Morgunblaðið - 13.12.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.12.2011, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Utanrík-isráðherr-ann hreykti sér af því fyrir op- inberri nefnd að fullkomin fákunn- átta hans sjálfs á efnahags- og bankamálum hefði legið fyrir þegar Samfylkingin ákvað að hann skyldi verða fulltrúi hennar á ögurstundu í ís- lensku efnahagslífi. Nú heyra landar hans og launagreiðendur að „sérfræðingum“ beri saman um að á síðasta neyðarfundi ESB af mörgum slíkum hafi sam- bandið náð að vinna sig út úr sín- um vandræðum. Þessar fullyrð- ingar eiga sér enga stoð. Evran er fjær því að halda lífi eftir fund- arhöldin en fyrir þau og sam- bandið sjálft er nær því að klofna eftir að Bretland neyddist til að beita neitunarvaldi sínu á hinum neyðarlega neyðarfundi. Slíkt hefur ekki gerst í háa herrans tíð. Utanríkisráðherra Danmerk- ur hefur sagt opinberlega að hann muni vart styðja niðurstöðu neyðarfundarins án þess að danska þjóðin fái að segja sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. For- sætisráðherra Danmerkur, sem er ákafur stuðningsmaður þess að færa sem mest vald til Bruss- el, segir að samkomulagstextinn sé ágætur, en þó sé margt í hon- um óljóst og þurfi að skýra betur svo ljóst verði hvort Danmörk geti stutt hann. Efasemdir fara vaxandi um hvort „sam- komulagið“ á neyðarfundinum standist lög, bæði einstakra ríkja og Evrópusambandsins sem slíks. Forseti þýska þingsins hefur lýst því yfir að hann telji óhjákvæmilegt að Stjórnlagadómstóll Þýskalands verði látinn úrskurða um hvort aukið valdaafsal þess lands, samkvæmt samningnum, rúmist innan þýsku stjórn- arskrárinnar. Nýlega hefur sá dómstóll sagt að stjórnvöld í Berlín væru þegar komin fram á ystu nöf í slíkum efnum. Eftir næstsíðasta neyðarfund stóð Össur utanríkisráðherra á tröppum Stjórnarráðsins og sagði að bjartara virtist fram- undan í málum evrunnar, því heimsmarkaðir færu nú hækk- andi. Það stóð í fjóra daga, en svo fóru markaðsmenn að átta sig og fallið fylgdi. Eftir þennan síðasta neyðarfund hófst fall markaða á öðrum degi. Og það þyrfti að leita til íslenskra „Evrópufræðinga“ til að dásama árangurinn á neyð- arfundinum. Hljóðið í hinum er mjög í eina veru. Vonir voru við það bundnar að Össur Skarphéðinsson hefði lært af uppákomu á frægum blaða- mannafundi sínum í Þýskalandi forðum, þegar hann sagði þar- lendum að hefði Ísland aðeins bú- ið við evru, þá hefði engin banka- kreppa orðið norður þar. Hlátrasköllunum lauk ekki fyrr en blaðamönnum var bent á að ráðherrann hefði ekki verið að reyna að vera fyndinn. En þetta barn í efnahagslegum og alþjóð- legum málefnum virðist ekki ætla að forðast eldinn sem það brenndi sig á. Þess vegna fer sem fer. Frá Brussel barst hljóð úr horni, sem hefði betur ekki heyrst } Styttist í næsta neyðarfund Það var næstumóþægilegt að hlusta á sjálfshól forystumanna rík- isstjórnarinnar við atkvæðagreiðslu um fjárlög. Þau tvö, sem öndvegin skipa létu eins og loks væri fagn- aðarstundin runnin upp. Þau hefðu náð öllum sínum helstu markmiðum, með sinni þrot- lausu vinnu, sem þau sífellt vitna til. Batamerki væru alls staðar og bjartir tímar. Þeir sem neituðu að viðurkenna þetta og þakka þeim, sem heið- urinn ættu, mættu skammast sín. Áhorfandinn spurði sjálfan sig: Trúir þetta fólk eigin taum- lausa sjálfshóli? Ef svo er, hvar er það statt og hvar hefur það verið? Veit það ekkert um hag almennings í landinu? Það virð- ist ekki vera. Þessa dagana upplýsa op- inberar stofnanir að fólksflótti af landinu hafi aldrei verið annar eins. Fimmtíu mann- eskjur flytji nú af landi brott í hverri viku! Það getur hver maður ímyndað sér hvað hefur á undan gengið hjá mörgum íslenskum fjölskyldum áður en til neyðarúrræðisins er gripið. Þær hafa í þrjú ár hlust- að á