Morgunblaðið - 13.12.2011, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011
Sinfóníuhljómsveit Íslandshóf í síðastliðinni vikuflutning hins svokallaðaBeethoven-hrings, sem
samanstendur af öllum níu sinfóní-
um hins margrómaða meistara
Ludwigs van Beethoven. Á mið-
vikudaginn flutti sveitin fyrstu
þrjár hljómkviðurnar og hér er
fjallað um þá fjórðu og fimmtu frá
sl. föstudagskvöldi. Hringnum
verður síðan lokað með flutningi
síðustu fjögurra sinfóníanna á
tvennum tónleikum í byrjun júní á
næsta ári.
Fjórða sinfónían er sem „grann-
vaxin grísk gyðja sem stendur milli
tveggja norrænna risa“ er haft eft-
ir Schumann samkvæmt efnisskrá
tónleikanna. Þó að samanburðurinn
við hina þekktu granna sé óneit-
anlega erfiður stendur hún full-
komlega fyrir sínu. Samtímamenn
Beethovens glöddust sumir yfir því
að hann hefði dregið nokkuð úr
„skringilegheitunum“ frá Hetju-
sinfóníunni en fjórða sinfónían er
sannarlega fjölbreytt og frumleg
tónsmíð, full af óvæntum brellum
og andagift hins mikla tónjöfurs.
Sköpunarsaga fimmtu sinfóní-
unnar er að nokkru leyti sam-
tvinnuð þeirri fjórðu því að elstu
skissur Beethovens að þeirri
fimmtu ná aftur til ársins 1804 en
hún var frumflutt við lítinn orðstír
í desember 1808. Hljómsveitin fékk
aðeins eina æfingu til undirbúnings
frumflutningnum og verkið var
flutt á maraþontónleikum í ísköldu
húsnæði „Theater an der Wien“ í
Mariahilf-hverfinu í Vínarborg.
Orðspor verksins óx þó á örskots-
stundu og aðeins ári síðar hafði rit-
höfundurinn E.T.A. Hoffmann uppi
stórbrotnar lýsingar á hrifningu
sinni á sinfóníunni. Samkvæmt
Schindler, einkaþjóni og ritara tón-
skáldsins, á Beethoven að hafa
sagt: „Þannig knýja örlögin dyra“
og þaðan sé nafngift þessa magn-
þrungna verks tilkomin. Reyndar
telst Schindler ákaflega óáreið-
anleg heimild í þessum efnum enda
er hann meðal annars talinn hafa
falsað færslur í dagbækur Beet-
hovens. Aðrar kenningar segja tón-
skáldið hafa fengið hugmyndina að
„da-da-da-daah“-upphafsstefinu frá
glaðlegum söng gultittlings í Pra-
ter-skemmtigarðinum í Vínarborg.
Þegar svo vinsæl og margspiluð
verk eru á efnisskránni mætir
maður óneitanlega með hálfum
huga á tónleika því það er hugs-
anlega hægt að sigla af dauflegu
öryggi í gegnum sinfóníurnar tvær
en það var svo sannarlega ekki upp
á teningnum þessa kvöldstund.
Undir stjórn Hannu Lintu fékk
Sinfóníuhljómsveit Íslands að láta
öll blæ-, styrk- og litbrigði Beet-
hovens njóta sín; brothætta ljóð-
rænu, sprellandi fjör og ofsafengna
reiði. Flutningurinn var ekki
hnökralaus en hann var allan tím-
ann stórskemmtilegur og spenn-
andi. Bravó!
Stjórnandinn „Undir stjórn Hannu Lintu fékk Sinfóníuhljómsveit Íslands
að láta öll blæ-, styrk- og litbrigði Beethovens njóta sín; brothætta ljóðrænu,
sprellandi fjör og ofsafengna reiði.“
Beethovenhringurinn II
Harpa – Eldborg
Sinfóníuhljómsveit Íslandsbbbbn
Ludwig van Beethoven (1770-1827): Sin-
fónía nr. 4 í B-dúr, op. 60 (1806). Sin-
fónía nr. 5 í c-moll, op. 67 (1807-1808).
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi:
Hannu Lintu. Föstudaginn 9. desember
kl. 19:30.
SNORRI VALSSON
TÓNLIST
Heimsljós (Stóra sviðið)
Mán 26/12 kl. 19:30
Frums.
Sun 15/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 5/2 kl. 19:30 13.sýn
Mið 28/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 14.sýn
Fim 29/12 kl. 19:30 3.sýn Sun 22/1 kl. 19:30 9.sýn Sun 19/2 kl. 19:30 15.sýn
Lau 7/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 16.sýn
Sun 8/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 29/1 kl. 19:30 11.sýn Sun 26/2 kl. 19:30 17.sýn
Lau 14/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 4/2 kl. 19:30 12.sýn
Frumsýnt annan í jólum 2011
Svartur hundur prestsins (Kassinn)
Lau 7/1 kl. 19:30 32.s Fim 19/1 kl. 19:30 36.s Lau 28/1 kl. 19:30 40.s
Sun 8/1 kl. 19:30 33.s Fös 20/1 kl. 19:30 37.s Sun 29/1 kl. 19:30 41.s
Fim 12/1 kl. 19:30 34.s Lau 21/1 kl. 19:30 38.s
Fös 13/1 kl. 19:30 35.s Fös 27/1 kl. 19:30 39.s
Feykilega skemmtileg leikhúsupplifun!
