Morgunblaðið - 13.12.2011, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Gísli Harðarson
Úr boðgöngu Á Skíðamóti Íslands apríl 2011. Gunnar Birgisson gekk fyrsta sprett fyrir Ull og er hér fremstur.
Þarf að ná góðu jafnvægi
Þóroddur segir að skíðagöngu
sé hægt að skipta í flokka.
„Sumir eru á svokölluðum
ferðaskíðum, sem er breiðari gerð
skíða, oftast með stálköntum og á
þeim er hægt að fara nánast hvert
sem er. En svo er sá hópur sem við
stílum inn á, þeir sem vilja ganga í
spori, en þá er búið að troða og
þjappa snjóinn og leggja skíðaspor
sem eru sniðin fyrir mjórri skíði. Þá
er miklu meiri hraði en alla jafna á
ferðaskíðum og þörf á meiri tækni,
ég vil meina að fólk fái miklu meira
út úr því líkamlega heldur en að
ganga á ferðaskíðum en ég hef einn-
ig mikla ánægju af að fara um á
þeim,“ segir Þóroddur og bætir við
að allir geti lært að ganga á skíðum.
„En það þarf að ná töluverðu jafn-
vægi, sem er hægt að bæta t.d. með
því einfaldlega að standa á öðrum
fæti og sveifla hinum og styrkja
þannig ökkla og hné, en best er auð-
vitað að skreppa á skíðin sem oftast.
Einnig er mikilvægt að fólk komist á
námskeið og fái tilsögn í grundvall-
aratriðum. Ullur ætlar að reyna að
bjóða upp á slíkt eftir áramótin, að-
allega uppi í Bláfjöllum en hugs-
anlega líka hér á höfuðborgarsvæð-
inu ef snjóalög leyfa.“
Mikilvægt að leggja spor víða
Ullur hefur verið að vinna að
því að innan höfuðborgarsvæðisins
verði lögð skíðaspor eins og gert var
fyrir nokkrum árum. „Til dæmis er
á vegum GKG oft lagt spor á golf-
vellinum í Garðabæ og einnig hafa
þeir hjá skógræktinni í Heiðmörk
lagt spor þegar þeir hafa tíma. Þar
er reyndar mikil hefð fyrir því að
ganga án skíða og þetta tvennt fer
ekki saman, því skíðasporið
skemmist ef fólk fer í það fótgang-
andi. Hefðin er hjá göngufólki í
Heiðmörkinni og við viljum alls
ekki vera í samkeppni um göngu-
stígana. En við höfum verið að
ræða við þá í Heiðmörk um nýjan
stíg sem verið er að leggja, að hann
verði frá byrjun eingöngu ætlaður
til skíðagöngu. Við erum líka í við-
ræðum við Hjálparsveit skáta í
Kópavogi um að afla leyfa til að
leggja spor í Fossvogsdalnum og
kanna hvort þeir geta notað vél-
sleða sína við það, en það er mjög
mikilvægt að leggja spor sem víð-
ast innan höfuðborgarsvæðisins.
Við höfum líka gert smá tilraun
með að nota sexhjól við að draga
sporann. Á kvöldin og um helgar
sér maður fólk hér og þar á ferðinni
á gönguskíðum, meðfram strönd-
inni, í Laugardalnum og víðar.“
Reglulegar æfingar
„Við höfum verið með æfingar
á þriðjudögum, fyrst á hjólaskíðum
í haust í borginni en eftir áramót
verða æfingar væntanlega tvisvar í
viku. Þær verða einkum hugsaðar
fyrir þá sem vilja æfa fyrir Íslands-
gönguna, Vasagönguna og annað
slíkt. En einnig er stefnt að nám-
skeiðum fyrir þá sem vilja fá tilsögn
í grundvallaratriðum,“ segir Þór-
oddur og bætir við að 35 Íslend-
ingar séu skráðir í Vasagönguna á
næsta ári í Svíþjóð og að líklega fari
átta einstaklingar úr Ulli í gönguna.
