Morgunblaðið - 13.12.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.12.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011 ✝ Ólafur TryggviÞórðarson tón- listarmaður var fæddur í Glerár- þorpi, Akureyri, 16. ágúst 1949. Hann lést á Grensásdeild Land- spítalans 4. desember 2011. Ólafur var sonur hjónanna Helgu Sig- ríðar Sigvaldadóttur, f. 3. júní 1914, d. 22. desember 1986, og Þórðar Hall- dórs Ólafssonar, f. 10. júlí 1909, d. 3. júní 1953. Systkini hans eru Jóhann Theodór, f. 2. apríl 1936, Björg, f. 30. apríl 1938, Ólafur Tryggvi, f. 25. september 1946, d. 25. júní 1949, Helgi Sigurður Sigvaldi, f. 25. september 1946, Kormákur Þráinn Bragason, f. 24. nóvember 1955. Ólafur kvæntist 24. október 1945, og Eyvindur Óskar Bene- diktsson, f. 27. apríl 1941. Ævistarf sitt helgaði Ólafur tónlistinni. Hann var menntaður tónlistarkennari og kenndi á ár- um áður tónlist í Kópavogi en þekktastur er hann fyrir að leika með Ríó tríóinu í meira en 40 ár. Hann lék einnig með fleiri hljóm- sveitum svo sem Kuran Swing og South River Band. Með þessum hljómsveitum lék hann inn á tugi hljómplatna og þá gerði hann einnig tvær plötur í eigin nafni. Ólafur var mikill djassunnandi, hann var frumkvöðull að stofnun þess sem nú er Djasshátíð Reykjavíkur og átti þátt í stofnun Léttsveitar Ríkisútvarpsins. Hann stofnaði og rak umboðs- skrifstofu listamanna um árabil en vann einnig sem blaðamaður, ljósmyndari og útlitsteiknari. Síðast en ekki síst var Ólafur þjóðkunnur útvarpsmaður en á Ríkisútvarpinu stýrði hann tón- listarþáttum um árabil. Ólafur verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, 13. des- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. 1970 Brynhildi Sigurðardóttur, f. 29. apríl 1949, d. 11. ágúst 1994. Synir þeirra eru Þorvarður Davíð og Þórður Daníel, f. 30. apríl 1979. Dóttir Þórðar er Brynhildur Nadía, f. 2. október 2008. Sambýliskona Þórðar er Sandra Sigurgeirsdóttir, f. 1. júlí 1986. Dóttir hennar er Erla Talía Ein- arsdóttir. Seinni kona Ólafs er Dagbjört Helena Óskarsdóttir, f. 1. desember 1963. Þau Dagbjört og Ólafur gengu í hjónaband 8. júlí 2000. Sonur hennar og upp- eldissonur Ólafs er Óskar Harð- arson, f. 22. september 1990. For- eldrar Dagbjartar eru Anna Magdalena Leósdóttir, f. 7. mars Þegar Óli frændi kom norður í land til að spila með Ríóinu fannst okkur, litlu frændum hans, hann enginn smágaur. Þeir komu í kaffi, Helgi P., Halldór Fannar og Óli sem þurfti að sýna stóru syst- ur að hann væri ekki í neinni vit- leysu. Sátu í stofunni með lakkr- ísbindin, kannski ca. 1969, orðnir þjóðþekktir og varla tvítugir. Gat það verið flottara. Óli var ánægð- astur með Ríóið sitt þegar það fann sinn eigin tón, ánægður með lögin sem þeir höfðu samið í Bandaríkjunum. Hann vildi gera meira af þessu. Svo gaf hann út tvær plötur í eigin nafni, varð djassari og sveigði sig allan og beygði þegar tónlistin byrjaði að hljóma. Youtube-ið geymir hann á sviðinu á afmæli Reykjavíkur- borgar 1986 hoppandi kátan á hvítum sumarjakka að syngja um Fröken Reykjavík. Eftir tón- leikana talaði hann bara um frá- bæran píanóleikara en ekkert um eigin frammistöðu. Óla fór kannski ekkert mjög vel að koma sjálfum sér að, hann vildi frekar láta aðra njóta sviðsljóssins. Óli réði Jakob frænda sinn í vinnu á umboðsskrifstofu lista- manna. Jakob sagðist ekkert vit hafa á þessu. Þú getur þetta alveg, sagði Óli. Þannig var hann líka við alla listamennina, þú getur þetta alveg sagði hann þegar þeir voru óvissir um verkefnið. Hann