Morgunblaðið - 13.12.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011
✝ Klara Klængs-dóttir fæddist í
Reykjavík 24. ágúst
1920. Hún lést að
Hlaðhömrum 30.
nóvember 2011.
Klara var dóttir
hjónanna Rann-
veigar Eggerts-
dóttur, frá Stapa í
Tálknafirði, sem
lést 1981 og
Klængs Jónssonar,
frá Árbæ í Ölfusi, sem lést 1920.
Bróðir Klöru var Gunnar
Klængsson, fæddur 29. október
1914, látinn 28. júní 1986.
Klara fluttist að Álafossi með
móður sinni eftir andlát föður
aldur. Ætla má að Klara hafi
kennt fleiri Mosfellingum að
lesa en nokkur annar kennari.
Klara bjó að Brúarlandi allan
sinn starfstíma sem kennari og
tók virkan þátt í lífi sveitunga
sinna. Henni var falið að synda
vígslusund Varmárlaugar 17.
júní 1964 og var heiðursgestur
við vígslu nýrrar sundlaugar
Mosfellsbæjar, Lágafellslaug, 43
árum síðar, eða árið 2007.
Nokkru eftir að Klara lauk
starfsferli sínum við Varmárs-
kóla flutti hún í íbúðir aldraðra
að Hlaðhömrum og naut þar
einstakrar umhyggju og
umönnunar starfsmanna og
undi hag sínum vel. Klara
Klængsdóttir var ógift og barn-
laus.
Útför Klöru Klængsdóttur
verður gerð frá Lágafellskirkju
í dag þriðjudaginn 13. desember
2011, og hefst athöfnin klukkan
14.
en bróðir hennar
fór í fóstur. Klara
ólst upp hjá móður
sinni og var á yngri
árum mikil sund-
kona, setti ýmis Ís-
landsmet og kenndi
meðal annars sund
fimmtán ára gömul
við gömlu sund-
laugina á Álafossi.
Klara útskrifaðist
frá Kennaraskóla
Íslands árið 1939 og hóf það
haust kennslu við Brúarlands-
skóla. Klara starfaði síðan við
barnakennslu og sundkennslu
við Brúarlandsskóla og síðar
Varmárskóla allan sinn starfs-
Elsku Klara.
Fá hef ég skrifað þér bréfin
árin sem við höfum þekkst, en
þau má mæla þannig að nú er
ég jafngömul og þú varst þegar
ég sá þig fyrst 1983. Árin eru
líka nokkurn veginn jafn mörg
og ég átti með mömmu minni.
Þú varst þá dekkri á hár, grönn
og nokkuð stórskorin í andliti
og augun horfðu rannsakandi á
þessa barnsmóður Gunnars
frænda þíns. Gunnar var þér
kær sonur bróður þíns og hafði
margoft dvalið á Brúarlandi í
Klörusveit sem barn. Þið náðuð
svo vel saman í þurrum húm-
ornum, þú kunnir líka þá list að
vera ekki að gera veður út af
engu og sjá það skondna í til-
verunni. Runólfi mínum 4 ára
tókstu strax af alkunnri ljúf-
mennsku þinni, Kötlu litlu og
síðar Klængi á sama hægláta en
ákveðna hátt. Þau brostu og
elskuðu þig á móti. Ég á mynd í
huga mér þar sem þú situr við
tjaldborð fyrir kirkjudyrum
Landakotskirkju og skálar við
okkur í kampavíni, raketturnar
fljúga um og kirkjuklukkurnar
hringja inn nýja öld. Sömuleiðis
í samkvæmisleik, einnig á gaml-
árskvöld, þá áttirðu að geta
hver þú varst. Það tókst í fyrstu
atrennu: er ég kona, núlifandi,
þekkt af mörgum? Svarið lá
strax á vörum þínum: er ég El-
ísabet Englandsdrottning?
Drottning varstu. Í kennslu-
stofunni þar sem þú kenndir
fjölmörgum á löngum kennara-
ferli að lesa, skrifa og reikna. Í
sundlauginni þar sem þú gerðir
Mosfellinga synda. Þú ríktir í
lokin ein á Brúarlandi, á erfiðu
tímabili í lífi þínu, en varðst síð-
an miðpunktur við borðið á
Hlaðhömrum. Hlaðhamrar voru
þitt athvarf í ellinni, allir boðnir
og búnir að aðstoða þig. Mar-
gréti verður seint þakkað sem
skyldi og frú Valgerður, eins og
þú kallaðir forstöðukonuna
vakti yfir öllu. Betra dvalar-
heimili finnst ekki, þar leið þér
vel og allt gert fyrir þið nema
eitt, eins og þú orðaðir það sjálf
„að gifta þig“.
