Morgunblaðið - 19.12.2011, Síða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2011
✝ Þorlákur Sig-urðsson fæddist
í Grímsey 5. janúar
1932 og bjó þar alla
sína ævi. Hann lést
á lungnadeild Borg-
arspítalans 11. des-
ember 2011.
Þorlákur var son-
ur hjónanna Sig-
urðar Kristinssonar
og Kristjönu Þor-
kelsdóttur í Hátúni í
Grímsey.
Eftirlifandi eiginkonu sinni,
Huldu Reykjalín Víkingsdóttur,
kynntist hann snemma á lífsleið-
inni og giftust þau 10. september
1955. Þau eignuðust sjö börn.
Þau eru: Sigurður, maki Marna
Wakely, Sigrún, maki Gylfi
Gunnarsson, Inga, maki Jón
Skúli Sigurgeirsson, Guðlaugur
Óli, maki Aðalbjörg Þórólfs-
dóttir, Kristjána
Jóna, maki Rúnar
Andrew Jónsson,
Birna Dagbjört,
maki Smári Krist-
insson og Þorlákur,
maki Sæunn Helga
Björnsdóttir.
Barnabörnin eru 28,
barnabarnabörnin
21 og eitt barna-
barnabarn.
Þorlákur stund-
aði sjómennsku og landbúnað frá
unga aldri og starfaði sem kenn-
ari árin 1952-1954 auk þess að
gegna stöðu meðhjálpara í Mið-
garðakirkju um árabil. Þá var
hann oddviti í Grímsey árin 1982-
2002.
Þorlákur verður jarðsunginn
frá Miðgarðakirkju í Grímsey í
dag, 19. desember 2011, og hefst
athöfnin kl. 14.
Frændi minn og æskuvinur,
Þorlákur Sigurðsson í Garði í
Grímsey er látinn. Hann andaðist
á Landspítalanum í Fossvogi 11.
des. sl. Þorlákur var fæddur í
Grímsey 5. jan. 1932 og hefði því
orðið áttræður eftir tæpan mán-
uð.
Við vorum systrasynir og báðir
aldir upp í Grímsey, hann í Há-
túni, litlum bæ, sem foreldrar
hans byggðu, en ég í Garði og síð-
an á Básum.
Sigurður Kristinsson faðir Þor-
láks var giftur Kristjönu móður-
systur minni, var mikið góðmenni
og sérlega skapgóður, en alltaf
stutt í grínið hjá honum. Haustið
1937 skall ógæfan á Hátúnshei-
milinu, þegar Sigurður andaðist
úr lungnabólgu inná Akureyri, að-
eins 43 ára og þá stóð frænka mín
ein með börnin þeirra þrjú, Vil-
borgu 8 ára, Þorlák 6 ára og Árna
3 ára. Næstu ár voru fjölskyld-
unni erfið því þá var ekki neitt til
sem hét félagsleg hjálp.
Vorið 1943 flutti Kristjana
frænka mín með öll börnin austur
í Kelduhverfi og gerðist ráðskona
hjá Gunnari bónda í Arnanesi.
Þetta var fermingarvorið okkar
Vilborgar systur Þorláks, en
þjónandi prestur í Grímsey var þá
Ingólfur Þorvaldsson prestur í
Ólafsfirði og fjölskyldan úr Há-
túni fór öll til lands með sömu ferð
og presturinn, strax eftir ferm-
inguna. Ég horfði lengi eftir skip-
inu og var miður mín í marga
daga á eftir.
Fjölskyldan kom aftur til
Grímseyjar og var samband okk-
ar Þorláks áfram mjög gott. Árið
1948 fórum við saman í Héraðs-
skólann á Laugum í Reykjadal.
Vistin á Laugum var samfelldur
sælutími með því mikla mannvali
sem þar var.
Saman fórum við Þorlákur eina
vertíð í Hafnir á Reykjanesi og
síðan tvær vertíðir til Vestmanna-
eyja.
Þorlákur giftist eftirlifandi
konu sinni, Huldu Reykjalín Vík-
ingsdóttur, 10. sept. 1955 og hafa
þau búið í Garði allan sinn búskap.
