Morgunblaðið - 13.12.2011, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
Álag á Héraðsdóm Reykjavíkur hef-
ur ekki verið jafn mikið og spáð var.
Því hefur breyting á lögum um dóm-
stóla þar sem kveðið var á um tíma-
bundna fjölgun héraðsdómara frá 1.
mars síðastliðnum ekki haft nein
áhrif. Fari stór mál frá sérstökum
saksóknara að skila sér er talið lík-
legt að auglýsa þurfi lausar stöður við
dómstólinn sem þarf þá að leita á náð-
ir innanríkisráðuneytis þar sem fjár-
veitingu – eða heimild til fjárveiting-
ar – er ekki að finna í fjárlögum fyrir
næsta ár.
Í frumvarpi um breytingar á lögum
um dómstóla sem samþykkt var frá
Alþingi í febrúar sl. var lagt til að
dómurum við héraðsdóm yrði tíma-
bundið fjölgað um fimm til að bregð-
ast við því „aukna álagi sem orðið hef-
ur á síðustu tveimur árum á dómstóla
landsins,“ eins og segir í greinargerð
með frumvarpinu.
Stór og fjölmörg mál boðuð
„Þessi fjölgun var sett inn og kom
til vegna þess að yfirvofandi var mikil
fjölgun mála frá gömlu bönkunum,
þ.e. þessi svokölluðu X-mál, og mikill
fjöldi slíkra mála streymdi inn. Síðan
var eindregið boðað að það kæmu mál
frá sérstökum saksóknara sem væru
stór og fjölmörg,“ segir Símon Sig-
valdason, formaður dómstólaráðs.
„Það verður svo að segjast sem er, að
þessar spár um mál frá sérstökum
saksóknara hafa ekki gengið eftir og
það hefur orðið til þess að álagið hef-
ur ekki orðið það sem við eigum von
á.“
Símon tekur fram að dómstólunum
sé eins og öðrum opinberum stofn-
unum gert að hagræða, bæði árið
2011 og 2012, og því hafi verið mætt
með því að bíða með að ráða í þessar
stöður þar til stór mál koma inn af
einhverjum þunga. Hins vegar hefur
verið óskað eftir samstarfi við innan-
ríkisráðuneytið til að ráða í umrædd-
ar stöður, þegar þörf þykir.
Í greinargerðinni sem áður var
vísað til er gert ráð fyrir að fyrsta
stóra málið sé væntanlegt frá sér-
stökum saksóknara á þessu ári.
„Gert er ráð fyrir að mál frá sérstök-
um saksóknara muni síðan dreifast
yfir tímabil fram til ársins 2013 til
2014,“ segir þar. Aðeins tvö mál hafa
komið fyrir dóminn frá embættinu
og bæði teljast nokkuð lítil að um-
fangi. „Við vitum ekkert meira en
aðrir um það hvaða mál koma og
hvenær,“ segir Símon. „En ef spár
ganga eftir og þessi mál koma inn á
árinu 2012 þá gæti verið að við þyrft-
um á þessum viðbótarmannskap að
halda þegar líða fer á árið.“
Brúa þarf bilið með ráðuneyti
Í ræðu á Alþingi þegar málið var
tekið fyrir í febrúar sl. benti Birgir
Ármannsson, þingmaður Sjálfstæð-
isflokks, á að fjárveitingar til héraðs-
dómstóla á fjárlögum 2011 myndu
ekki duga til að bæta þessum nýju
dómurum við. Aðspurður hvort fjár-
veitingar næsta árs dugi til að ráða
inn fleiri dómara segir Símon að svo
sé ekki „og þyrftum við þá að leita á
náðir ráðuneytisins til að brúa bilið
með einhverjum hætti.“
Símon segist geta tekið undir það,
að farsælla hefði verið að hafa heim-
ildarákvæði í fjárlögum fyrir næsta
ár og segir innanríkisráðuneytið
þekkja hug dómstólanna í málinu.
„Við höfum gert þeim grein fyrir því
að við erum tilbúin að una við óbreytt
ástand á meðan málin eru ekki kom-
in, en við þurfum á liðsinni þeirra að
halda þegar þau svo koma.“
Símon segir enga hættu á að ekki
verði hægt að bregðast við manna-
ráðningum á góðum tíma. Ferlið frá
því tekin er ákvörðun um að auglýsa
og til ráðningar taki að öllum líkind-
um um þrjá mánuði. Hann segir með-
ferð stórra mála taka ákveðinn tíma
áður en til aðalmeðferðar kemur.
Verjendur þurfi tíma til að skila
greinargerðum og ekki sé óhugs-
andi að lagðar verði fram frávísun-
arkröfur sem þurfi þá að taka af-
stöðu til. „Þannig að það er talsvert
í það að þau fari í aðalmeðferð þeg-
ar þau koma inn og við höfum góðan
tíma til að hlaupa upp á í þess-
um efnum. Það er
öruggt mál að það
er hægt að
bregðast við
mannaráðn-
ingum á
þeim
tíma.“
Engin fjárveiting til fjölgunar
Spár um aukið álag á Héraðsdóm Reykjavíkur hafa ekki gengið eftir og því þarf ekki fleiri dómara
Ef mál frá sérstökum saksóknara koma inn á næsta ári þarf þó líklega á viðbótarmannskap að halda
Morgunblaðið/Ernir
Tómir stólar Líklegt er að talið að auglýst verði eftir nýjum héraðsdómurum þegar stór mál berast frá sérstökum.
Áætlaður launakostnaður vegna
fimm dómara við héraðsdóm-
stóla er áætlaður um 56 millj-
ónir króna á ársgrundvelli, sam-
kvæmt útreikningum fjármála-
ráðuneytis. Þá er gert ráð fyrir
að aðstoðarmönnum dómara
verði fjölgað um tvo og dómrit-
urum um tvo en árlegur launa-
kostnaður vegna þeirra er áætl-
aður um 22 milljónir króna.
Þá var í frumvarpinu gert ráð
fyrir því að núverandi húsnæði
Héraðsdóms Reykjavíkur myndi
ekki rúma þessa fjölgun, og því
talið óhjákvæmilegt að leigja
viðbótarhúsnæði, sem jafn-
framt hefði dómsali. Áætlaður
árlegur leigukostnaður og
starfsaðstaða er talin nema um
8,5 milljónum króna.
Í umsögn dómstólaráðs við
frumvarpið var á það bent að
við bættist að innrétta
þyrfti húsnæðið fyrir
um tíu milljónir króna
og einnig kaupa hús-
gögn og tæki fyrir
starfsfólkið upp á
6,3 milljónir króna.
Áætlaður kostn-
aður árlega við
fjölgun dóm-
aranna er
því um
87,1
milljón
króna.
Um 90 millj-
ónir kr. á ári
KOSTNAÐUR VIÐ FJÖLGUN