Morgunblaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 6
FRÉTTASKÝRING
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Alþingismenn og ráðherrar mega
eiga von á launauppbót fljótlega á
nýju ári eftir ákvörðun kjararáðs um
að afturkalla launalækkun frá 1. jan-
úar 2009. Ákvörðunin gildir frá og
með 1. október síðastliðnum, og eiga
ráðamenn því uppsöfnuð laun fyrir
október, nóvember og desember, en
það verður á könnu fjármálaráðu-
neytisins að ákvarða hvenær og
hvernig þau verða greidd út.
Ákvörðun kjararáðs þýðir að for-
sætisráðherra fær nú aftur rúma 1,1
milljón króna í mánaðarlaun fyrir
dagvinnu, líkt og var fyrir hrun en frá
og með 1. janúar 2009 lækkuðu laun
forsætisráðherra um 15% niður í
tæpar 900 þúsund kr. Sú lækkun er
nú gengin til baka, afturvirkt til 1.
október, og má því ætla að Jóhanna
Sigurðardóttir eigi uppsafnaða rúma
hálfa milljón í vangoldin laun og aðrir
ráðherrar rúm 400 þúsund hver.
Í samræmi við aðrar hækkanir
Launalækkanirnar árið 2009 áttu
frá upphafi aðeins að vera tíma-
bundnar, til að draga úr útgjöldum
ríkissjóðs vegna kreppunnar. Í lok
júní í sumar var ákvörðunin tekin til
endurskoðunar en þá taldi kjararáð
ekki ástæðu til að afturkalla launa-
lækkunina. Þetta var gagnrýnt harð-
lega af Félagi forstöðumanna ríkis-
ins, sem sagði það brot á lögum um
kjararáð að fresta hækkun launa for-
stöðumanna með hliðsjón af launa-
þróun síðustu missera.
„Þegar júníhækkunin kom inn í al-
menna kjarasamninga höfðum við
ekki þær upplýsingar að við treystum
okkur til þess að fara út í þetta. En
þær upplýsingar höfum við hins veg-
ar núna. Laun þessa hóps hafa ekkert
hreyfst allt þetta ár, fyrr en núna
þegar við sjáum að hreyfing hefur
orðið á öðrum hópum,“ segir Svan-
hildur Kaaber, formaður kjararáðs,
aðspurð hvað hafi breyst síðan í sum-
ar til að gefur tilefni til að hækka
launin núna. Kjararáði beri að gæta
þess að laun þeirra sem undir það
heyra séu í samræmi við laun sam-
bærilegra hópa í þjóðfélaginu.
Laun forseta hækka ekki
Forseti Íslands fór einnig fram á
það við kjararáð á sínum tíma að laun
hans yrðu lækkuð á sama hátt og for-
sætisráðherra. Kjararáð hafnaði
beiðninni á þeim forsendum að slík
launalækkun væri óheimil sam-
kvæmt stjórnarskrá. Ólafur Ragnar
Grímsson náði í kjölfarið samkomu-
lagi við þáverandi fjármálaráðherra,
Árna M. Mathiesen, um 15% launa-
lækkun. Afturköllun kjararáðs nú á
því ekki við um forsetann.
Samkvæmt upplýsingum frá for-
setaembættinu hefur forsetinn ekki
farið þess á leit við fjármálaráðuneyt-
ið að laun hans verði hækkuð aftur.
Morgunblaðið/Ómar
Þau fá launahækkun Enn gildir að enginn, utan forseta Íslands, skuli hafa hærri laun en forsætisráðherra.
Ráðherrar eiga inni
um hálfa milljón hver
Laun forsætisráðherra aftur upp fyrir eina milljón króna
Launakjör ráðamanna
2.000.000
1.800.000
1.600.000
1.400.000
1.200.000
1.000.000
800.000
600.000
400.000
200.000
0
Laun fyrir 1. október 2011 Laun eftir 1. október 2011
Alþingismenn Ráðherrar Forsætisráðh. Forseti Íslands
54
5.
