Morgunblaðið - 13.12.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011
✝ Dóra Tóm-asdóttir, f.
Dora Green, fædd-
ist í Walkden, Grea-
ter Manchestser,
28. maí 1928. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans á
Landakoti 3. des-
ember 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Thomas
Green, starfsmaður
hjá kolanámufyrirtæki, f. 1886, d.
1943, og Sarah Ann Green hjúkr-
unarfræðingur, f. 1895 í Dowles,
Wales og d. 1970. Bjuggu þau
lengst af á 25 Memorial Road í
Walkden. Nokkru eftir fráfall
manns síns fluttist Sarah Ann að
111 Whittle Street, Walkden. Þau
eignuðust fjórar dætur, Phyllis, f.
1922, Alice, f. 1924, Joan, f. 1926,
og Dora, sem var yngst. Phyllis
lést aðeins 29 ára að aldri. Alice
og Wilf eignuðust eina dóttur,
Jean, sem giftist Geoffrey Butc-
her og eignuðust þau þrjú börn,
Julie, Robert og Tracey. Dóttir
Tracey er Amber, f. 2000, og son-
urinn Joel, f. 2011. Sambýlis-
maður hennar er
Jamie Hughes. Síð-
ari maður Jean er
Michael Shaw
heyrnarsérfræð-
ingur og búa þau nú
í Blackpool á vest-
urströnd Englands.
Joan giftist Edgar
Whitcombe og
bjuggu þau í Ottery
St. Mary, nálægt
Exeter í Devons-
hire. Þau eru bæði látin. Þeirra
börn voru Barbara og Peter.
Dóra giftist Sölva Eysteinssyni
kennara árið 1954 og eignuðust
þau tvo syni, Davíð, f. 10. mars
1956, og Tómas, f. 22. apríl 1962.
Davíð giftist Katrínu Þórisdóttur
og eignuðust þau þrjú börn, Rak-
el, f. 2.8. 1982, Sölva, f. 22.10.
1984, og Söru, f. 19.5. 1993. Rakel
býr með Hrafni Harðarsyni og
eiga þau eina dóttur, María Dóru,
f. 17.8. 2009. Davíð og Katrín
skildu og býr hann nú með Lindu
Björk Ólafsdóttur lögreglukonu.
Útför Dóru fer fram frá Nes-
kirkju í dag, 13. desember 2011,
og hefst athöfnin kl. 15.
Að þurfa að kveðja ömmu Dóru
er eitthvað það erfiðasta sem ég
hef gert á lífsleiðinni. Fyrir mér er
það mjög erfitt að skrifa stutta
grein um ömmu þar sem allt sem
ég hef um hana að segja gæti fyllt
heila bók. Amma mín var engin
venjuleg amma. Hún var einstök.
Hún var ekki bara sú skemmtileg-
asta sem ég hef kynnst, heldur var
hjarta hennar fallegt og vildi hún
öllum vel, sama hver það var.
Ég geri mér mikla grein fyrir
því núna þegar ég horfi til baka
hversu marga amma snerti með
góðvild sinni. Amma leit alltaf á já-
kvæðu hliðarnar á öllu og kvartaði
aldrei undan neinu. Hún var hetj-
an mín. Sama hversu kvalin hún
var í sínum veikburða líkama síð-
asta árið kvartaði hún aldrei og
tók alltaf á móti okkur fjölskyld-
unni með brosi á vör og skemmti-
legum sögum að segja.
Amma á mikinn heiður af þeirri
manneskju sem ég er í dag en þar
sem ég ólst upp með annan fótinn
hjá ömmu og afa á Kvisthaganum
kenndi hún mér svo ótalmargt
sem ég mun vera henni ævinlega
þakklát fyrir. Amma var snillingur
í að láta mér líða vel. Eitt það mik-
ilvægasta sem amma kenndi mér
er að með því að koma vel fram
alla og vera reiðubúin að hjálpa
öðrum mun ég fá það til baka síð-
ar. Amma lifði samkvæmt þessari
reglu alla ævi. Hún var elskuð og
dáð af öllum sem í kringum hana
voru og það var ekki hægt að líka
illa við hana.
