Morgunblaðið - 19.12.2011, Síða 10

Morgunblaðið - 19.12.2011, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2011 Verkið Vinkonur voru tilnefndar til Sovereign European Art verðlaunanna. Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Verkið Vinkonur eftir FríðuRögnvaldsdóttur var valiðúr hópi 300 listaverka semtilnefnd voru til verð- launanna Sovereign European Art fyrir skemmstu en 30 þeirra komust áfram. Ljóst er nú að verk Fríðu komst ekki í úrslitasætin tvö en hún segir heiðurinn engu að síður mik- inn. „Ég var mjög hissa þegar ég frétti af tilnefningunni og enn meira hissa þegar verkið mitt komst í úrval 30 listaverka. Við vorum nokkur sem tilnefnd voru frá Íslandi, en ég var sú eina sem komst áfram og eini Norðurlandabúinn sem komst í úr- slitin í ár,“ sagði Fríða í samtali við blaðamann. Heiðurinn á Fríða Alp Mehmet, fyrrverandi sendiherra Breta á Ís- landi, að þakka, en hann hreifst mjög af verkum Fríðu þegar hann dvaldi hér á landi á sendiherraárum sínum. Hann hafði samband við Fríðu sl. sumar og óskaði eftir að fá að tilnefna hana. Í framhaldi sendi Fríða ljósmyndir af þremur verkum sínum og voru Vinkonurnar eitt þeirra. Myndina vann Fríða með steypu á striga og akrílmálningu, en þá tækni hefur hún notað eingöngu frá árinu 2003. Verkin voru til sýnis í viku og síðan boðin upp á galakvöldi hjá Sovereign sem haldið var í Ist- anbúl í Tyrklandi fyrir skemmstu. Helmingur söluverðsins rann til samtakanna og helmingur til lista- mannsins. Sovereign Art Foundation voru stofnuð í Hong Kong árið 2003 af nokkrum fjármálamönnum þar í borg, en markmið samtakanna er að styðja börn sem standa höllum fæti m.a. með því að nota skapandi grein- ar til fræðslu, meðferðar og endur- hæfingar. Samtökin starfa einnig í Bretlandi og Afríku og fyrirhugað er að opna í Mið-Austurlöndum, að sögn Fríðu. Vildi verða bóhem eins og Kristinn Reyr Fríða átti sér snemma þann draum að verða listamaður enda man hún ekki eftir sér öðruvísi en teikn- andi. Hún á í fórum sínum lúna barnabók, „Það er gaman að syngja“ eftir Stefán Jónsson með áletruninni: „2. bekkur B 1960. 1. verðlaun fyrir teikningu. Sigurfríð Rögnvalds- dóttir“. „Þetta eru bara ein verðlaun af mörgum sem ég fékk fyrir teikn- ingu í grunnskóla. Ásamt lestri bóka var teiknun mín uppáhaldsiðja.“ Lyktin af málningu kveikti áhugann Fríða Rögnvaldsdóttir myndlistarkona er fyrsti íslenski listamaðurinn til að fá at- hygli góðgerðarsamtakanna Sovereign Art Foundation en samtökin nota sölufé listaverka sem tilnefnd eru, til að hjálpa börnum sem minna mega sín. Í snjó og kulda líkt og nú er auðvelt að láta sig dreyma um hlýja og sólrík- ari staði. Á bloggsíðunni spenn- andi.is má fylgjst með hópi íslenskra ungmenna sem ákváðu að láta drauminn rætast og skella sér í heimsreisu. Bloggið ber titilinn Heimshornaflakk! og undirtitilinn Umhverfis heiminn á 126 dögum. En á þeim tíma mun hópurinn koma við í 14 löndum. Á síðunni er að finna flottar og skemmtilegar myndir af fallegum stöðum. Eins er að finna þar góð ráð fyrir ferðalanga eins og t.d. hvað nauðsynlegt sé að hafa í bak- pokanum á svona ferðalagi. Skoðið, njótið og látið ykkur svífa á vit ímyndunarafls og hlýrra drauma í fjarlægum löndum. Vefsíðan www.www.spennandi.is Reuters Sólarlag Í kulda og snjó er auðvelt að láta sig dreyma um fjarlæg lönd. Á vit hlýrra drauma Mikið álag er á eldhúsumlandsmanna við jóla-undirbúning í desem-ber og yfir hátíðirnar. Góðir hollustuhættir í eldhúsinu eru því afar mikilvægir svo koma megi í veg fyrir að gestir og heimilsfólk fái