Klara, þú ert órjúfanlegur
þáttur af okkar lífi og okkur
efst í huga, gæska þín, góðvild,
skemmtilegheit, jákvæðni og
artarsemi.
Þú fórst með reisn, við sökn-
um þín.
Vertu ævinlega blessuð og
sæl.
Þín,
Móeiður Gunnlaugsdóttir
(Móa.)
Elsku Klara okkar, Klara
frænka.
Hversu margar góðar minn-
ingar eigum við ekki um dvölina
hjá þér í uppvextinum, bæði á
Laugaveginum og á Brúarlandi.
Þú varst drottning í eðli þínu og
svo varstu náttúrulega sundd-
rottning í orðsins fyllstu merk-
ingu. Allt sem þú áttir var eðal,
pelsarnir í fatskápnum, allar
silkislæðurnar vandlega brotnar
saman í röðum. Þú kenndir okk-
ur endalausar gátur, 10 toga
fjóra.. kenndir okkur að prjóna,
sast með okkur við að teikna.
Dagarnir voru langir og hægir,
hraði dagsins í dag náði þér
aldrei, á veggnum gekk klukkan
sín hægu skref, eilífð, eilífð…
Við lögðum okkur um eftirmið-
daginn, það var notalegt og
verndandi að kúra í skjóli þínu
en maður mátti alls ekki hreyfa
sig, varð að liggja alveg kyrr og
hlusta á andardráttinn og þögn-
ina.
Að skoða í búrið þitt var
leyndardómur sem enn er ljós-
lifandi í minningunni og fylgir
okkur alla tíð. Allir litlu
heillandi og barnslegu hlutirnir
sem þú safnaðir að þér, kúlu-
spilið sem klingdi á baðherberg-
ishurðinni, hefðardaman með
hvolpana sína, bangsarnir og
brúðurnar, allt var þetta svolítið
eins og af öðrum heimi, eins og
þú.
Þú varst landsfræg fyrir
Klörusokkana þína og við syst-
urnar vorum öfundaðar af þeim,
þessum fallegu, litríku, útprjón-
uðu sokkum sem við höfðum
endalausan aðgang að. Öll börn-
in í fjölskyldunni nutu þess að
læra eitthvað af þér enda
varstu barnakennari allt þitt líf.
Síðast var það Kría litla sem
skynjaði glæsileika þinn og
reisn. Hún vildi líkjast þér, hún
dáðist að bleikrósóttu kjólunum
þínum. Hún var kvefuð í vor og
mamma setti slæðu um hálsinn,
þá sagði Kría „Þá verð ég svona
fín eins og Klara“.
Elsku Klara, við kveðjum þig
með þökkum fyrir þá góðu
reynslu og minningar sem þú
gafst okkur, sem við berum
áfram með okkur. Við kveðjum
liðna tíð með söknuði, því nú er
ákveðnum kafla lokið.
Rannveig og Margrét.
Allt frá því að ég man eftir
mér hefur komið yfir mig sér-
stakur ljómi þegar nafn Klöru
Klængsdóttur hefur verið nefnt
og ég held að ég sé ekki einn
um það. Klara hóf kennslustörf
í Brúarlandi hjá afa mínum,
Lárusi Halldórssyni, veturinn
1939-40, þá aðeins 19 ára göm-
ul, áður hafði hún verið þar
nemandi. Hún kenndi móður
minni að lesa og kenndi með
föður mínum, bæði í Brúarlandi
og Varmárskóla.
Góð vinátta ríkti alla tíð á
milli Klöru og fjölskyldu minnar
og naut hún mikillar og verð-
skuldaðrar virðingar. Klara var
engum lík og einstakur kennari.
Án vafa er hún mjög minnis-
stæð öllum þeim sem nutu
hennar leiðsagnar. Þrír ættliðir
lærðu að lesa hjá Klöru hér í
bæjarfélaginu og einnig var hún
um tíma sundkennari, lærði
móðir mín m.a. að synda hjá
henni í gömlu Álafosslauginni
hér á árum áður.
