Morgunblaðið - 13.12.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.12.2011, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011 Sudoku Frumstig 6 5 7 9 1 8 4 4 3 6 1 6 5 4 7 3 9 8 5 6 8 9 8 3 6 5 4 2 7 8 1 8 7 9 3 8 1 9 5 9 2 1 5 9 4 8 1 7 2 2 9 3 5 4 2 3 5 4 8 1 5 1 9 8 5 8 6 1 3 3 2 8 7 1 2 8 3 5 6 9 4 4 9 6 2 1 7 8 3 5 3 8 5 9 6 4 2 1 7 9 6 4 5 7 3 1 8 2 5 3 1 6 8 2 7 4 9 2 7 8 1 4 9 5 6 3 6 4 9 7 2 1 3 5 8 1 5 7 3 9 8 4 2 6 8 2 3 4 5 6 9 7 1 4 8 9 3 5 1 2 7 6 2 7 5 6 8 9 4 3 1 1 6 3 2 7 4 8 5 9 3 4 2 7 9 5 6 1 8 8 9 1 4 6 3 7 2 5 7 5 6 8 1 2 3 9 4 5 3 4 9 2 8 1 6 7 6 1 8 5 3 7 9 4 2 9 2 7 1 4 6 5 8 3 4 1 7 5 9 8 3 6 2 3 6 9 7 2 4 5 1 8 5 2 8 1 3 6 9 4 7 6 7 5 3 8 1 2 9 4 2 8 4 6 7 9 1 5 3 1 9 3 4 5 2 8 7 6 7 3 1 8 6 5 4 2 9 8 4 2 9 1 7 6 3 5 9 5 6 2 4 3 7 8 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 13. desember, 347. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Víkverji varð fyrir vægu áfalli umhelgina þegar prinsessan á heimilinu upplýsti að hún tryði ekki lengur á jólasveininn og það þyrfti ekkert endilega að setja áfram eitt- hvað í skóinn í herbergisglugganum. „Hvaða vitleysa, jólasveinninn heldur áfram að setja eitthvað í skóinn, ef þú verður stillt og prúð,“ sagði Víkverji og ætlaði ekki að gefa sig í fyrstu til- raun. „Ég veit alveg sko,“ sagði ungfrúin og gaf föður sínum lúmskt augnaráð, eins og hún hefði komist að hinum stóra sannleik. Víkverji hristi hausinn og hnussaði, reyndi að eyða talinu með þeim orð- um að jólasveinninn ætti áreiðanlega eftir að koma með eitthvað gott í skó- inn, sem og hann gerði. Stekkjar- staur gaf sig ekki og kom við með þetta fína naglaskraut. Prinsessan meðtók gjöfina að morgni en spennan og eftirvæntingin í augunum var horfin. Það er af sem áður var, og spurning hve lengi jólasveinarnir munu koma við á þessum bæ. En þeir hafa í mörg hús að venda og Víkverji getur huggað sig við það að þeir geta þá glatt önnur barnshjörtu og -sálir. x x x Jólaandinn var svo sannarlega svíf-andi yfir Árbæjarsafni um helgina, er Víkverji lagði þangað leið sína ásamt fleirum. Sérstök jólasýn- ing hefur verið alla sunnudaga á að- ventunni og full ástæða til að mæla með heimsókn á safnið þann sunnu- dag sem eftir er fyrir jól. Sannir ís- lenskir jólasveinar voru á sveimi, dansað var kringum jólatré undir tunglsljósinu og hægt að hlusta á kór- söng og upplestur og sjá hvernig tólg- arkerti voru unnin forðum daga. Víkverji var ekki lengi að þefa uppi jólahangikjötið, sem gestir fengu að smakka, og í öðru húsi mátti fá laufa- brauð í lófa. Er þá fátt eitt upptalið af því sem Árbæjarsafnið hefur upp á bjóða. Víkverji komst heill frá heim- sókninni ef frá er talin kúla á hausn- um. Mælt er með því að gestir safns- ins yfir 180 cm á hæð fái öryggishjálma á ferðum sínum um safnhúsin. Þetta hafa verið meiru stubbarnir, þessir forfeður okkar og -mæður! víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 sjá eftir, 4 hnik- ar til, 7 hraðans, 8 blauð- um, 9 beita, 11 deila, 13 lagleg, 14 árstíð, 15 kná, 17 ókyrrð, 20 agnúi, 22 lítið herbergi, 23 urg, 24 sefast, 25 vægar. Lóðrétt | 1 skass, 2 langt op, 3 kvenfugl, 4 þyrnir, 5 undirokar, 6 plássið, 10 mik- ið af einhverju, 12 ílát, 13 léttir, 15 fjáður, 16 samtala, 18 vindhviðan, 19 sér eftir, 20 höfuðfat, 21 síki. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 lúsarlegt, 8 lepps, 9 nefna, 10 ann, 11 rænan, 13 augað, 15 hólar, 18 slasa, 21 ell, 22 riðli, 23 afann, 24 hafurtask. Lóðrétt: 2 úlpan, 3 ausan, 4 linna, 5 göfug, 6 flór, 7 garð, 12 aka, 14 ull, 15 harm, 16 liðna, 17 reiðu, 18 slakt, 19 arans, 20 Anna. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Áhættulaus millileikur. S-Allir. Norður ♠DG1064 ♥Á10543 ♦75 ♣4 Vestur Austur ♠95 ♠82 ♥KD98 ♥G6 ♦Á94 ♦K10632 ♣K752 ♣G1083 Suður ♠ÁK73 ♥72 ♦DG8 ♣ÁD96 Suður spilar 4♠. Hvernig á að melda norðurhöndina á móti 15-17 punkta grandopnun? Flott væri að geta sýnt báða háliti og skorað á makker í geim, en fá pör búa yfir slíkri tækni. Í einföldu kerfi er góð hugmynd að nota Stayman og lyfta hálitasvari í 3-4 eftir smekk, en segja 2♥ við 2♦ til að gefa til kynna veika há- litahönd. En nóg um sagnir. Suður endar í 4♠ og fær út tromp. Keppnisformið er tví- menningur og sagnhafi hefur ekkert á móti yfirslag. Það er alltof gróft að svína ♣D, en hitt getur ekki spillt að taka fyrsta slaginn í borði og spila tígli að litlu hjónunum. Hvað vinnst með því? Ja, það er aldrei að vita nema vestur fari á taugum og skipti yfir í lauf – frá hans sjónarhóli gæti suður átt ♦K-D-G, en ekki ♣Á. 13. desember 1922 Hannes Hafstein lést, 61 árs. Hann var ráðherra frá 1904 til 1909 og aftur frá 1912 til 1914. Meðal ljóða hans eru Sprettur (Ég berst á fáki fráum) og Stormur. Útförin var gerð með mikilli viðhöfn. Minn- isvarði um Hannes var afhjúp- aður við Stjórnarráðshúsð 1. desember 1931. 13. desember 1945 Ferðabók Sveins Pálssonar kom út í fyrsta sinn, en hún hafði þá „legið í handriti í 150 ár“, eins og sagði í auglýsingu. 13. desember 1988 Sjötug kona í Reykjavík fékk 25 milljóna króna vinning á trompmiða í Happdrætti Há- skólans og var það stærsti happdrættisvinningur sem um getur hérlendis. „Mig dreymdi fyrir því að eitthvað myndi gerast í dag,“ sagði hún í sam- tali við Morgunblaðið, „en ég átti ekki von á þessu“. 13. desember 1992 Orgel Hallgrímskirkju í Reykjavík var vígt. Það er stærsta hljóðfæri á Íslandi, 17 metrar á hæð, vegur 25 tonn og í því eru 5.200 pípur. Kostnaður við smíðina nam tæpum 100 milljónum króna. 13. desember 1998 Sjötíu metra hár reykháfur við fiskimjölsverksmiðjuna á Kletti í Reykjavík var felldur með sprengingu. Hann var 560 tonn á þyngd og reistur 1963. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Birgir Thomsen, prestur á Sólheimum, eyðir af- mælisdeginum í vinnunni en til að gera sér daga- mun mun hann eflaust bjóða vinnufélögunum upp á tertu og gera vel við sig í mat í kvöld. Aðspurður segir hann eftirminnilegasta afmælisdaginn vera þegar hann varð 10 ára. „Þá sagði amma mín að nú væri fyrsti tugurinn búinn. Margir aðrir afmæl- isdagar eru einnig eftirminnilegir, svo sem 60 ára afmælið sem ég hélt upp á hér á Sólheimum, en þetta með fyrsta tuginn man ég alltaf,“ segir Birgir. Þegar hann var ungur var oft haldið sameiginlega upp á afmæli hans og systur hans, sem á afmæli 1. desember. „Þann dag var auðvitað gefið frí í skóla og flaggað og þegar systir mín var yngri hélt hún gjarnan að það væri út af því að hún ætti afmæli,“ segir hann. Birgir býr og starfar á Sólheimum ásamt eiginkonunni Erlu Thom- sen, sem er verkstjóri í kertagerðinni og meðhjálpari Birgis í kirkjunni. „Hér er búin að vera mikil dagskrá á aðventudögum. Síðustu helgi hélt Lionsklúbburinn Ægir í Reykjavík hér sína árlegu jólaskemmtun.“ Auk þess að vera prestur er Birgir einnig afeindavirkjameistari. „Það nýtist allt hér sem maður hefur lært á ævinni.