forsætisráðherrann básúna hvað eftir annað þær þúsundir og aftur þúsundir starfa sem ríkisstjórnin væri að „skapa“ og yrðu staðreynd eftir þetta hálfa árið og hitt. Allt reyndist þetta tal annað hvort ömurlegur og innistæðulaus áróður eða hel- ber ósannindi. Áróður og ósannindi sem beint er að ör- væntingarfullu fólki sem svo sannarlega þráir að mega trúa. Það er von að þessi fyrirmenni verði að sjá um hólið sjálf. Þeirra þúsunda starfa sem forsætis- ráðherrann hefur lofað aftur og aftur í þrjú ár verður að leita utanlands} Fimmtíu flýja á viku S íðustu daga hafa mér fyrir hugskots- sjónum birst svipmyndir af ungu fólki sem ég hef hitt víða um land undanfarin misseri. Einstaklingum sem mér finnst vera táknmyndir um allt það besta sem Ísland getur átt. Kannski birtast myndir og minningar um þetta fólk mér í skarpari litum en ella þegar áberandi eru alls konar skrípapersónur sem vinna samfélaginu miska fremur en að leggja eitthvað gott, fræðandi og uppbyggilegt til mála. Ég get þar nefnt sirkusdverga eins og Audda og Sveppa, vöðvastælt varmenni, popp- söngvara og sjónvarpsfígúrur. Raunar eru fjölmargir stjórnmálamenn komnir í þennan sama hóp; þeir tala margir hverjir meira fyrir stílinn en efnið. Lifa fyrir upphrópanir og starfa – líkt og skrípapersónurnar – í þeirri trú að þeirra eigin axarsköft séu þorra fólks fyrnd næsta dag. Og kannski er það líka svo. Ég var suður í Grindarvík þegar línubátur kom inn í höfnina og varla hafði báturinn smellt kossi á bryggjuna þegar ungur maður vippaði sér í land. Bjartur yfirlitum, í pollabuxum og íslenskri lopapeysu. Með blik í auga sagði hann mér sjóferðasögur sínar; af harðsókn á fiskislóðina sem skilaði því að eftir þennan róður var áhöfnin með full- fermi af góðum fiski og glóandi gjaldeyri. Þessi sjómaður var flottur gaur, í bestu merkingu þeirra orða. Á Ísafjarð- arflugvelli hitti ég fyrir nokkrum árum ungan mann – sem ég raunar man fyrst eftir sem litlum snáða – en þarna var hann kominn sem flugmaður og var í úniformi með kaskeiti. Síðast frétti ég af honum í arabalöndum þar sem hann flýgur eins og engill og gerir það gott. Og nær í tíma. Eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert á þessu ári er þegar ég fór austur á Mýrdalssand til að fylgjast með því þegar víkingar Vegagerðar reistu þar nýja brú yfir Múlakvísl, þegar þá fyrri tók af í flóði. Og þrátt fyrir úrhelli – sem jafnvel gaf tilefni til að ætla að Nói færi senn að leysa landfestar Arkarinnar – hef ég sjaldan séð menn vinna af jafnmikilli kappsemi enda skiluðu þeir sínu bæði fljótt og vel og fyrr en nokkur vænti. Og svo var dásamlega fallegt að fylgjast með björgunarsveitarmanninum sem gekk milli fólks sem beið eftir því að verða ferjað yfir fljótið og bauð upp á kaffi. Allir voru þessir menn að smíða brú til betra samfélags. Fjórða sagan: Fyrir nokkrum dögum lagðist ég á bekk- inn á læknastofu með einhvern hvell sem mér fannst rétt að láta athuga. Og þá komu í röðum ungar súperhjúkkur og klárir kandídatar sem greindu vandann og lögðu líkn með þraut svo sá sem þetta skrifar gekk út eftir tvo tíma eða svo og kenndi sér hvergi meins. Svona gæti ég haldið áfram. Hvar sem ég fer verður á vegi mínum gott, harðduglegt alþýðufólk sem vill vel. Þess vegna er svo óendanlega dapurlegt að skrípafólkið fái alla þá athygli sem raun ber vitni. Ég vona að breyting verði þar á. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Sögur af góðum Íslendingum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is S tofnfjárhafar í Byr spari- sjóði sem greiddu upp lán sem þeir tóku hjá Glitni banka vegna stofnfjár- aukningar í sparisjóðnum eru að athuga stöðu sína í framhaldi af dómi Hæstaréttar sem leiddi til þess að Íslandsbanki felldi niður úti- standandi lán. Einnig þeir sem greiddu fyrir hluti sína með sparifé eða lántöku hjá öðrum. Glitnir banki veitti stofnfjár- höfum lán til að fjármagna stofnfjár- aukingu í Byr sparisjóði og Spari- sjóði Norðlendinga á árunum 2007 og 2008. Þegar sparisjóðirnir féllu varð stofnféð einskis virði en lánin stóðu eftir. Lánþegarnir vörðust og unnu prófmál sem talið er að nái til um 400 einstaklinga og 20 fyr- irtækja. Í dómi héraðsdóms sem Hæsti- réttur staðfesti kemur fram að Glitnir áttu frumkvæðið að og fjár- magnaði stofnfjáraukningu sem fól í sér að stofnfjárhafar margfölduðu eign sína. Virtist það vera liður í hlutafjárvæðingu sparisjóðsins sem var að hluta til í eigu sömu aðila og Glitnir. Starfsmenn Glitnis töldu greini- lega að lánveitingin væri með öllu áhættulaus, þar sem verðgildi bréf- anna væri mun meira. Þeir lánuðu öllum sem þess óskuðu fyrir allri aukningunni, háar fjárhæðir til skamms tíma, meðal annars börn- um, gamalmennum og nýstofnuðum einkahlutafélögum. Villandi upplýsingar gefnar Áhersla var lögð á að sem flestir nýttu rétt sinn. Við kynningu fyrir stofnfjárhöfum var bent á að fólkið myndi tapa 86% af eign sinni í spari- sjóðnum ef það keypti ekki aukn- inguna. Jafnframt var fólki sagt að aðeins stofnbréfin sjálf væru til tryggingar fyrir lánum og ekkert minnst á þá áhættu sem fólst í því að virði bréfanna og rekstur sparisjóðs- ins gæti þróast til verri vegar. Þótt þessar villandi upplýsingar væru gefnar af starfsmönnum Byrs taldi dómurinn að vegna frumkvæðis Glitnis bæri hann ábyrgð á því að gera lántakendum grein fyrir áhætt- unni. Það var niðurstaða dómsins að ósanngjarnt teldist að Íslandsbanki byggði innheimtu lánanna, umfram hin veðsettu stofnfjárbréf og arð af þeim, á umræddum lánssamningum. Þótt stofnfjárhafarnir tapi öllu stofnfé sínu, gömlu jafnt sem nýju, er það þeim sárabót að þurfa ekki að greiða lánin. Dómurinn nær ekki til allra tilvika. Þannig hafði hluti stofn- fjárhafa greitt upp Glitnislánin, sumir með fyrirvara en aðrir ekki. Þeir eru að athuga stöðu sína. Hró- bjartur Jónatansson hrl. sem fór með mál stofnfjárhafa telur að þeir sem greiddu með fyrirvara ættu að geta sótt endurgreiðslu því reikna megi með því að fyrirvarinn hafi lot- ið að því að Glitnir hafi staðið að mál- inu með lögmætum hætti. Allt eru þetta sömu lánin og felld voru niður með dómi Hæstaréttar, einnig lánin sem stofnfjárhafar gerðu upp án þess að gera fyrirvara. Þeir stofnfjárhafar sem greiddu aukninguna með eigin fé eða tóku lán annars staðar eru einnig að kanna sína stöðu. Þótt þeir hafi verið blekktir til að kaupa bréfin, með sama hætti og þeir sem tóku lán hjá Glitni, geta þeir ekki varist með sama hætti. Ekkert fé er að sækja í bú Byrs sem gaf út bréfin. Hins vegar er spurning hvort hægt er að sækja skaðabótamál vegna útboðs á stofnfjáraukning- unni. Glitnisdómurinn tekur ekki á því. Fleiri stofnfjárhafar athuga stöðu sína Morgunblaðið/Eggert Sparisjóður Byr varð til við sameiningu sparisjóða vélstjóra, Hafnarfjarðar og Kópavogs og síðast bættist Sparisjóður Norðlendinga við. Afstaða Landsbankans til kröfu stofnfjárhafa í Sparisjóðnum í Keflavík um niðurfellingu skulda vegna stofnfjárkaupa liggur ekki fyrir. Fulltrúar bank- ans og samtaka stofnfjárhafa funduðu nýlega um málið og von er á svörum bankans. Stofnfjárhafar víðar um land eru að athuga stöðu sína, í kjölfar dóms Hæstaréttar um mál stofnfjárhafa í Byr. Hróbjartur Jónatansson hrl., sem fór með mál stofnfjárhafa í Byr, segir að málin þurfi að vera af svipuðu tagi, til þess að hægt sé að nota Glitnismálið sem fordæmi. Þurfi að vera hægt að sýna fram á að lánveit- andi sem átti hagsmuna að gæta hafi komið á framfæri röngum eða villandi upp- lýsingum um skuldbindinguna. Bíða svara Landsbanka MÁLIN VÍÐA Í ATHUGUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.