Morgunblaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2011 Meira í leiðinniWWW.N1.IS JÓLAGJÖF VEIÐIMANNSINS Veiðikortið fæst á N1 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þóri Kjartansson skortir ekki trú á framtíðarmöguleikum íslenskrar ferðaþjónustu. Þórir er fram- kvæmdastjóri Íslenskrar fjárfesting- ar ehf. (www.ip.is) sem í mars á þessu ári opnaði nýtt hótel á Hverfisgötu 45. Áður var gistiheimili í húsinu, og þar áður sendiráð Noregs, en byggingin tengir saman nokkur hús í kring til að bjóða upp á 12 hótelíbúðir. „Við fundum þarna gat á markaðin- um sem fáir höfðu gefið gaum: að bjóða upp á hótelíbúðir í lúxusflokki. Þetta er ekki stórt hótel, en það er með alla þá þjónustu sem viðskipta- vinurinn væntir og býður upp á vand- aðar íbúðir í nokkrum stærðarflokk- um. Þessi tegund gistingar er einkum hugsuð fyrir viðskiptamenn sem koma til landsins í lengri ferðalög, kannski viku eða lengur, og fyrir fjöl- skyldur sem ferðast til landsins með barnahóp og kunna að meta kosti þess að gista í íbúð frekar en leigja tvö eða þrjú hótelherbergi,“ segir Þórir. Ástæða til bjartsýni Hótelið heitir Reykjavik Residence Hotel og segir Þórir að viðtökurnar fyrsta rekstrarsumarið gefi til kynna að veðjað hafi verið á réttan hest. Sendiráðshúsið er tengt tveimur að- liggjandi byggingum og hafa allar verið gerðar upp frá grunni. „Þá eru tvö aðliggjandi hús til viðbótar tilbúin, svo þetta er rekstur sem vel kann að stækka að umfangi,“ segir hann og bætir við að stækkun sé líklegri en ekki. „Ef við bæði skoðum bókanirnar í sumar og eins þær umsagnir sem hótelið er að fá á vefsíðum eins og Tri- padvisor.com og Booking.com þá er greinilegt að Reykjavik Residence Hotel er að hitta á hárréttan punkt.“ Íslensk fjárfesting er rösklega 12 ára gamalt fyrirtæki sem m.a. hefur fjárfest í fasteignum, í rekstri á sviði heilbrigðisþjónustu og í ferðaþjón- ustu. Reykjavik Residence-hótelið er þó frumraun aðstandenda fyrirtækis- ins í hótelrekstri. Með velgengni nýja hótelsins í farteskinu heyrist á Þóri að hann gæti vel hugsað sér að gerast enn umsvifameiri. „Þetta kann vel að verða bara fyrsta skrefið sem við tök- um inn á þennan markað. Við höfum mikla trú á hótelrekstri, a.m.k. á höf- uðborgarsvæðinu, og raunar á ís- lenska ferðageiranum eins og hann leggur sig því stöðug aukning virðist vera á streymi ferðamanna. Spár hljóða upp á að á næstu tíu árum fjölgi ferðamönnum mikið og fari frá um 550 þús. upp í milljón ferðamenn árið 2020, og þá eru mjög efnileg verkefni í gangi sem miða að því að bæði laða að fleiri ferðamenn en eins að lengja ferðamannatímabilið í báða enda,“ segir hann. „Nú þegar eru hótel mjög rækilega bókuð yfir háannatímann að sumri, 80-100% bókunarhlutfall á flestum hótelum á þeim tíma árs, og greinleg þörf fyrir fleiri hótelrými í júlí og ágúst til að geta tekið á móti öllu þessu fólki.“ Vetrartíminn er sá tími þar sem liggur mest á að laða að fleiri ferða- menn til að fá betri nýtingu. „Áhrifin yfir vetrartímann eru þó minni á hót- elin í hjarta miðborgarinnar, en meiri fyrir þau hótel sem standa í jaðri mið- svæðisins og yfir vetrarmánuðina eru þau að sjá nýtingu á bilinu 30 til 45%.“ Ferðamenn vilja gera eitthvað Um möguleika Íslands til að efla ferðaþjónustu segir Þórir að landið hafi alla burði til að gera enn betur. Ísland geti m.a. leitað fordæma í ferðaþjónustu Finna sem náð hefur að snarauka heimsóknir ferðamanna að vetri til. En hvað gerðu Finnarnir? „Þar var sett af stað markviss markaðssetning á þeirri vetrariðju og -ævintýrum sem landið hefur upp á að bjóða: skíða- brekkur, hundasleðaferðir og vetrar- ríki. Þetta hefur fundið hljómgrunn í aukinni löngun neytenda til að gera eitthvað skemmtilegt og spennandi á ferðalögum sínum. Áhuginn fer minnkandi á hefðbundnum borgar- ferðum sem snúast bara um að rölta um verslunargötur og kaffihús, og þess í stað vill fólk gera eitthvað eft- irminnilegt og óvenjulegt,“ útskýrir Þórir. „Ísland hefur upp á allt það sama að bjóða og Finnland, og meira til.