Morgunblaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2011
✝ Gunnar Valdi-marsson frá
Teigi í Vopnafirði
fæddist á Hróalds-
stöðum í Vopnafirði
25. maí 1924. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni í Reykjavík 10.
desember 2011.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
finna Þorsteins-
dóttir, skáldkonan Erla (1892-
1972), og Valdimar Jóhannesson,
bóndi (1893-1953). Systkini
Gunnars eru: Þorsteinn (1918-
1977), Guðrún (1920), Margrét
(1921-1982), Ásrún Erla (1923-
2008), Rannveig (1926-1953),
Þorbjörg (1928-2010), Hildigunn-
ur (1930) og Hrafnkell (1935-
2001).
Gunnar kvæntist Sólveigu
Einarsdóttur hinn 26. júní 1953.
Sólveig fæddist í Reykjavík 24.
október 1930. Foreldrar hennar
voru hjónin Einar Þorsteinsson
(1870-1956) og Helga Guðmunds-
dóttir (1886-1948). Börn Gunnars
og Sólveigar eru: 1) Þorsteinn
(1953), maki hans er Árþóra
Ágústsdóttir (1953). Börn þeirra
eru: a) Huginn Freyr (1978),
maki hans er Dagný Bolladóttir
Gunnar ólst upp hjá foreldrum
sínum í Teigi í Hofsárdal, Vopna-
firði. Hann lauk fullnaðarprófi
og lærði síðar ensku og dönsku
hjá séra Haraldi Þórarinssyni í
Mjóafirði. Hann fór til Skotlands
1948 og stundaði þar starfsnám í
landbúnaði. Gunnar og Sólveig
hófu búskap í Teigi árið 1953 og
bjuggu þar m.a með blandaðan
búskap. Gunnar var formaður
Sauðfjárræktarfélags Vopnfirð-
inga 1955-60 og formaður Veiði-
félags Hofsár 1967-77. Á búskap-
arárum sínum í Teigi var Gunnar
fréttaritari Þjóðviljans og sendi
ítarleg fréttabréf í blaðið um
helstu atburði og greinar um
þjóðfélagsmál. Gunnar og Sól-
veig fluttust til Reykjavíkur 1971
þar sem hann vann verka-
mannastörf í Stálsmiðjunni og
Áhaldahúsi Reykjavíkur. Þá
gerðist hann húsvörður á Kjar-
valsstöðum en jafnframt störfum
sínum þar hafði Gunnar auka-
vinnu hjá Ríkisútvarpinu við
dagskrárgerð og barnatíma.
Haustið 1977 tók Gunnar við
rekstri fornbókaverslunarinnar
Bókarinnar þar sem hann starf-
aði til 1998.
Gunnar var listhneigður, orti
ljóð og skrifaði smásögur og end-
urminningar. Bókin Geislaþytur
með úrvali þeirra var gefin út í
tilefni af 85 ára afmæli hans
2009.
Útför Gunnars fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 19. desem-
ber 2011, og hefst athöfnin kl. 11.
(1979). Börn þeirra
eru: Bolli Steinn
(2000), Gunnar
Bjartur (2005),
Freyja (2009) og
Indriði Hrafn
(2011). b) Sólveig
(1982), maki hennar
er Haraldur Freyr
Helgason (1976).
Sonur Haraldar er
Andri Freyr (2004).
2) Erla (1955), fyrr-
verandi maki hennar er Pálmar
Hallgrímsson (1953). Börn þeirra
eru Ólafur Örn (1980) og Silja
(1985). 3) Helga, (1957), maki
hennar er Rolf Eliassen (1958). 4)
Einar (1960), maki hans er Dóra
Lúðvíksdóttir (1962). Dóttir
þeirra er Dagmar Helga (1995).
Fyrir átti Sólveig Einarsdóttir
einn son, Höskuld Ásgeirsson
(1952), sem var ættleiddur af
fósturforeldrum. Maki hans er
Elsa Þórisdóttir (1955). Börn
þeirra eru: a) Ásgeir Leifur
(1978), maki hans er Dögg Árna-
dóttir (1976). Börn þeirra eru
Lena Rut (2004) og Rökkvi Snær
(2010). b) Inga Rós (1988) og c)
Þórir Freyr (1993). Fyrir átti
Höskuldur einn son, Sturlu
(1975), maki hans er Kristín
Hólm Þorleifsdóttir (1979).