Birgir keppir á vetrar-
ólympíuleikum ungmenna
Tvær meginaðferðir eru not-
aðar í skíðagöngu. „Í hefðbundinni
göngu er gengið í spori en með
frjálsri aðferð er skautað á svæði
þar sem eru engin spor. Á mótum er
síðan einnig keppt í boðgöngu og er-
lendis einnig í skíðaskotfimi sem
mörgum finnst ein skemmtilegasta
skíðakeppnin til að horfa á í sjón-
varpi, auk svokallaðrar sprett-
göngu, sem gæti í raun farið fram í
miðbænum ef snjórinn væri til stað-
ar.“
Gunnar Birgisson er 17 ára fé-
lagi í Ulli og hann hefur verið valinn
til að keppa í skíðagöngu fyrir Ís-
lands hönd á fyrstu Vetrarólymp-
íuleikum ungmenna sem haldnir
verða í Innsbruck 13.-22. janúar á
næsta ári. „Gunnar er afreksmaður
og hefur staðið sig feikilega vel.
Hann er nánast fæddur á skíðum,
pabbi hans mikill skíðamaður og
Sævar bróðir hans er í landsliði full-
orðinna.“
www.ullur.is
www.ullur.wordpress.com
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011
Aðsókn í Berlínarmaraþonið haustið
2012 hefur slegið öll met en nú þegar
er orðið fullbókað í maraþonið. Þau
40.000 rásmerki sem í boði voru
seldust upp á mettíma. Yfirleitt hefur
fólk getað skráð sig fram á vor en nú
er sumsé orðið uppselt, níu mán-
uðum áður en maraþonið á sér stað.
Einhverja miða ku þó enn vera hægt
að fá í gegnum ferðaskrifstofur.
Þetta kemur fram á vefsíðu danska
dagblaðsins Politiken.
Berlínarmaraþonið er eitt það vin-
sælasta í heimi og var hlaupið í fyrsta
sinn í október árið 1974. Hraðast hef-
ur Berlínarmaraþonið verið hlaupið á
tveimur klukkustundum, þremur
mínútum og 38 sekúndum. Tíma-
mörkin eru þó upp í sex klukkustund-
ir og korter.
Aðsóknarmet
Morgunblaðið/Eggert
Reykjavíkurmaraþon Fjölmargir hlaupa og æfa fyrir maraþon víða um heim.
Fullbókað í Berlínarmaraþonið
Á heimasíðu Frjálsíþróttasambands
Íslands kemur fram að nýjar keppnis-
reglur í frjálsíþróttum séu komnar út.
Þetta er í 22. sinn sem þær eru gefn-
ar út á íslensku og í 15. sinn sem
Birgir Guðjónsson hefur veg og
vanda af útgáfu og þýðingum á þess-
um reglum. Reglurnar eru birtar á
heimasíðu FRÍ og hægt að skoða og
prenta út í pdf-formi. Vakin er sér-
stök athygli á breytingum á keppnis-
áhöldum í flokki 16-17 ára stúlkna.
Þar er þyngd áhalda breytt. Spjót
verður 500 g, kúla og sleggja 3 kg.
Allar breytingar á keppnisreglum
taka gildi 1. janúar 2012, en nokkrar
mikilvægar breytingar tóku gildi 1.
nóvember síðastliðinn.
Nýjar keppnisreglur í frjálsíþróttum
Morgunblaðið/Kristinn
Öflug Helga Margrét Þorsteinsdóttir býr sig undir að varpa kúlunni.
Kúla og sleggja verða 3 kíló
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s
Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880
og fáðu Intiga til prufu í vikutíma
Intiga eru ofurnett heyrnartæki og hönnuð með það fyrir augum að gera aðlögun að notkun
heyrnartækja eins auðvelda og hægt er. Hljóðvinnslan er einstaklega mjúk og talmál verður
skýrara en þú hefur áður upplifað.
Með Intiga verður minna mál að heyra betur í öllum aðstæðum!
*Í flokki bak við eyra heyrnartækja
sem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu
Heyrnartækni kynnir ...
Minnstu heyrnartæki í heimi*