Þau eignuðust 7 glæsileg börn og
vel af guði gerð. Hulda er alin upp
í Garði hjá ömmu sinni og afa. Um
ömmu hennar, Ingu Jóhannes-
dóttur hefur margt verið skrifað,
en minna verið sagt frá Guðlaugi
Óla Hjálmarssyni. Það mun þó
ekki á neinn hallað þótt sagt sé að
hann hafi verið eitt mesta góð-
menni sem í Grímsey hefur búið.
Ég heimsótti Þorlák nokkrum
sinnum meðan hann lá á spítölum
hér í Reykjavík og fann að hann
var fáu búinn að gleyma frá okkur
bernskudögum. Við minntumst
fjölda gamalla atvika, sem honum
voru föst í minni.
En nú er tíminn liðinn, sem við
höfum hér í jarðvistinni til að
minnast gamla tímans og hvort
við fáum tækifæri til þess á ein-
hverjum öðrum stað, verður bara
að koma í ljós.
Ég vil að lokum votta Huldu,
börnum hennar og öllum aðstand-
endum innilega samúð frá mér og
minni fjölskyldu og Huldu vil ég
þakka frábæra umhugsun í veik-
indum Þorláks, sem ég veit að oft
hefur verið erfið, en hún er sann-
kölluð hetja,
Blessuð veri minning þín,
frændi og vinur.
Haraldur Jóhannsson.
Láki í Garði, Láki og Hulda.
Einhvern veginn hljómuðu þessi
orð öll saman. Það var aldrei hægt
að tala um Láka án þess að nefna
Garð, ekki um Huldu án þess að
nefna Láka og ekki um Garð án
þess að nefna Láka og Huldu.
Með Þorláki Sigurðssyni er
genginn heilsteyptur maður og
mikill öðlingur. Útvörður í norðri,
maður sem alla tíð bar hag íbúa og
mannlífs í Grímsey fyrir brjósti.
Hann var einlægur trúmaður,
kirkjunnar maður og Miðgarða-
kirkja var kirkjan hans.
Í fasi hans og framgöngu var
traust og einlægni. Ég hafði sem
ungur maður séð þennan mann og
vitað að hann væri einn í fjöl-
skyldu Ingu í Garði, sem væri
amma allra barnanna í skólanum í
Grímsey. Hann ávarpaði mig og
sagði; „drengurinn minn,“ og
þetta ávarp breyttist ekki þótt ég
yrði síðar sóknarprestur þeirra
Grímseyinga. Áfram hljómaði;
„drengurinn minn“, og við konu
mína og dóttur sagði hann ætíð;
„vinan“.
Og það var engum í kot vísað
sem fékk að vera drengurinn hans
Láka eða vinan hans Láka. Láki
var einstakur vinur, sem gott var
að ræða við og leita ráða hjá.
Hann var vel læs á lífið og þekkti
sögu og aðstæður í Grímsey flest-
um betur. Það voru forréttindi að
fá að dvelja í Garði og njóta sam-
vista við Láka og Huldu og þeirra
börn. Þau heiðurshjón voru höfð-
ingjar heim að sækja og gáfu sér
tíma til að sinna sínum gestum.
Oftar en ekki var kíkt á grindina
frammi í miðstöð en þar var fram-
leiddur besti harðfiskur sem til er.
Í gleði og sorg höfum við átt sam-
leið og alltaf var Láki þessi yfir-
vegaði og trausti maður. Sannur
vinur, sem naut þess að gefa og
gleðja.
Grímseyingar allir missa góðan
vin og oddvita sinn til fjölda ára.
Við í fjölskyldunni sendum fjöl-
skyldu Þorláks og Grímseyingum
öllum góðar kveðjur með ósk um
frið og blessun á jólum. Það voru
forréttindi að fá að eiga Láka að
vini, hann var og verður drengur
góður.
Guð blessi minningu Þorláks
Sigurðssonar.
Pálmi Matthíasson.
