Morgunblaðið - 13.12.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011
Fyrir helgi beindi Tryggvi ÞórHerbertsson fyrirspurn til for-
sætisráðherra um nýjar tölur um
hagvöxt. Tölurnar sýndu að hag-
vöxtur færi vaxandi, en Tryggvi
Þór benti á að vöxt-
urinn byggðist á
sandi.
Þegar að værigáð kæmi fram
að hagvöxturinn
væri nær eingöngu
drifinn af ósjálf-
bærri einkaneyslu,
sem skýrðist af því
að á þessu ári væri
búið að greiða út 25
milljarða króna af
séreignarsparnaði,
6 milljarða af vaxta-
bótum og endur-
greiðslur Lands-
bankans á vöxtum hefðu numið 4,4
milljörðum, svo nokkuð sé nefnt.
Hann benti einnig á að atvinnu-vegafjárfesting væri í sögu-
legu lágmarki og hefði dregist sam-
an um 7,7% á milli annars og þriðja
fjórðungs ársins.
Loks minnti hann á að fjárfest-ing væri drifkraftur heil-
brigðs, sjálfbærs hagvaxtar og að
skortur á fjárfestingu tengdist póli-
tískri óvissu.
Með svari sínu má segja að Jó-hanna Sigurðardóttir hafi út-
skýrt hvers vegna svo mikið kapp
hefur verið lagt á að færa efna-
hagsmálin úr ráðuneyti hennar og
tryggja að þau verði hvar sem er
annars staðar í stjórnarráðinu.
Hún sagði að gerð hefði verið„áætlun“ um aukinn hagvöxt
og að „góðar vonir“ væru til að
fjárfesting mundi aukast en sýndi
engan skilning á þeim vanda sem
fyrirspyrjandi vakti máls á.
Tryggvi Þór
Herbertsson
Pólitískur
efnahagsvandi
STAKSTEINAR
Jóhanna
Sigurðardóttir
Síldarvinnslan hefur ákveðið að
greiða út 300 þúsund króna launa-
uppbót 15. desember. Fyrirtækið
hefur áður greitt starfsmönnum sín-
um 60 þúsund króna uppbót. Þannig
nemur uppbót umfram samninga
360 þúsund krónum á árinu. Þetta
kemur fram í bréfi sem Gunnþór
Ingvason, framkvæmdastjóri Síld-
arvinnslunnar, sendi starfsmönnum
sínum í gær.
Starfsfólk Síldarvinnslunnar hef-
ur unnið úr 60 þúsund tonnum af
fiski í uppsjávarfrystihúsi fyrirtæk-
isins á árinu. Fyrirtækið hefur tekið
nánast alla síld og makríl til mann-
eldisvinnslu í ár. Um frystigeymsl-
urnar hafa farið 76 þúsund tonn af
afurðum á árinu og til framleiðslu á
fiskimjöli og lýsi hefur verið tekið á
móti 154 þúsund tonnum af hráefni.
„Starfsfólk Síldarvinnslunnar
getur verið stolt af þeim árangri
sem náðst hefur við verðmæta-
sköpun úr aflaheimildum félags-
ins,“ segir Gunnþór í bréfi sínu.
Gunnþór fjallar þar einnig um þá
umræðu sem átt hefur sér stað um
breytingar á fiskveiðistjórn-
unarkerfinu og segir þær í und-
arlegum farvegi. „… því miður eru
engar hugmyndir frá stjórnvöldum
sem eru til þess fallnar að styrkja
starfsumhverfi okkar. Við verðum
að treysta því að stjórnvöld beri
gæfu til að snúa af núverandi braut
við endurskoðun fiskveiðistjórn-
unarkerfisins og að niðurstaðan
verði bætt kerfi sem feli í sér traust
starfsumhverfi fyrir sjávarútveg á
Íslandi.“
Gunnþór segir að Síldarvinnslan
muni halda ótrauð áfram á sömu
braut og leitast við að hámarka
virði aflaheimilda sinna á hverjum
tíma.
„Það er mun skemmtilegra í
vinnunni þegar vel tekst til, við
verðum alltaf að hafa þá trú að
morgundagurinn feli í sér nýja
áskorun til betri verka,“ segir
Gunnþór.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Verðmæti Starfsmenn Síldarvinnslunnar geta verið stoltir af þeim árangri
sem náðst hefur við verðmætasköpun, segir framkvæmdastjórinn.
Starfsmenn fá
300 þúsund kr.
launauppbót
Síldarvinnslan þegar greitt starfs-
mönnum 60 þúsund króna uppbót
Veður víða um heim 12.12., kl. 18.00
Reykjavík 1 léttskýjað
Bolungarvík 2 rigning
Akureyri 1 skýjað
Kirkjubæjarkl. 0 léttskýjað
Vestmannaeyjar 3 heiðskírt
Nuuk -7 skýjað
Þórshöfn 3 skýjað
Ósló 1 skúrir
Kaupmannahöfn 5 súld
Stokkhólmur 2 léttskýjað
Helsinki 3 skúrir
Lúxemborg 5 léttskýjað
Brussel 7 léttskýjað
Dublin 6 skúrir
Glasgow 5 léttskýjað
London 8 léttskýjað
París 7 heiðskírt
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 7 léttskýjað
Berlín 6 skúrir
Vín 5 alskýjað
Moskva 0 skýjað
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 10 skýjað
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 15 þrumuveður
Aþena 16 skýjað
Winnipeg -12 snjókoma
Montreal 3 heiðskírt
New York 2 heiðskírt
Chicago 0 léttskýjað
Orlando 20 skúrir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
13. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:13 15:32
ÍSAFJÖRÐUR 11:57 14:57
SIGLUFJÖRÐUR 11:42 14:38
DJÚPIVOGUR 10:51 14:52
Vinir í vestri – Sagt af Vestur-Ís-
lendingum nefnist erindi sem Atli
Ásmundsson, aðalræðismaður Ís-
lands í Winnipeg í Kanada, flytur hjá
Félagi eldri borgara að Stangarhyl 4
í Reykjavík á morgun, miðvikudag-
inn 14. desember. Í kjölfarið flytur
Halldór Árnason, formaður Þjóð-
ræknisfélags Íslendinga, erindið Lif-
andi samband á gömlum merg –
kynning á Þjóðræknisfélaginu.
Enginn kunnugri
Atli Ásmundsson hefur starfað við
málefnum Vestur-Íslendinga síðan
1995 og þar af verið aðalræðismaður
í Winnipeg síðan í ársbyrjun 2004.
Sjálfsagt hefur enginn hitt eins
marga Vestur-Íslendinga og Atli, en
á undanförnum árum hefur hann far-
ið um Íslendingabyggðir vestra og
kynnt sér menn og málefni. Á ferð-
um sínum um byggðirnar hefur hann
haldið ótal erindi um land og þjóð,
samskipti Íslendinga og fólks af ís-
lenskum ættum vestra og annað sem
tengir þjóðirnar.
Þjóðræknisfélag Íslendinga var
formlega stofnað 1. desember 1939.
Tilgangur félagsins var frá byrjun að
stofna til og rækta menningarleg og
félagsleg tengsl við Kanadamenn af
íslenskum ættum og systurfélagið,
INL Kanada. Fundurinn á morgun
hefst kl. 14.30. steinthor@mbl.is
Kynning á vinum
í vestri og ÞFÍ
Erindi um Vestur-Íslendinga
Halldór
Árnason
Atli
Ásmundsson
OSTABÚÐIN
SKÓLAVÖRÐUSTÍG
Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00
Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00
Gjafavörur
Ostabúðarinnar
f yr ir sælkerann