Morgunblaðið - 19.12.2011, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.12.2011, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2011 ✝ Þórður Þórðar-son vélstjóri fæddist í Reykjavík 31. ágúst 1947. Hann lést á heimili sínu 11. desember 2011. Þórður var sonur hjónanna Þórðar Þórgríms- sonar, f. 19. okt. 1910, d. 14. feb. 1989, og Jónínu Eyju Gunn- arsdóttur, f. 7. sept. 1920, d. 3. mars 1959. Systkini Þórðar eru; Þorgrímur, f. 1934, d. 2009, Birgir, f. 1939, Bjarni Val- garður, f. 1940, Sverrir, f. 1941, Sigurborg, f. 1945, Vilborg, f. 1946, d. 1946, Alda Særós, f. 1949. Sambýliskona Þórðar er Guð- björg Pétursdóttir, f. 5. ágúst 1953. Sonur þeirra er Pétur Heiðar Þórðarson, f. 17. október 1972, sonur hans er Ásgeir Júníus. Börn Þórðar frá fyrra sambandi eru; a) Jónína Eyja Þórðardóttir, f. 15. maí 1968, maki Björn Björnsson. Börn hennar eru Sólrún, Birgitta, Díana og Rakel María. b) Jón Árni Þórðarson, f. 9. október 1969, maki Þórdís Jó- hannsdóttir. c) Barbara Hafey Þórðardóttir, f. 8. mars 1973, maki Guðmundur Hannesson. Börn hennar eru Anika, Aron, Emilía, Sunna og Rakel. Þórður skilur einnig eftir sig sex barna- barnabörn. Útför Þórðar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 19. des- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Jæja, nú ertu farinn frá okkur, elsku bróðir og mágur. Það er erfitt að setjast niður og setja á blað minningarnar okkar. Ung vorum við er við misstum móður okkar og sundrung kom á fjöl- skylduna. En er þú eltist breytt- ist það. Einnig man ég er þú komst til okkar á Kleppsveginn með frumburð þinn og sýndir okkur, einnig skoðaðirðu okkar frumburð, eftir það varð sam- bandið sterkara með árunum. Þegar við fluttum á Akranes varstu vanur að koma reglulega í heimsókn. Þar stofnaðir þú bú- skap með Guðbjörgu svo styttra varð á milli okkar. Þegar við fluttum til Hafnarfjarðar og þú bjóst í Reykjavík, komst þú miklu meira til okkar. Það verður ansi tómlegt hjá okkur. Ekki get- um við sagt að það sé langt síðan hann Doddi kom, en er þið Nonni hurfuð út saman spurði ég „Hvar varstu“ og þá kom það svar að þið hefðuð verið í dótakassanum þínum uppi á hraunum. Það er ótrúlegt að þú sért far- inn því laugardaginn 10. desem- ber varstu hér og þið Nonni vor- uð inni í tölvuherbergi að vesenast vegna bátsins þíns. Það var hringt og athugað með eitt- hvað sem vantaði í bátinn. Svo þegar þú fórst vissi ég ekki að þetta væri kveðjustund frá þér. Það var mjög erfitt að frétta að andláti þínu. Mér fannst það mjög rangt að það skyldi bera svona brátt að og svona stórt skarð hefði komið við missi þinn. Líði þér vel. Við sjáumst ein- hvern tímann. Þín systir og mágur, Alda og Jón. Hver stund á sinn tíma. Við sviplegt andlát vinar er var hluti af fjölskyldu sem ekki er fjöl- menn, fjölskyldu okkar, sækja minningar á hugann. Stund minninga sem nær yfir vel á fjórða tug ára. Ég kynnist Þórði eða Dodda eins og hann var ávallt kallaður í okkar hóp, þegar hann og mág- kona mín Guðbjörg felldu hugi saman um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Það að vísa í aðra öld og þá um leið aldur, er ekki lýsandi dæmi um hann. Hann var einn af þessum mönnum sem voru vinnandi alla daga, góður verkmaður, sem brást ávallt við kalli vina sinna ef þörf var á að leysa verkefni, sem oft voru verkefni sem hann hafði sér- þekkingu á. Áhugamál hans voru í takt við menntun hans, vélar, bátar