Þorlákur Sigurðsson er til
moldar borinn í dag eftir langa og
stranga sjúkdómslegu. Hann var
einn þessara mörgu alþýðu-
manna, sem ekki áttu þess kost að
ganga menntaveginn en spjöruðu
sig þeim mun betur í lífsins skóla.
Hann var hógvær maður í orðum
og háttum, athugull og tillögugóð-
ur; trúr því sem hann tók sér fyrir
hendur. Þess vegna vógu orð hans
þyngra en hinna, sem tóku meira
upp í sig. Hann var oddviti Gríms-
eyinga um tveggja áratuga skeið.
Á þeim tíma tókst góð vinátta og
traust milli okkar. Það er göfg-
andi og örvandi að vinna með
mönnum eins og honum að fram-
gangi byggðanna. Eitt af því sem
gefur starfi stjórnmálamannsins
gildi er að fá að kynnast góðu
fólki, lífsbaráttu og aðstæðum
sem maður að öðrum kosti þekkti
ekki nema af slitróttum blaða-
fregnum eða alls ekki. Frá Gríms-
ey eru margar af ljúfustu minn-
ingum mínum af ferli mínum sem
ráðherra og þingmaður. Og þar
kemur Þorlákur oft við sögu.
Góðar stundir átti ég á heimili
Huldu og Þorláks. Saga eyjarinn-
ar lá opin fyrir þeim og þau sögðu
mér frá horfnum eyjarskeggjum,
sem mér lá forvitni á að frétta um.
Og þar fékk ég að smakka á rétt-
um, sem fáséðir eru annars staðar
eins og á söltuðum skegluungum.
Ég minnist þessara stunda með
þakklæti og hlýju. Þessum línum
fylgja samúðarkveðjur okkar
Kristrúnar. Guð blessi minningu
Þorláks Sigurðssonar.
Halldór Blöndal.
Grímseyjarhöfðinginn Þorlák-
ur Sigurðsson er genginn. Oddvit-
inn Þorlákur tók sannarlega vel á
móti skólastjórahjónunum þegar
við mættum til starfa 1994. Á
samstarf oddvitans og skólastjór-
ans bar aldrei skugga og saman
bættu þeir aðbúnað í skólanum,
skólabörnunum í Grímsey til
góða.
Þorlákur fæddist í Grímsey og
einhvern veginn fannst mér alltaf,
hann og eyjan vera eitt. Þetta var
eyjan hans sem hann elskaði, lifði
í og starfaði ævina út. Eyjan sem
gaf honum Huldu hans og dásam-
legu börnin þeirra sjö. Öll vel af
Guði gerð og bera foreldrum sín-
um fagurt vitni. Þorlákur var
fróðleiksfús maður og sterk
greindur – fór ungur að Laugum
og minntist skólaáranna þar með
mikilli gleði. Fallegu íslenskuna
hans var unun á að hlýða – kjarn-
yrta og hljómfagra, hann var
minnugur og hafði gaman af að
segja frá. Þorlákur var að mínu
mati óborganlega orðheppinn
ræðumaður, það var sama hvar
hann sté í pontu – hann kunni
listina að fanga áheyrendur og
oftar en ekki að slá í gegn. Þorlák-
ur var stór maður með viturt
hjarta, þéttur á velli og þéttur í
lund.
Og nú hefur húsbóndinn, sjó-
maðurinn og bóndinn í Garði
kvatt. Í okkar huga var einn af
vorboðunum í Grímsey þegar
Þorlákur birtist á gamla traktorn-
um sínum. Fjárbúskapinn stund-
aði hann af einstakri alúð og
stærri kindur en á túnum Garðs-
hjónanna voru sjaldséðar. Það var
einstök kyrrð yfir Þorláki þar sem
hann sat svo fallegur í stofunni
hjá dóttur sinni í Kópavoginum
sunnudag einn nú í nóvember –
umvafinn kærleika konu sinnar
og fjölskyldu. Hulda og börnin
hans öll reyndu hvað þau gátu að
gleðja hann og létta honum lífið.