Gott dæmi um góðmennsku
ömmu: Fyrir fáeinum árum var
það hefð hjá henni að fara í Kringl-
una þar sem hún hitti oft konu sem
ráfaði um með kerruna sína og átti
voða erfitt. Í hvert sinn sem ég
kom til ömmu á þessum tíma talaði
hún um þessa konu og fann voða
til með henni. Með tímanum urðu
þær málkunnugar og endaði á því
að ein jólin laumaði amma peningi
til hennar. Þetta er bara eitt dæmi
af mörgum sem er algjörlega lýs-
andi fyrir ömmu. Hún lifði fyrir
það að hitta fólk og var alltaf hrók-
ur alls fagnaðar á öllum samkom-
um.
Í mörg ár var amma svo ómiss-
andi þáttur í afmælum mínum. Ég
hélt ár eftir ár upp á afmæli fyrir
hressar stelpur sem voru spenntar
að koma og sjá hverju amma
myndi taka upp á í það skiptið. Ég
mun sakna þess að geta ekki farið
á Vatnsstíginn þar sem amma tek-
ur á móti mér syngjandi, þyljandi
upp allt sem hún hefur í boði fyrir
mig. „Oh, its just in the lucky dra-
wer“, myndi hún segja. Svo mynd-
um við setjast niður og horfa út á
hafið sem henni þótti svo vænt um
og ræða saman um allt.Við amma
vorum svo nánar og hún dæmdi
mig aldrei, sama hvað það var.
„Blood and stomach pills“ myndi
hún svo segja þegar ég segði henni
frá einhverju sem henni líkaði ekki
alveg við, „Jesus Mary, Mother of
God!“ Húmorinn var aldrei langt
undan hjá ömmu.
Það var virkilega erfitt að horfa
upp á ömmu berjast við sjúkdóm-
inn, sérstaklega undir það síðasta.
Það tók á að horfa á lúinn líkama
hennar taka völdin en ég trúi því
að amma mín sé komin á betri stað
þar sem henni líður loksins vel. Þó
það verði virkilega tómlegt án
ömmu Dóru, þá trúi ég því líka að
hún sé alltaf með okkur og vaki yf-
ir okkur um ókomna tíð. Elsku
amma, þú munt alltaf eiga stóran
hluta af hjarta mínu og ég tel mig
vera svo heppna að hafa fengið að
kynnast þér. I love you, granny.
Sara Davíðsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Það var á samkomu hjá Anglia
félaginu, sem var fyrir enskumæl-
andi fólk á Íslandi, að ég kynntist
Dóru fyrst. Hún gekk til mín og
spurði hvort ég væri ensk. Þetta
var árið 1957 og frá þeim degi vor-
um við perluvinkonur. Við hjálp-
uðumst að við eitt og annað, eins
og tungumálið, innkaup, hvaða ís-
lenskt orð var yfir mat sem við
ætluðum að kaupa og fleira. Það
skemmtilega var að feður okkar
hétu báðir Thomas, svo við urðum
báðar Tómasdætur hér á Íslandi
þegar við fengum íslenskan ríkis-
borgararétt. Dóra var mjög fé-
lagslynd og átti marga vini sem
þótti mjög vænt um hana. Á gleði-
stundum heima hjá henni var mik-
ið sungið. Hún hafði mjög fallega
söngrödd og hún skipulagði marga
leiki eins og „Pass the parcel“, sem
var ómissandi. Bingó var líka
ómissandi hjá henni og þótt hún
væri alvarlega veik lét hún sig ekki
vanta á bingókvöld. Sölvi maður-
inn hennar var henni mikill styrk-
ur. Veikindi hennar voru örugg-
lega mjög erfið fyrir hann og
synina tvo, Davíð og Tómas, sem
hafa misst mikið.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir)
Blessuð sé minningin þín, ég á
eftir að sakna þín.
Þín vinkona,
Vera Tómasdóttir.