og allt sem því fylgdi. Fyrir land- krabba eins og mig var það haf- sjór fróðleiks að hlusta á Dodda tala um þessa hluti og þó að ég næði ekki nema hluta af þeim fróðleik var það töluvert fyrir mig. Það var ákveðin hefð að fjöl- skylda tengdaforeldra okkar kæmi saman og tæki til hendinni í sumarbústað þeirra, sem var staðsettur austur í sveitum nú síðari ár. Síðastliðið sumar var eitt af þessum verkefnum, sem kölluðu á margar hendur til vinnu. Í þeirri vinnu nýttist vel sú reynsla og þekking sem Doddi hafði á vélum og getu þeirra til framkvæmda. Þar kom líka fram það traust og velvilji sem vinnu- veitendur hans báru til hans og kom m.a. fram varðandi afnot af tækjum sem hann var daglega að vinna með. Það komu líka þeir dagar sem hann fór aðeins fram úr sér. Þar er mér t.d. minnisstætt atvik, sem varð um páska á öldinni sem var að líða við fyrrverandi bústað tengdaforeldra okkar sem stað- settur er við Skorradalsvatn. Beðið var eftir sem ekki var óvanalegt að Guddý og Doddi kæmu í hús, því eyða átti páska- helginni saman í bústaðnum. Það hafði snjóað töluvert og vegurinn niður að vatninu þar sem bústað- urinn er var illfær. Allt í einu sáum við okkur til skelfingar að litli fjölskyldubíllinn hjá Gyddý og Dodda kom niður brekkuna að bústaðnum, en á miðri leið var snjórinn kominn með yfirtökin, allt orðið fast. Trú Dodda á bíl og eigin getu til aksturs við þessar aðstæður kom ekki á óvart, en illu heilli hafði það ekki gengið upp í þettað sinnið. Jákvæði hlut- inn var þó sá að hér var komið páskahelgarverkefni fyrir þá sem voru í bústaðnum. Verkefnið að koma bílnum upp á veg aftur. Það tók alla páskahelgina. Í þessum fátæklegu orðum mínum hef ég minnst á tvö minn- ingarbrot á sameiginlegri lífsferð okkar. Þar minnist ég hans sem góðs vinar, manns framkvæmda sem vildi öllum vel hvort sem var í vinnu, hjálpsemi eða væntum- þykju, en gat þó farið fram úr sér á stundum. Um leið og ég kveð þig, Doddi minn, vil ég þakka þér fyrir allar samverustundirnar, sem eru sveipaðar góðum minningum og tala ég þar fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar. Við vottum Guddý, ættingjum og vinum, okkar dýpstu samúð við fráfall góðs drengs. Blessuð sé minning Þórðar Þórðarsonar. Andrés. Elsku besti frændi. Það er svo sárt að vita að ég eigi ekki eftir að hitta þig aftur. Ég á eftir að sakna þín svo mikið. Þegar pabbi saði mér að þú hefð- ir farið okkur frá, var eins og fæturnir gæfu sig og það eina sem ég gat sagt var „nei“ og hugsað að þetta gæti bara ekki verið satt. Það var alltaf svo gaman að vera hjá mömmu og pabba og heyra í pípinu á bílnum þínum þegar hann var að bakka inn götuna. Svo komstu hlaup- andi á harða spretti upp tröpp- urnar eins og það lægi eitthvað mikið við. En það var það aldrei. Þú varst alltaf svo glaður að hitta mig og það vantaði ekki að ég fengi stórt knús og koss á kinn- ina. Það verður tómlegt að heyra ekki sögurnar af þér þegar þú ákvaðst að gera eitthvað og ekki alltaf gekk það upp. Þú hefur alltaf tekið mér og börnunum mínum sem þínum eigin og hún Alexía mun sakna Dodda frænda rosalega. Það mun vanta stóran hlut í líf okkar allra eftir þig. Ég vona bara að þér líði vel hvar sem þú ert og að mamma þín sé þér nærri. Ég ákvað að skrifa smá niður til að minnast þín. Vonandi verðurðu ánægður. Í örmum á engli í burt þú ferð, hvert fótspor þú tekur er svo fjarri mér. Þitt faðmlag ég þrái en