömmum tíma. Anna var vel verki farin og aðstoðaði bónda sinn eftir fremsta megni við framkvæmdirnar. Landið er gjöfult á þessum slóðum og þau trúðu á fóstur- moldina frjóu sem brást þeim ekki. Ég hafði alltaf mikil sam- skipt við þau og fylgdist með bú- skapnum og afrekum þessa dugnaðarfólks sem byrjaði með tvær hendur tómar. Anna og Helgi eignuðust gæðinga úr sinni ræktun og kunnu með þá að fara. Ég sé þau fyrir mér að njóta góðra stunda á þeim á vorkvöld- um fögrum á bökkum Hvítár. Þau gáfu sér stöku sinnum tíma til að líta upp úr búskaparamstrinu og minnist ég ferðar sem við fórum saman „stóra“ hringinn kringum landið okkar fagra. Oftast var sofið í tjaldi en einnig þegin gist- ing hjá vinum. Þegar komið var í hið undur- fagra Ásbyrgi þuldi Anna mikið úr hinu stórbrotna kvæði „Sum- armorgunn í Ásbyrgi“ eftir Einar Benediktsson. Man ég að hún minntist á listamenn sem og aðra þjóðþekkta menn þegar ekið var fram hjá fæðingastað þeirra. Anna var víðlesin og fróð með ágætum. Á þessari kveðjustundu er mér þakklæti efst í huga. Þakka ber gestristni og góðan hug og hlýju á ævi hennar. Að- standendum öllum votta ég djúpa samúð. Sigurður Sigmundsson. Kynni okkar Önnu Fíu hófust þegar ég var svo heppin að kom- ast í kaupavinnu í Hvítárholt þar sem fjölskylda hennar bjó á þeim tíma. Þetta var sumarið 1958, Anna Fía fermdist það ár en ég var tveimur árum eldri. Það var dásamlegt veður þetta sumar og þarna lærði ég margt um sveita- störf þótt ég hafi nú reyndar vit- að ýmislegt áður. Ég vildi að börnin mín fengju að kynnast góðu sveitaheimili og hafði seinna samband við mömmu hennar sem hafði milligöngu um að eldri son- ur minn fór í sveit hjá Helga og Önnu á Sóleyjarbakka. Okkar kunningsskapur hefur haldist öll þessi ár með mismiklum hléum. Undanfarið ár höfum við haft reglulegra samband og ég fylgst að nokkru leyti með veikindum Önnu. Hún hafði samband við mig í byrjun október og taldi að krabbinn væri eiginlega farinn, það væri annað að angra hana. Þegar ég frétti í byrjun nóvem- ber að Anna Fía væri komin í líknarherbergið á Heilsustofnun Suðurlands fór ég austur að heimsækja hana. Hún hafði ekki mikið úthald í samræður fyrri daginn en var heldur betri daginn eftir. Ég spurði hana hvort hún myndi hve hrædd ég var við hest- ana þegar ég kom fyrst í Hvít- árholt. Hún svaraði: Já, mér fannst þú nú hálfaumingjaleg. Hún kenndi mér að meta hesta. Afar oft fórum við á kvöldin í hestagirðinguna með band sem við notuðum fyrir beisli og riðum berbakt. Eins fórum við stundum í lengri ferðir á hestum t.d. í Auðsholt til frænku minnar og eitt sinn ætluðum við að heim- sækja skólasystur mínar sem voru í Gnúpverjahreppi. Þær voru reyndar ekki heima. Anna mundi þetta allt. Ég var kennari í Biskupstung- um þegar Helgi dó og aftur seinna, samtals tíu ár. Þann tíma kom ég oft til Önnu og kynntist fjölskyldu hennar enn betur, fyrst á Ísabakka og síðan að Flúðum. Oft var hún að prjóna einhverja flík þegar ég kom í heimsókn, síðustu árin. Mikið væri veröldin leiðinleg ef allir væru eins. Anna Fía var sérstök manneskja og kynnin við hana hafa auðgað líf mitt. Ég vil þakka þann tíma sem við höfum átt saman. Kæri Matti og fjölskylda, ég votta ykkur innilega samúð mína en segi jafnframt að betra er að fá að fara þegar veikindi eru orðin eins alvarleg og raunin var með Önnu Fíu. Guð blessi ykkur. Valbjörg (Valla). Anna Soffia Sig- urðardóttir til nýrra heimkynna. Við erum henni þakklátar fyrir góð kynni og margar skemmtilegar stund- ir. Við sendum Óla og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. F.h. Laugasystra 1969-1970, Hulda Magnúsdóttir. Mig langar að minnast Rósu með nokkrum orðum, við ótíma- bært fráfall hennar. Ég kynntist henni fljótlega eftir að ég flutti til Húsavíkur, fyrir næstum þremur áratugum. Leiðir okkar lágu saman í fé- lagsskap af ýmsum toga. Við vorum meðal annars saman í bókaklúbbi í nokkur ár, þar sem „andinn sveif yfir vötnunum“ og dýrðlegar veitingar á borðum, eins og kvenna er siður. Við vor- um saman um tíma í Soroptim- istaklúbbi Húsavíkur og ná- grennis og svo áttum við sameiginlega vinkonu, hana Val- gerði okkar. Hún tengdi okkur líka saman. En mig langar sérstaklega til að rifja upp þann tíma í lífi okk- ar Rósu, þegar við tókum báðar þátt í pólitísku starfi með Sam- tökum um kvennalista. Það tímabil spannar á annan áratug. Við vorum nokkrar konur hér á Húsavík, ásamt konum úr ná- grannabyggðum, sem