Nú styttist í jólin og langar
mig hér að nefna eina af mörg-
um eftirminnilegum jólagjöfum
frá Klöru. Meðal þessara fal-
legu gjafa hennar voru jóla-
sveinar, skornir út í pappa, og
eru þeir okkur systkinunum
ávallt minnisstæðir og í miklu
uppáhaldi. Jólasveinarnir gömlu
og fallegu minna okkur alltaf á
Klöru og munu gera um
ókomna tíð. Fallegar gjafir
gleðja en upp úr standa alltaf
góð kynni af einstakri mann-
eskju sem lét veraldleg gæði
aldrei hafa áhrif á sitt líf. Hlýja
brosinu og fallega hjartalaginu
gleyma engir sem kynntust
Klöru.
Blessuð sé minning Klöru
Klængsdóttur.
Karl Tómasson.
Ég held að það hafi verið um
haustið árið 1942 sem fundum
okkar Klöru bar fyrst saman, er
ég feimið einbirni frá Leirvog-
stungu var að fara í skóla í
fyrsta sinn.
Þetta skólaár vorum við nem-
endur hennar 15 talsins, þetta
voru krakkar víðs vegar að úr
sveitinni, af bæjum í Mosfells-
dal, Reykjahverfi og Suðursveit
og víðar. Þá var Mosfellshrepp-
ur víðfeðmari en í seinni tíð,
hann náði niður að Elliðaám
fyrir 88 árum síðan og oddvit-
inn bjó í Grafarholti til ársins
1946. Um þetta leyti og í mörg
ár eftir þessi fyrstu voru ekki
sérstakir skólabílar til að koma
börnum að og frá skóla.
Um þetta leyti var Brúar-
landsskólinn og umhverfi hans
hersetið, eins og víðar í Mos-
fellshreppi um þessar mundir,
en það hafði ekki teljandi áhrif
á skólahaldið.
Það er skemmst frá því að
segja að frá fyrstu tíð urðum
við Klara góðir vinir sem varði
þar til yfir lauk. Þessu var hald-
ið við með árlegum jólakveðj-
um, það var unun að lesa kortin
frá henni, þar var einatt eitt-
hvað sérstakt, hún var lista-
skrifari.
Hún var mjög góður kennari
og kenndi krökkunum strax
hvernig átti að halda á blýanti
og penna við skriftir, vísifing-
urinn átti að vera beinn.
Það var ekki hennar stíll að
nemendur hefðu vísifingurinn
krepptan inn í lófann eins og al-
gengt er að sjá nú til dags. Við
hefðum ekki komist upp með
það hjá henni.
Hún kenndi einnig sund í
Álafosslauginni og svo þegar ár-
in liðu kenndi hún við unglinga-
skólann sem ég fór í eftir
barnaskólann ásamt nokkrum
mér eldri nemendum sem not-
færðu sér þessa nýbreytni.
Sund lærði ég ekki að ráði hjá
Klöru, nema nokkrum sinnum í
rólunni sem hún hafði á okkur
fyrst í stað meðan sundtökun-
um var náð.
Ég greindist með snert af
berklum og var bannað að fara í
sund og skóla í hálft annað ár.
Á þessu erfiða tímabili heima
komu krakkarnir úr bekknum
hennar Klöru með bókina um
Bláskjá eftir Franz Hoffmann
til að stytta mér stundir, fag-
urlega áritaða af henni „Frá
yngri deildinni í Brúarlands-
skóla“. Þetta var Klara Klængs-
dóttir
Mér er alltaf minnisstætt
þegar jólatrésskemmtanirnar
voru haldnar í salnum í Brú-
arlandskjallaranum við hliðina á
kennslustofu Klöru, þá voru yf-
irhafnir okkar og foreldra
geymdar á efri hæðinni, í
kennslustofunni hans Lárusar,
þar gat að líta hillu á aust-
urveggnum hvar var röð af upp-
stoppuðum fuglum, þvílík dýrð.
Í þessari kennslustofu, hjá
fuglunum, nam ég seinna eftir
dvölina hjá Klöru.
Ég nefndi í upphafi að ég
hefði verið feiminn, dæmi um
það er að ég sat á kexkassa frá
Frón bak við hurðina í eldhús-
inu í Brúarlandskjallaranum, en
mamma var þar ásamt fleiri
kvenfélagskonum sem sáu um
jólatrésskemmtunina. Það fór af
þegar Klara sótti mig og gekk
með mér kringum jólatréð inn í
sal. Þetta var Klara Klængs-
dóttir.