Ég hef aldrei þótt mikill ens-
kuspekúlant og því átti ég ansi oft
bágt með að skilja íslensk-enskt
málfar Dóru Green og óteljandi
sögur hennar. Mér fannst það
synd því sögurnar voru yfirleitt
drepfyndnar, a.m.k. af viðbrögð-
um viðstaddra fjölskyldumeðlima
að dæma.
Dóra fæddist í maí árið 1928 og
var yngst fjögurra systkina sem
bjuggu við fátækt í smábæ rétt
fyrir utan Manchester. Þegar hún
var 12 ára sprengdu árásarþotur
nasista borgina í loft upp og u.þ.b.
ári síðar veiktist faðir hennar
Dóru og lést, en hann hafði starfað
sem kolanámumaður alla tíð. Það
er ógjörningur að ætla að reyna að
setja sig í spor Dóru á þessum
aldri en eitt er víst að stríðsárin
hafa a.m.k. á einhverjum tíma-
punktum verið algjörlega þrotlaus
barátta í augum lítillar stúlku sem
var ekki sýnd nein miskunn í líf-
inu. Það eitt og sér að hafa lifað á
þessum stað, á þessum tíma hlýtur
að hafa verið ógnvekjandi upplif-
un.
Það er ekki hægt að segja ann-
að en að Dóra hafi haldið tryggð
við uppruna sinn þrátt fyrir að
hafa flutt þaðan 26 ára gömul. Hún
var dugleg að heimsækja ensk
skyldmenni og síðasta skiptið sem
ég hitti hana var einmitt Man Utd.
leikur í gangi í stofunni heima á
Vatnsstíg. Þá var hún orðin af-
skaplega veikburða, talaði lágt og
það heyrðist voðalega lítið í henni,
en á einum tímapunkti í skvaldr-
inu varð ég var við að henni tókst
að koma tveimur orðum vel til
skila: „Come on“.
Ég varð oftar en einu sinni var
við það að Dóra bar sérstaklega
hlýjan hug til sjónskertra og al-
mennt til þeirra sem minna mega
sín í samfélaginu. Það var greini-
legt að bágborinn hagur fjöl-
skyldumeðlima og annars fólks á
uppvaxtarárunum hafði sterk
áhrif á hana. Ég man vel eftir at-
viki í áttræðisafmæli Dóru þegar
hún táraðist og varð mikið niðri
fyrir við að tilkynna að í tilefni
dagsins hefði hún ákveðið að verja
tiltekinni upphæð til að styrkja
samtök blindra og sjónskertra.
Þegar ég kynntist Dóru fyrir
rúmlega níu árum varð mér fljótt
ljóst að hún og Sölvi spiluðu ansi
stóra rullu í lífi Rakelar. Vinskap-
ur Dóru við Rakel, Sölva og Söru
var þeim öllum afar dýrmætur.
Það er ekki beint sjálfgefið að 83
ára gömul amma sé í jafn sterku
sambandi við barnabörnin sín (og
barnabarnabarnið) eins og raun
bar vitni.Það er ekki hægt að
skilja við Dóru án þess að minnast
á léttlyndi hennar og jákvætt við-
mót. Það kom því ekki á óvart að
hún skyldi ná einstaklega vel sam-
an við Franciscu í Bónus sem er
besti afgreiðslumaður Íslands og
kom síðar nokkrum sinnum við á
heimili Dóru og Sölva. Francisca
kom einmitt í heimsókn upp á spít-
ala kvöldið fyrir andlát hennar, en
hafði þá ekki áttað sig á því hversu
illa haldin Dóra var og fór grátandi
af spítalanum.
Ég veit að fjölskyldan skipti
hana öllu máli og Dóra skipti fjöl-
skylduna öllu máli, en svona er víst
gangur lífsins. Leikarar í aðalhlut-
verki hverfa af sviðinu fyrir fullt
og allt, á sama tíma og nýir eru
kynntir til leiks, en minningin um
magnaðan persónuleika og ein-
staka manneskju sem gleðigjafinn
Dóra Green var mun áfram lifa.
Hrafn Harðarson.
