Morgunblaðið - 19.12.2011, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Sprengur.is
Er þér
alltaf mál?
BAKSVIÐ
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Óhætt er að segja að mikill titringur
hafi verið á Alþingi þegar Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, lagði fram þingsálykt-
unartillögu um niðurfellingu ákæru
á hendur Geir H. Haarde, fyrrver-
andi forsætisráðherra, fyrir lands-
dómi. Fæstir þeirra þingmanna sem
Morgunblaðið ræddi við vildu tjá sig
opinberlega um málið en margir
voru á því að það sem helst skipti
þar máli væri annars vegar tíma-
setning tillögunnar og svo spurning
um hvort málið væri þingtækt.
Hafnar því að pólitík ráði
Samfylkingin var á sínum tíma
harðlega gagnrýnd fyrir að hafa
greitt atkvæði eftir pólitískum lín-
um í landsdómsmálinu og sögð hafa
látið Geir H. Haarde eftir að bera
ábyrgðina. Af þeim níu þingmönn-
um Samfylkingar, sem greiddu at-
kvæði með málshöfðun gegn Geir,
greiddu fjórir þeirra atkvæði gegn
málshöfðun á hendur Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur, fv. utanrík-
isráðherra.
Tvö þeirra, Helgi Hjörvar og Sig-
ríður Ingibjörg Ingadóttir, sögðust
ekki vilja tjá sig um tillögu Bjarna
að svo stöddu. Hin voru Ólína Þor-
varðardóttir og Skúli Helgason.
„Þetta er ekki pólitískt rétt-
arhald. Þetta er réttarhald vegna
ákæru um brot á lögum um ráð-
herraábyrgð,“ segir Ólína Þorvarð-
ardóttir og hafnar því aðspurð í
framhaldinu að pólitík hafi ráðið úr-
slitum um hvernig fór við atkvæða-
greiðslur um ákærurnar. „Jafnvel
þó að Alþingi sé ákærandi í þessu
máli er málið úr höndum þess eftir
að réttarhaldið er hafið.“ Leiða eigi
málið til lykta fyrir landsdómi úr því
sem komið er.
Skúli Helgason segir að í þing-
flokknum hafi komið fram sjón-
armið um hvort að tillagan væri
þingtæk. Það væri farsæl nið-
urstaða að málið yrði tekið fyrir í
janúar svo hægt væri að skoða það
vandlega.
Guðfríður var gagnrýnd
Mikill óróleiki er sagður vera inn-
an stjórnarflokkanna vegna tillögu
Bjarna. Þar komi einnig til valda-
barátta innan Vinstri grænna. Guð-
fríður Lilja Grétarsdóttir, þingmað-
ur VG, er sögð styðja tillöguna þó að
það er meirihluti fyrir þessari til-
lögu,“ segir Ragnheiður E. Árna-
dóttir, formaður þingflokks sjálf-
stæðismanna.
Þór Saari segir að Hreyfingin
styðji ekki tillögu Bjarna en afstaða
hennar hafi alltaf verið að allir ráð-
herrarnir fjórir ættu að fara fyrir
dóm.
Frávísunartillaga íhuguð
Morgunblaðið hefur heimildir fyr-
ir því að innan stjórnarflokkanna
hafi verið leitað leiða til að koma í
veg fyrir að tillagan yrði tekin á
dagskrá og þar á meðal íhugað að
safna í frávísunartillögu. Af þing-
skaparlögum hafi verið leitt í ljós að
til að svo gæti orðið þyrfti fyrst að
setja tillöguna á dagskrá og ekki
hægt að krefjast frávísunar fyrr en
að lokinni fyrstu umræðu. Var því
sjálfhætt því auk þess að verða að
ræða málið þýddi frávísun að það
færi til ríkisstjórnarinnar. Þá hefði
komið upp að málið væri ekki þing-
tækt og vísað þar til fræðimanna
sem fjölluðu um það á sínum tíma en
málsmeðferðin var þá miðuð út frá
lögum um meðferð einkamála. En
nú er gengið út frá sakamálalögum.
Lögfræðiálit sem forseti Alþingis,
Ásta R. Jóhannesdóttir, lét vinna
staðfestir að tillagan er þingtæk og
verður hún tekin fyrir á nýju ári
hinn 20. janúar.
Titringur vegna tillögu
Mikill óróleiki var innan stjórnarflokkanna vegna þingsályktunar um niðurfell-
ingu ákæru á hendur Geir H. Haarde Deilt var um hvort hún væri þingtæk
Morgunblaðið/Ómar
Þingsályktun Bjarni Benediktsson er flutningsmaður tillögu um að falla frá ákæru á hendur Geir H. Haarde.
Þór, nýtt varðskip Landhelgisgæslu
Íslands, liggur nú bundinn við
bryggju í Reykjavíkurhöfn sökum
bilunar í eldsneytisbúnaði tengdum
aðalvélum skipsins. Þetta staðfestir
Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir,
upplýsingafulltrúi Landhelgisgæsl-
unnar. Hún segir nú beðið eftir vara-
hlutum að utan en áður hafði mælst
titringur í annarri af aðalvélum
skipsins.
Að sögn hennar komu sérfræð-
ingar á vegum Rolls Royce í Noregi
hingað til lands í síðustu viku til að
meta bilunina en vélar skipsins eru
frá fyrrnefndu fyrirtæki. Segir hún
ljóst að á meðan viðgerð stendur
muni Þór ekki geta sinnt útköllum.