4
80
kr
.
89
6.
89
5
kr
.
98
0.
81
5
kr
.
1.
91
6.
67
3
kr
.
58
9.
55
9
kr
.
1.
0
41
.1
45
kr
.
1.
15
2.
0
21
kr
. 1.
91
6.
67
3
kr
.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011
Opið í dag kl. 10-13
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Myndlista
vörur
í miklu ú
rvali
Strigar, ótal stærðir
frá kr.195
Olíu/Acrýl/
Vatnslitasett
12/18/24x12 ml
frá kr.570
Acryllitir 75 ml
kr.499
Þekjulitir/
Föndurlitir
frá kr.795
Gólf- og borðtrönur
frá kr.2.100
Alls verða 52 hælisleitendur af ýms-
um þjóðernum á framfæri Útlend-
ingastofnunar í Reykjanesbæ yfir
jólin. Að sögn Þorsteins Gunn-
arssonar, sviðsstjóra hjá stofn-
uninni, eru þó fleiri á landinu, en
þeir sem hafi fundið sér vinnu búi á
eigin vegum.
Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ
býður öllum hælisleitendunum í
mat á Ásbrú á aðfangadagskvöld.
Þar verða einnig pakkar gefnir og
samverustund haldin. Þorsteinn
segir að í gærmorgun hafi um fjör-
tíu hælisleitendanna skráð sig í
matinn.
„Margir eiga náttúrulega vini og
kunningja og það er ekki ólíklegt
að þeir dvelji hjá þeim um jólin. Það
eru ansi mörg mismunandi þjóðerni
og það eru langt því frá allir krist-
innar trúar. Þetta er í boði og þeir
sem vilja nýta sér það gera það,“
segir Þorsteinn um þá sem ekki
hafa skráð sig.
Rauði krossinn í Hafnarfirði býð-
ur svo bæði hælisleitendum og þeim
sem hafa fengið stöðu flóttamanna
til hátíðarmálsverðar hinn 29. des-
ember í Hafnarfirði og segist Ás-
hildur Linnet, framkvæmdastjóri
Hafnarfjarðardeildarinnar, eiga
von á um 70 manns í mat.
„Það eru sjálfboðaliðar sem sjá
um að elda og alla veisluna frá a til
ö. Svo horfum við á flugeldasýn-
inguna hjá Björgunarsveitinni,“
segir hún. kjartan@mbl.is
Öllum boðið í
hátíðarmat
Hjálpræðisherinn og Rauði krossinn
sinna hælisleitendum yfir hátíðirnar
„Ég verð að segja sem Breti og með
tilliti til sambands okkar við Ísland
að þessi ummæli voru gjörsamlega
óviðeigandi og að hann ætti að biðja
bæði ráðherrann og íslensku þjóðina
tafarlaust afsökunar á þeim,“ segir
William Dartmouth, þingmaður á
þingi Evrópusambandsins fyrir
Breska sjálfstæðisflokkinn, í samtali
við Morgunblaðið.
Eins og greint var frá í blaðinu á
fimmtudag lét Robert Atkins, þing-
maður breska Íhaldsflokksins á
Evrópusambandsþinginu, þau um-
mæli falla á fundi
utanríkismála-
nefndar þingsins
fyrr í vikunni að
Jón Bjarnason,
sjávarútvegs- og
landbúnaðar-
ráðherra, hefði
komið honum fyr-
ir sjónir í heim-
sókn nefndar á
vegum þingsins
til Íslands síðastliðið haust „sem
þvermóðskufyllsta afturhald frá
sjötta áratugnum, nokkurn veginn
frá Stalínstímanum,“ sem Atkins
hefði nokkurn tímann rekist á í lýð-
ræðisríki.