komum saman fyrir alþingiskosningarn- ar 1983 og gengum til liðs við Samtök um kvennalista og ákveðið var að bjóða fram til þings hér í kjördæminu. Við komum úr ýmsum áttum, með ólíkar skoðanir, en sameinuð- umst um ákveðna hugmynda- fræði. Við vorum róttækar og vildum koma að sjónarmiðum og verðmætamati kvenna í íslensk- um stjórnmálum, sem okkur fannst verulega skorta á. Við vildum koma að fulltrúum kvenna þar sem ákvarðanir voru teknar og við vildum breyta þjóðfélaginu, þannig að meira tillit væri tekið til kvenna og barna, og vissum, að enginn mundi gera það fyrir okkur. Þetta stjórnmálaafl var grasrót- arhreyfing, sem þýddi að allar urðum við að vera virkar í starfi og leggja okkar af mörkum. Og þar var Rósa góður félagi, þótt það væri ekki í hennar eðli að vilja vera í forystuhlutverki í samtökunum. Það öfluga starf sem unnið var meðal annars hér hjá okkur kvennalistakonum á Húsavík leiddi til þess, að í alþingiskosn- ingunum 1987 vann Kvennalist- inn kosningasigur og okkar kona hér í kjördæminu, Málmfríður Sigurðardóttir komst inn á þing. Næstu árin á eftir vorum við Rósa báðar virkar í Kvennalist- anum ásamt fleiri konum hér á Húsavík og við vorum líka í góðu samstarfi við flokkssystur okkar á Akureyri. Þá vorum við með okkar fulltrúa í bæjarstjórn Húsavíkur, sem gerði það að verkum að við tókum þátt í bæj- arpólitíkinni með nefndastörfum og með reglulegum fundum. Eft- ir að Samtök um kvennalista hættu að bjóða fram sem sjálf- stætt stjórnmálaafl drógum við okkur margar út úr flokkspóli- tísku starfi, og beindum kröftum okkar annað. Við litum þannig á að Samtökin hefðu haft marg- vísleg áhrif og greitt leið ís- lenskra kvenna inn á stjórnmála- sviðið. „Gömlu“ flokkarnir tóku við sér og bættu við konum á lista hjá sér í öruggari sæti. Ég er sannfærð um það að við kvennalistakonur höfum með starfi okkar haft þónokkur áhrif á Íslandssöguna, þegar upp er staðið. En þetta samstarf okkar og sameiginleg reynsla þessi ár gerði það líka að verkum að við bundumst tryggða- og vináttu- böndum, sem er svo dýrmætt. Ég þakka Rósu af alhug fyrir samfylgdina og votta Óla, dætr- um þeirra og öllum ástvinum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Elín Kristjánsdóttir. ✝ Þökkum hlýhug og samúðarkveðjur vegna andláts og útfarar okkar elskulega eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNASAR FINNBOGASONAR íslenskufræðings. Kristín Arnalds, Einar Arnalds Jónasson, Maria Louise Wind, Ari Jónasson, Hildur Jónsdóttir, Elín Lilja Jónasdóttir, Egill Pálsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, langamma og systir, HELGA DÓRA SKÚLADÓTTIR, Ársölum 3, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 26. nóvember. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 5. desem- ber kl. 13.00. Alexander Jóhannesson, Skúli Þór Alexandersson, Gyða Breiðfjörð, Kristinn Alexandersson, Ragna Sigurðardóttir, Sigríður Skúladóttir, Hallfríður Skúladóttir, Auður Skúladóttir, barnabörn og langömmubarn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegar móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalang- ömmu, KRISTÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Bláskógum 12, Reykjavík. Ólafur S. Ottósson, Steinunn Árnadóttir, Jóakim S. Ottósson, Helga Ottósdóttir, Gunnar Dagbjartsson, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Þökkum hlýhug og samúðarkveðjur vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, SIGÞÓRS SIGURJÓNSSONAR veitingamanns, Brúnalandi 21, Reykjavík. Kristín Auður Sophusdóttir, Sophus Auðun Sigþórsson, Hjördís S. Björgvinsdóttir, Kristín Auður, Sophus Ingi, Dagur Auðun, Kristín María Sigþórsdóttir, Ben Moody, Iris Æsa María. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu GUÐRÚNAR ARNÓRS, Hamraborg 14, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær sr. Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins fyrir umhyggju og styrk sem hann veitti okkur á erfiðri stundu. Sigurjón Vilhjálmsson, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, Anna Henriksdóttir, Þórarinn Sigurjónsson, Marilin Biye Obiang, Gunnar Kristinn Sigurjónsson og fjölskyldur. ✝ Mín ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐLAUG ANNA GUÐNADÓTTIR, verður jarðsungin frá Urðakirkju þriðjudaginn 6. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð Urðakirkju. Einar Hallgrímsson og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.