hvert sem ég fer, stend ég enn hér og bíð eftir þér. Minningar mér um hugann streyma, þeim minningum mun ég aldrei gleyma . Þín endanlega ást og bros þitt bjarta, gat glatt hvert hjarta. Dagurinn kaldur og smár, er þú fórst okkur frá. En þeir sem dagana munu nú með þér dvelja, ég öfunda þau því þú munt þau gleðja. Þín ég mun sakna meira og meira, því ekki lengur mun ég í þér heyra. En lífið, það snúið er, það tekur en gefur líka af sér. Þótt það sé sárt að segja, þá verð ég hér að kveðja. Með tár í augum og brostið hjarta, enda þá á ég þér svo mikið að þakka. Kveðja frá, Sóley og börnum. Þórður Þórðarson ✝ Hallur Bergs-son fæddist á Reyðarfirði 20. júní 1947. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 7. des- ember 2011. For- eldrar hans voru Þórey Björns- dóttir, húsmóðir frá Ármótaseli í Jökuldalsheiði, f. 30.12. 1910, d. 22.10. 1968, og Bergur Þorkelsson, sjómaður, frá Arnórsstöðum á Jökuldal, f. 12.7. 1912, d. 5.8. 1961. Systkini Halls eru Þorkell Bergsson, f. 31.10. 1944, Birna Bergsdóttir, f. 22.11. 1945, og Björgvin Bergsson, f. 10.12. 1950. Dóttir Halls er Sunna Björg, f. 15.2. 1975, móðir hennar er Sigfríður Þorsteins- dóttir, f. 26.2. 1946. Dóttir Sunnu Bjargar er Vaka Agnars- dóttir, f. 26.9. 2001. Hallur ólst upp á Reyðarfirði, lauk þar skyldu- námi og lærði síð- an húsasmíði á Egilsstöðum. Hann vann við hin ýmsu smíðastörf víða um Austur- land. Sem ungur maður flutt- ist Hallur til Reykjavíkur þar sem hann bjó alla sína tíð og vann við sitt fag, bæði sjálf- stætt og hjá öðrum bygg- ingameisturum. Útför Halls fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 19. desember 2011, og hefst at- höfnin kl. 15. Kær bróðir er nú farinn frá okkur svo snöggt og án fyrirvara. Hans verður sárt saknað af mörg- um. Líf okkar hefur fléttast sam- an bæði í blíðu og stríðu gegnum árin. Við áttum yndislega æsku heima á Reyðarfirði, en fljótlega upp úr tvítugu fór illvígur sjúk- dómur að herja á Hall og lék hann oft grátt. Hans miklu mannkostir og hugrekki gerðu það að verkum að hann hafði alltaf betur. Heið- arleiki, góðsemi og dugnaður yf- irgáfu hann aldrei og húmorinn fleytti honum langt. Sem ungur maður eignaðist hann dóttur og seinna kom afastelpa en því mið- ur urðu kynni þeirra ekki mikil. Vonandi fáum við hin að njóta þeirra í framtíðinni. Seinni ár voru Halli góð. Hann kynntist tveimur frábærum og góðum konum, fyrst Þórveigu en þau voru góðir vinir í nokkur ár, og svo kynntist hann Svetu. Síð- ustu tólf árin hafa þau stutt og vakað yfir velferð hvort annars. Sveta kom frá Búlgaríu til að leita að betra lífi og fljótlega kom dótt- ir hennar, Vessý, líka, þá á ung- lingsaldri. Þessar mæðgur bund- ust Halli væntumþykju- og vináttuböndum og er missir þeirra því mikill. Hallur var góður vinur okkar hjónanna og barna okkar. Við nutum einnig smíðahæfileika hans og allt sem hann smíðaði fyrir okkur hefur staðist tímans tönn. Þótt vindar blási haggast ekkert sem hann hefur lagt hönd á. Mér finnst þetta lýsa Halli svo vel, þótt vindar hafi oft blásið hressilega um hann stóð hann af sér öll stórviðri. Elsku bróðir, nú er komið að leiðarlokum í þessu jarðlífi. Þakka þér fyrir allt. Þín systir, Birna. Hallur Bergsson er borinn til moldar í dag. Hann skilur eftir ástvini og fjölskyldu sem syrgja hann og sakna, en fráfall hans var óvænt. Hallur var kær þeim sem þekktu hann. Sólskinsstundirnar voru marg- ar í