Morgunblaðið - 19.12.2011, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2011
BÓK FYRIR ÞÁ SEM LESA EITTHVAÐ
SKEMMTILEGT!KATTARGLOTTIÐ, fyrsta smásagnasafn
Benedikts Jóhannessonar, er komið út. Bókin
hefur vakið nokkra athygli enda sést hér ný hlið
á Benedikt sem hefur um árabil skrifað greinar í
blöð og tímarit. Sögurnar fjórtán eru af ýmsu tagi
og eiga nánast það eitt sameiginlegt að vera stuttar.
Þó má segja að margar söguhetjur lendi í óþægi-
legri aðstöðu sem þær basla við að koma sér útúr
með misjöfnum árangri.
Á nánast hverri síðu leynist lítil moli sem hægt
er að velta fyrir sér og hafa gaman af. Lesendur
hafa lýst því að þeir hafi skellt upp úr við lesturinn
meðan aðrir kíma í hljóði. Sumar sögurnar hafa
sakleysislegt yfirbragð en grunsemdir vakna um
að ef til vill búi eitthvað dýpra að baki.
Stundum er sögusviðið Reykjavík nútímans, en í öðrum sögum er komið við í Stokkhólmi
og New York sem og ókennilegum stöðum sem erfitt er að festa hönd á hvar eru.
HEIMUR HF. Borgartún 23, 105 Reykjavík. Sími: 512 7575
Dmítrí Medve-
dev, forseti Rúss-
lands, boðar
breytingar í rúss-
neskum stjórn-
málum. Núver-
andi fyrir-
komulag hafi
gengið sér til
húðar. „Við horf-
um fram á nýtt
stig í þróun
stjórnmálakerfis okkar og við getum
ekki lokað augunum fyrir því. Það er
þegar hafið. Það hófst ekki vegna fá-
einna kröfugangna. Þær eru aðeins
á yfirborðinu – froða ef svo má
segja. Það hófst vegna þess að
gamla líkanið sem hefur þjónað rík-
inu vel … á síðustu árum … hefur
verið þurrausið,“ sagði Medvedev.
Varar við glundroða
Forsetinn setti mótmælin vegna
meints svindls í þingkosningunum
fyrr í mánuðinum í samhengi við
októberbyltinguna. „Hvað er Rúss-
land án ríkisstjórnar? Allir muna
svarið úr sögubókunum. Það er
1917,“ sagði forsetinn og vitnaði til
ársins þegar róttæklingar undir for-
ystu Vladímírs Leníns tóku völdin.
Mótmælendur eru ekki af baki
dottnir og boða frekari kröfugöngur
í Moskvu um næstu helgi.
Vladímír Pútín forsætisráðherra
fór háðulegum orðum um mótmæl-
endur fyrir helgi og hafa ummælin
orðið til að hella olíu á eldinn, að
sögn breska blaðsins Guardian.
Þróunin
kalli á
umbætur
Dmítrí
Medvedev
Forseti Rússlands
segir andófið „froðu“
58 ára bresk kona
sem er eldheitur
aðdáandi Man-
chester United í
knattspyrnu get-
ur nú sótt heima-
læki Rauðu djöfl-
anna, eins og þeir
rauðklæddu eru
kallaðir, eftir að
hafa lokið með-
ferð vegna of
mikillar spennu á leikjum.
Konan lifði sig svo inn í einn leik
að einkenni Addisonsveiki, sjúk-
dóms er orsakast af ófullnægjandi
hormónaframleiðslu nýrnahettu-
barkar, komu fram. Voru einkennin
svo alvarleg að konan var álitin í lífs-
hættu og flutt í skyndi á sjúkrahús.
Mildi þykir að konan var á ferða-
lagi er United-liðið tók á móti grönn-
um sínum City fyrr í haust og laut í
gras 1:6. Hún hefur síðan sótt há-
spennuleiki án einkenna.
Hættuleg
innlifun
á boltaleik
Frá heimavelli
Rauðu djöflanna.
Minnst 650 eru látnir og 900 er enn saknað eftir að hitabeltis-
stormurinn Washi olli gífurlegri eyðileggingu á Mindanao, ann-
ar stærstu eyju Filippseyja, að því er Rauði kross landsins áætl-
ar. Mörg þorp á svæðinu eru einangruð og verður umfang
harmleiksins ekki ljóst fyrr en björgunarlið kemst þangað.
Óveðrið lagði heilu þorpin í rúst
Flest fórnarlambanna voru í fasta svefni aðfaranótt laugar-
dags þegar skyndiflóð urðu í steypiregni. Slíkur var krafturinn í
vatnselgnum að hann reif upp tré með rótum.
Hafnarborgin Cagayan de Oro og borgin Iligan við Iligan-flóa
urðu einna verst úti en þar lágu bifreiðar eins og hráviði eftir
fárviðrið. Er áætlað að 45.000 manns séu heimilislaus eftir
storminn. Eignatjón er gífurlegt og hafa birst frásagnir af því
hvernig óveðrið lagði heilu þorpin í rúst.
Aðstæður eru erfiðar og í gærkvöldi bjuggu yfirvöld í Caga-
yan de Oro sig undir að grafa lík sem ekki höfðu verið borin
kennsl á í fjöldagröf. Var neyðin sögð yfirþyrmandi.
Sjaldgæft er að hitabeltisstormur ríði yfir svæðið sem veður-
ofsinn lék harðast og hafa yfirvöld á svæðinu vísað á bug gagn-
rýni um að hafa ekki komið varnaðarorðum nógu skýrt til skila.
Meirihluti hinna látnu er konur og börn. Hafði breska útvarpið,
BBC, eftir konu sem komst lífs af að hún og fjölskylda hennar
hefðu setið á bárujárnsþaki sem flaut langt út á haf út.
Reuters
Sorg Móðir við þrjár kistur. Dóttir hennar hvílir í einni.
Hundruð fórust í fárviðri
Minnst 650 taldir af og 900 saknað eftir ofsaveður á Filippseyjum
Skyndiflóð rifu upp tré með rótum Tugir þúsunda án heimilis