vildi þeim öllum vel og tók oftast of lítið fyrir sinn snúð. Á Urðarstígnum gerði hann upp sitt litla svarta hús með Brynhildi heitinni af frábærri smekkvísi. Hann var með þjalirn- ar og sagirnar, hún hafði yfirum- sjón með heildinni. Við þessa góðu mynd bættust tvíburarnir. Sú saga var glöð og þeir voru kátir og forvitnir og lífið ekkert annað en endalaus tækifærin. En það fer ekki alltaf allt eins og maður helst vildi. Óli var mestan part alinn upp í Kópavoginum, amma Helga hafði flutt að norðan með synina og dró fram lífið í lítilli íbúð og af litlum efnum en mikilli gleði, endalausum söng og meðfæddum glæsileika. Óli varð tónlistarkenn- ari og kom í hádeginu til ömmu að heilsa upp á norðanmenn í heim- sókn, brunaði í hlaðið á gulum Skóda, alltaf með hausinn fullan af áætlunum, endalaus orka. Með- fram öðru byggði hann sumarhús, bætti við gestahúsi, gróðursetti, lagði stíga, reisti girðingar og gróf eins og vélskófla og alltaf þessi ástríða fyrir öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Óli var heppinn með báðar sín- ar konur. Heimilið hefur alla tíð verið hlýlegt og aðlaðandi. Þegar Daddý kom til sögunnar var ótrú- lega margt sem hélst, gestrisnin og notaleg stemningin. Hún hefur sýnt svo mikinn styrk síðasta árið og samband þeirra Tóta, sonar Óla, er aðdáunarvert. Óli geymdi inni í sér mikla harmsögu þegar annar sonurinn glataði sér í eitri og ólyfjan. Endir þeirrar sögu er þyngri en tárum taki. Fjandinn eigi allt þetta eitur- lyfjadrasl og þann sjúka heim sem á því nærist. Við bræðurnir minnumst Óla af mikilli væntumþykju. Það er erfitt að kveðja, en stundirnar voru góð- ar, söngurinn kátur, hljómurinn hreinn og gleðin ósvikin. Þá er til einhvers unnið. Kristján Kristjánsson og Jakob Þór Kristjánsson. Það var alltaf eitthvað töfrandi við að hitta Óla frænda. Hann var töluvert eldri og sá eini í frænd- garðinum mínum sem var frægur. Mér fannst hann ósköp ljúfur og viðkunnanlegur – og alþýðlegur – þrátt fyrir alla sína frægð. Og það var alltaf líf og fjör í kringum hann þegar hann mætti í laufabrauð, í afmælisboð eða þegar hann kom á Kleifarnar og spilaði á gítarinn sinn í stofunni á Syðri-Á. Svo var ég svo lánsamur að stofna með honum hljómsveit sem starfaði óslitið frá árinu 2000. Það voru haldnar vikulegar æfingar í South River Band – oftast á heimili Óla í Þingholtunum. Við sameinuðumst í ástríðu okkar til tónlistarinnar en það var eitthvað meira sem batt okkur saman. Það var fé- lagsskapurinn, stemningin, vin- áttan. Þessir vikulegu fundir okkar voru alveg ómissandi, að spjalla saman – hlæja, búa til skemmti- lega tónlist í tónum og textum og spila hana – okkur sjálfum til ánægju. Við kölluðum hann Ma- estro okkar í milli. Hann var prím- usmótor í okkar samstarfi og sam- spili. Þegar Maestro var í stuði voru okkur allir vegir færir. Hann var feiknalega skemmtilegur rytmagítarleikari og það var eng- in þörf á slagverki þegar Maestro var á gítarnum. Hann samdi líka falleg lög og var fjarskalega óeig- ingjarn og hvetjandi í samstarfi og alltaf svo gjafmildur á góð ráð og stuðning. Það er stundum sagt að maður þróist ekki sem tónlistarmaður nema maður spili með fólki sem er leiknara en maður er sjálfur. Ég veit að samstarfið við Óla frænda gerði mig að betri tónlistarmanni. En ég held að viðkynningin við hann hafi líka gert mig að betri manni. Jafn hryggur og ég er yfir fráfalli frænda míns er ég sann- færður um að hann er nú kominn á betri stað. Minning Óla frænda og tónlistin hans mun lifa. Ég