Árið 1954 yfirgaf ung stúlka
grónar æskuslóðir í Lancaskíri á
Stóra-Bretlandi og settist að í
hrjóstugri Reykjavík þess tíma.
Hafi henni verið brugðið við kom-
una hikaði hún hvergi. Hér beið
hennar ungur menntamaður, Sölvi
Eysteinsson, og hjá honum vildi
hún vera.
Hann kveður nú Dóru sína eftir
nær sextíu ára góða og gæfuríka
samveru með glæsilegri fjölskyldu
sinni, sonum, barnabörnum og
barnabarnabarni. Á kveðjustund
er sorgin sár, en í henni er líka að
finna mikla gleði og hamingju,
sem ekki öllum hlotnast og fyrir
hennar þátt í því er nú þakkað.
Með manni sínum fann Dóra það
öryggi og þá ást, sem hún varð af á
viðkvæmum skeiðum æskuár-
anna, og hann fylgdi henni heima
og erlendis af ástúð og umhyggju.
Með slíkan sjóð voru þau jafnan
aflögufær. Þeir sem ekkert eiga
hafa ekkert að gefa.
Við Dóra kynntumst fyrir
nokkrum árum þegar Rakel son-
ardóttir hennar og Hrafn sonar-
sonur minn hófu búskap og síðar
urðum við langömmurnar hennar
Maríu Dóru Hrafnsdóttur og þótt-
umst vera herrans fínar grand old
ladies við hátíðleg tækifæri. Dóra
var prýði hvers samkvæmis, glöð
og kát, fín og falleg, ljúf í viðmóti
og lagði aldrei illt til nokkurs
manns. Þess vegna söknum við
hennar öll og það kom sem reið-
arslag þegar ljóst var að hún væri
á förum. En hún er ekki farin
langt. Amma Dóra verður áfram
með okkur og ef hún lítur af hópn-
um sínum stund og stund vona ég
að hún nýti tímann til að pússa lítið
eitt íslenskuna sína meðan hann
Sölvi er ekki til að spilla henni með
enskukunnáttu sinni í hágæða-
flokki.
Sumt fólk er þeirrar gerðar að
það hljóta allir að elska það. Það
stráir í kringum sig gleði og
gæsku. Þannig var Dóra Tómas-
dóttir. Hún er því kært kvödd.
Takk fyrir komuna góða vinkona.
Hugur okkar allra er hjá Sölva
sem nú þakkar árin öll, sonunum
Davíð og Tómasi sem sjá á bak
góðri móður og barnabörnunum
Rakel, Sölva og Söru sem elskuðu
hana af heitu hjarta og ættingjum
sem komnir eru frá Bretlandi vott-
um við samúð.
Farðu vel kæra Dóra.
Guðrún Helgadóttir.
Dóra Tómasdóttir
✝ Sigurður Haf-stein Hall-
dórsson fæddist að
Gaddstöðum í
Rangárvall-
arhreppi 14. des-
ember 1926. Hann
lést á dvalarheim-
ilinu Víðihlíð 5. des-
ember 2011.
Foreldrar hans
voru Halldór Þor-
leifsson smiður, f.
29. október 1875, d. 4. desember
1953 og Þuríður Sigurðardóttir
húsfreyja, f. 17. maí 1887, d. 24.
júní 1978. Systkini Sigurðar voru
Ingibjörg, f. 2. maí 1909, d. 19.
apríl 1992, Halldóra, f. 6. júlí
1910, d. 4. desember 2011. Upp-
eldissystir Sigurðar var Sigríður
Þorgrímsdóttir, f. 29. október
1921, d. 3. maí 1993.
Sigurður var giftur Ernu
Sverrisdóttur frá Brimnesi í
Grindavík, f. 2. ágúst 1929, d. 10.
ágúst 1999. Þau eignuðust þrjár
dætur og eina uppeldisdóttur, 1)
Guðrún, f. 1. júní 1947, d. 14.
september 2010, maki Harold
Hastings, f. 26. des-
ember 1938, d. 1.
jan. 2006. Börn Guð-
rúnar eru Erna, f.