Alltaf ríkti mikil eftirvænting
hjá ungum dreng við að fara í
heimsókn til ömmu og afa á Njáls-
götu 59. Toppurinn var auðvitað
að fá að gista ef ekki var skóli. Afi
hafði alltaf nennu til að spila olsen,
veiðimann eða leggja með manni
kapal. Gamansemi hans kætti alla.
Farið var í sund í Sundhöll
Reykjavíkur með pylsuveislu á
eftir og á kvöldin var fylgst með
helstu dagskrárliðum sjónvarps-
ins í góðu yfirlæti. Stundum voru
sóttar franskar niður á Barónsstíg
og þá nokkrum kókflöskum í gleri
kippt með. Röltið með afa fyllti
mann af vellíðan.
Þegar kom að svefntíma voru
sögur sagðar, ævintýri lesin og
farið með vísur. Afi var alltaf glað-
ur og manni fannst hann taka eftir
öllu sem maður sagði. Á jólunum
var upplifun að fá að aðstoða í
fornbókaversluninni Bókinni sem
afi rak ásamt sínum góða félaga
Snæ. Var iðulega margt um
manninn þar enda buðu þeir fólki í
bókakaffi mitt í því sem þeir leið-
beindu fólki um hinn endalausa
bókakost búðarinnar.
Afi tilheyrði kynslóð Íslendinga
sem braust úr sárri fátækt. Alla
tíð var honum umhugað um rétt-
læti og þá sérstaklega stöðu
þeirra sem minna mega sín. Hann
var einarður sósíalisti, alþjóða- og
friðarsinni. Sú lífssýn var ekki
byggð sem slík á mikilli yfirlegu á
ritum slíkra hreyfinga heldur á
reynslu. Hverskyns mannamunur
fór illa í hann enda taldi hann að
rót margvíslegs vanda samfélaga
væri tilkomin vegna slíkra gervi-
múra. Lykilatriði væri að brjóta
þá múra niður frekar en að eyða
kröftum í að skapa nýja. Titlar,
stöður og auður væru aukaatriði
enda ættu allir mennskuna sam-
eiginlega. Of mikil auðæfi einstak-
linga taldi hann vera versta fyrir
auðmennina sjálfa enda minnkaði
vitið í öfugu hlutfalli við auðsöfn-
unina.
Meiningar afa í þessum efnum
verða manni iðulega umhugsunar-
efni eftir reynslu Íslands af útrás
og prjáli – og þegar Evrópa gerv-
öll horfir í tómið eftir áralanga
fylgju stjórnmálamanna við hug-
myndafræði misskiptingar.
Í Hofsárdal í Vopnafirði leið afa
vel og leyndi hann ekki ánægju
sinni þegar ættin reisti sér sum-
arhúsið Erlubæ í landi Teigs. Í
fjallinu sem horft er á beint af sól-
palli bústaðarins sést móta fyrir
andliti af manni sem afi taldi að
vekti yfir bústaðnum og Hofsár-
dal. Fyrir neðan sumarhúsið blas-
ir Hofsáin við, drottning laxveiði-
áa, en afi ljómaði ef maður gat
sagt honum frá nýjum veiðitölum
úr ánni eða sögur af veiði. Hrifn-
ing hans var mikil þegar átta ára
langafabarn hans, Bolli Steinn,
veiddi sinn fyrsta lax hjálparlaust
í Jónshyl. Nykurvatnið fyrir ofan
bústaðinn taldi afi að geymdi
besta matsilung landsins ef ekki
gervallrar veraldar. Afi náði að
spila við barnabarnabörn sín í bú-
staðnum, þ.á m. Gunnar Bjart
nafna sinn. Gleði hans af því að
eignast nafna var mikil þó svo að
hann hefði varað okkur foreldrana
við að nefna í höfuðið á sér enda
taldi hann nafnið Gunnar svo hart
í draumi.
Sumir ganga svo langt að trúa
að hið góða búi í æðri veru. Aðrir
þurfa þess ekki en ná að kynnast
einhverju viðlíka í góðmennsku
einstaklinga eins og Gunnari afa.
Huginn Freyr Þorsteinsson.
Kæri afi.
Þegar ég hugsa til baka um þær
fjölmörgu ánægjustundir sem við
áttum saman þá veitir það mér
hjartahlýju. Minningarnar eru
margar enda vorum ég og Silja
systir mín mikið hjá afa og ömmu
á okkar yngri árum. Þegar við
vorum í heimsókn hjá þeim þá
vorum við alltaf dugleg að spila,
spjalla um allt milli himins og jarð-
ar, fara í Sundhöll Reykjavíkur og
skreppa niður á Tjörn. Afi var
duglegur að segja og lesa sögur en
minnisstætt er þegar afi las sög-
una um Dísu ljósálf fyrir svefninn.