Enda kunni hann að meta ást
þeirra. Þegar ég spurði hvernig
hann hefði það – sagði hann: „Ég
hef það gott, rétt að verða áttatíu
ára, ef ég næ því, ég hef það bara
gott“.
Við Dónald þökkum Þorláki
innilega elskusemi hans og vin-
áttu í okkar garð, öll góðu árin í
fallegu Grímsey. Við biðjum Guð
að vera með Þorláki Sigurðssyni –
við biðjum Guð að blessa og
styrkja Huldu – ástina hans og
stóra barnahópinn þeirra. Góða
ferð, kæri vinur, og hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Helga Mattína og Dónald
Jóhannesson, Dalvík.
Þorlákur
Sigurðsson
✝ Lilja MargétOddgeirsdóttir,
kölluð Lillý af sín-
um nánustu, fædd-
ist í Reykjavík 6.
júní 1928. Hún lést á
heimili sínu Hólm-
garði 33 4. desem-
ber 2011.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Alma
Helene Kummer
Hjartarson hár-
greiðslumeistari, f. 28. apríl
1901, d. 12. sept. 1987, og Odd-
geir Hjartarson verslunarmaður,
f. 3. nóv. 1900, d. 30. des. 1993.
Foreldrar Helene voru hjónin
Paul Kummer, f. 1871, d. 1939,
og Anna Kummer, f. 1876, d.
1945 í Leipzig í Þýskalandi. For-
eldrar Oddgeirs voru hjónin
Hjörtur Jónsson, f. 1863, d. 1940,
og Margrét Sveinsdóttir, f. 1861,
d. 1940 í Reykjavík. Bræður Lil-
lýjar voru 1) Sveinn Ragnar Odd-
geirsson skrifstofumaður, f. 21.
maí 1927, d. 23. sept. 1958,
kvæntist Markúsínu Guðnadótt-
isgötu í Reykjavík í nokkur ár og
síðar á heimili sínu í Hólmgarði.
Árið 1959 flutti hún til Þýska-
lands og starfaði þar í tvö ár. Eft-
ir heimkomuna hélt hún áfram
rekstri eigin hárgreiðslustofu í
Hólmgarði en jafnframt því vann
hún í fjölda ára við afgreiðslu-
störf í vefnaðarvöruverslun sem
einnig var í Hólmgarði. Hún
starfaði einnig á vegum Reykja-
víkurborgar síðast um árabil við
matseld hjá Þjónustuíbúðum
aldraðra við Dalbraut, en hún var
listakokkur. Lillý var margt til
lista lagt og var hún mikill nátt-
úruunnandi. Hæfileikar hennar
nutu sín vel í leiðbeinanda-
hlutverkinu í starfi eldri borgara
í Bústaðakirkju þar sem hún
vann í mörg ár. Hún hafði næmt
eyra fyrir góðri tónlist og söng í
fjölda ára í Söngsveitinni Fíl-
harmóníu og skemmri tíma í
Pólýfónkórnum, auk þess söng
hún í kirkjukór Bústaðakirkju.
Lillý ferðaðist mikið bæði utan
lands og innan fyrr á árum og
enn naut hún þess að aka um ný
hverfi borgarinnar og skoða
skipulag, hús og garða, þótt
lengri ferðalögum væri lokið.
Útför Lilju Margrétar fer
fram frá Bústaðakirkju í dag, 19.
desember 2011, og hefst athöfnin
kl. 15.
ur, f. 28. júlí 1928, d.
28. mars 2003, og
eignuðust þau tvö
börn og 2) Paul
Oddgeirsson gull-
smiður, f. 22. júní
1932, d. 2. maí 2003,
kvæntist Kristjönu
Giselu Herberts-
dóttur, f. 29. okt.
1935, og eignuðust
þau þrjú börn. Árið
1946 tóku Helene
og Oddgeir að sér tvö bróð-
urbörn Helene, þau Kristjönu Gi-
selu Herbertsdóttur, f. 29. okt.
1935, og Erling Reinhold Her-
bertsson, f. 18.júní 1937, d. 24.
ágúst 2011, sem ólust upp á
heimili Lillýjar.