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 17/12 kl. 11:00 Lau 17/12 kl. 14:30 Sun 18/12 kl. 13:00
Lau 17/12 kl. 13:00 Sun 18/12 kl. 11:00 Sun 18/12 kl. 14:30
Aðventuævintýri Þjóðleikhússins sjöunda leikárið í röð!
Hreinsun (Stóra sviðið)
Fös 30/12 kl. 19:30 15.sýn Fim 5/1 kl. 19:30 16.sýn Fös 6/1 kl. 19:30 17.sýn
Atriði í sýningunni geta vakið óhug.
Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan)
Mið 28/12 kl. 13:30 Frums. Fös 30/12 kl. 13:30 4.sýn Sun 8/1 kl. 15:00 7.sýn
Fim 29/12 kl. 13:30 2.sýn Fös 30/12 kl. 15:00 5.sýn
Fim 29/12 kl. 15:00 3.sýn Sun 8/1 kl. 13:30 6.sýn
Hjartnæm og fjörmikil sýning
On Misunderstanding (Kassinn)
Mið 28/12 kl. 19:30 Frums. Fim 29/12 kl. 19:30 2.sýn Fös 30/12 kl. 19:30 3.sýn
Frumsýnt 28.desember
Miðasala sími: 571 5900
ALVÖRUMENN
“Hér er valinn maður í hverju rúmi...
Leikurinn er upp á fimm stjörnur.”
-Elísabet Brekkan, Fréttablaðið.
- harpa alþýðunnar
FÖS 25/11
L AU 26/11
FÖS 02 /12
FÖS 09/12
L AU 10/12
FÖS 30/12
KL . 20:00
KL . 20:00
KL . 20:00
KL . 20:00
KL . 20:00
KL . 20:00 NÝ SÝNING
Ö
Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið)
Lau 17/12 kl. 14:00 aukas Lau 14/1 kl. 14:00 Lau 4/2 kl. 14:00
Sun 18/12 kl. 14:00 27.k Sun 15/1 kl. 14:00 Sun 5/2 kl. 14:00
Mán 26/12 kl. 14:00 28.k Lau 21/1 kl. 14:00 Lau 11/2 kl. 14:00
Mán 26/12 kl. 17:00 29.k Sun 22/1 kl. 14:00 Sun 12/2 kl. 14:00
Lau 7/1 kl. 14:00 30.k Lau 28/1 kl. 14:00 Lau 18/2 kl. 14:00
Sun 8/1 kl. 14:00 31.k Sun 29/1 kl. 14:00 Sun 19/2 kl. 14:00
Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma
Fanný og Alexander (Stóra sviðið)
Fim 5/1 kl. 20:00 fors Mið 25/1 kl. 20:00 4.k Fim 23/2 kl. 20:00 aukas
Fös 6/1 kl. 19:00 frums Fim 26/1 kl. 20:00 aukas Fös 24/2 kl. 20:00 10.k
Mið 11/1 kl. 20:00 2.k Sun 5/2 kl. 20:00 5.k Fim 1/3 kl. 20:00 11.k
Lau 14/1 kl. 20:00 aukas Fim 9/2 kl. 20:00 6.k Fös 2/3 kl. 20:00 12.k
Sun 15/1 kl. 20:00 3.k Mið 15/2 kl. 20:00 7.k Fim 8/3 kl. 20:00
Mið 18/1 kl. 20:00 aukas Fim 16/2 kl. 20:00 8.k
Sun 22/1 kl. 20:00 aukas Fös 17/2 kl. 20:00 9.k
Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið
Kirsuberjagarðurinn (Stóra sviðið)
Fös 16/12 kl. 20:00 13.k Fim 12/1 kl. 20:00 Fös 20/1 kl. 19:00
Sun 8/1 kl. 20:00 Fim 19/1 kl. 20:00 Fös 27/1 kl. 19:00
Sannkölluð leikhúsperla um ástir, drauma og vonir.
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið)
Fös 30/12 kl. 20:00 Fös 13/1 kl. 19:00
Lau 7/1 kl. 19:00 Lau 21/1 kl. 19:00
Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011
Gyllti drekinn (Nýja sviðið)
Fim 15/12 kl. 20:00 Fös 16/12 kl. 19:00
5 leikara, 17 hlutverk og banvæn tannpína. sýningum lýkur fyrir jól
Elsku barn (Nýja Sviðið)
Lau 17/12 kl. 20:00 aukas
Hlaut 7 Grímutilnefningar á síðasta leikári. Síðasta sýning
Jesús litli (Litla svið)
Mið 14/12 kl. 20:00 Fös 16/12 kl. 20:00
Fim 15/12 kl. 20:00 Sun 18/12 kl. 20:00
Mannbætandi upplifun! Grímusýning ársins 2010. Aðeins sýnt fram að jólum
05.01.12 / 06.01.12 / 07.01.12
Vínartónleikar
Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Sími: 528 5050