sendi eiginkonu hans og fjölskyldu mínar samúðarkveðjur. Helgi Þór Ingason. Elskulegur mágur minn, Ólaf- ur Þórðarson, hefur nú fengið hvíldina eftir langa og erfiða bar- áttu. Ég er lánsöm að hafa farið í gegnum lífið með Óla og hans góðu fjölskyldu, móður, bræðrum og systur Óla. Óli var 17 ára þegar þau Brynhildur fara að vera sam- an. Hann varð strax einn af fjöl- skyldunni á Selvogsgrunni 17. Óli hafði vinalega framkomu og það skilaði sér til mín strax frá fyrstu kynnum. Unga parið hóf búskap sinn á Otrateigi. Þau leigðu nota- lega íbúð hjá góðum hjónum. Það var yndislegt fyrir ungling að fá að vera hjá Brynhildi á kvöldin meðan Óli var að spila eða á æf- ingum. Þegar við Óli, maðurinn minn, fluttum á Freyjugötu þá urðum við fjölskyldurnar ná- grannar. Þá var gott að rölta niður á Urðarstíg og sérstaklega eftir að strákarnir komu í heiminn. Við systurnar vorum líka lánsamar að fá að reisa okkar bústaði í landi mömmu og pabba við Álftavatn. Það var unun að fylgjast með Óla Þórðar í vinnugallanum í Neðsta- Hvammi. Hann naut sín vel í úti- verkunum og nú er það okkar að halda öllu hans vel við. Óli var líka vanafastur fyrir austan, hann var alltaf í sama vinnugallanum og hélt mikið upp á stóru gallabux- urnar, stígvélin og köflótta ullar- jakkann sem hann keypti í Am- eríku þegar Ríó tríó fór þangað. Eftir andlát Brynhildar pöss- uðum við að halda okkar góða sambandi áfram og eftir að Dag- björt og Óskar komu inn í líf Óla og strákanna á Urðarstíg tókst strax samband okkar á milli. Þau tengsl verða aldrei rofin. Elsku aðstandendur, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Eft- ir lifir minning um góðan vin. Helga Sigurðardóttir. Lífið brosti við okkur, Bryn- hildur vinkona nýbúin að kynnast Óla sínum, mig minnir að árið hafi verið 1966 eða 1967. Sumarið í minningunni var endalaus gleði og árin framundan voru ár gleði og drauma. Við vinkonurnar sem sagt kynntumst mannsefnum okkar á mjög svipuðum tíma og þeir fengu okkur vinkonuhópinn með. Óli einstakur ljúflingur og eru nokkrar myndir minnisstæð- ar frá þessum árum, Brynhildur, Óli, ég og Ragga að gantast saman á mynd sem Lúlli tók, önnur af Óla með málningarpensil í hendi á stéttinni við Selvogsgrunn 17 að hjálpa til við að mála húsið í slopp af tengdaföður sínum, Sigurði, brúnum eins og kaupmenn í þá daga voru oft í. Ég átti þess kost að koma líka til mömmu Óla oft með Brynhildi, yndisleg kona. Gleðin var eins og áður sagði mikið við völd, hlustað mikið á tónlist og þar var Ríó í uppáhaldi ásamt Rachmaninoff, Edit Piaf og Bítlunum þegar verið var að klæða sig upp og mála sig fyrir helgardjammið hjá okkur og á eftir oft farið í litla húsið í Kópa- vogi og spilað og sungið fram á nótt. Við þroskuðumst og giftum okkur og alvara lífsins tók við, húsbyggingar, barneignir og við fylgdumst að vinkonurnar, makar okkar og börn. Við fylgdumst með þegar Óli og Brynhildur fengu fal- legu drengina sína til sín og með uppvexti þeirra, enda bara ári yngri en minn sonur og á sama ári og sonur Röggu. Afmæli og annað sem við tókum þátt í saman, tón- listarnám og nám barna okkar voru okkur hugleikin. Brynhildur vinkona mín lést langt um aldur fram, aðeins 45 ára gömul, frá Óla sínum og drengjunum sem voru á 15. ári. Enginn getur sett sig í spor þeirra sem eftir stóðu og skil- ið þá miklu sorg sem ríkti í hugum okkar allra. Við glöddumst mjög þegar Óli kynntist Dagbjörtu eftirlifandi eiginkonu sinni, yndisleg kona í alla staði, og hann tók gleði sína á ný. Við fylgdumst