matarsjúkdóma með tilheyrandi óþægindum. Sjúkdómsvaldandi bakteríur geta borist inn í eldhúsið með kjöti og jarðvegi sem fylgir grænmeti og borist þaðan í önnur matvæli í eld- húsinu eða í ísskápnum. Einnig geta þær borist í matvæli frá þeim sem meðhöndlar matvælin og frá þeim búnaði og áhöldum sem eru notuð í eldhúsinu. Það er því mikilvægt að koma í veg fyrir að:  hrátt kjöt og safi úr hráu kjöti komist í snertingu við matvæli sem eru tilbúin til neyslu, með því að tryggja aðskilnað á vinnuborðinu og í ísskáp og með því að geyma mat í þéttum umbúðum / ílátum. óhreinindi sem geta verið á græn- meti og ávöxtum berist í tilbúin mat- væli, með því að þvo grænmeti og ávexti fyrir notkun. bakteríur og veirur berist í matvæli frá höndum, með því að þvo hendur áður en hafist handa við matreiðslu og eftir snertingu við hrátt kjöt og óþvegið grænmeti. skurðarbretti og áhöld geti mengað matvæli, með því að þvo skurð- arbretti og áhöld strax eftir notkun og nota jafnvel sérstök skurð- arbretti fyrir kjöt, grænmeti og tilbúin matvæli. koma í veg fyrir krossmengun í ís- skápnum með góðu skipulagi og með því að halda honum hreinum. bakteríur fjölgi sér í borðtuskum, viskustykkjum og handþurrkum með því að skipta reglulega um slíka um klúta. Bakteríur fjölga sér mjög hratt við kjöraðstæður. Við 37°C getur ein baktería fjölgað sé í 1000 á 3 tímum og í 1 milljón á 6 tímum. Það er því mikilvægt að geyma og meðhöndla matvæli við það hitastig sem hindrar fjölgun baktería. Mest hætta er á fjölgun baktería þegar hitastig mat- vælanna er milli 5 og 60°C. Nægileg hitameðhöndlun drepur bakteríur og geymsla við kælihitastig (0-4 °C) takmarkar fjölgun þeirra. Kjarnhiti kjúklings, kalkúns, svínakjöts og hakkaðs kjöts þarf að ná 75°C til að drepa allar sjúkdómsvaldandi bakt- eríur. Ef halda á matvælum heitum skal þeim haldið við 60°C og við kæl- ingu hitaðra matvæla skal gæta þess að þau nái 4° C á 3 tímum. Landsmenn eru hvattir til að til- einka sér góða hollustuhætti í eld- húsinu svo koma megi í veg fyrir að matarsjúkdómar spilli jólagleðinni. Dóra S. Gunnarsdóttir, matvæla- fræðingur hjá Matvælastofnun Örugg matvæli – allra hagur Jól án matar- eitrunar Morgunblaðið/Ásdís Handþvottur Mikilvægt er að þvo hendur vel fyrir matreiðslu. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Annað kvöld er komið að 12. tónleik- unum í tónleikaröðinni Kaffi, kökur & rokk & ról í Edrúhöllinni, Efstaleiti. Það verður sannarlega ljúf og notaleg stemning í þetta sinn en á tónleik- unum koma fram Hjaltalín og Lay Low. Um að gera að slappa af í jóla- æsingnum, hlusta á tónlist og fá sér kaffi og kökur í hléinu. Húsið verður opnað klukkan 20 og kostar litlar 500 krónur inn. Endilega … … kíkið á ljúfa tónleika Morgunblaðið/Ómar Tónleikar Hjaltalín og Lay Low. Þann 4. janúar kemur út glæsilegt sérblað um menntun, skóla og námskeið sem mun fylgja Morgunblaðinu þann dag MEÐAL EFNIS: Háskólanám. Verklegt nám og iðnnám. Endurmenntun. Símenntun. Listanám. Sérhæft nám. Námsráðgjöf og góð ráð við námið. Kennsluefni. Tómstundanámskeið og almenn námskeið. Nám erlendis. Lánamöguleikar til náms. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, miðvikudaginn 21. des. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Í blaðinu verður fjallað um menntun og þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem vilja auðga líf sitt og möguleika með því að afla sér nýrrar þekkingar og stefa því á nám og námskeiða. Skólar & námskeið SÉRBLAÐ Skólar & námske ið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.