Morgunblaðið - 13.12.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.2011, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Andri Karl andri@mbl.is Enginn hörgull verður á góðum hljóð- mönnum hér á landi ef miðað er við aðsókn í hljóðtækninám Tækniskól- ans og Stúdíós Sýrlands. Þriðji ár- gangur útskrifast brátt en sá fjórði hefur nám í næsta mánuði. Aðeins sextán nemendur geta numið á hverj- um tíma en aðsóknin í ár var fjórföld á við laus sæti. Valdemar G. Valde- marsson, skólastjóri Raftækniskól- ans, segir ákaflega erfitt að velja á milli enda margir mjög hæfir um- sækjendur. Haustið 2008 var ákveðið að láta kanna möguleika þess að setja upp hljóðtækninám, en Valdemar kenndi áður, eða frá aldamótum, einn áfanga í hljóðtækni við Upplýsingatækni- skólann. „Við skrifuðum námskrá, skipulögðum námið, sóttum um leyfi hjá ráðuneytinu og gerðum allt klárt. Svo auglýstum við kynningarfund um námið og fengum á hann um 120 manns. Viðbrögðin voru því langt, langt umfram væntingar. Það er ein- faldlega brennandi áhugi á þessu.“ Fyrsta árið sóttu 74 um í námið og ári síðar um fimmtíu. Í ár þarf Valde- mar að velja á milli 64 umsækjenda. Venjulega væri búið að velja þá sex- tán sem komast að en sökum þess að Valdemar vildi kanna möguleika þess að taka fleiri inn var því frestað. Í gær var fundað um fjölgun í náminu og sú niðurstaða fengin, að það væri ein- faldlega of kostnaðarsamt. Og nóg kostar námið fyrir nemendur því þeir þurfa að greiða um sex hundruð þús- und krónur fyrir árið. Námið er reyndar lánshæft hjá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna en hafa ber í huga að það er kennt á vorönn, sum- arönn og haustönn – frá janúar til jan- úar – með tveggja vikna fríi á milli anna. Fáum alveg topphljóðmenn Sökum þess að námið er keyrt í gegn á einu ári eru möguleikar til að vinna með því litlir. Þá ekki síst vegna þess að nemendur þurfa að vera mjög sveigjanlegir, taka getur þurft upp tónleika að kvöldi til eða um helgar sem hluti af náminu. „Þetta er mjög erfitt nám. Það útheimtir mikla við- veru og yfirlegu. En við fáum líka út úr þessu alveg topphljóðmenn.“ Brottfall er nokkurt og til að mynda hafa fimm nemendur gengið úr skaftinu á þessu ári. „Það eru ýms- ar ástæður fyrir því að menn gefast upp. Sumir af því að þeir voru bjart- sýnir á fjármögnun og héldu að þetta gengi upp. Aðrir hafa ætlað sér að vinna með náminu og ekki tekið neinu tiltali með það. Sumir missa svo áhug- ann þegar þeir sjá hvernig þetta er í raun og veru.“ Valdemar segir að margir sem sækja í námið séu einstaklingar sem hafi verið að grúska við hljóðvinnslu um langan tíma. Oftar en ekki séu við- komandi í hljómsveitum sjálfir og á stundum krakkar með dúndrandi hæfileika sem eru kannski hér og þar í skóla en haldast ekki við. „Það eina sem þeir hugsa um er að bauka eitt- hvað við hljóð eða gítarinn sinn í ein- rúmi. Svo blómstrar þetta fólk.“ Hvað varðar umsækjendur í ár segir Valdemar þá sérlega hæfa. „Við segjum að nemandinn þurfi að hafa reynslu í tónlist eða tónlistarnám að baki, auk þess að hafa sextíu einingar í framhaldsskóla. En þeir sem koma hingað eru margir búnir að vinna mjög mikið og lengi í hljóði og vilja læra meira. Og einhverjir jafnvel búnir með háskólanám,“ segir hann og einnig að dæmi séu um að menn komi beint úr mastersnámi í háskóla og fari í hljóðtækninámið. Af þessum sökum er erfitt að velja sextán úr. Valdemar segir að raða þurfi nemendum upp og þá sé byrjað á menntuninni. „Það er háskólanám sem við erum að miða við ennþá. Svo er það reynslan. Við setjum skilyrði um slatta af reynslu og slatta af námi og eftir því sem bætist ofan á tökum við meðaltal. Svo þegar við erum bún- ir að finna alla þá sem uppfylla skil- yrðin þá er að raða þeim upp og á end- anum er sá sautjándi úti.“ Atvinnuástandið ekki fegrað En þótt mikil ásókn sé í hljóðtækni- námið er ekki endilega þar með sagt að nemendur gangi inn í störf að ári liðnu. „Mjög margir eru í þessu af ástríðunni einni. Það er ekki aðal- atriðið fyrir þá að fá vinnu. Hins veg- ar geta þeir sem hafa áhuga á að fá vinnu leitað fyrir sér í mörgu, s.s. við forvinnslu á margmiðlunarefni og hljóðvinnslu á útvarpsstöðvum og sjónvarpsstöðvum. Það er fullt af möguleikum en hins vegar blasa tæki- færin þó ekkert við. Þetta vita nem- endurnir og það er ekkert verið að fegra atvinnuástandið.