Í ævintýrinu er boðskapur sem afi
vildi kenna okkur um lífið sem er
að þrátt fyrir að stundum geti
komið upp erfiðleikar í lífinu þá sé
mikilvægt að líta alltaf á björtu
hliðar þess.
Frá unga aldri þá aðstoðaði ég
afa í fornbókaversluninni Bókinni
sem var á Laugavegi 1 og síðar á
Grundarstíg. Í versluninni aðstoð-
aði ég við afgreiðslu, fór í sendi-
ferðir, raðaði bókum í rétta röð en
merkilegast þótti mér að passa
búðina einn míns liðs á meðan afi
fór á pósthúsið og í bankann. Á
menntaskólaárunum kíkti ég oft
við í hádegishléum með félögum
mínum og var okkur alltaf tekið
sem höfðingjum. Gefandi og fróð-
legt var að vera hluti af því stétt-
lausa samfélagi sem tengdist forn-
bókaversluninni sem byggðist á
náungarkærleik en afi var dugleg-
ur við að kynnast því fólki sem
kom í búðina. Mikil þjóðfélagsum-
ræða var í versluninni sem tengd-
ist bókakaffinu sem var boðið upp
á.
Ég gleymi því ekki hvað þú
varst stoltur af mér þegar ég sagði
þér frá því að ég væri að hefja
kennaranám fyrir nokkrum árum
síðan. Þú hafðir sjálfur kynnst
mikilvægi menntunar og starfi
kennarans í sveitinni í Vopnafirði
og öðlast þá sýn að góður kennari
getur haft mótandi áhrif á líf fólks.
Við ræddum því oft um kennara-
starfið þegar við hittumst. Með
sanni má segja að þú hefur haft
mótandi áhrif á mig sem kennara
þar sem þú hafðir ávallt að leið-
arljósi að gera ekki mannamun,
sýna samferðarmönnum þínum
virðingu og áhuga og móta þér
skoðanir um hin ýmsu málefni út
frá manngæsku. Minning um ein-
stakan og góðan mann lifir ávallt.
Ólafur Örn Pálmarsson.
Í dag kveð ég elsku afa. Afi, þú
varst fyrirmyndarafi, geðgóður,
hjartahlýr og hugsaðir ávallt um
þá sem minna mega sín. Þú hafðir
þínar skoðanir og skýra lífsýn. Ég
gleymi ekki þeim stundum þegar
ég var hjá ykkur á Njálsgötunni
og þú last Dísu Ljósálf aftur, aftur
og aftur fyrir mig. Ég á bókina
ennþá og hún er alltaf á náttborð-
inu mínu. Svo var ég margoft hjá
þér í Bókinni, búðinni þinni. Þú
leyfðir mér að vinna þar eins og
mig lysti, alveg sama hversu ung
ég var. Mér fannst náttúrulega
mest spennandi að taka við pen-
ingunum frá viðskiptavinunum.
Þegar þú fórst á pósthúsið og ég
átti að passa búðina þína þá skildir
þú alltaf eftir pening fyrir mig ef
það skyldi koma róni á meðan og
fá lán. Þeir voru nokkrir sem
komu til þín í hverjum mánuði,
sumir oft í mánuði og þú lánaðir
þeim alltaf aur sem þeir borguðu
þér til baka um hver mánaðamót.
Þú talaðir oft um að rónarnir væru
heiðarlegasta fólkið. Þetta segir
allt sem segja þarf um hve vel þú
hugsaðir um alla í kringum þig.
Þegar ég tók bílprófið þá sendir
þú mér bréf sem ég geymi enn í
dag og þar skrifar þú „Þú veist að
afi tók einu sinni bílpróf, en þegar
ég flutti suður og sá umferðina
sem þá var bara brot af því sem nú
er, þá sór ég þess dýran eið að
snerta aldrei stýri á bíl og við það
hef ég staðið. Ég fann það sem
sagt að þó að ég vandaði mig sem
best þá gátu óviðráðanlegar
kringumstæður af annarra völd-
um gjört mig þátttakanda í að
valda dauða eða örkumlum barns
eða fullorðinna og sá í huganum öll
þau tár, sem þeirra ástvinir hlutu
að fella. Ég gat mér líka til um
mína andlegu þjáningu. Nú er það
ekki ætlun mín að draga úr þér
kjarkinn.“ Gunnar Valdimarsson
12.06.́99. Já, elsku afi, svona hugs-
aðir þú, þetta lýsir þér best.