Lillý bjó meiri hluta ævinnar
með foreldrum sínum, lengst af í
Hólmgarði 33 og bjó þar áfram
eftir að þeirra naut ekki lengur
við. Hún lauk námi í hárgreiðslu
við Iðnskólann í Reykjavík árið
1946 og hlaut meistararéttindi
árið 1951. Eftir Iðnskólann rak
hún hárgreiðslustofu við Hverf-
Við ráðum ekki eðli tímans,
hann þýtur hjá, kynslóðir koma
og fara og við vitum það eitt að
við eigum að njóta þess tíma sem
við höfum. Við minnumst elsku-
legrar föðursystur okkar sem
varð bráðkvödd 4. desember síð-
astliðinn. Lillý varð í bernsku
besta vinkona móður okkar og
síðar mágkona. Þegar faðir okkar
deyr frá ungum börnum var mik-
ill styrkur fyrir móður okkar að
eiga Lillý að. Hún hefur verið
okkur sem önnur mamma, pabbi
og ein yndislega amman í viðbót
fyrir börnin okkar. Lillý bjó nán-
ast alla tíð með ömmu og afa í
Hólmgarði 33. Við minnumst
þess þegar þau komu í heimsókn
færandi hendi. Þessari hefð hélt
Lillý, hún kom ekki í heimsókn
nema með fulla körfu af ýmsu
góðgæti. Hún átti orðið erfitt
með gang mörg síðustu ár og
hafði í raun nóg með sjálfa sig, en
alltaf var karfan full. Hún var
einstök kona, mikil á velli og bar
sig vel þar til hin síðari ár. Hún
hafði hlýtt faðmlag sem gott var
að hjúfra sig í. Hún var ótrúlega
jákvæð, fann sér alltaf eitthvað
að föndra við, sólarhringurinn
dugði ekki til. Hún var listamað-
ur, allt sem hún gerði var vel
gert, hún gat allt. Fyrstu hlut-
irnir sem við munum eftir voru
bílskúr og tveggja hæða dúkku-
hús sem hún smíðaði handa okk-
ur þegar við vorum smábörn, hún
smíðaði einnig öll húsgögnin í
dúkkuhúsið og hvílík völundar-
smíð. Ennþá eru þessir hlutir í
uppáhaldi og vel varðveittir. Það
lék allt í höndum hennar, hún
saumaði, prjónaði, heklaði og
málaði einstaklega fallega hluti.
Lillý var mikill náttúruunn-
andi og hafði yndi af ferðalögum.
Hana langaði enn til að ferðast en
heilsan leyfði það ekki. Hún vildi
alltaf sjá myndir ef við ferðuð-
umst til útlanda eða fórum í fjall-
göngur, hún fylgdi okkur í hug-
anum. Hún hafði yndi af ef hringt
var í hana frá útlöndum. Þau
ferðalög sem hún treysti sér í síð-
ustu ár var í bílnum sínum um
götur borgarinnar. Hún réðst
meira að segja í að kaupa sér nýj-
an bíl í ágúst síðastliðnum, hug-
urinn bar hana alla leið.
Garðurinn í Hólmgarði ber
eigendunum vitni. Í mörg ár var
garðurinn hennar líf og yndi og
hvergi er fallegri garður að vori.
Lillý hafði gott lag á að forrækta
plöntur og þær eru ófáar stjúp-
urnar og morgunfrúrnar sem
hafa byrjað líf sitt í glugganum í
borðstofunni og ennþá er glugg-
inn fullur af plöntum sem hún var
að koma til fyrir unga fólkið í fjöl-
skyldunni sem er að byrja að búa.
Tónlistin var ríkur þáttur í lífi
Lillýjar og hún dáði gömlu meist-
arana, hún hafði enn yndi af að
sækja tónleika og hafði ætlað á
tónleika daginn sem hún lést.