30. ágúst 1963, El-
ísabet, f. 26. sept-
ember 1977, Hrefna,
f. 21. júlí 1949, maki
Rúnar Benedikts-
son, f. 13. júlí 1948.
Börn þeirra eru Sig-
rún, f. 7. september
1964, Elínrós, f. 25.
janúar 1971 og Sigurður Arnar,
f. 28. apríl 1980, Svava, f. 21. júní
1964, maki Ævar Ingi Guðbergs-
son, f. 18. október 1962. Börn
þeirru eru Unnur Hafstein, f. 13.
júní 1989 og Kara Hafstein, f. 29.
júní 1998, uppeldisdóttir Erna, f.
30. ágúst 1963. Börn hennar eru
Guðrún Hrefna, f. 8. febrúar
1989 og Erna María, f. 18. sept-
ember 1998.
Sigurður starfaði lengst af sín-
um starfsferli sem húsasmiður.
Útför Sigurðar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 13. des-
ember 2011, og hefst athöfnin kl.
13.
Með miklum trega og söknuði
langar okkur systur og tengda-
syni að kveðja þig með nokkrum
orðum. Heimili ykkar mömmu
stóð okkur alltaf opið, hvort sem
það var í blíðu eða stríðu, alltaf
stóðuð þið þétt við bakið á okk-
ur. Pabbi var mikill handverks-
maður það lék allt í höndunum á
honum, sama hvort það var við
smíðar eða önnur verk.
Pabbi hóf ungur nám við
húsasmíði, sem hann starfaði við
alla sína tíð. Hann teiknaði og
byggði allmörg einbýlishús, þar
á meðal sín eigin. Árið 1979 lenti
pabbi í hræðilegu bílslysi og var
vart hugað líf, en með þraut-
seigju og æðruleysi tókst honum
að yfirstíga það þótt það hafi
háð honum líkamlega, kvartaði
aldrei og kláraði sín verk. Pabbi
aðstoðaði mikið stórfjölskyld-
una, hvort sem það var við inn-
réttingasmíði eða aðstoð við
smíði sumarhúsa sem við öll
byggðum, og var það ómetanleg
hjálp.
Pabbi var einstakur ljúfling-
ur, skipti aldrei skapi sama hvað
gekk á. Hann hafði einstakt lag
á að draga fólk að sér, hann var
hlédrægur maður en traustur
vinur.
Hafðu þökk fyrir alla þína
hlýju og kærleik.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Hrefna, Rúnar Svava,
Ævar Ingi og Erna.
Siggi Halldórs flutti frá
Gaddstöðum við Hellu til Kefla-
víkur 13 ára gamall. Hann
byggði með foreldrum sínum
einbýlishús að Vesturgötu 12.
Nokkrum árum síðar er Siggi
tók sveinspróf í trésmíði kynnt-
ist hann systur minni, Ernu, frá
Brimnesi í Grindavík, er ég var
níu ára gamall. Fljótlega upp frá
þessu fer Siggi með sína prins-
essu til Keflavíkur, með miklum
söknuði mínum. Þau byrja bú-
skap hjá foreldrum Sigga en
fljótlega fá þau leigt hjá Inga
Þór á Tjarnagötu, sem þau
þurftu að innrétta að öllu leyti.
Siggi var afskaplega laginn og
vandvirkur smiður sem varð
hans ævistarf að undanskildum
fáum árum sem hann fór í versl-
unarrekstur með öðrum, sá
rekstur fór mjög illa fyrir Sigga,
bæði fjárhagslega og ekki síður
andlega.
Hann átti sterka konu sem
stóð traustum fótum við hlið
hans. Þegar leigan var útrunnin
hjá þeim byggðu þau efri hæð
að Vesturgötu 12 hjá foreldrum
Sigga, síðar er fjölskyldan
stækkaði byggðu þau hús að
Sunnubraut 1 sem var stórt og
mikið, þarna bjuggu þau í nokk-
ur ár. Ekki dugði það Sigga til
langframa því fáum árum síðar
byggði Siggi að Tjarnargötu 38
sem var enn stærra og meira en
það á undan því.