með úr fjarlægð og dáðumst að hvernig ótrúlegum erfiðleikum var mætt með skiln- ingi og reynt að hjálpa eftir mætti en endirinn var ótrúlega sárs- aukafullur. Við göngum út í lífið með gleði í huga en við vitum ekki hvað bíður okkar og stundum þurfa sumar fjölskyldur að ganga þyngri spor en aðrir. Í gegnum þessi spor sést berlega hverjir eru vinir og Óli var vinamargur mað- ur. En einn var þó allra bestur og það var hann Helgi Pé en þeir voru alltaf eins og bræður og er hugur okkar líka hjá honum og þeim félögum í Ríó öllum. Elsku Dagbjört, ég hef fylgst með úr fjarlægð og ekki er hægt að koma orðum að þeim erfiðleik- um sem þú hefur þurft að takast á við. Samúð okkar er hjá þér og þinni fjölskyldu. Elsku Þórður, við fjölskyldan sendum þér samúðarkveðjur, að missa fjölskyldu sína er þyngra en nokkuð sem maður á að þurfa að horfast í augu við svona ungur, en þú ert og varst stolt allra sem þig þekkja. Hugur okkar er hjá þér og þinni fjölskyldu í dag. Systkinum Óla og öðrum ætt- ingjum sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Hugur okkar er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda við frá- fall öðlingsins Ólafs. Sigrún Böðvarsdóttir, Lúð- vík Bjarnason og fjölskylda. Tónabær, veturinn 1969, 16 ára stúlka í pilsi og lakkstígvélum sit- ur dolfallin með stjörnur í augum. Meðan vinir og kunningjar djömmuðu, fannst þessari skipta miklu meira máli að fara á þjóð- lagakvöld öll fimmtudagskvöld. Þá kynntist hún fyrst Ólafi Tryggva Þórðarsyni. Gústi, Helgi og Óli. Ekkert flottara var til í hennar huga og er það enn. Ég man þá stund þegar Ágúst Atla- son trúði mér fyrir því að hann væri að fara á fund á Kaffi Tröð með mjög þekktum tónlistar- mönnum, en mætti ekki segja hverjir þeir væru. Þegar hann kom til baka hafði hann fengið til- boð sem hann gat ekki hafnað: að verða einn þriggja í Ríó Tríóinu. Þegar aðdáendaklúbbur Ríó Tríósins var formlega stofnaður sumarið 1994, mætti ekki aðeins Rás 2 til að senda út viðtöl heldur kom Ríó Tríóið og gaf sjálfskip- uðum formanninum hvíta skó og hvít jakkaföt sem þeir pössuðu ekki lengur í. Árið 1995 var Ríó Tríó með tón- leika í Súlnasal Hótels Sögu og var undirrituðum formanni aðdá- endaklúbbsins boðið að sitja við borð með mökum þeirra. Þetta var mikill heiður, en heldur brá henni í brún þegar hún sá að við borðið sat Grace Kelly endurbor- in. Reyndist þetta vera Dagbjört Helena, sem fimm árum síðar varð eiginkona Óla. Fyrri kona Óla, Brynhildur Sigurðardóttir, lést langt um aldur fram árið 1994 og Óli hélt heimilinu í föstum skorðum með tvo unglingssyni, sem hann sinnti af einstakri alúð og natni. Með okkur Daddý tókst ein- stök vinátta – og einnig með allri fjölskyldu hennar. Við stofnuðum matarklúbb, skiptumst á að borða hver heima hjá annarri og á Urð- arstígnum var ómissandi að fá Óla upp í borðstofuna. Ekki var verra að mæta á Urðarstíginn og hitta þar fyrir Ríó eða South River Band á æfingu. Óli var hvers manns hugljúfi. Árið 1997 þegar styrktartónleikar fyrir flóðafólk í Tékklandi voru haldnir lét Óli sér ekki nægja að hanna alla miða, veggspjöld og auglýsingar; hann mætti líka með Gústa og Helga til að leika á tón- leikunum. Í byrjun nóvember í fyrra leitaði ég til Óla vegna styrktartónleika og mætti hann með South River Band til að styrkja Parkinsonsamtökin. 