Það var með eindæmum sú
umhyggja sem Lillý sýndi for-
eldrum sínum en þau annaðist
hún af mikilli natni þegar aldur-
inn færðist yfir þau, hún gerði
þeim kleift að búa á heimili sínu
til æviloka. En þótt Lillý hafi nú
yfirgefið okkur njótum við nær-
veru hennar og elsku í öllum fal-
legu hlutunum sem hún bjó til
handa okkur. Við minnumst sam-
talanna sem við áttum og heil-
ræðnanna sem hún gaf okkur og
við geymum. Hún var eitt það
besta sem við áttum í lífinu, hún
var einnig elskuð af mökum okk-
ar, börnum og barnabörnum.
Hún var einstök.
Helena og Sigurður.
Elsku Lillý mín.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Hið eilífa ljós lýsi þér.
Ég votta fjölskyldunni allri
innilega samúð mína.
Auður.
Lilja Margrét
Oddgeirsdóttir
Það er með trega
í huga að ég vil minnast með
nokkrum orðum Fjölnis mágs
míns og fjölskylduvinar í yfir 50
ár. Mágur minn var óvenjulega
vel gerður maður, heilsteyptur og
traustur í hvívetna.
Kynni okkar hófust 1958 þegar
Fjölnir kvæntist systur minni
Arndísi. Aldrei hefur borið
skugga á vináttu okkar öll þessi
ár.
Fjölnir kom með glaðværan og
ferskan blæ inn í Valdastaðaætt-
ina með einstakan húmor og já-
kvæðni. Mér verða ætíð minnis-
Fjölnir
Stefánsson
✝ Fjölnir Stef-ánsson fæddist
í Reykjavík 9. októ-
ber 1930. Hann lést
á heimili sínu í
Kópavogi 24. nóv-
ember 2011.
Útför Fjölnis fór
fram frá Fossvogs-
kirkju 9. desember
2011.
stæð þessi
skemmtilegu fjöl-
skylduboð þar sem
eldhuginn fór á
kostum. Þessi boð
verða eflaust lág-
stemmdari í fram-
tíðinni, þegar hans
nýtur ekki lengur
við. Fjölnir og systir
mín byggðu upp
ákaflega fallegt og
listrænt heimilli þar
sem tónlistin var að sjálfsögðu í
fyrirrúmi, með nútímamálverk-
um ásamt góðum bókakosti. Í
starfi mínu sem hönnuður áttum
við Fjölnir mikið og gott sam-
starf, vinna sem tengdist Tónlist-
arskóla Kópavogs, heimili hans
ásamt sumarbústað þeirra hjóna
en í bústaðnum leið honum einna
best núna seinni árin. Aldrei var
spurt hvað hlutirnir kostuðu
heldur hvað er best og fallegast.
Hann var sannur listamaður sem
fegraði umhverfi sitt og gaf lífinu
meira innihald. Hann dáði raun-
verulega menningu og gaf lítið
fyrir uppauglýsta gervimenningu
samtímans. Í dag getur maður
ekki lyft símaskrá án þess að vera
minntur á þessa gervimenningu.
Þeir sem vel þekktu til Fjölnis
komust ekki hjá því að kynnast
skákáhuga hans. Hann tók þátt í
mörgum skákklúbbum á fyrstu
árum sínum og var sterkur skák-
maður alla tíð. Hann stofnaði í
kringum 1965 Taflfélag Kópa-
vogs ásamt Bjarna Ólafssyni og
fleirum og starfar félagið ennþá.
Fjölnir átti gott skákbókasafn og
tók þetta af sama krafti og ein-
kenndi öll hans störf. Ýmsar
skákbrellur kenndi hann mér
sem ekki dugðu mér til stórra
sigra í viðureignum okkar. Oftast
féll sigurinn hans megin.
Mágur minn verður mér ætíð
minnisverður, svo heill og sannur
í öllu. Hann var einn af mínum
bestu vinum, það er mannbæt-
andi að hafa átt slíkan vin. Ég
þakka honum að hann kenndi
mér að meta góða tónlist og ým-
islegt fleira. Ég mun sakna vinar
míns mikið en mestur er þó sökn-
uður systur minnar, dætranna
þriggja, tengdabarna og barna-
barna. Samúð mín er öll hjá þeim.
Farðu vel vinur.
Þorkell G. Guðmundsson.