Að lokum tek ég mér það
bessaleyfi að mæla fyrir hönd
nemenda hennar á þessum ár-
um.
Við erum öll bættari eftir ár-
in með þér.
Haf þú kæra þökk, far þú í
friði,
Guðmundur Magnússon.
Kveðja frá Vorboðum
Við komum hér glaðir á góðvinafund,
til gamans við gleði og söng
og huga við lyftum á hverfandi stund
frá hversdagsins ys og þröng.
En stundin er liðin, hún leið svo hratt
við ljóðhreim og strengja slátt,
Því kveðjumst við öll meðan allt er
glatt,
og aftur við hittumst brátt.
(Freysteinn Gunnarsson.)
Kór eldri borgara í Mos-
fellsbæ hefur nú starfað í rúm
20 ár og félögum fækkar sem
komu þar fyrst að málum.
Klara Klængsdóttir var ein af
þeim sem tóku þátt í því góða
starfi og hefur fylgt kórnum
eftir og hvatt kórfélaga til dáða,
samt stóð hún aldrei á palli með
kórnum en fylgdi honum eftir
nánast hvert sem hann fór og á
æfingum sat hún fyrir aftan
kórinn og söng með og kór-
félagar nutu hennar góðu nær-
veru.
Klara Klængsdóttir hafði svo
sannarlega góða nærveru, alltaf
jákvæð og glöð og svo var hún
kennarinn sem hafði kennt
þremur og jafnvel fjórum ætt-
liðum hér í Mosfellsbæ og þeir
eru fáir sem ekki þekktu Klöru.
Nú er Klara okkar farin til
Sumarlandsins og örugglega
búin að finna kór til að styðja
við bakið á en við Vorboðar
munum sakna hennar og geyma
minningu um sérstaka konu í
hjörtum okkar, ættingum og
vinum sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
F.h. Vorboða,
Úlfhildur Geirsdóttir
formaður.
Klara
Klængsdóttir
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Gisting
Gisting allt árið í notalegum
bústöðum
Heitir pottar og notalegheit.
Þú átt það skilið að slappa af fyrir
jólin. Fjölskyldur og hópar.
Minniborgir.is
Gisting á góðum stað.
Upplýsingar í síma 868 3592.
Heimilistæki
Frábært úrval saumavéla við
allra hæfi. Toyota, EVA-Royal,
Bernina. Samtals 17 gerðir fyrir
byrjendur jafnt sem fatahönnuði.
Skoðaðu úrvalið á "saumavelar.is"
eða hringdu í 892 3567 e.h. alla
daga.
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Tómstundir
Fjarstýrðar innanhússþyrlur og
margt fl.
Mikið úrval af fjarstýrðum innanhúss-
þyrlum á góðu verði. Netlagerinn slf.
Verslun í Dugguvogi 17-19, 2. hæð.
Sími 517-8878. Vefsíða Tactical.is
Frí heimsending til jóla.
Frábært poolborð frá RILEY
5-6 og 7 feta borð á lager
Kúlur – kjuðar – þríhyrningur – krít
fylgja hverju borði.
www.billiard.is
Suðurlandsbraut 10 (2. h.),
108 Reykjavík, s. 568 3920.
Fótboltaspil 120 cm
35.600 kr.
Fínt að reisa upp eftir notkun,
kemst alls staðar fyrir.
www.pingpong.is
Suðurlandsbraut 10 (2. h.),
108 Reykjavík. Sími 568 3920.
Eigum poolkjuða í úrvali
Frábær verð.
www.billiard.is
Suðurlandsbraut 10 (2. h.),
s. 568 3920 / 897 1715.
Þjónusta
ÞÝÐINGAR - TRANSLATIONS
HALLSTEINN ehf.
Halldór Jónsson
verkfræðingur
892-1630
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Bílaþjónusta
SÖLUSKOÐANIR BIFREIÐA
Ertu að kaupa bíl? Láttu fagmenn
greina ástand hans áður en þú
gengur frá kaupunum. Skoðunin
kostar frá kr. 9.900. Ekki þarf mikið
til að hún borgi sig margfalt. Fáðu
aukna vissu í bílakaupin með
söluskoðun Frumherja.
Tímapantanir í síma 570 9090.
Frumherji –
örugg bifreiðaskoðun.
Húsviðhald
Tek að mér ýmis smærri
verkefni
Sími 847 8704,
manninn@hotmail.com