14. nóvember 2010 var dagur martraðar. Frá þeim degi kom Óli okkar aldrei til baka. Hann dvaldi á sjúkrastofnunum þar sem Daddý útbjó sjúkrastofur hans fallega, með kertaljósum og myndum af fjölskyldu hans. Stærst var myndin af Þórði Daní- el, syni hans, með dóttur sína Brynhildi Nadíu, barnabarninu sem Óli sá ekki sólina fyrir. Hann annaðist einnig af einstakri um- hyggju einhverfan son Daddýar, Óskar, sem löngum dvaldi hjá þeim. Í marga mánuði trúði ég því að Óli myndi einn daginn standa upp, alheilbrigður. Ég held við höfum öll haldið í þá von mjög lengi, en hægt og hægt varð að horfast í augu við raunveruleikann. Æsku- vinurinn Helgi Pé sýndi vináttuna í verki á þessum tíma. Það var því líkn þegar Óli varð laus undan þjáningum sínum. Ég trúi því að nú hvíli hann í faðmi himnasmiðsins og sé aftur heil- brigður. Það verður gaman í himnaríki þegar Óli tekur upp gít- arinn sinn og tekur lagið. Ég hlakka til að hitta aftur þennan trygga vin minn til 42 ára. Elskulegri eiginkonu hans, Dagbjörtu, Þórði Daníel, Bryn- hildi Nadíu og öllum aðstandend- um og vinum sem elskuðu Óla votta ég djúpa samúð og bið Guð að senda englasveitir sínar að vaka yfir þeim. Hvíldu í friði, tryggi vinur. Anna Kristine. Haustið 1973 hringdi ég í Ólaf Þórðarson og bað hann um að taka að sér stjórn kórs sem nokkr- ir nemendur í Flensborgarskóla ætluðu að stofna. Ólafur tók er- indinu vel, sagðist ekki hafa mikla reynslu af kórstjórn en væri til í að sjá hvernig þetta gengi. Þegar það fréttist að Ólafur í Ríó stjórn- aði kórnum var minnsta mál að safna söngfólki. Ólafur tók mér sem jafningja þó hann væri sex árum eldri en ég. Báðir höfðum við áhuga á djass- og dægurtónlist og fannst kjörið að láta kórinn æfa negrasálma og létta söngva. Við sömdum í sameiningu við Hljóma frá Keflavík um að leika á árshátíð skólans og spila undir hjá kórnum í leiðinni. Kórfélögum þótti stór- kostlegt að fá að syngja með Hljómum og Björgvini Halldórs- syni sem var í sveitinni. Á þessum tíma starfrækti Ólafur ORG út- gáfuna með Gunnari Þórðar og Rúnari Júl og stuttu seinna útgáf- una Steina með Steinari Berg Ís- leifssyni og fleiri aðilum. Ólafur var nýlega hættur þar þegar ég kom til starfa hjá Steinum sum- arið 1978, en leiðir okkar lágu engu að síður saman. Hann tók mér sem aldagömlum vini, var við- ræðugóður og þægilegur í sam- Ólafur Tryggvi Þórðarson HINSTA KVEÐJA Elsku vinur, það fór þá svona. Við töpuðum þessu þrettán mánaða stríði. En við eigum eftir að hittast aftur. Þangað til verður óum- ræðilega sárt og einmana- legt að hafa þig ekki til hlið- ar við mig í sjónlínu skellihlæjandi á stóra svið- inu þar sem við höfum verið að ærslast saman frá því að við vorum níu ára. Helgi. Við sem erum eftir hér eigum margs að sakna. Megi ósk vor megna þér máttinn til að vakna. Elsku Daddý og fjöl- skylda innilegar samúðar- kveðjur. Óskar og Hörður. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, KARL JENSEN SIGURÐSSON frá Djúpavík á Ströndum, lést föstudaginn 9. desember. Nanna Hansdóttir, Annþór Kristján Karlsson, Þórunn Anna Karlsdóttir, Friðrik Jensen Karlsson, Arnfríður Wíum Sigurðardóttir, tengdabörn og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR SVEINSSON, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðju- daginn 29. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Ásdís Sigurðardóttir og fjölskylda. ✝ Mágkona mín og frænka okkar, ELÍN HALLSDÓTTIR frá Steinkirkju, Þórunnarstræti 108, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 2. desember. Útför hennar fer fram frá Illugastaðakirkju mánudaginn 19. desember kl. 14.00. Lovísa Emilía Sigurbjörnsdóttir og bræðrabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.