Morgunblaðið - 13.12.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.12.2011, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 347. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Danskur fjölskylduharmleikur 2. Andlát: Þorlákur Sigurðsson 3. Í kröppum dansi við innbrotsþjóf 4. Ók á bíl og gekk í burtu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Lag hljómsveitarinnar Diktu, „Thank You“, verður í nýjustu gerð Blackberry Bold-snjallsíma sem talið er að verði framleiddir í átta milljón eintökum næsta árið. Þá verður einn- ig brot úr myndbandi við lagið „Goodbye“ að finna í símunum. Lag Diktu verður í milljónum snjallsíma  Hollenski trúð- urinn Herman van Veen kemur fram í Fríkirkjunni næsta föstudag. Van Veen á að baki 45 ára feril og er þetta fyrsta heim- sókn hans til Ís- lands. Hann hefur ferðast um allan heim þar sem hann syngur og spilar en tónleikarnir bera yfirskriftina Ákveðin natni eða A certain Tenderness. Hollenskur trúður í Fríkirkjunni  Gourmand World Cookbook Awards tilnefndu bækurnar Jólamatur Nönnu og Góður matur – gott líf í takt við árstíðirnar til alþjóðlegu matreiðslu- bókaverðlaunanna árið 2011. Bækurnar eru gefnar út af Vöku- Helgafelli. Sú fyrri er tilnefnd í flokknum „Bestu auðveldu upp- skriftirnar“ en sú síðari er tilnefnd í flokknum „Besta hönnunin“. Tilnefndar til Gour- mandverðlaunanna Á miðvikudag Norðlæg átt, 10-15 m/s og dálítil él norðan- og austantil, en annars yfirleitt þurrt og bjart. Frost 2 til 12 stig, kald- ast til landsins. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 10-20 m/s, hvassast norð- vestan- og suðaustantil. Víða él en úrkomulítið suðvestantil. Hiti kringum frostmark, en kólnar heldur þegar líður á daginn. VEÐUR „Ég gaf í raun ekki kost á mér gagnvart öðrum liðum og var ekkert að leita eftir því. Mér líður rosalega vel hér í Philadelphia og mig langaði að fara hingað aft- ur,“ sagði Hólmfríður Magn- úsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, við Morg- unblaðið í gær en hún hefur gert munnlegt samkomulag um að leika áfram með Philadelphia Inde- pendence. »3 Ekkert annað lið kom til greina Ingimundur Ingimundarson, varn- arjaxl úr landsliðinu, er leikmaður 11. umferðar Íslandsmótsins í handbolta hjá Morgunblaðinu. Hann fær nú að spreyta sig í sóknarleiknum hjá Fram og er ánægður með það hlutskipti. „Ég stefni að því að vera ekki ein- göngu titlaður varnarmaður þegar komið verður framyfir páska,“ segir Ingimundur. »2-3 Ekki eingöngu varn- armaður eftir páska Í rúma tvo áratugi hafa íslenskir fótboltastrákar á aldrinum 13-15 ára átt þess kost að fá nasasjón af atvinnumennskunni í knatt- spyrnuskóla Kristjáns Bernburgs í Belgíu. Nú hefur Kristján fært út kvíarnar og gefur 16-17 ára strákum tækifæri til að komast enn nær öflugum félögum á borð við Ajax í Hollandi. »4 Kristján færir út kvíarnar í Belgíu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is Síðustu vikur hefur ómerktur köttur verið á vappi nálægt Reykjavíkur- flugvelli við Nauthólsveg. Starfsfólk á aðalskrifstofu Icelandair sá aumur á Kisu, eins og hún hefur verið kölluð, og byrjaði að gefa henni mat en hún var oft að leita að æti nálægt rusla- tunnum. „Þetta var einstaklega vina- legur og geðugur köttur og hefur greinilega verið húsköttur,“ segir El- ín Eygló Steinþórsdóttir, sem starfar í fjarsölu Icelandair. Leiddi þær að kettlingunum Reynt var að finna eigendur Kisu og hringdi Elín Eygló í nokkra katta- eigendur sem höfðu lýst eftir týndum kisum sínum á heimasíðu Kattholts. Einn þeirra lét Kattholt vita af Kisu og á miðvikudaginn hófu tveir starfs- menn Kattholts, Halldóra Björk Ragnarsdóttir og Eygló Guðjóns- dóttir, að leita að henni. Hún fannst og eftir að það tókst að lokka hana inn í búr, með túnfiski, var hún flutt í Kattholt. Þar kom hins vegar í ljós að hún var með mjólk í spenunum og því var farið með hana aftur á Nauthóls- veg strax daginn eftir til að finna kettlingana sem ljóst var að hún hafði gotið ekki löngu áður. Elín Eygló og nöfnur hennar hjá Kattholti, Elín Kristjánsdóttir og fyrrnefnd Eygló, leituðu í kringum hótelið og á meðan var Kisa á vappi í kringum þær. „Það var eins og hún væri tvístígandi hjá okkur, að bíða eftir að við eltum hana. Ég fór því að ganga í áttina til hennar og þá fór hún að ganga áfram og leit alltaf við eins og hún væri að segja: „Ertu að koma?“ Svo leiddi hún okkur að húsi Flugþjónust- unnar,“ segir Elín Eygló. Í ljós kom að Kisa hafði grafið holu undir fellihurð á áhaldaskúr við hliðina á stöðinni. Þar fann hún leið inn um op á bak við járnskápa og í stóru bili sem mynd- aðist undir húsi Flugþjónustunnar hafði hún komið kettlingunum sínum fjórum vel fyrir í einangrunarull. Hafa tekið ástfóstri við Kisu „Kisa hefur svo sannarlega ætlað sér að bjarga því sem inni í henni var, svona er móðurástin sterk. Þetta er alveg makalaust. Starfsmennirnir vissu af opinu á bak við skápana og að það væri köttur að flækjast þarna en þeir höfðu ekki hugmynd um kett- lingana,“ segir Elín Eygló en talið er að þeir séu um fjögurra vikna gamlir. Hún segir að samstarfsfólk sitt hafi verið mjög spennt vegna málsins og játar að það sé óhætt að segja að það hafi allt tekið ástfóstri við Kisu. „Þetta er okkar jólakisa,“ segir hún. Móðurástin sterk hjá Kisu  Leiddi starfs- menn Kattholts að kettlingum sínum Morgunblaðið/Sigurgeir S. Jólakisa Undanfarnar vikur hefur Kisa búið undir húsi Flugþjónustunnar ásamt fjórum kettlingum. Reynt verður að fara með Kisu og kettlingana í Kattholt í dag en erfiðlega gengur að ná til kettlinganna. „Það er gott að hún kemst í gott skjól. Það er alveg dásamlegt starf unnið í Kattholti, maður gerir sér alltaf betur og betur grein fyrir því hvað konurnar sem starfa þar eru hjartagóðar,“ segir Elín Eygló. „Það eru engar venjulegar manneskjur sem vinna þarna.“ Petrún Sigurðardóttir, starfsmaður Katt- holts, segir ástandið þar ekki gott. „Fáir ættleiða og ennþá færri sækja kisurnar sínar hingað til okkar,“ segir hún en að jafnaði dvelja þar 50-60 kettir. Nýverið var haldinn jólabasar til styrktar Kattholti þar sem selt var jólaskraut, smákökur o.fl. Sex kettir voru til sýnis en aðeins tveir þeirra voru ættleiddir. Ástandið ekki gott UM 50-60 KETTIR DVELJA AÐ JAFNAÐI Í KATTHOLTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.