“ ylfa@mbl.is Birgir Thomsen prestur 65 ára Mikil dagskrá á aðventunni Nýirborgarar Reykjavík Þór- arinn fæddist 23. september kl. 21.29. Hann vó 14 merkur og var 51 cm langur. For- eldrar hans eru Þórdís Steins- dóttir og Hall- dór Þór Snæ- land. Flóðogfjara 13. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 1.41 0,6 7.52 4,0 14.11 0,7 20.14 3,6 11.13 15.32 Ísafjörður 3.45 0,3 9.46 2,2 16.21 0,3 22.12 1,8 11.57 14.57 Siglufjörður 0.20 1,1 6.01 0,3 12.09 1,2 18.35 0,1 11.42 14.38 Djúpivogur 5.10 2,1 11.26 0,4 17.20 1,8 23.28 0,3 10.51 14.52 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Áhugaverður einstaklingur kemur róti á tilfinningar þínar. Taktu tillit til þess sem vinir þínir segja. (20. apríl - 20. maí)  Naut Enginn er fullkominn og þá þú ekki heldur. Dragðu strik yfir fortíð þína – lifðu í nútíðinni og njóttu þess. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þér er óhætt að láta eitthvað eftir þér í tilefni farsælla verkloka. Vertu op- inská/r gagnvart ættingjum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Óvæntar fréttir berast langt að sem gleðja þig. Þú ert á fullu í félagslífinu – hvernig væri að hægja aðeins á? (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Ekki einblína á það sem þú heldur að þú getir ekki breytt. Veltu fyrir þér gæðum lífsins. Þér finnst þú bundin/n í báða skó að mörgu leyti. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þetta er góður dagur til að leggja upp í langferð bæði í bókstaflegum og tákn- rænum skilningi. Reyndu ekki að sýnast meiri. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er heppilegt að skipuleggja skemmtanir í dag. Getur þú ekki sett þig í spor maka þíns? Ef maður er veikur á mað- ur að fara til læknis. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það getur stundum verið erfitt að drífa sig áfram. Hlýja þín er hjálp hinna ráðalausu. Þú rembist eins og rjúpan við straurinn í jólaundirbúningnum. Ekki fara yf- ir strikið. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Nú er mikill ys og þys og skammdegið svart svo það er öllum fyrir bestu að fara varlega. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert nógu klár til að eyða ekki gæðatíma í smáverkefni. Verið getur að þú þurfir að ræða alvarlega við nágranna þína. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Farðu að æfa. Til þess að ná árangri þarftu að vera raunsæ/r og gera þér glögga grein fyrir því hvað er mögulegt og hvað ekki. Þú átt nóg til af þolinmæði. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Láttu það ekki fara í taugarnar á þér þótt aðrir viti ekki alltaf hvað þeir vilja. Þú flýrð á náðir bóka í skammdeginu. Stjörnuspá 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 a6 7. Dd2 Rf6 8. O-O-O Bb4 9. f3 Re7 10. Rde2 d5 11. Bg5 dxe4 12. Bxf6 gxf6 13. Dd4 exf3 14. Dxb4 fxe2 15. Bxe2 f5 16. Hd6 Rc6 17. Df4 De7 18. Bf3 O-O 19. Hhd1 e5 20. Dh6 Be6 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir nokkru í Ro- gaska Slatina í Slóveníu. Kínverski stórmeistarinn Hua Ni (2670) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Da- nilo Polajzer (2293) frá Slóveníu. 21. Hd7! Db4 22. Rd5 Bxd5 23. Dg5+ Kh8 24. Df6+ Kg8 25. Bxd5 Df4+ 26. Kb1 og svartur gafst upp enda taflið t.d. tapað eftir 26…Rxd8 27. Hxd8 Haxd8 28. Bxf7+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.