Skiljanlegar áhyggjur
Dartmouth var einnig á fundi ut-
anríkismálanefndarinnar og mót-
mælti því þar að Jón væri sakaður
um stalínisma fyrir þá sök eina vera
ekki sammála Atkins um að Íslend-
ingar ættu að ganga í Evrópusam-
bandið. „Staðreyndin er einfaldlega
sú að það er fullkomlega eðlilegt og
skiljanlegt að íslenski sjávarútvegs-
ráðherrann hafi áhyggjur af því
hvaða áhrif það hefði á miðin í kring-
um Ísland ef landið gengi í sam-
bandið. Það var einfaldlega alger-
lega út í hött að saka hann um
stalínískt afturhald vegna þess,“
segir Dartmouth.
Hann segir að hafa verði í huga að
fundir utanríkismálanefndar Evr-
ópusambandsþingsins séu form-
legur vettvangur sem sé sjónvarpað
á netið. Ummæli Atkins hafi verið
hluti af umfjöllun hans um heim-
sóknina til Íslands og voru því út-
hugsuð. Fyrir vikið verða þau að
teljast enn alvarlegri,“ segir
Dartmouth. Það hafi verið augljóst
að ummælin voru ekki sett fram í
neinu fáti heldur þvert á móti af yfir-
vegun.
„Þessi ummæli voru einfaldlega út
í hött, þau voru óviðeigandi og
móðgandi og Robert Atkins ætti að
draga þau tafarlaust til baka og biðj-
ast afsökunar á þeim,“ segir
Dartmouth að lokum.
hjorturjg@mbl.is
Móðgandi og óviðeigandi ummæli
Breskur þingmaður á ESB-þinginu segir að landi sinn, sem einnig á sæti á þinginu, skuldi Jóni
Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni
William
Dartmouth
Í kjölfar ákvörðunar kjararáðs
hefur Bandalag starfsmanna
ríkis og bæja farið fram á launa-
leiðréttingar til jafns við ráð-
herra, þingmenn og embætt-
ismenn, þar sem ákvörðun
hljóti að vera fordæmisgefandi.
„Í kjölfar efnahagshrunsins
missti fjöldi félagsmanna
bandalagsins vinnuna og aðrir
þurftu að taka á sig tímabundn-
ar launalækkanir og skert
starfshlutfall,“ segir í yfirlýs-
ingu. Þar sem kjararáð hafi nú
riðið á vaðið með leiðréttingar
hjá ákveðnum hópi opinberra
starfsmanna krefjist BSRB þess
sama og muni fara fram á við-
ræður við fjármálaráðherra um
hvernig staðið verði að því.
BSRB krefst
leiðréttinga
FORDÆMISGEFANDI
Landssamband eldri borgara segir
að í ljósi úrskurðar kjararáðs um að
launalækkun þingmanna og ráð-
herra skuli dregin til baka hljóti
eldri borgarar að gera ráð fyrir að
röðin sé komin að þeim. Umrædd
launalækkun var ákveðin fyrir lið-
lega þrem árum í kjölfar hrunsins.
„Þetta hlýtur að vita á gott eða
með öðrum orðum að nú verði drifið í
því að draga til baka þær launalækk-
anir sem eldri borgarar urðu fyrir
hinn 1. janúar 2009 og 1. júlí 2009,“
segir í yfirlýsingu frá Landsamband-
inu í gær. „Á þessum tíma var ákveð-
ið að fjármagnstekjur skyldu nýttar
100% til frádráttar við útreikning
bóta og að lífeyrissjóðstekjur skyldu
sæta sömu reikningsreglu. Við þetta
varð umtalsverð lækkun á lífeyri
mjög margra lífeyrisþega.“ Margir
lífeyrisþegar hafi misst allan sinn
grunnlífeyri og sumt eftirlaunafólk
20% tekna sinna. kjon@mbl.is
Launalækkun aldraðra
verði einnig felld niður