æsku og uppvöxturinn á Reyðarfirði var hamingjuríkur, en fráfall ástríks föður af slysför- um og fáum árum síðar móður voru þeim systkinunum erfið, og höfðu kannski djúpstæðari áhrif á ungar sálir en séð varð fyrir. Hallur kláraði barnaskólann og fór í nám, lærði til smiðs því það lá vel við honum, verkefnin – að byggja og bæta – voru ærin á Austurlandi á sjöunda áratugn- um þegar hann lauk námi. Hallur átti ekki erfitt með að komast á samning og honum voru flestar leiðir færar; hann var góður verk- maður sem gekk glaður til vinnu, harðduglegur. Óvænt en alvarleg veikindi settu strik í þennan reikning all- an. Hann vildi lítið um þau ræða lengst af, en það breyttist síðustu árin. „Þetta var eins og þungt högg, ógurlegt högg,“ sagði hann. Hann fór upp, hátt upp – veröldin var björt og hann var meistarinn – og hann fór niður, langt niður. Hann tregðaðist við lyfjameðferð, tókst berhentur á við sína djöfla og játaði aldrei ósigur, – sagði hina sem hann kynntist flesta hafa horfið. Og hann náði smám saman yfirhöndinni því hann var sterkur. En þessi skuggi vofði alltaf yfir og hann vissi það. Ann- að slagið þurfti hann að taka rimmu, og þótt þau slagsmál væru aldrei auðveld komst hann alltaf heill frá þeim, kannski ekki ósár, en alltaf heill. Hallur var heill maður. Veik- indin þroskuðu hann og kenndu honum æðruleysi; hann vildi allt fyrir alla gera, smiðsverkin ófá fyrir vini og vandamenn, og hann vandaði til verka. Hann kærði sig lítið um efnisleg gæði, því gildis- matið var ekki þess háttar. Hann var einstaklingur, stóð vörð um að vera einmitt það. Hann vildi síður stofna til skuldbindinga, kannski af því að hann óttaðist að það gæti orðið að einhverju öðru ef hann væri ekki alltaf fær um að standa við þær. Það er með söknuði og virð- ingu sem við kveðjum þann greinda og góða mann, Hall Bergsson. Við munum hugsa til hans oft og alltaf hlýlega. Við munum minnast hans – hvers- dagslega brossins og góðlátlegrar spurnar í sviðbrigðum hans, þeg- ar honum fannst kappið og ver- aldarhyggjan keyra úr hófi – með þakklæti fyrir það sem hann kenndi okkur um það sem hann hafði sjálfur lært, sumt við að- stæður sem enginn óskar sér: Að vera hógvær og mennskur og trúr sínu. Ástvinum, fjölskyldu og öðr- um sem sárt sjá eftir Halli biðjum við huggunar. Vertu ævinlega blessaður Hallur Bergsson, móð- urbróðir og vinur, – hafðu þökk fyrir allt. Sólveig Berg og Guðmundur Árnason. Þegar kær nemandi manns fyrrum og góðvinur á göngu lífs- ins hverfur af sviði vakna mætar myndir í munans inni, snerta ein- hvern tregablandinn streng í brjósti manns. Þannig fór mér er ég fregnaði óvænt andlát Halls míns Bergssonar og hugurinn hvarflaði til löngu liðinna stunda heima á Reyðarfirði til einnar af þeim fjölskyldum sem ég átti mest og bezt samskipti við, þeirra foreldra hans, ömmu, móðursystur og systkina hans, ekki sízt minnist ég móður hans, þeirrar miklu sómakonu, Þóreyj- ar Björnsdóttur, en vinátta hennar og samfylgd dýrmæt og einstökum leikhæfileikum henn- ar gleymi ég aldrei. Hann Hallur átti sannarlegra til góðra að sækja í báðar ættir, en faðir hans, Bergur Þorkelsson fórst sviplega þegar Hallur var ung- lingur og var honum sem öðrum nánustu harmdauði. Hallur átti ljómandi greind og myndarskap, vörpulegur var hann á velli og fríður sýnum. Í skóla var hann námsmaður góður, kom manni oft mjög skemmtilega á óvart með athugasemdum sínum og