“ Valdemar segir að þar sem margir séu í hljómsveitum og þekki aðra sem eru að spila fari þeir í að taka upp efni hjá þeim. Meðal þess sem útlendingar furða sig oft á er hversu mikil gróska er í tónlistarlífi hér á landi. Víst er að hún minnkar ekki á meðan útskrifaðir eru hljóðmenn sem hafa þann tilgang að taka upp svonefnd bílskúrsbönd. Fleiri vilja en fá í hljóðtækninám  Á sjöunda tug umsókna barst um sextán sæti í hljóðtækninámi Tækniskólans og Stúdíos Sýrlands  Greiða þarf sex hundruð þúsund krónur fyrir námið sem kennt er á vorönn, sumarönn og haustönn Morgunblaðið/Árni Sæberg Stúdíó Kristinn Sturluson, upptökustjóri og kennari í Stúídó Sýrlandi, í hljóðveri í desember 2008, þegar fyrstu nemendurnir voru valdir. Hljóðtækninám » Verklegt nám er lýtur að hljóðvinnslu, upptöku, tón- fræði og tónlistarsköpun er kennt hjá Sýrlandi en raf- magns- og rafeindatækni er kennd hjá Tækniskólanum. » Nemandi þarf að hafa lokið grunnskóla og tveggja ára framhaldsskólanámi, lágmark sextíu einingum og þar af með lágmark fjórar einingar í ensku, fjórar einingar í ís- lensku og fjórar í stærðfræði. » Þá er betra að nemandi hafi stundað tónlistarnám. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011 „Það er augljóslega vægi útgerð- arinnar sem skiptir máli, eins og í Vestmannaeyjum sem er mikill út- gerðarbær. Þar hafa launin rokið upp,“ segir Benedikt Jóhannsson, ritstjóri Vísbendingar, sem í nýjasta tölublaði reiknar út þróun launa- tekna eftir landshlutum, samkvæmt skattframtölum árin 2007 til og með 2010. Þar kemur fram verulegur munur milli landshluta, eins að laun hækk- uðu um 31% á tímabilinu í Vest- mannaeyjum, á meðan þau lækkuðu á sama tíma um 1% í Reykjavík. Á Reykjanesi hækkuðu launin um 6%, 8% á Suðurlandi og 16% á Norður- landi vestra. Þetta sést nánar á kort- inu hér að ofan. Í Vísbendingu er m.a. vitnað til talna frá embætti ríkisskattstjóra en þær sýna að frá 2007 til 2010 jukust framtalin laun um 5% og lækkuðu um 4% frá 2008. „Vægi útgerðarinnar er víðast hvar miklu meira úti á landi en í Reykjavík, þar sem hún hefur áhrif á tiltölulega fáa,“ segir Benedikt, spurður um skýringar á þessum mikla launamun eftir landshlutum. Einnig bendir Benedikt á að minna hafi verið um launalækkanir hjá fyr- irtækjum á landsbyggðinni en á höf- uðborgarsvæðinu. Í Reykjavík hafi mörg fyrirtæki lækkað laun um 10% og meira. „Þetta er sláandi munur og ástæð- an fyrir því að ég fór að kanna þetta var sú að mér fannst launavísitalan hafa hækkað mun meira en ég hélt að væri raunin. Það reyndist líka rétt hvað Reykjavík varðar að hér hafa launin staðið í stað,“ segir Benedikt Jóhannsson. bjb@mbl.is Launaþróun eftir landshlutum frá 2007 breyting á launatekjum 2007-2010 samkvæmt skattframtölum Grunnkort: Loftmyndir ehf.Heimild: rsk.is og tímaritið Vísbending Reykjavík: -3% Reykjanes: +6% Vesturland: +13% Vestfirðir: +15% Norðuland vestra: +16% Norðuland eystra: +14% Austurland: +13% Suðurland: +8% Vestmannaeyjar: +31% Vægi útgerðar skiptir mestu máli  Launin hafa rokið upp í Eyjum 1. VELDU GERÐ OG LENGD - 90 ÚTFÆRSLUR Í BOÐI 2. VELDU ÁKLÆÐI OG LIT / TAU EÐA LEÐUR. YFIR 2300 MISMUNANDI ÁKLÆÐI OG LITIR Í BOÐI 3. VELDU ARMA - 6 GERÐIR Í BOÐI 4. VELDU FÆTUR - TRÉ, JÁRN, KRÓM O.FL. jólin sófi fyrir Nýr Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Mismunandi útfærslur og áklæði hafa áhrif á endanlegt verð. Patti verslun er húsgagnaverslun með 30 ára reynslu að baki á eigin framleiðslu á sófum, sófasettum, hornsófum og tungusófum nákvæmlega eftir máli og óskum hvers og eins. Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað GæðiígegnB et ri St of an H Ú S G Ö G N Mílano Lux Nice Torino Dallas Valencia Vín Aspen Basel Lyon Roma 30ár a REY NSL A VERÐDÆMI – ROMA 2SÆTI+2TUNGUR FRÁ KR. 256.350 2SÆTI+TUNGA FRÁ KR. 170.900 2SÆTI+HORN+2SÆTI FRÁ KR. 227.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.