Morgunblaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 30
Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Á sama tíma og þúsundir Íslendinga þurfa enn ein jólin að leita til hjálp- arsamtaka til að geta haldið jól flykkj- ast aðrar þúsundir Íslendinga í versl- unarleiðangra til Bandaríkjanna fyrir jólin. Raftækjaverslun er komin á svipað ról og hún var fyrir hrun og dýrar spjaldtölvur sagðar jólagjöfin í ár. Þýðir þetta að bilið sé að breikka á milli þeirra sem búa við kröppustu kjörin og þeirra sem hafa það fínt? Er kreppan búin hjá hinum almenna neytanda eða eru skýringarnar flókn- ari en svo? Af starfsmönnum raftækjaversl- ana að dæma er hinn meðvitaði neyt- andi enn til staðar og fólk almennt sækist eftir að fá sem mest fyrir aur- inn sinn. Guðjón Júlíusson, vörustjóri sjónvarps- og hljómtækjadeildar Elko, segir að hlutfallslega meira selj- ist af ódýrari tækjum en í fyrra. Hins- vegar séu líka komin inn dýrari tæki, t.d. tók Elko nýlega í sölu sjónvörp sem kosta um 800.000. Skúli Hersteinn, verslunarstjóri Samsung-setursins, segir að mikið seljist af ódýrari tækjunum en hins- vegar sé merkjanleg aukning í milli- verðflokki og á dýrustu tækjunum. „Hér á bæ bregður okkur ekkert þótt inn komi einn og einn og vilji tæki fyr- ir 800 þúsund,“ segir Skúli. Markað- urinn fyrir dýr lúxusraftæki sé tví- mælalaust til staðar á Íslandi. Sala á snjallsímum og spjaldtölvum hefur líka farið vaxandi á árinu. Valdi- mar Sigurðsson, doktor í markaðs- fræðum, með áherslu á neytendasál- fræði, segir að breytingar á neyslumynstri stýrist að hluta af menningu hinnar svokölluðu „Ég- kynslóðar,“ sem sé orðin vön einstak- lingsmiðaðri afþreyingu sem hver og einn geti sniðið eftir eigin höfði. Spjaldtölvan uppfylli m.a. þessar þarfir og veki því löngun margra. „Þetta er eflaust það sem flestir myndu vilja kaupa sér, en það er munur á löngun og eftirspurn. Þótt fjöldinn vilji þessar vörur þýðir það ekki að allir hafi efni á þeim.“ Og þótt fólk leyfi sér að kaupa dýra hluti þýðir það ekki endilega að það vaði í peningum. Neytendur elta gjarnan fordæmi þeirra efnuðustu í því hvaða hlutir þyki eftirsóknarverð- ir. Nýjar vörur eins og snjallsímar og spjaldtölvur virðast kannski mörgum prjál í fyrstu en eftir því sem útbreiðsla þeirra verður meiri sannfærast fleiri um að þær séu ómissandi neysluvara, óháð fjár- hag. Markaður til stað- ar fyrir lúxustæki  Dýrustu símarnir vinsælir  800.000 kr sjónvörp seljast Morgunblaðið/Ernir Framboð Flatskjáir hafa tekið við af gömlu túbusjónvörpunum og fást í öllum verðflokkum. Þótt mest seljist af ódýrum og millidýrum skjáum er fjarri því fáheyrt að dýrustu tækin, sem kosta hátt í milljón króna, seljist á Íslandi. „Við sjáum alveg verulega breyt- ingu á milli ára í því hvers konar tæki fólk er að kaupa,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Vodafone. „Það má segja að sú þróun sem við byrjuðum að sjá í fyrra haldi áfram. Þá varð merkjanleg breyt- ing á kaupum að því leyti að fólk fór að kaupa vandaðari tæki og snjallsímar byrjuðu að rjúka út. Þeir eru frekar nýir á markaðnum og byrjuðu í rauninni fyrst að koma sterkir inn í fyrra en á þessu ári hefur orðið sprenging í sölu á snjallsímum og þeir eru núna um það bil helmingur af þeim símtækj- um sem við seljum.“ Að hluta til má rekja aukna hlutdeild snjallsíma til þess að verðbilið er orðið fjölbreytt- ara og ódýrari tegundir komnar á markað að sögn Hrannars. „En það eru samt alls ekki bara ódýrustu símarnir sem seljast. Við sjáum líka mjög mikla sölu í efstu gæðaflokk- unum. Það er mikil sala í Samsung símtækjunum og iPad.“ Svipað virðist uppi á teningnum hjá Símanum. Margrét Stef- ánsdóttir, upplýsingafulltrúi Sím- ans, segir dýra síma seljast mjög vel, Samsung Galaxy S II sem kost- ar 99.900 kr og iPhone símarnir sem kosta allir vel á annað hundrað þúsund rjúka út. Snjallsímar eru nú alls um 55% af heildarsölu símans og er mikill vöxtur í Android sím- um, sem eru yfir 40% af öllum seld- um símum. Margrét segir að spjald- tölvurnar frá Samsung og iPad, sem kosta frá 99.000 og upp í tæp 150.000, seljist líka gríðarlega vel. Dýrir snjallsímar rjúka út og spjaldtölvur vinna hratt á Morgunblaðið/Ernir Snjallsímar Á liðnu ári hefur mark- aðshlutdeild snjallsíma snaraukist. Valdimar segir auglýsingar tvímælaust segja sína sögu um markaðinn. Færst hefur í aukana að fyrirtæki auglýsi dýr- ar vörur og ætla má að fyrirtæki setji ekki peninga í að auglýsa slíkar vörur nema þau telji sig hafa markhóp. „Það er aug- ljóslega fólk í landinu sem hefur það ansi gott,“ segir Valdimar. Breytingin felist kannski fyrst og fremst í því að lúxus sé ekki eins mikið „tabú“ og hann var á tímabili eftir hrun þegar áherslan var öll á sparsemi og nýtni. „Það er mjög stutt síðan fólk hefði farið í felur með og jafnvel skamm- ast sín fyrir að kaupa dýra hluti.“ Ekki lengur sama „tabú“ FELULEIKUR MEÐ DÝR KAUP Valdimar Sigurðsson Gjafakort er gjöf sem kemur að gagni Með gjafakorti Íslandsbanka getur viðtakandi valið sér nákvæmlega það sem hann vill. Gjafakortið virkar eins og önnur greiðslukort, þú velur upphæðina ... Ástin mín fær það sem hún óskar sér ... H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 1 -2 5 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.