“ „Greinileg þörf fyrir fleiri hótelrými“  Fundu gat á markaðinum og opnuðu lúxus-íbúðahótel  Má læra af góðum árangri Finna í að laða að ferðamenn yfir vetrartímann  Kreppa í Evrópu gæti sett strik í reikning ferðaþjónustunnar Morgunblaðið/Sigurgeir S. Breytingar „Áhuginn fer minnkandi á hefðbundnum borgarferðum sem snúast bara um að rölta um verslunargötur og kaffihús, og þess í stað vill fólk gera eftirminnilega og óvenjulega hluti,“ segir Þórir Kjartansson. Þegar Þórir ræðir um staðsetningu hótelsins talar hann um að Hverfisgatan hafi orðið svolítið eftir í mið- borginni, og má heyra á honum að hann er stoltur af að hafa fegrað götumyndina með nýja hótelinu. Betur má þó ef duga skal, og er Þórir á því að stjórnvöld verði að setja aukinn kraft í að bæta og fegra mið- borgarsvæðið. „Þetta er kjarni höfuðborgarinnar, og staður sem dregur að ferðamenn. Hins vegar verður að segjast eins og er að á ýmsum stöðum er mið- borgin pínu púkaleg, ýmsir kofar og hús sem stinga í stúf. Þó að margt gott hafi verið gert síðustu ár er enn ofboðslega mikið til viðbótar sem gera mætti í borginni.“ Hækkandi skattar og gjöld halda ekki svo mikilli vöku fyrir Þóri: „Ný gistináttagjöld held ég að þurfi t.d. ekki að koma að sök, en þá verður líka að nota peningana í kynningu og uppbyggingu í ferðaþjónustu eins og lofað hefur verið.“ Ef það er eitthvað sem eyk- ur á svartsýnina hjá Þóri er það efnahagsástandið á Vesturlöndum. Hann segir að ef t.d evruvæðið lendir í alvarlegri kreppu verði ferðaþjónustan ekki frí frá að finna fyrir afleiðingunum. „En á sama tíma held ég að Ísland myndi hafa vissa sérstöðu ef slíkt ástand kæmi upp. Bæði reikna ég með að það verði áfram nokkuð ódýrt að koma til landsins næstu 5-10 árin, og eins að Ísland laði til sín fólk sem hefur mikið reynt og ferðast víða, lengi haft augastað á eyjunni og þyrstir í þá upplifun sem landið hefur að bjóða.“ Evrópsk kreppa gæti orðið vandamál MIÐBORGIN PÚKALEG Á KÖFLUM OG NÝTA ÞARF HÓTELSKATTA RÉTT Bandarískir jólatrésræktendur eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, en töluverður samdráttur hefur orðið í sölu lifandi jólatrjáa síðustu tvo ára- tugina. Wall Street Journal greinir frá að árið 1991 hafi um 40% heimila í Bandaríkjunum keypt lifandi jólatré, eða 37 milljónir af 94 heimilum. Síð- ustu jól var hins vegar ekki að finna lifandi tré nema á 23% heimila, eða 27 milljónum af 118 milljónum heimilum. Þessi samdráttur er m.a. skrifaður á að börnin þeirra sem tilheyrðu „baby boomer“-kynslóðinni, hafa verið að vaxa úr grasi og þegar ung- arnir eru flognir úr hreiðrinu hætti foreldrarnir að leggja sömu áherslu á lifandi tré. Þá eru margir Bandaríkjamenn á fertugs- og fimmtugsaldri sem ólust upp við gervitré og tileinkuðu sér ekki þá hefð að stilla upp lifandi tré í stofunni. Plantað í góðæri Það sem meira er, að slæmt efnahagsástand vestanhafs þýðir að neyt- endur leita frekar í minni tré, sem eru minna arðbær fyrir ræktand- ann. Loks hefur verið offramboð á trjám síðustu ár því trjánum sem nú eru í verslunum var plantað á bjartsýnistímum í upphafi aldarinnar. Leiðir þetta misræmi milli framboðs og eftirspurnar til þess að verð er með lægsta móti. WSJ bendir líka á að ekki megi gleyma að gervitré hafa farið batnandi að gæðum og sala á kínverskum plasttrjám hefur rokið upp. Þá er einnig talið að vinsældir gervitrjánna megi skrifa á að borgarbúar velji í vaxandi mæli að losna við það amstur sem felst í að flytja heim tré og svo koma því í endur- vinnslu að hátíð lokinni. ai@mbl.is  Sala á lifandi trjám fer minnkandi vestanhafs en gervitré rokseljast Prýði Það er gaman að hafa fallega skreytt tré í stofunni. Gervitrén hafa sína kosti, en mörgum þykir ómissandi ilm- urinn af náttúrulegu tré. Kreppa í jólatrjám

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.