snemma ljóst að hann gat farið hvort sem var verknáms- eða bóknámsbraut. Hann valdi húsa- smíði enda lék allt í höndum hans, hann var listahagur, vand- virkur og velvirkur. Hallur átti vissulega sínar erf- iðu stundir og lengi vel barðist hann gegn hinum myrka óvini, hafði stundum betur en beið líka sína ósigra. Seinni árin náðu sigr- arnir yfirhöndinni og þá var gam- an að hitta Hall, skemmtinn í orð- ræðu, fróðan og vel lesinn. Hallur átti góða vini og nána ættingja sem studdu hann og gjörðu hon- um lífið léttbærara þegar að syrti, enda sjálfur vinfastur vel og um- fram allt góður drengur, hlýr og einlægur í innsta eðli sínu. Þegar sá góði gáll var á Halli var hann með skemmtilegri mönnum, orð- heppinn og krufði mál gjarnan til mergjar, vildi ekkert hálfkák hafa. Honum er samfylgdin þökk- uð og margar tærar minninga- myndir fylgja honum í firð hins ókunna. Öllu hans fólki sendum við Hanna einlægar samúðar- kveðjur á kveðjustund. Blessuð sé minning Halls Bergssonar. Helgi Seljan. Hallur Bergsson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF P. HRAUNFJÖRÐ bókavörður, sem andaðist á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 6. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta sonarson hennar, Pétur Smára Pétursson Hraunfjörð, njóta þess, kt. 1601893129, bankanr. 0324-26-160189. Karl Árnason, Petrina Rós Karlsdóttir, Jóhannes Hraunfjörð Karlsson, Ólöf Pétursdóttir, Pétur Hraunfjörð Karlsson, Valeryja Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. Mikið finnst mér óraunverulegt að sitja hér og skrifa minningargrein um þig elsku Vera mín. Við kynntumst árið 1983 á Keilugranda þegar við bjuggum þar, þá starfaðir þú á gjör- gæsludeild Borgarspítalans sem hjúkrunarfræðingur. Við stofn- uðum saumastofu og verslun 1988, Fis-létt, sem var verslun með fatnað fyrir barnshafandi konur, rákum það í sex ár, vor- um með þrjá kjólameistara í vinnu, þær Sólveigu Eysteins- dóttur, Hildi Bolladóttur og Hrefnu Ásgeirsdóttir, einnig kom Anna frænka að leysa okk- ur stundum af. Þetta var góður tími með frábæru fólki, vinátta sem hefur haldist vel. Á þessum tíma áttum við hvor sitt barnið; Díana mín var dugleg að skottast með okkur og passaði stundum Helga son Vera Siemsen ✝ Vera Siemsenfæddist í Reykjavík 28. maí 1956. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. desember 2011. Útför Veru fór fram frá Fossvogs- kirkju 14. desem- ber 2011. Veru. Á þessum ár- um voru það ekki bara kúnnarnir sem voru barnshaf- andi því að við hóp- inn bættust tvíbur- arnir hennar Veru, Ólafur og Guð- mundur, og einnig eignaðist ég tvo drengi. Þá var orð- ið tímabært að hætta rekstri og huga að barnauppeldi. Vera og Sigurður fluttu í Mosfellsbæ með prinsana þrjá. Þá fór Vera að vinna sem hjúkrunarfræð- ingur á Reykjalundi og vann þar þar til hún lést, 1. desem- ber, eftir rúmlega mánaðar veikindi. Vera var einstaklega úrræða- góð og jákvæð með eindæmum, við kölluðum hana oft Pollý- önnu. Einnig hafði hún unun af bóklestri, hvort sem þær voru á íslensku eða ensku. Allt hand- verk lék í höndum Veru, ásamt viðhaldi á húsi sínu sem hún gerði með glæsibrag. Drengirn- ir voru hennar stolt enda góðir drengir. Ég kveð þig með sökn- uð í hjarta og þakklæti fyrir að hafa kynnst þér. Með von um að Guð og gæfa fylgi drengjunum alla tíð sem og fjölskyldu þinni. Ólöf E. Tómasdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.