Fjölskyldan var stór þar sem
dæturnar þrjár og ein uppeld-
isdóttir, ofan á þetta allt voru
þau með móður Sigga sem var
til heimilis mest allan búskap
þeirra.
Einnig voru þau með föður
okkar Ernu sem var með park-
insonveiki á mjög háu stigi til
margra ára og þurfti mikla
umönnun allan sólahringinn.
Siggi var mikið ljúfmenni og
skapgóður svo af bar í allri hans
umgengni og manngæskan var
framar öllu hjá þeim báðum.
Upp úr 1960 byggðu þau sum-
arbústað við Gaddstaðaflatir við
Hellu með systkinum sínum, það
eru þrír bústaðir. Þar undu þau
sér öllum stundum við gróður-
setningu trjáa og að gera tún
því þarna var bara svartur sand-
ur. Þessi sumarhúsarekstur tók
þau ein fjörutíu ár eða allt þar
til Erna dó, þá dó eitthvað innra
með Sigga og löngun til bústað-
arins hvarf að mestu leyti, því
ást þeirra og umhyggja hvors
fyrir öðru var mjög mikil eða al-
veg einstök frá fyrstu stundu er
Siggi heillaðist af Ernu sinni.
En rétt fyrir 1970 lenti Siggi í
miklu bílslysi á Reykjanesbraut-
inni, þar var frost og snjór á
jörðu er bíllinn valt og Siggi
lenti undir honum og var vart
hugað líf í marga sólarhringa,
var hann í mörg ár að ná smá
bata og bar hann þess merki
alla tíð hvað hafði komið fyrir.
Þau áttu dóttur búsetta í Am-
eríku til margra ára og höfðu
þau mjög gaman af að ferðast til
hennar og dvelja oft í nokkrar
vikur í senn og nokkrar ferðir
fóru þau til Spánar, svona til til-
breytingar. Nú er Siggi Hall-
dórs allur, þakka ég honum
samveruna öll þau ár er við átt-
um samleið og mun ég sakna
hans og bið Guð almáttugan að
vaka og vernda fjölskyldur hans.
Magnús Sverrisson.
Siggi frændi hefur kvatt
þennan heim, farið til annars
þar sem Erna frænka og Gunna
dóttir hans ásamt öðrum ætt-
ingjum taka vel á móti honum.
Hann var gull af manni, afar
hjálpfús og vildi allt fyrir aðra
gera með bros á vör. Aldrei sá
ég hann skipta skapi eða skipta
sér af því sem honum ekki við-
kom, var alltaf gaman að spjalla
við hann því hann var alltaf svo
jákvæður og glaður.
Þín verður sárt saknað af öll-
um sem þekktu þig, kveð ég þig
með þessum fáum orðum.
Guð sá að þú varst þreyttur
og þrótt var ekki að fá,
því setti hann þig í faðm sér
og sagði: „Dvel mér hjá“.
Harmþrungin við horfðum
þig hverfa á annan stað,
hve heitt sem við þér unnum
ei hindrað gátum það.
Hjarta, úr gulli hannað,
hætt var nú að slá
og vinnulúnar hendur
verki horfnar frá.
Guð sundur hjörtu kremur
því sanna okkur vill hann
til sín hann aðeins nemur
sinn allra besta mann.
(Þýtt Á.Kr.Þ.)
Valgerður Magnúsdóttir.
Sigurður Hafstein
Halldórsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi, þú sem varst
okkur alltaf svo ljúfur og
góður.
Við kveðjum þig með
sorg í hjarta.
Ljúfar voru stundir
er áttum við saman.
Þakka ber Drottni
allt það gaman.
Skiljast nú leiðir
og farin ert þú.
Við hittast munum aftur,
það er mín trú.
Hvíl þú í friði
í ljósinu bjarta.
Ég kveð þig að sinni
af öllu mínu hjarta.
(Maren Jakobsdóttir)
Sigrún, Elínrós, Sigurður
Arnar. Unnur og Kara.
Guðrún Hrefna og Erna
María.