Morgunblaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Svanhildur Eirík
Steypir Fríða Rögnvaldsdóttir hefur notað steypu í myndverk sín frá árinu 2003.
Fríða minnist með hlýju ferðanna í
bókaverslun listamannsins Kristins
Reyrs við Hafnargötu í Keflavík.
„Það var alltaf svo góð lykt í bóka-
búðinni hans Kristins, þar sem hann
seldi ekki bara bækur heldur málaði
myndir í bakherbergi. Ég kom oft í
bókabúðina til hans, mamma mín
vann hjá honum í mörg ár og var allt-
af kölluð Lúlla í Bókabúðinni. Ég
hreifst af öllum litunum og lyktinni,
mér fannst hann svo flottur og mikill
bóhem að ég ákvað snemma að svona
vildi ég vera þegar ég yrði stór.“
Myndir af Adam og Evu
Fríða nýtti alla myndlistar-
kennslu sem bauðst í bæjarfélaginu
en fór að lokum í myndlistarnám til
Belgíu, í Akademie of Fine Kunst í
Tongeren árið 1999 og nam þar í tvö
ár. „Þetta voru yndisleg ár í Belgíu
og mjög lærdómsrík. Auk skemmti-
legra tíma í skólanum frá hádegi og
fram á kvöld voru reglulegar mynd-
listarsýningar á mjög sérstökum
stöðum í bænum, s.s. friðaðri kirkju
frá 16. öld og munkaklaustri.“ Fríða
rifjar upp stórar myndir af Adam og
Evu sem hún vann sérstaklega fyrir
sýninguna í kirkjunni og það kemur
upp úr dúrnum að þar er upphafið að
þeirri aðferð sem Fríða hefur notað
nær eingöngu síðan. „Við gerð þess-
ara mynda notaði ég múrsteinasand
í fyrsta sinn, en þeirri aðferð hafði
ég kynnst í skólanum. Þegar ég kom
heim hafði ég áhuga á því að vinna
meira með þetta efni og komst niður
á rétta blöndu eftir nokkra leit og
þreifingar í vinnustofu minni.“
Tvö af verkum Fríðu sem hún
sendi í keppnina til Sovereign Euro-
pean Art-verðlaunanna má nú sjá á
sýningu hennar á veitingastaðnum
Karma í Keflavík en henni lýkur á
morgun. Verk eftir Fríðu eru til sölu
í Art67 við Laugaveg 67, en galleríið
er rekið af 13 konum og er Fríða ein
af þeim.
www.sovereignartfound-
ation.com,www.frida-r.com
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2011
Á Þorláksmessu, nú á föstudaginn,
verður friðarganga í 32. sinn niður
Laugaveginn. En það eru Íslenskir
friðarsinnar sem hafa efnt til friðar-
göngu niður Laugaveginn á þessum
degi í rúmlega þrjá áratugi. Óhætt er
að segja að gangan sé orðin ómiss-
andi þáttur í jólaundirbúningnum og
tekur fjöldi fólks sér hlé frá tiltektum
og innkaupum rétt fyrir jólin til að
leggja þar sitt af mörkum og styðja
kröfuna um frið og afvopnun í heim-
inum. Undanfarin ár hafa slíkar göng-
ur einnig verið gengnar á Akureyri og
á Ísafirði.
Að venju er það samstarfshópur
friðarhreyfinga sem stendur fyrir
göngunni. Safnast verður saman á
Hlemmi frá klukkan 17.45 og leggur
gangan af stað klukkan 18.00. Fólk er
hvatt til að mæta tímanlega.
Að venju munu friðarhreyfingarnar
selja kerti fyrir göngufólk á Hlemmi. Í
lok göngu verður síðan fundur á
Lækjartorgi þar sem Magnús Þor-
kelsson, aðstoðarskólastjóri í Flens-
borgarskóla, flytur ávarp en fund-
arstjóri er Bryndís Björgvinsdóttir,
þjóðfræðingur og rithöfundur. Þá
syngur söngfólk úr Hamrahlíðar-
kórnum og Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð í göngunni og við lok fund-
ar undir stjórn Þorgerðar Ingólfs-
dóttur.
Í fréttatilkynningu segir að sam-
starfshópurinn minni á að málstaður
og rök friðarsinna skipti jafn miklu
máli nú og fyrir þrjátíu árum. Stöðugt
berist fregnir af ofbeldisverkum
þjóða á milli og innan samfélaga.
Óheyrilegum fjárhæðum sé enn sóað
í vígvæðingu og ekkert lát virðist á
hernaðarátökum í heiminum. Sé þar
skemmst að minnast landa á borð við
Afganistan, Pakistan, Sýrland, Líbíu,
Írak og Sómalíu.
Íslenskir friðarsinnar ganga í 32. sinn
Morgunblaðið/Golli
Friðarganga Göngufólk gengur niður Laugaveginn með kerti í hendi.
Friðarganga á Þorláksmessu