Það er svo margs að minnast en
þær minningar munu lifa áfram.
Ég mun halda áfram að segja sög-
ur af þér og taka manngæsku þína
til fyrirmyndar og hugsa vel um
alla í kringum mig. Þú varst ein-
stakur maður og munt alltaf eiga
stað í hjarta mínu.
Sólveig Þorsteinsdóttir.
Elsku Gunnar afi. Margar góð-
ar minningar koma fram í hugann
þessa dagana og þá eru sérstak-
lega minnisstæðar þær sem eru
frá barnæsku. Ég var svo heppin
að eiga þig sem afa. Þér tókst svo
sannarlega að hrífa mig með þér
inn í sögurnar sem þú sagðir mér.
Bæði sögur sem þú geymdir í
sagnaminninu og þær sem þú last
fyrir mig úr bókum, þar á meðal
Dísu ljósálf og Þúsund og eina
nótt. Fyrir þér var það aldrei
skylda að lesa fyrir svefninn held-
ur eitt af því sem þú hafðir ánægju
af. Ég held meira að segja að þú
hafir gjarnan haldið áfram að lesa
löngu eftir að ég var búin að sigla
inn í draumalandið. Þegar ég kom
og gisti hjá ykkur ömmu varstu
alltaf tilbúinn að taka mig í kleinu
og búa til litla skemmtilega sögu
með fingrunum mínum, „þessi
datt í sjóinn, þessi dró hann upp,
þessi horfði á“ o.s.frv. Þá fórum
við saman út í sjoppu og þú lést
okkur barnabörnin hafa hvort
sinn fimmtíukallinn til að prófa
spilakassann og síðan fengum við
smábland í poka. Ekki varstu í
vandræðum með að létta á sorg
minni þegar kisinn minn KitKat
hvarf einn daginn og lét ekki sjá
sig aftur fyrr en eftir langan tíma.
Úr því varð lítið ævintýri fyrir
barnslegt sakleysi mitt þegar þér
tókst að fullvissa mig um að hann
hefði farið til Póllands að hjálpa
ráðamönnum þar. Enn í dag finnst
mér þetta skemmtileg tilhugsun.
Það eru heldur ekki margir
sem hafa átt afa sem rak einu
fornbókabúðina á Laugaveginum
þar sem margt forvitnilegt var að
finna, bæði bækur og fastagesti.
Mér fannst ég stíga inn í annan
heim þar sem afi bauð alltaf upp á
kex eða köku innan um lyktina af
þessum gömlu bókum blandaða
saman við kaffilykt. Verslunin
Bókin var til húsa á þessum líflega
stað og í gömlu húsi þar sem brak-
aði í tréþiljum og einhver töfra-
andi sveif yfir. Eða þannig er
minningin mín. Síðan var alltaf
hægt að hlaupa út í Vikivaka til að
kaupa pylsu og kók þar sem ég
átti einnig góða vini. Og allir í ná-
grenninu vissu hver Gunnar í
Bókinni var. Stundum fékk ég að
slá inn á kassann og þú varst alltaf
tilbúinn að leiðbeina mér með þínu
rólynda og góða lundarfari. Já, ef
það er eitthvað sem mig langar að
hafa að leiðarljósi í lífinu afi minn
þá er það að gefa öðrum hluta af
góðmennsku þinni.
Síðustu ár eftir að ég byrjaði að
vinna á Listasafni Reykjavíkur
með skólanum komstu stundum í
heimsókn til mín á Kjarvalsstaði.
Þá rifjaðist upp fyrir þér tíminn
þegar þú varst við störf þar. Sér-
staklega var fastur í huga þínum
leynifundur sem þar hafði átt sér
stað. Ég naut þess að hlusta á þig
og ganga með þér um bygginguna
sem þú þekktir svo vel. Mikið var
ég síðan stolt þegar við fögnuðum
útgáfu bókarinnar þinnar Geisla-
þytur. Þegar þú varst á Landakoti
og síðar Sóltúni gripum við í hana
og ég las stundum upp úr henni
fyrir þig og við hlógum saman á
meðan aðrar frásagnir bættust
við. Viltu koma stundum í heim-
sókn og segja mér sögur áður en
ég sofna á kvöldin? Ég kveð þig afi
minn með vitneskju um að minn-
ing þín verður alltaf hjá mér.