„Á meðan þessi viðgerð stendur yfir
þarf náttúrlega að taka eitthvað í
sundur. Þannig að hann er allavega
ekki klár í útkall,“ segir hún en
bendir þó á að eldri skip Gæslunnar
séu tilbúin að sinna tilfallandi verk-
efnum. Orsök bilunarinnar er óljós
en ábyrgðartími skipsins er 18 mán-
uðir frá afhendingu svo kostnaður
vegna þessa kemur ekki til með að
falla á Gæsluna. khj@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Bilaður Skammt er liðið frá því að
Þór sigldi til hafnar í Reykjavík.
Þór getur
ekki siglt
Bundinn við
bryggju yfir áramót
Björgunar-
sveitir og lög-
regla leituðu
síðdegis í gær
að níu ára
dreng sem varð
viðskila við for-
eldra sína í jóla-
skóginum í
Heiðmörk. Eftir um klukkustund-
ar leit fannst drengurinn heill á
húfi, hafði þá komið út úr skóg-
inum Kópavogsmegin og lét vita
af sér í Þingahverfi rétt við El-
liðahvamm. Í tveimur öðrum til-
vikum urðu börn viðskila við for-
eldra sína í skóginum í gær en
fundust þó fljótt.
Fannst eftir nokkra
leit í Heiðmörkinni
Þór Saari, þingmaður Hreyfing-
arinnar, staðfestir aðspurður að
Hreyfingin hyggist á nýju ári
leggja fram þingsályktunar-
tillögu um málshöfðun á hendur
þeim þremur ráðherrum sem
ekki voru ákærðir fyrir lands-
dómi líkt og Geir H. Haarde. Það
eru Árni M. Mathiesen, fyrrv.
fjármálaráðherra, Björgvin G.
Sigurðsson, fyrrv. við-
skiptaráðherra, og Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, fyrrv. utan-
ríkisráðherra.
„Við munum gera það nema
Sjálfstæðisflokkurinn dragi
hina tillöguna til baka,“ segir
Þór enda sé eins gott að fara yf-
ir allt málið í heild sinni aftur
fyrst Sjálfstæðisflokkurinn
vilji fara að skoða þennan
hluta þess aftur. Varðandi
undirtektir við fyrirhugaðar
tillögur segir Þór að-
spurður að ekki hafi gef-
ist tími til að kanna þær
sérstaklega.
Ákæri hina
ráðherrana
LANDSDÓMSMÁL
hún sé ekki meðflutningsmaður.
Hún fékk harða gagnrýni á þing-
flokksfundi en Jón Bjarnason og
Ögmundur Jónasson komu henni til
varnar.
Björn Valur Gíslason, formaður
þingflokks VG, segir umræður hafa
orðið um tillöguna í þingflokknum
og ljóst að það væri yfirgnæfandi
meirihluti fyrir því að hún yrði
hvorki lögð fram með hans vilja né í
hans nafni.
„Mér finnst að bæði hvað varðar
málsmeðferð og afstöðu til málsins
hljóti menn að gera það sem ein-
staklingar og fráleitt að reyna að
læsa þetta mál í flokkspólitíska
fjötra eða skoða það á grundvelli
stjórnar og stjórnarandstöðu. Það á
ekki að gerast að mínu mati,“ segir
Ögmundur Jónasson, innanrík-
isráðherra og þingmaður VG.
Þingmönnum ber
langt í frá saman
um hvernig tillögu
um niðurfellingu
ákærunnar muni
farnast. „Eftir
samtöl mín
við fólk úr
öllum
flokkum er
ég full-
komlega
sannfærð
um að
Þór Saari
Sérstakur saksóknari hefur gefið út
ákæru á hendur Lárusi Welding,
sem var forstjóri Glitnis frá árinu
2006 og þar til ríkið tók yfir bankann,
og einum öðrum manni sem tengist
bankanum en ekki er vitað hver það
er að svo stöddu. Ákæruskjalið verð-
ur þó opið fjölmiðlum til skoðunar í
hádeginu en þá verða þrír sólar-
hringar liðnir frá því ákæran var birt
seinni manninum. Ólafur Þór Hauks-
son, sérstakur saksóknari, sagðist í
samtali við mbl.is ekki geta greint
frá efnisatriðum ákærunnar að svo
stöddu en hún yrði kynnt fjölmiðlum
síðar. Óttar Pálsson, lögmaður Lár-
usar, vildi ekki tjá sig um málið í
gærkvöldi.
Ákæran á hendur Lárusi kemur í
kjölfar gæsluvarðhaldsúrskurðar yf-
ir honum og tveimur öðrum fyrrver-
andi starfsmönnum Glitnis en óvíst
er hvort tengsl séu milli ákærunnar
og gæsluvarðhaldsins. Samkvæmt
fréttum bæði Ríkisútvarpsins og
Stöðvar 2 er ákæran vegna gruns um
stórfelld umboðssvik í fléttu sem
tengist félaginu Svartháfi. Sam-
kvæmt heimildum fréttastofu Stöðv-
ar 2 er Lárus grunaður um að hafa
misnotað umboð sitt sem forstjóri
Glitnis og formaður áhættunefndar
bankans með því að heimila lán
bankans til Svarháfs 29. febrúar
2008. Í fréttinni sagði að rannsókn
sérstaks saksóknara á Svartháfs-
fléttunni tengdist uppgjöri á láni til
Þáttar International, sem var í eigu
Karls og Steingrímsson Werners-
sonar, Milestone og Einars Sveins-
sonar og fjölskyldu, hjá bandaríska
bankanum Morgan Stanley. Lánið
var að fjárhæð 100 milljónir evra,
jafnvirði liðlega 10 milljarða króna.
Lárus Welding ákærður
Ákæruskjalið á hendur Lárusi Welding og einum öðrum
manni opinberað í dag Grunur um stórfelld umboðssvik
Morgunblaðið/ÞÖK
Ákærður Lárus Welding, fyrrver-
andi forstjóri Glitnis banka.