Morgunblaðið - 19.12.2011, Side 32

Morgunblaðið - 19.12.2011, Side 32
32 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞÁ ER ÞAÐ KOMIÐ! ÉG HELD ÉG HAFI NÁÐ ÞÍNU INNRA EÐLI FULLKOMLEGA LEYFÐU MÉR AÐ SJÁ ÉG VAR AÐ LESA „BASKERVILLES HUNDINN” ER ÞAÐ? ÞAÐ ER EIN AF MÍNUM UPPÁHALDS BÓKUM ÞAÐ ER EKKI UPPÁHALDS BÓKIN MÍN... ÉG ER EKKI HRIFINN AF BÓKUM ÞAR SEM HUNDURINN LENDIR Í ÖÐRU SÆTI MÁ BJÓÐA ÞÉR AÐ KAUPA GÆLUDREKA? ER HANN HÚSVANUR? ERTU AÐ GRÍNAST? HANN HEFUR RÚSTAÐ ÖLLUM ÞEIM HÚSUM SEM HANN HEFUR BÚIÐ Í! ER ÞAÐ BESTA TILGÁTAN SEM ÞÚ ERT HVAÐ ER AÐ ÁSTIN? ÞAÐ ER ALLT Á FLOTI Í KJALLARANUM! HREINSAÐIRÐU LÓNA ÚR AFFALLINU? ÚPS! ÉG VISSI ÞAÐ NÚ ÞEGAR NÚ MUN BRÚÐAN MÍN SÝNA ÞEIM KRAFTA SÍNA! HLAUPIÐ! IRON MAN ER AÐ RÚSTA ÖLLU! ÁSTIN MÍN, HERRA HÚSINS ÆTLAR AÐ LEGGJA SIG SOFÐU VEL HERRA MINN Á MEÐAN... ERTU VISS UM AÐ ÞÚ SÉRT EKKI MEÐ EINA SÍÐERMA- SKYRTU SEM ÉG Á? Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Skipulögð dagskrá fell- ur niður til 9. janúar. Árskógar 4 | Handavinna, smíði og út- skurður kl. 9, félagsvist kl. 13.30 og myndlist kl. 16. Boðinn | Botsía kl. 11. Tálgað kl. 13.30. Styrkur og þol, lokaður hópur. Bólstaðarhlíð 43 | Bútasaumur og handavinna allan daginn, sögustund. Kaffi/dagblöð. Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín kl. 9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8. Leikfimi kl. 9.15, upplestur á 2. hæð kl. 14. Jólakúlusýning mánaðarins. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, botsía kl. 9.30, lomber kl. 13 og canasta kl. 13.15. Skráning haf- in á Þorláksmessuskötuna 23. des. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Heitt á könnunni í Jónshúsi kl. 9.30-16. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Síðasti dagur fastra dag- skrárliða og námskeiða fyrir jól. Gler og leir kl. 9, biljard í Selinu kl. 10, íþróttahús ganga kl. 11.20, handavinna kl. 13. Heim- sókn frá Tónlistarskóla Seltjarnarness kl. 14.45, vatnsleikfimi kl. 18.30. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9. Kl. 11 les Eysteinn Björnsson úr bókum sínum. Frá hád. er spilasalur op- inn. Gerðubergskórinn syngur við jóla- helgistund í Seljahlíð kl. 11 á Þorláks- messu, mæting þar kl. 10.30. Furugerði 1, félagsstarf | Jólaljósaferð um bæinn kl. 13.30, endað á kaffihúsi. Verð 1.200 kr., kaffi ekki innifalið. Skrán- ing á skrifstofu. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, leik- fimi kl. 9:15, bænastund kl. 10:15, Mynd- list kl. 13. Tímapantanir á hárgreiðslust s. 8946856. Hraunsel | Ganga frá Haukah. Ásv. kl. 10, kórinn kominn í jólafrí, glerbræðsla kl. 13, botsía og félagsvist kl. 13.30, bilj- ard í kjallara Hraunsels alla daga kl. 9. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og 9.30, vinnustofa kl. 9, brids kl. 13. Fóta- aðgerðir. Hæðargarður 31 | Hringborðið kl. 8.50, handav. og prjónahorn kl. 9, saumur kl. 13, félagsvist kl. 13.30, skapandi skrif kl. 16. Jólaball á fimmtudag kl. 14, börn vel- komin. Íþróttafélagið Glóð | Ringó kl.13.30 í Smáranum. Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10, upplestur kl. 11, handavinna kl. 9, útskurður kl. 13, samverustund með djákna kl. 14. Vesturgata 7 | Setustofa og botsía kl. 9, handavinna kl. 9.15, leikfimi kl. 10.30, kóræfing kl. 13. Systurnar Jóhanna og KristbjörgSteingrímsdætur frá Nesi í Að- aldal hafa getið sér gott orð fyrir bragsnilld sína á vettvangi vísna- félagsins Kveðanda. Einn veturinn skemmtu þær sér við að bregða upp ævintýralegum myndum frá mismunandi árstíðum og kölluðu vísnabálkinn Systur sjá og heyra. Nú hefur kveðskapurinn komið út í bók, Systrarími, sem skreytt er fal- legum myndum Kristínar Arn- grímsdóttur. Gefum Jóhönnu orð- ið: Sá ég blómin blikna og fella blöðin fríð í haustsins hríðum, brotna af trjánum gildar greinar, glóðir sumarljómans deyða. Sá ég blóm sem blikna ekki, í byljum standa, frost ei granda, fegurst blóm við kröm og klaka, kærleikur í brjóstum manna. Og Kristbjörg yrkir ekki síður fagrar stemningar í þessa eigulegu bók, til dæmis: Sá ég kaldan vetur valdi vorsins, harðar skorður setja, þó er sestur sumargestur söngvafús að húsum mínum. Strax er dagar fjaðrafagur fer á ról úr nætur skjóli, syngur glatt ef geislafingur glæða yl og linnir byljum. Pétur Stefánsson var fljótur að panta eintak af bókinni og lét fylgja með kveðju í bundnu máli: Snjór og kuldi úti er, allt er þakið hrími, þá er yndi að una sér yfir systrarími. Auðvitað verður blaðamönnum stundum á í messunni. Það er óhjá- kvæmilegt á hlaupunum. Davíð Hjálmar Haraldsson rak augun í það á Mbl.is að talað var um að Veðurstofan spáði hita og hægri norðvestanátt „það sem af er degi“. Og það varð honum yrkisefni: Fram í tímann fáir sjá og fráleitt að því treysta megi en þessir gleggstu góða spá gera um það sem af er degi. En Bjarni Stefán Konráðsson hafði samúð með blaðamanni: Að vera að spá, það virðist mér, vera ljóta glíman, sérstaklega ef það er eitthvað fram í tímann. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Systrarími og veðurspá Kæra amma og kæri afi Mig langar til að benda á barnabók sem heitir „Úti í myrkrinu" eftir Margréti Þ. Jó- elsdóttur og Stephen Fairbairn. Þessi bók er skrifuð á fallegri ís- lensku og myndirnar í bókinni eru frábær- lega vel gerðar. Mig langar til að benda öf- um og ömmum á þessa bók. Hún hvetur börn til yndislesturs. Jóhanna Sigríður. Hávaði á leikskólum Með tilvísun í frétt í Mbl. um daginn um hávaða á leikskólum vil ég benda á að einn er sá leikskóli sem sker sig úr er þetta varðar. Það er leik- skólinn við Holtaveg í Reykjavík. Þar er aldrei óþægilegur há- vaði. Kannski að aðrir leikskólar ættu að kanna hvað veldur þessum mun? María. Velvakandi Ást er… … að lifa fyrir núið, en taka því ekki sem gefnu. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.