Þín
Silja.
Kynni okkar Gunnars hófust
þegar ég, ungur drengur, var send-
ur til sumardvalar í Teig árið 1954,
en Gunnar hafði þá kvænst móð-
ursystur minni, Sólveigu Einars-
dóttur. Á þeim árum sem Gunnar
og Sólveig hófu sinn búskap má
segja að vélvæðing í landbúnaði
hafi verið fyrir alvöru hafin. Bænd-
ur voru að brjótast frá fátækt til
bjargálna og í sveitum landsins
mættust gamli og nýi tíminn.
Gunnar var nátturubarn, hann
unni íslenskri náttúru og þekkti
flóru og fánu landsins til hlítar.
Það er óhætt að segja að í Gunnari
hafi sameinast í senn: bóndinn,
náttúrufræðingurinn, rithöfund-
urinn og fræðimaðurinn. Hann
gat verið fastur fyrir í stjórnmála-
umræðu og pólitískum andstæð-
ingum ekki alltaf vandaðar kveðj-
urnar. Spillingin í íslensku
þjóðfélagi var Gunnari löngu ljós
aður en hún kom svo eftirminni-
lega upp á yfirborðið – um það
vitna vísur hans, þar sem hann á
kaldhæðinn hátt lýsir skoðun sinni
á mönnum og málefnum. Ef ég
ætti að lýsa lyndiseinkunn Gunn-
ars í fáum orðum, þá koma fyrst
upp í hugann orðin þrautseigja,
jafnaðargeð og kímnigáfa.
Í Teigi var stundaður blandaður
búskapur og unnu þau Gunnar og
Sólveig stöðugt að endurbótum úti-
húsa og ræktun jarðarinnar með-
fram stækkandi búi. Afkoma bús-
ins hefur hefur áreiðanlega verið
fremur bágborin lengst af. Hlunn-
indi af laxveiði í Hofsá var nokkur,
en á þessum árum seldu bændur
veiðileyfi hver fyrir sínu landi og
voru veiðimenn alltíðir gestir í
Teigi á þeim árum. Á sjöunda ára-
tugnum hafði Gunnar forgöngu um
stofnun Veiðifélags Hofsár og
gegndi hann formennsku í félaginu
í áratug. Með því framtaki komst á
gott skipulag við nýtingu árinnar.
Samið var við Skota að nafni Brian
Booth um leigu árinnar – samhliða
því var byggt veiðihús í landi Teigs
og hafið ræktunarátak, sem skilaði
þeim árangri að áin varð ein afla-
hæsta og eftirsóttasta laxveiðiá
landsins.
„Maður er manns gaman“ segir
máltækið og oft var gaman í borð-
stofunni í Teigi þegar gesti bar að
garði og gamanmál í hávegum
höfð. Þar fékk hver maður sinn
skammt ef svo má segja og leit út
fyrir að „öll sveitin“ væri þar sam-
ankomin þegar best lét. Heimilis-
fólkinu fór fjölgandi – börnin
fæddust eitt af öðru, gestkvæmt
var oft á tíðum og mikill erill á
heimilinu. Í minningunni finnst
mér Gunnar hafa verið fremur
harðsækinn til vinnu á annatím-
um, en þegar tími gafst undi hann
sér við lestur eða ritstörf. Ég tel
mig hafa verið lánsaman á mestu
mótunarárum lífsins að hafa feng-
ið að dvelja sex sumur í Teigi, því
menningarheimili, hjá Gunnari og
Sólveigu frænku minni.
Einar H. Björnsson.
Fornbókaverslanir urðu mér
snemma uppáhaldsbúðirnar í
Reykjavík. Sennilega varð það
fljótlega upp úr fermingu sem ég
heimsótti fornbókasalana nokkuð
reglulega. Þessir eldri menn voru
hafsjór fróðleiks og voru fúsir að
segja fróðleiksþyrstum unglingi
frá ýmsu sem tengdist bókum og
bókamönnum. Áhugi minn fyrir
bókum ágerðist með árunum og
fornbókasalarnir urðu smám sam-
an með bestu kunningjum mínum.
