Morgunblaðið - 13.12.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.12.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011 Samgönguáætlun var afgreidd út úr þingflokki Samfylkingarinnar í gær með nokkrum almennum fyr- irvörum, að sögn Oddnýjar G. Harðardóttur þingflokks- formanns. Hún sagði að áætlunin væri ágæt en ljóst væri að fjármagn vantaði til ýmissa framkvæmda s.s. Norðfjarðarganga, Dýrafjarð- arganga og til kaupa á nýrri Vestmannaeyjaferju. „Það þarf að finna út úr því hvernig þetta má fjár- magna,“ sagði hún. Um er að ræða samgöngu- áætlun 2011- 2022 og verk- áætlun 2011- 2014. Þingflokk- urinn hefði ekki lagt til breytingar en skoðanir þing- manna myndu koma fram við um- fjöllun um málið á Alþingi. Hún bjóst ekki við að umræður færu fram fyrr en eftir jól. Aðspurð sagði Oddný að ekkert hefði verið rætt um hugsanlegar breytingar á ráðherraliði Sam- fylkingarinnar á þingflokksfund- inum í gær. „Bara ekkert einasta orð. Við bara gleymdum því al- veg,“ bætti hún við í léttum dúr. runarp@mbl.is Vantar fé í göng og ferju Oddný Harðardóttir Stekkjastaur kom við í Þjóðminjasafni Íslands í gær en hægt verður að hitta jólasveinana í safninu alla daga fram að jólum. Bræðurnir mæta klukkan 11 á hverjum degi, Giljagaur í dag, Stúfur á morgun og svo fram- vegis, syngja og spjalla við börnin. Dagskráin er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Jólasveinarnir í Þjóðminjasafninu Umsóknum um undanþágur til að starfa sem skipstjórnar- og vél- stjórnarmenn á íslenskum skipum fækkaði um rúm 20% fyrstu níu mánuði ársins. Ástæður þess að undanþáguumsóknum hefur fækkað eru fyrst og fremst þær að nú er síður skortur á réttindamönnum, enda er aðeins heimilt að veita und- anþágur þegar skortur er á rétt- indamönnum, segir á heimasíðu Siglingastofnunar. Margir endurnýja atvinnuskírteini sín „Margir skipstjórnar- og vél- stjórnarmenn hafa endurnýjað at- vinnuskírteini sín og komið aftur til starfa til sjós, enn aðrir hafa leitað sér menntunar eða bætt við sig skipstjórnar- og vélstjórnarmennt- un. Fyrir hrun var orðið algengt að erlendir hásetar og vélstjórar leit- uðu fyrir sér um störf á íslensk fiskiskipum í gengum áhafnaleigur, það hefur breyst og heyrir það nú til undantekninga,“ segir á sigling- .is Á tímabilinu janúar-september bárust 66 umsóknir um undanþágu til skipstjórnarstarfa; 60 þeirra voru samþykktar og 6 var hafnað. Á sama tímabili á árinu 2010 höfðu borist 94 umsóknir, 71 voru sam- þykktar og 23 hafnað. Umsóknum um undanþágur fækkaði því um 30%. Á tímabilinu janúar-september bárust 225 umsóknir um undanþágu til vélstjórnarstarfa; 221 þeirra voru samþykktar og 4 var hafnað. Á sama tímabili á árinu 2010 höfðu borist 273 umsóknir, 254 voru sam- þykktar og 19 hafnað. Umsóknum um undanþágur fækkaði því um 18% á tímabilinu. aij@mbl.is Réttindafólk aftur til sjós  Beiðnum um undanþágur fækkar  Liðin tíð að útlendingar sæki um pláss Haförn sást við bæinn Berjanes und- ir Austur-Eyjafjöllum um hádegi í gær, þar sem hann sat á hrúgu um 150 metra frá bænum. Fuglinn reyndist styggur og flaug í burtu þegar Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi, reyndi að ná af honum mynd en Vigfús hafði þó aftur uppi á honum austur í hrepp. Ernir eru sjaldséðir á Suðurlandi, að sögn Vigfúsar. „Það kemur ein- staka sinnum fyrir að ungfugl er að þvælast hér en ég hugsa að það séu alveg tíu ár síðan ég sá hann hér síð- ast,“ segir Vigfús. Þó hafi sést til haf- arnar í Vík fyrir einhverjum árum. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem sjaldséðir fuglar leggja leið sína á heimaslóðir Vigfúsar í ár, því hann er sannfærður um að fugl, sem hann og fleiri sáu í haust, hafi verið næt- urgali. „Ef það er rétt þá er þetta í áttunda skiptið sem sést til fuglsins á Íslandi.“ Haförn sást undir Austur-Eyjafjöllum  Næturgali hugsanlega haustgestur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.