Neðarlega á Skólavörðustígn-
um var í allrúmgóðu timburhúsi
stærsta og besta fornbókaversl-
unin, Bókin. Stórir gluggar voru í
verslun þessari þar sem skoða
mátti sýnishorn af því úrvali sem
var á boðstólum hverju sinni. Þar
réð lengi Guðmundur Egilsson og
Ingvar Þorkelsson var n.k. versl-
unarstjóri hans. Anton Holt leysti
stundum þá af. Síðar keypti Gunn-
ar Valdimarsson reksturinn og
starfaði þar ásamt Snæ Jóhanns-
syni bókbindara og Sigurði Ró-
bertssyni rithöfundi. Þetta voru
allt merkismenn, fróðir vel og við-
ræðugóðir.
Þegar timburhúsin neðst við
Skólavörðustíginn, Bókin og
Breiðfirðingabúð urðu að þoka
fyrir nýtísku byggingum varð
fornbókaverslunin að flytja sig um
set. Um nokkra hríð var hún á
horninu á Grundarstíg og Spítala-
stíg en síðar á Laugavegi 1 og var
þá aftur komin í þjóðbraut, nálægt
upprunalegum stað sínum.
Gunnar sá sem við fylgjum nú
síðasta spölinn var lipurmenni mik-
ið og sögufróður. Oft var boðið upp
á kaffi í þröngri kompu inn af búð-
inni. Þar var hvert skot yfirfullt af
bókum, tímaritum og margskonar
pésum frá ýmsum tímum. Gunnar
var sögufróður og sagði skemmti-
lega frá. Mér er einkum minnis-
stæð sú saga sem hann sagði frá
fyrstu íbúum Laugavegar 1. Sá hét
Jón Pétursson, dómstjóri Landsyf-
irréttar, sem var einn svonefndra
Víðivallabræðra í Skagafirði, sem
byggði húsið um miðja 19. öld.
Hann var bróðir Brynjólfs eins af
svonefndum Fjölnismönnum og
Péturs biskups. Jón var kvæntur
Sigþrúði dóttur Friðriks Eggertz
sem talinn er hafa verið fyrirmynd-
in að séra Sigvalda í skáldsögu
Jóns Thoroddsens Maður og kona.
Frásagnir Gunnars voru hnit-
miðaðar, engu orði of né van. Þær
voru stundum í stíl við þjóðsagnir,
glettnislegar og eftirminnilegar.
Hinsta skiptið sem ég hitti
Gunnar á förnum vegi var fyrir
nokkrum árum. Hann langaði við
tækifæri að líta til mín á þáverandi
vinnustað minn sem þá var bóka-
safn Iðnskólans í Reykjavík á
efstu hæð skólabyggingarinnar á
Skólavörðuholti. Þaðan má sjá
víða um heima alla rétt eins og frá
Hliðskjálf Óðins.
Af því varð aldrei.
Við eigum góða minningu um
eftirminnilegan samferðamann.
Fjölskyldu hans, ættingjum, vin-
um og kunningjum öllum er vott-
uð innileg samúð.
Guðjón Jensson, Mosfellsbæ.
Gunnari Valdimarssyni kynnt-
ist ég þegar ég var á blaðinu. Þá
kom hann stundum við. Þá var
friður til að tala saman um pólitík,
einnig þegar það var vitlaust að
gera. Svo tók hann við bókabúð-
inni okkar: Bókin, fornbókaversl-
un; þar réði Gunnar svo ríkjum
lengi með Snæ Jóhannessyni. Þar
var líka gott að koma til að fá í sig
pólitískt vit og framsóknarkaffi.
Gunnar bar þess merki að hann
átti dreifbýlisbakgrunn og það var
gott að tala við hann um sveit og
landbúnað. Það var líka gott að
tala við hann um skáld og rithöf-
Gunnar
Valdimarsson
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRUNN MARÍN
ÞORSTEINSDÓTTIR,
Ingimarsstöðum, Þórshöfn,
lést á líknardeild Landspítalans þann 16.
desember sl. Kveðjuathöfn fer fram í Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn 21. desember kl. 15.
Útförin fer fram frá Þórshafnarkirkju og verður auglýst síðar.
Árni Ingimar Helgason,
Unnur Árnadóttir, Guðmundur Hólm Indriðason,
Oddný F. Árnadóttir, Gunnar Páll Jóakimsson,
Þuríður Árnadóttir, Sigurður Skúli Bergsson,
Soffía Árnadóttir, Hafsteinn B. Sveinbjörnsson,
Helgi Mar Árnason, Íris Björnsdóttir ,
barnabörn og barnabarnabörn.